Morgunblaðið - 16.04.2002, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 16.04.2002, Blaðsíða 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2002 39 FORSENDA ný- myndunar og vaxtar ís- lensks hagkerfis felst ekki síst í því að eining- ar þess (fólk, fyrirtæki og stofnanir) geti sam- ið sín á milli um lang- tímaskuldbindingar þannig að hver afborg- un sé þekkt fyrirfram upp á krónu, en ekki komi í bakið vísitöluá- lag mismikið eftir skapi og duttlungum ráða- manna á liðnu upp- gjörstímabili. Jarðveg- ur fyrir slíkt umhverfi er stöðugt verðlag. Hér er fullyrt að fyrir þjóðarbúið í heild sé þessi jarðvegur mikilvægari en ál- ver á Reyðarfirði eða afkoma nokk- urra stórra útgerðarfyrirtækja. „Yfirgripsmikið þekkingarleysi að segja evruna endurspegla íslenskt hagkerfi,“ sagði forsætisráðherra á aðalfundi Seðlabankans og taldi evr- una þar með ónothæfa á Íslandi. Þessi ummmæli eru höfð eftir Fréttablaðinu og lýsa í hnotskurn gamla íslenska hagstjórnarskólan- um. Krafa fólks í nútímanum er að gjaldmiðillinn sé mælieining sem hægt sé að treysta, að hægt sé að nota hana í langtímasamningum. Það er algerlega úrelt hagstjórn að fikta í verðgildi gjaldmiðilsins til að rétta af kúrsinn. Slíkt fikt getur ef- laust hjálpað ákveðnum þrýstihópi tímabundið eins og dæmin sanna, en það bitnar á litlu einingunum í hag- kerfinu sem bera uppi hita og þunga þess. Undirritaður tók eftir því á haust- dögum að forsætisráðherra skil- greindi Ísland sem innflutningsland. Þetta er laukrétt, flestar neysluvör- ur Íslendinga eru innfluttar og meirihluti þessa innflutnings kemur frá Evrópu. Þetta er sérstaða Ís- lands ef Ísland er borið saman við mörg önnur hagkerfi sem ekki hafa fastgengisstefnu heldur verðbólgu- markmið. Hagkerfi sem eru að miklu leyti sjálfum sér nóg um neysluvörur geta með góðum árangri haldið verð- lagi stöðugu þótt gjaldmiðill þeirra rokki talsvert á geng- ismörkuðum. Þetta á vel við um Bandaríkin, Bretland og Evrópu- sambandið. Á Íslandi gilda á hinn bóginn allt önnur lögmál; lítils- háttar breyting, við skulum segja lækkun, á verðgildi krónunnar leiðir fljótt til verð- hækkana innanlands vegna þess að Ísland er „innflutningsland“. Seðlabankinn í sam- ráði við stjórnvöld lagði niður fastgengisstefnu og tók upp verðbólgu- markmið á síðasta ári. Þessi stefnu- breyting var þvinguð þar sem stjórn- völd og bankinn voru komin í þrot, voru einfaldlega hætt að geta varið krónuna vegna hagstjórnar undan- farinna missera. Til að lágmarka fall krónunnar beittu stjórnvöld gríðar- legum vöxtum. Jafnvægi við þessar aðstæður hefur þegar kostað fólk og lítil fyrirtæki miklar fórnir. Útlit er fyrir að jafnvægi á peningamörkuð- um náist einfaldlega ekki til lang- frama nema með verulegum vaxta- mun milli Íslands og hagkerfanna í kringum okkur. Hagkerfin í kringum okkur hafa sett fram lík markmið um verðbólgu og Seðlabanki Íslands eða 1-2%. Til að Íslendingar nái sínum markmið- um um 1-2% verðbólgu á ári þarf gengi krónunnar að fylgja gengi gjaldmiðla þeirra hagkerfa sem við kaupum innflutningsvörur okkar frá. Í raun er verðbólgumarkmið fyrir ís- lenska hagkerfið nánast sama stefna og fastgengisstefna af því að Ísland er „innflutningsland“. Þessi stað- reynd er lóð á vogarskál röksemda fyrir aðildarumsókn að Evrópusam- bandinu og upptöku evrunnar í ís- lensku hagkerfi. Það er mikið atriði í góðri hag- stjórn að gjaldmiðillinn endurspegli ekki hagkerfið. Aðgerðir stjórnvalda eiga að endurspegla hagkerfið með það að markmiði m.a. að hagvöxtur sé stöðugur og að gjaldmiðillinn sé stöðugur og óháður sveiflum