Morgunblaðið - 16.04.2002, Page 34

Morgunblaðið - 16.04.2002, Page 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Í FYRSTA lagi hafa alþjóðavæðingin og markaðs-væðingin í för með sér að umráðasvið stjórnmál-anna dregst saman og hinn lýðræðislegi ákvörð-unarréttur gegnir minna hlutverki. Sífellt fleiri þættir sem snerta daglegt líf okkar, atvinnu, kjör, fjöl- skylduhætti og tækifæri til frama og þroska eru mótaðir af alþjóðlegum straumum, samspili markaðsafla og um- svifum stórfyrirtækja sem teygja anga sína til margra landa. Sviðið þar sem stofnanir stjórnkerfisins, þing, sveitarstjórnir eða ríkisstjórnir ráða för hefur hlutfalls- lega orðið minna, og hið lýðræðislega vald etur nú kappi við öfl sem eiga sér traustar rætur í alþjóðavæðingu og markaðsvæðingu samfélagsins. Sú spurning verður áleitnari hvernig lýðræðið getur á slíkum tímum áfram verið áhrifaríkt hreyfiafl breytinganna. Hvað verður um vilja fólksins, kjarnann í lýðræðinu, við slíkar aðstæður? Örlög einstaklinga og þjóða ráðast í auknum mæli frem- ur af ákvörðunum stjórnenda hnattvæddra risafyrir- tækja en viðhorfum lýðræðislegra kjörinna fulltrúa á þjóðþingunum. Sú hugmyndafræði hefur einnig verið ráðandi um nokkurt skeið að hagvöxturinn styrkist með aukinni markaðsvæðingu og meira frelsi fyrirtækja til alþjóð- legrar starfsemi. Því hafa stjórnmálamennirnir afsalað sér verulegum völdum og þar með dregið úr umsvifum þess fulltrúalýðræðis sem við búum við. Stjórnmálin snú- ast í auknum mæli um að skapa hagfelldar aðstæður fyrir alþjóðlegt fjármagn og fyrirtæki, auka vægi markaðarins og fækka lýðræðislegum ákvörðunum um almannahag. Sumir fræðimenn hafa að vísu bent á þá þversögn að um leið og hnattvæðingin dregur úr áhrifamætti þjóðrík- isins sem lýðræðisskipun okkar miðast við þá hefur hún í för með sér útbreiðslu lýðræðishugmynda um heim allan og eykur sjálfsákvörðunarrétt einstaklinganna. Stjórn- málin á vettvangi hinna lýðræðislegu stofnana eru hins vegar bundin ákveðnum landsvæðum, ríkjum og sveit- arfélögum, á sama tíma og áhrifavald umbreytinga stöðv- ast ekki á landamærum. Lýðræðið er þannig háð land- fræðilegum skorðum sem draga úr möguleikum þess til að bregðast við þeim alþjóðlegu straumum sem í vaxandi mæli móta líf okkar. Í öðru lagi hefur þróun Evrópusambandsins og þar með Evrópska efnahagssvæðisins ásamt aukinni alþjóða- samvinnu í öryggismálum, umhverfismálum og á fleiri sviðum fært hluta af því valdi sem áður var í höndum lýð- ræðisstofnana þjóðríkisins yfir til evrópskra og alþjóð- legra stofnana sem ekki eru sniðnar á sama hátt að beinu lýðræðislegu valdi fólksins heldur taka mið af fulltrúa- kerfi sem mótað er á grundvelli ríkjasamstarfs. Við þekkjum öll umræðuna um lýðræðisvanda Evr- ópusambandsins, takmarkað áhrifavald Evrópuþingsins, stefnumótun skriffinnanna í Brussel og samningaþóf ráðherranna fyrir luktum dyrum. Með vaxandi umsvifum Evrópusambandsins og auknum áhrifum þess á efna- hagslíf og fjármál aðildarlandanna verður þessi lýðræð- ishalli á Evrópusamvinnunni sífellt meiri og engar skýr- ar tillögur til að rétta hann við á næstu árum eru líklegar til að öðlast nægilegt fylgi. Þessi evrópski lýðræðishalli er einnig norrænn halli vegna aðildar norrænu ríkjanna að Evrópusambandinu eða Evrópska efnahagssvæðinu. Okkur er hins vegar tamara að ræða eingöngu um hann sem evrópskan vanda. Á þann hátt verður hann okkur fjarlægari og við forðumst að horfast í augu við þá breyt- ingu sem orðið hefur á lýðræðiskerfi Norðurlanda við að færa ákvörðunarvald í