Morgunblaðið - 16.04.2002, Page 22

Morgunblaðið - 16.04.2002, Page 22
ERLENT 22 ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ YASSER Arafat, leiðtogi Palestínu- manna, tjáði Colin Powell, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, á sunnu- dag að vopnahlé væri ekki mögulegt fyrr en Ísraelar hefðu bundið enda á hernaðaraðgerðir sínar á heima- stjórnarsvæðum Palestínumanna og kallað her sinn heim. Arafat hitti Po- well að máli í bækistöðvum sínum í Ramallah en þetta er fyrsti fundur hans með æðstu embættismönnum Bandaríkjanna frá því að Ísraelar lýstu því yfir í fyrra að þeir vildu ekk- ert frekar hafa saman við hann að sælda. Upphaflega hafði Powell ætlað að hitta Arafat á laugardag en sjálfs- morðsárás palestínskrar stúlku í Jerúsalem á föstudag kom í veg fyrir það. Arafat fordæmdi árásina síðdeg- is á laugardag og ákvað Powell þá að hitta hann að máli þrátt fyrir áköf mótmæli Ísraela, sem haldið hafa Arafat í herkví í Ramallah um langt skeið. Ef marka má frétt The New York Times mun Powell hafa gert Arafat grein fyrir því að hann yrði að hafa hemil á þjóð sinni, þ.e. þeim öfgahóp- um sem staðið hafa fyrir sjálfsmorðs- árásum undanfarnar vikur og mán- uði er beinst hafa gegn ísraelskum borgurum. Ræddust þeir Powell og Arafat við í um þrjár klukkustundir og var fundurinn gagnlegur, að sögn Powells. Enginn áþreifanlegur ár- angur náðist þó, eftir því sem næst verður komist. Powell hitti Ariel Sharon, forsætis- ráðherra Ísraels, að máli að kvöldi sunnudags og lagði Sharon þar til að boðað yrði til alþjóðlegrar ráðstefnu um málefni Mið-Austurlanda. Shar- on sat hins vegar fast við sinn keip og sagði ekki koma til greina að Arafat fengi að taka þátt í fundinum. Er markmið Sharons að ryðja Arafat úr vegi og að „hófsamari“ aðilar taki við forystuhlutverki hjá Palestínumönn- um. Enginn annar hefur umboð Þrátt fyrir að Bandaríkjastjórn deili að nokkru leyti andúð Ísraela á Arafat eru ráðamenn vestra á þeirri skoðun að enginn hafi sama umboð, til að skrifa undir friðarsamninga við Ísraela, og Arafat sem forseti heima- stjórnar Palestínumanna. Var fund- ur Powells og Arafats á sunnudag talinn til marks um það mat Banda- ríkjamanna. Talsmenn Arafats sögðu fundinn með Powell hafa verið gagnlegan og fögnuðu þeir því að svo virtist sem Bandaríkjamenn væru nú reiðubúnir til að ræða um hin eiginlegu deilumál Ísraela og Palestínumanna, en ekki aðeins um hvernig koma eigi á vopnahléi og tryggja að engin frekari ódæðisverk yrðu framin af hálfu pal- estínskra öfgamanna. „Þeir telja ekki að hægt sé að ræða öryggismál án þess að leggja drög að pólitísku friðarferli,“ sagði Yasir Abed Rabbo, ráðherra upplýsingamála í heima- stjórn Palestínumanna. Sagði Rabbo að fyrir Palestínu- menn skipti mestu að sjá hversu mik- ið væri að marka Bandaríkjamenn er þeir færu fram á það af Ísraelum að kalla herlið sitt þegar frá herteknu svæðunum. Ljóst væri nefnilega að Sharon hefði fullan hug á að halda stríðsrekstrinum áfram. „Við efumst ekki um stefnu Bandaríkjastjórnar en við höfum efasemdir um að hún hafi beitt Ísraela nægilegum þrýst- ingi.“ Hittir Arafat líklega aftur í dag Bandarískir stjórnarerindrekar sögðu Powell ekki mótfallinn hug- mynd Sharons um alþjóðlega friðar- ráðstefnu. Hún yrði rædd ítarlega eins og aðrar hugmyndir, sem fram hefðu komið um það hvernig stuðla mætti að friði í Mið-Austurlöndum. Fundur Powells með Sharon á sunnudagskvöld var annar fundur hans með ísraelska forsætisráð- herranum frá því að hann kom til Ísr- ael á fimmtudagskvöld og ítrekaði hann tilmæli Bandaríkjastjórnar að Ísraelar drægju herlið sitt án tafar frá herteknu svæðunum. Áttu þeir Powell og Sharon „góðar og efnismiklar viðræður“ að sögn Richards Boucher, talsmanns banda- ríska utanríkisráðuneytisins. Sagði Boucher Powell hafa lýst áhyggjum sínum vegna afdrifa palestínskra íbúa í Jenín á Vesturbakkanum en þar eru Ísraelar sakaðir um að hafa valdið dauða fjölda Palestínumanna í aðgerðum sínum undanfarna daga. Powell fór í gær til Líbanon og Sýrlands til skrafs og ráðagerða við þarlenda ráðamenn en gert er ráð fyrir að hann hitti Arafat aftur að máli í dag, þriðjudag. Arafat útilokar vopnahlé fyrr en Ísraelsher er á brott Reuters Yasser Arafat og Colin Powell á fundinum í Ramallah í fyrradag. Sharon stingur upp á alþjóðlegri friðarráðstefnu – án aðildar Arafats PALESTÍNSKT hjúkrunarfólk hóf í gær að flytja lík út úr Jenín- flóttamannabúðunum á Vest- urbakkanum, en þar urðu hörðustu átökin á milli ísraelskra hermanna og palestínskra bardagamanna í hernaðaraðgerðum Ísraela á heimastjórnarsvæðum Palest- ínumanna á Vesturbakkanum í síð- ustu viku. Eyðileggingin í búð- unum, þar sem barist var hús úr húsi, var mikil. Jarðýtur og skrið- drekar voru notaðir til að rústa húsum. Fréttamenn fóru ásamt hjúkr- unarfólki inn í búðirnar í gær, en Ísraelar og Palestínumenn deila um það hvað í raun og veru gerðist þar á meðan bardagar stóðu. Palest- ínskir embættismenn sögðu upp- haflega að hermenn Ísraela hefðu drepið mörg hundruð manns, þ. á m. marga óbreytta borgara, en Ísr- aelar sögðu að um eitthundrað manns hefðu fallið í átökunum, flestir bardagamenn. Ísraelskir hermenn sögðu á sunnudaginn að þeir hefðu fundið 40 lík, flest af vopnuðum mönnum. Meðfylgjandi myndir af eyðilegg- ingunni í Jenín tóku ljósmyndarar Associated Press og Reuters sem fóru í fylgd ísraelskra hermanna um búðirnar. AP AP Eyðilegg- ingin í Jenín Jenín-flóttamannabúðunum. AP. Reuters

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.