hag- kerfisins. Skattar, samneysla, sam- eiginlegar langtímafjárfestingar og stýrivextir eru þættir sem stjórnvöld geta haft áhrif á til að ná þessum markmiðum. Gjaldmiðillinn þarf að haldast stöðugur innan settra vik- marka – alltaf. Forsætisráðherra þarf að skýra þann tvískinnung sem birtist í um- mælum hans á liðnum mánuðum. Hvort ætla stjórnvöld sér að ná 1-2% verðbólgumarkmiði eða hafa svig- rúm til að láta gjaldmiðilinn endur- spegla hagkerfið því hvorutveggja næst ekki. Yfirlýsing forsætisráð- herra um að gjaldmiðillinn þurfi að endurspegla hagkerfið er hættuleg stöðugleika og hagvexti á Íslandi og er yfirlýsing um áframhaldandi óvissu um verðgildi krónunnar og áframhaldandi vísitölubakreikninga á fólk og fyrirtæki. Á meðan gamli skólinn ríkir er frelsi einstaklinga til athafna skert. Verðbólgumarkmið, fastgengi eða evran Örn Karlsson Markmið Hvort ætla stjórnvöld sér að ná 1–2% verð- bólgumarkmiði, spyr Örn Karlsson, eða hafa svigrúm til að láta gjald- miðilinn endurspegla hagkerfið? Höfundur er verkfræðingur. HINN 9. apríl sl. var haldinn kynning- arfundur í Rimaskóla, vegna fyrirhugaðrar íbúðarbyggingar á reit, sem kenndur hef- ur verið við Lands- símann í Gufunesi (Gufunesradíó). Í skemmstu máli sagt, var andstaðan algjör við skipulag það sem kynnt var; 3 turnar 11, 9 og 7 hæða + tvær óvenjustórar 4 hæða blokkir, síðan raðhúsalengjur, 8 hús í lengju og fjöldi ein- býlishúsa, tveggja hæða eða einn- ar og hálfrar hæðar. Formaður skipulagsnefndar, Árni Þór Sigurðsson frá R-listan- um, kynnti þessar hugmyndir að þétt- ingu byggðar. Við sem búum á þessu svæði töldum að aldr- ei yrði komið svo svakalega í bakið á okkur, sem raun ber vitni. Íbúar svæðisins eru ekki að mótmæla því að þarna verði byggt, heldur vilja þeir að sú fram- kvæmd verði í sam- ræmi við þá byggð sem fyrir er. Fulltrúi frá gatnamálastjóra kynnti umferðarmálin og fór létt með. Umferð fer úr 1.000 bílum á sólarhring, sem hún er nú, í 5.000 bíla á sólarhring, að minnsta kosti. Nú spyr maður, eru þetta skilaboð sem fulltrúar borg- arstjórans eiga að senda okkur? Að álit okkar, hins almenna borg- ara, komi yfirvöldum ekkert við? Skorað er á borgarstjórann að kaupa þetta land (eða reit) og skipuleggja það eins og byggðin er fyrir. Það skapar velsæld og vellíð- an til handa fólkinu sem þarna býr. Íbúalýðræði R-listans! Skúli Sigurðsson Reykjavík Við sem búum á þessu svæði, segir Skúli Sig- urðsson, töldum að aldr- ei yrði komið svo svaka- lega í bakið á okkur. Höfundur er vélafræðingur. ÞAÐ á ekki af þeim að ganga Samfylking- arfóstbræðrunum í Hafnarfirði, Tryggva Harðarsyni og Lúðvík Geirssyni. Staðhæf- ingar þeirra í grein- um í Morgunblaðinu 12. apríl sl. falla allar um sjálfar sig m.a. í ljósi atburða fyrr í vikunni. Vert er í því sambandi að vekja at- hygli á nokkrum stað- reyndum sem munu verða leiðarljós næstu ára:  Það eru vísvit- andi blekkingar þeirra fóstbræðra að ætla að telja Hafnfirðingum trú um að eignaaukning skipti engu máli. Samkvæmt ársreikningi bæj- arsjóðs Hafnarfjarðar 2001 jukust peningalegar eignir bæjarsjóð 665 m.kr. umfram peningalegar skuld- ir og fjárhagsstaða bæjarsjóð batnaði sem því nemur. Allar áætl- anir benda til þess að sá bati muni halda áfram á næstu árum þannig að skuldir bæjarsjóðs á hvern íbúa muni lækka um 31% fram til árs- ins 2005 þegar þær verða 298 þús.kr. á hvern íbúa.  Ársreikningar bæjarsjóðs, eru endurskoðaðir af Deloitte & Touche hf., virtu endurskoðunar- fyrirtæki. Fyrirtækið hefur einnig farið yfir fjárhagsáætlun og rammaáætlanir bæjarsjóðs til lengri tíma og hefur staðfest að þær gefi raunsæja mynd af fram- tíðarþróun rekstrar og efnahags- bæjarsjóðs.  