auknum mæli til evrópskra stofn- ana sem ekki eru jafn háðar lýðræðislegu aðhaldi og hin- ar hefðbundnu stofnanir norrænu þjóðríkjanna. Á sama hátt hefur alþjóðleg samvinna í öryggismálum, bæði á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og NATO, og al- þjóðlegir samningar í umhverfismálum, mannréttinda- málum og á fleiri sviðum orðið til að setja ákvarðanavaldi einstakra ríkja frekari skorður, takmarkað umsvif hins lýðræðislega valds í einstökum þáttum við alþjóðlegt samþykki. Þessar takmarkanir á valdi þjóðríkjanna eru vissulega í þágu göfugra málefna og framtíðarheilla ein- staklinga og samfélaga en engu að síður er verið að flytja ákvarðanir í auknum mæli frá stofnunum lýðræðisins á alþjóðlegan vettvang þar sem fólkið og kjörnir fulltrúar þess, hagsmunasamtök og almannasamtök eiga ekki eins greiða leið til áhrifa á ákvarðanir og innan hins lýðræð- islega þjóðríkis. Við eigum að mestu leyti eftir að leysa þann Gordions- hnút hvernig jákvæðum samleik hins lýðræðislega valds og evrópskrar og alþjóðlegrar stofnanaþróunar verður hagað í framtíðinni. Þar sem Norðurlöndin eru og verða virkir þátttakendur í Evrópusamstarfinu og styðja ein- dregið aukna alþjóðlega samvinnu á mörgum sviðum mun þessi vandi lýðræðis brenna mjög á okkur. Í þriðja lagi bendir margt til þess að staða stjórn- málaflokkanna muni halda áfram að veikjast á næstu áratugum en þeir eru lykilstofnanir í því lýðræðiskerfi sem við búum við á Norðurlöndum. Þeir bjóða fram full- trúa til setu á þjóðþingum og í sveitarstjórnum, forystu- sveitir þeirra skiptast á um að mynda ríkisstjórn og ríkjandi stefnumótun á einkum að miðast við stefnuskrár flokkanna og hugmyndafræði. Lýðræðisform Norður- landa, þingræðið, hefur byggst á skipulögðum og öfl- ugum stjórnmálaflokkum. Ef þeir veikjast þá mun það hafa veruleg áhrif á gangvirki lýðræðisins. Rannsóknir sýna að meðlimum stjórnmálaflokkanna fer fækkandi og sífellt erfiðara er að virkja fólk til starfa og stefnumótunar. Því var jafnvel spáð í Svíþjóð fyrir fá- einum árum að haldi fækkun flokksfélaga áfram með sama hraða verði enginn eftir í sænskum stjórnmála- flokkum árið 2013. Þótt ég dragi þá spásögn í efa er ljóst að stjórnmálaflokkarnir eiga í vaxandi mæli erfitt með að halda þeirri áhrifastöðu sem þeir höfðu drýgstan hluta 20. aldar. Félögum þeirra fer fækkandi, fjölmiðlar og hagsmunasamtök gegna í ríkara mæli lykilhlutverki í umræðu og stefnumótun og aukin tækifæri fólks til skemmtunar og skapandi tómstunda hafa veikt aðdrátt- arafl flokkanna. Í fábrotnu samfélagi fyrri tí stjórnmálaflokkarnir oft lykillinn að frama og samneyti við annað fólk en nú blasir við ein unum alþjóðlegur markaður með fjölþættum um. Margir vilja líka forðast þann fórnarkost felst í því að kastljósi fjölmiðla er í vaxandi m að einkalífi og fjölskyldum þeirra sem gefa kos stjórnmálastarfa og sú harka sem fylgir nútíma un fælir marga frá opinberum forystustörfum. Þessi veiking stjórnmálaflokkanna mun án veruleg áhrif á lýðræðiskerfið þó torvelt sé að s ingarnar fyrir. Þó er ljóst að stefnumótun held að færast á annarra hendur: til stofnana, sérf og hagsmunasamtaka. Þá hafa fjölmiðlar að me leyst stjórnmálaflokka af hólmi við að fræða og í aðdraganda ákvarðana. Og flokkarnir munu indum eiga sífellt erfiðara með að fá hæfileika til að gefa kost á sér til setu í sveitarstjórnum o þingum. Í fjórða lagi virðist því að helstu stofnanir iskerfisins muni veikjast vegna þess að aðrir tæki, hagsmunasamtök, fjölmiðlar, fjármálas og embættiskerfi – hafi betur í keppninni um hafa menntun, þjálfun og hæfileika til að skara og sýna frumkvæði á skapandi hátt. Ungt fólk mun fjölbreyttari tækifæri til að svala metna um frægð og frama, spennandi störf og góða Flokkarnir, þjóðþingin og sveitarstjórnirnar lykilstofnanir lýðræðiskerfisins – munu eiga í erfiðleikum með að halda sínu í samkeppni Þessi vandi lýðræðisins hefur að vissu leyti ver ismál og lítið borið á tillögum um viðnám. Ve vegar ekkert gert til að styrkja stöðu lýðræðisin ari samkeppni er hætt við að stofnanir þess mu ast enn frekar og völdin þokast jafnt og þétt annarra sem lúta ekki á sama hátt lýðræðislegu Í fimmta lagi mun draga úr mikilvægi sam isvalds, verkalýðsfélaga og samtaka atvinnu mjög hefur sett svip á norræna landsstjórn á förnum áratugum. Markaðsvæðingin og alþj ingin hafa dregið úr áhrifamætti slíks samráðs arfyrirtæki atvinnulífsins þurfa í krafti sífellt stöðu minna á því að halda. Það er töluvert til í s legri samlíkingu sem þýskur félagsfræðingur s fyrir nokkrum árum: „Í nærri heila öld hafa ríki, viðskiptalíf og ve félög leikið sér í búleik í sandkassa þjóðríkisins ig lært að umgangast hvert annað á siðmennt en áður. Það þýðir í raun að menn hafa hrifsað s urnar af skóflunni eftir reglum samningsrétt Kom ára geta örlag Ýmsar undirstöður lýðræði andi áratugir reynst örlaga Ragnar Grímsson, m.a. í ræ ráðs, um framtíð lýðræðis á eftir fer hluti úr ræð Forseti Íslands á þemaráðstefnu AÐ LÁTA VERKIN TALA Velferð barna er okkur öllumhjartfólgin,“ sagði ÁslaugBjörg Viggósdóttir, formaður kvenfélagsins Hringsins, í Morgun- blaðinu á laugardag þegar hún var spurð hvers vegna hópur kvenna hefði í sextíu ár beitt sér fyrir byggingu barnaspítala og unnið óeigingjarnt starf í þágu sjúklinga í nær eitt hundr- að ár. Víst er að börn og sjúklingar standa nálægt hjörtum félagskvenna Hrings- ins og svör Áslaugar Bjargar koma heim og saman við rúmlega aldagömul heit stofnanda Hringsins: Kristín Vídalín Jacobson strengdi þess heit, er hún var ung kona og var vart hugað líf í miklum veikindum, að hún skyldi gera það sem hún gæti til að liðsinna þeim sem efnalitlir væru og ættu í veikindum. Með þessi markmið að leiðarljósi hefur Hringurinn unnið aðdáunarvert starf í þau 98 ár sem félagið hefur starfað. Listinn yfir góðar gjörðir og stórar gjafir Hringsins er langur og lengist sífellt. Á fyrstu starfsárum sín- um vann félagið gegn útbreiðslu berkla og aðstoðaði berklasjúklinga við að njóta lækninga og hjúkrunar. Árið 1926 var tekið í notkun hressing- arhæli í Kópavogi sem alfarið var fjár- magnað af Hringnum og þrettán árum síðar gaf félagið ríkinu hælið ásamt öllum eigum þess. Árið 1942 var ákveðið að félagið skyldi eftirleiðis beita sér fyrir byggingu barnaspítala á Íslandi. Hugmyndin varð að veru- leika árið 1957 og árið 1965 komst spítalinn í eigið húsnæði. Fleiri ómetanlegar gjafir er hægt að telja til og ávallt bera þær vitni um stórhug og elju. Það virðist jafnframt liggja vel fyrir þeim konum sem í gegnum árin hafa starfað í þágu fé- lagsins, að efna gefin loforð: Árið 1994 þegar ríkið ákvað að reisa nýjan Barnaspítala Hringsins lofaði félagið að veita 100 milljónir króna til bygg- ingarinnar. Þá fjármuni mun Hring- urinn afhenda innan skamms, en spít- alinn verður tekinn í notkun í haust. Hringurinn hefur efnt loforð sín og gott betur, því auk fyrrnefndra 100 milljóna afhenti félagið Barnaspítala Hringsins 50 milljónir króna, til kaupa á rúmum og öðrum búnaði, um síðustu helgi. Að auki á spítalinn von á veru- legri upphæð frá félaginu