Hinn 11. apríl var lagt fram í bæjarráði Hafnarfjarðar bréf eft- irlitsnefndar með fjármálum sveit- arfélaga þar sem segir m.a.: „Mið- að við fyrirliggjandi áform og áætlanir sveitarstjórnar telur nefndin ekki ástæðu til að hafa fjármál sveitarfélagsins lengur til sérstakrar skoðunar.“ Þessi nið- urstaða nefndarinnar er skýr við- urkenning á þeim árangri sem náðst hefur í fjármálum og fjár- málastjórn Hafnarfjarðar á síðustu árum.  Einkunnargjöf eftirlitsnefnd- ar fyrir fjármálastjórn Hafnar- fjarðarbæjar hækkar úr 6,0 fyrir árið 2002 upp í 8,9 fyrir árið 2005. Einkunnin (0,8) sem Samfylking- armenn hafa í hávegum er tveggja ára gömul og er þessi þróun enn ein staðfesting á þeim framförum sem átt hafa sér stað í fjármála- stjórn bæjarins.  Sífellt fleiri gera sér grein fyrir kostum einkaframkvæmdar fyrir opinbera aðila. Hinn 11. apríl undirritaði Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir borgarstjóri stærsta einka- framkvæmdasamning til þessa um nýtt tónlistarhús.  Lúðvík Geirsson talar um óstjórn í almennri stjórnsýslu hjá Hafnarfjarðarbæ. Stjórnsýsla bæj- arins er að mínu mati í afar góðu horfi enda skipuð sér- lega hæfu starfsfólki sem vinnur verk sín af fagmennsku, alúð og kostgæfni. Vilji menn líkt og þeir fóstbræður Tryggvi og Lúðvík halda sig við fortíðina má minna á eftirfar- andi atriði úr afreka- skrá þeirra:  Stærstur hluti skulda bæjarsjóðs safnaðist upp á valda- tíma forvera Samfylk- ingar árin 1986–1998. Í upphafi tímabilsins voru þær sem næst engar en í árs- lok 1998 námu þær 6,6 milljörðum króna á árslokaverðlagi 2001. Frá þeim tíma hafa skuldirnar aukist um 2,1 milljarð króna, einkum vegna framkvæmda til að bæta þjónustu við bæjarbúa.  Á núverandi kjörtímabili hafa þrír nýir leikskólar verið teknir í notkun og sá fjóðri stækkaður um helming. Á kjörtímabilinu þar á undan var einn skóli tekinn í notk- un.  Á núverandi kjörtímabili hafa þrír grunnskóla verið stækkaðir, samtals um 6.600 fm, nýr 6.100 fm skóli byggður í Áslandi og nýr 6.300 fm. Lækjarskóli er nú í byggingu. Á kjörtímabilinu þar á undan voru tveir skólar stækkaðir, samtals um 3.800 fm og hönnuð viðbygging þess þriðja. Það sem skiptir Hafnfirðinga máli er atorka bæjaryfirvalda til að vinna úr þeim miklu möguleik- um sem framtíð Hafnarfjarðar býr yfir. Skrif þeirra fóstbræðra Tryggva og Lúðvíks dæma sig sjálf og afhjúpa vanþekkingu þeirra á alkunnum staðreyndum hagfræði og fjármála. Seinheppnir fóstbræður í Hafnarfirði Magnús Gunnarsson Höfundur er bæjarstjóri í Hafnarfirði. Hafnarfjörður Það sem skiptir Hafnfirðinga máli, segir Magnús Gunnarsson, er atorka bæjaryfirvalda til að vinna úr þeim miklu möguleikum sem framtíð Hafnarfjarðar býr yfir. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Mið-Evrópu- ævintýri Heimsferða 12.-21. maí kr. 83.250 Heimsferðir kynna nú glæsilega ferð um hjarta Evrópu, þar sem þú ferðast frá Budapest niður til Ítalíu um einhver fegurstu svæði þessa heimshluta. Budapest – Szentendre – Vínarborg – Kitzbuhel – Arnarhreiðrið í Berchtesgaden – Brennerskarð – Gardavatn – Verona. Beint flug frá Verona til Íslands þann 21. maí. Síðustu 11 sætin í aukaferðina Beint flug til Budapest Verð kr. 83.250 Verð á mann í tvíbýli með sköttum. Innifalið í verði: Flug, gisting, morgunverður, kvöldverður í Kitzbuhel (2) og San Zeno (3). Akstur á milli dvalarstaða. Ferðir til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. Almennt verð kr. 87.420.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.