til tækja- kaupa á næstunni. Þegar um svona stórar gjafir er að ræða vekja fjáröflunarleiðir Hrings- ins athygli. Er þar um að ræða sölu minningar- og jólakorta, jólabasar, jólakaffi og happdrætti auk gjafa frá vildarvinum félagsins. Slíku fé verður ekki safnað saman á þennan hátt nema með þolinmæði, áhuga og útsjónar- semi sem vert er að lofa og styðja. Ekki má gleyma þeim hópi sem einna helst nýtur stuðnings Hringsins. Börn á Íslandi búa við góða heilbrigðisþjón- ustu sem að miklum hluta til má þakka þeim 800 konum sem í gegnum árin hafa lagt starfsemi Hringsins lið. Án þeirra framlags ættu færri börn en ella von til að sigrast á sjúkdómum og horfa björtum augum til framtíðar. Hringnum verður aldrei þakkað nægj- anlega fyrir að láta verkin tala. BEINT LÝÐRÆÐI Á STEFNUSKRÁNNI Össur Skarphéðinsson, formaðurSamfylkingarinnar, flutti ræðu á flokksstjórnarfundi flokksins á Akur- eyri sl. laugardag, þar sem hann lýsti vilja til þess að flokkurinn legði áherzlu á íbúalýðræði. Össur sagði breytt hlutverk sveitarstjórna kalla á nýjar reglur við ákvarðanatöku innan þeirra. „Íbúalýðræði felur í sér lausn á því. Þar eru íbúar sveitarfélagsins kallaðir til leiks, fengnir til samráðs um lausnir og skipulag. Enginn veit betur en fólkið sjálft hverjar þarfirnar eru og hvernig íbúar hvers sveitarfé- lags vilja forgangsraða fjármunum þess í eigin þágu,“ sagði formaður Samfylkingarinnar. Í ályktun, sem flokksstjórnin sam- þykkti á fundi sínum, segir að þátt- tökulýðræði eigi að vera lykilorð í lýð- ræðisþróun 21. aldarinnar. Þar segir m.a.: „Flokksstjórn Samfylkingarinn- ar beinir því til framboða flokksins að íbúalýðræði, sem undirstaða fjöl- skylduvæns samfélags, verði á meðal megináherzlna þeirra í kosningum til sveitarstjórna í vor. Þau leggi áherzlu á að þróa íbúalýðræði í sveitarfélögum landsins í samráði við íbúana sjálfa.“ Ennfremur segir í ályktuninni: „Flokksstjórn Samfylkingarinnar ályktar að stíga nú þegar fyrstu skref- in frá fulltrúalýðræði síðustu alda til beins lýðræðis 21. aldarinnar. Upplýsing og almenn velferð hefur gjörbreytt aðstöðu fólksins til að ráða sjálft málum sínum. Almenn og góð menntun, mikil tölvueign, meiri frí- tími en áður, kallar á að fólk hafi meira um hagi sína að segja en fyrr. Sá tími er liðinn að fulltrúar almennings taki allar ákvarðanir og tímabært er að færa valdið sem mest til fólksins.“ Morgunblaðið hefur undanfarin ár bent á kosti og möguleika beins og milliliðalauss lýðræðis og að nýjar for- sendur hafi skapazt fyrir að nýta þá kosti, m.a. vegna stóraukinnar mennt- unar þjóðarinnar, tæknivæðingar og batnandi aðgangs almennings að upp- lýsingum um margvísleg málefni. Blaðið hefur því hvatt til að beint lýð- ræði yrði tekið upp í ríkari mæli, ekki sízt á vettvangi sveitarfélaga en einn- ig með þjóðaratkvæðagreiðslum. Bent hefur verið á að sjálfsagt væri að sveitarstjórnir leituðu álits íbúa sinna varðandi t.d. skipulagsmál, sem oft eru mjög umdeild, eða þá dýrar fram- kvæmdir, sem kjósendur gera oft kröfu um en kunna að hafa í för með sér hærri álögur á þá. Þar koma ýms- ar aðferðir til greina; skoðanakannan- ir, atkvæðagreiðslur og íbúaþing eru meðal þeirra, sem gerðar hafa verið tilraunir með hér á landi og víðar á síðustu árum. Talsverðar umræður hafa farið fram um beint lýðræði undanfarin ár. Það er fagnaðarefni að þær skuli nú hafa borið þann árangur að stjórn- málaflokkur skuli lýsa því yfir að hann hyggist gera þessu máli hátt undir höfði á stefnuskrá sinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.