Morgunblaðið - 16.04.2002, Síða 31

Morgunblaðið - 16.04.2002, Síða 31
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2002 31 www.oo.is Opið laug. 11-16 Kerrur - 20 gerðir VIKUTILBOÐ Graco kerra 6.990Kerruvagnar - 7 gerðir Bílstólar - 15 gerðir T IL B O Ð á b ar n ar ú m u m e r en n í g an gi Í REGLUGERÐ nr. 227/1991 um sjúkraskrár og skýrslugerð er sú skylda lögð á lækni að halda sjúkraskrá um hvern einstakling sem hann tekur til með- ferðar. Sjúkragögn hafa verið tölvuskráð í heilsugæslunni í ára- raðir og hjá starfsfólki hennar er mikil þekk- ing á tölvuskráningu. Á sjúkrahúsum er tölvuskráning ekki eins almenn og í heilsugæslunni. Vax- andi tölvuskráning fer fram hjá sjálfstætt starfandi sér- fræðingum. Vandinn er bara sá að hver læknir er að skrá í sínu horni og upplýsingarnar nýtast illa fyrir sjúklinginn, aðra lækna og heil- brigðiskerfið. Í dag eru til margar sjúkraskrár um hvern einstakling og ef hann flyst á milli lækna eða stofnana þarf að gera nýja sjúkra- skrá og skrá í hana gögn sem þeg- ar hafa verið skráð annars staðar kannski mörgum sinnum! Það eru því engin almenn rafræn samskipti á milli lækna, heilbrigðisstofnana, rannsóknastofa og apóteka. Upp- lýsingaflæði á milli lækna í heil- brigðiskerfinu er nær eingöngu á pappír (allir lyfseðlar, læknabréf, rannsóknaniðurstöður) og ætti það að tilheyra fortíðinni. Það er orðið löngu tímabært að koma á einni rafrænni sjúkraskrá. Kostir henn- ar eru fyrst og fremst fyrir sjúk- linginn sjálfan en ótvíræðir fyrir heilbrigðiskerfið og þá lækna sem hann leitar til. Aðalatriði er að sjúklingurinn ráði því hverjum hann gefur aðgang að sjúkra- skránni. Ég vil að læknir þurfi skriflegt leyfi sjúklings til þess að fá aðgang að öllum gögnum um hann í sjúkraskránni. Ef sjúkling- urinn vill það ekki þá verður lækn- ir sem hann hefur samskipti við samt að hafa aðgang að: 1) grunn- upplýsingum frá Hagstofu um per- sónu hans og fjölskyldu 2) upplýs- ingum um lyfjanotkun 3) aðvaranaskrá (ofnæmi o.fl.) 4) rannsóknaniðurstöðum 5) sjúk- dómaskrá hans (sjálfum greining- unum en ekki texta sem kann að hafa verið skráður í sjúkraskrána vegna sjúkdómsgreininganna). Tölvukerfið mun halda skrá yfir þá lækna sem skoða sjúkraskrár og aðvara ef einhver er að skoða þar eitthvað sem hann á ekki að vera að skoða. Læknir verður þó alltaf að hafa óheftan aðgang að þeim gögnum sem hann hefur sjálfur fært í sjúkraskrána. Ábyrgum eft- irlitslækni sem landlæknir tilnefnir verði falið að gæta hagsmuna sjúk- lings í þessum efnum. Sjúkling- urinn sjálfur á alltaf að hafa að- gang að eftirlitsskránni. Í einni sjúkraskrá verður: EIN lyfjaskrá (lækni alltaf ljóst á hvaða lyfjum sjúklingurinn er og hver hefur ávísað þeim og hvenær) EIN rann- sóknaskrá (engin endurtekning á nauðsynlegum rannsóknum og minni óþægindi fyrir sjúklinginn og sparn- aður fyrir hann og ríkið. EIN aukaverk- anaskrá (mjög mikil- væg og getur skipt sköpum). EIN aðvar- anaskrá (mjög mikil- væg fyrir sjúklinginn). EIN bólusetningaskrá (mjög mikilvæg). EIN sjúkdómsgreininga- skrá. Ef heilbrigðisyf- irvöld vilja eina sjúkraskrá á Íslandi fyrir sérhvern sem samband hefur við hið ríkisgreidda heilbrigð- iskerfi þá verður það mögulegt á næstu árum. Þessar hugmyndir um eina sjúkraskrá (sem eru ekki nýjar) hef ég kynnt hjá Heilsugæslunni í Reykjavík og vil ég stefna að því að gera eina sjúkraskrá fyrir alla sem skráðir eru á heilsugæslustöðvarnar og ég er viss um að fleiri koma í kjölfarið og vilja vera með. Síðar má tengja við skrána: alla heimilislækna, öll apótek, alla sérfræðinga, allar rannsóknastofur, allar göngudeild- ir, allar bráðadeildir, allar fæðing- ardeildir. Læknar sjúkrahúsa hefðu líka aðgang að miðlægu skránni og skráðu í hana rann- sóknaniðurstöður, greiningar og meðferð sem sjúklingur fengi á sjúkrahúsum. Ein sjúkraskrá mun að mínu mati auka öryggi fyrir sjúklinginn því þannig hefur lækn- irinn sem hann leitar til á hverjum tíma alltaf aðgang að nýjustu upp- lýsingum um hann. Með einni sjúkraskrá mun rannsóknum fækka, lyfjanotkun minnka og aukaverkanir verða færri og hægt verður að draga úr misnotkun lyfja. Ég er sannfærður um það að fyrirbyggjandi fræðsla og meðferð sjúkdóma mun batna og að læknar munu hafa enn betri möguleika á því en áður að bæta heilsu skjól- stæðinga sinna ef ein sjúkraskrá verður að veruleika. Það er mín sannfæring að peningum ríkisins verður betur varið og kostnaður mun minnka. Ég vil að lokum taka það sérstaklega fram, að það að koma á einni sjúkraskrá fyrir hvern einstakling hefur ekkert með miðlægan gagnagrunn á heil- brigðissviði að gera, sem er allt annað mál og annars eðlis. Ein rafræn sjúkraskrá og notkun hennar Samúel J. Samúelsson Höfundur er yfirlæknir, sem vinnur að upplýsingatæknimálum hjá Heilsugæslunni í Reykjavík. Sjúkraskrár Aðalatriði er að sjúklingurinn ráði því, segir Samúel J. Samúelsson, hverjum hann gefur aðgang að sjúkraskránni. SIGRÚN Helga- dóttir, M.Sc. í stýringu náttúruauðlinda, ritar grein í Morgunblaðið 6. mars s.l. sem hún nefnir „Námugröftur við Kárahnjúka“. Grein hennar er hóf- samlega orðuð og laus við þau stóryrði sem oft fylgja umræðum um virkjunarmál hér á landi. Það er henni til sóma. Í greininni kvartar Sigrún yfir því að í umræðunni um vatns- aflsvirkjanir á Íslandi séu notuð „röng eða hálfsönn orð“ um auðlindir og flokkun þeirra. „Ekki síst er orðið „endurnýjanleg- ur“ misnotað“, segir hún. Vel má taka undir það með henni að skil- merkileg notkun orða og hugtaka er mikilvæg fyrir alla skynsamlega umræðu. En ekki verður sagt að orðanotkun hennar sjálfrar í grein- inni sé öll mjög skilmerkileg. Þann- ig notar hún orðið „ótakmarkaður“ í óvenjulegri og afar þröngri merk- ingu, þ.e. ótakmarkaður í tíma, var- anlegur. Hún segir „Vatnsorkan telst líka endurnýjanleg eða ótak- mörkuð….“. Hér hefði farið betur á að segja „… endurnýjanleg, þ.e. varanleg eða ótæmandi“. Því að vatnsorkan er engan veginn ótak- mörkuð að magni til. Náttúrufegurð er heldur ekki ótakmörkuð auðlind að umfangi, en hún er hinsvegar varanleg, gengur ekki til þurrðar. Um kol sem náttúruauðlind bendir Sigrún réttilega á að „magn þeirra er takmarkað og eyðist þeg- ar af því er tekið“. Ennfremur segir hún um kolin: „Vinnsla og nýting kola veldur miklum umhverfis- spjöllum. Heilu fjöllin eru grafin út og vinnsla, flutningur og brennsla kolanna veldur mengun“. Það er rétt. Mikil röskun verður því í hvert skipti sem ný náma er opnuð. Ein- stakar námur endast aðeins nokkra áratugi. Þetta skiptir mestu máli fyrir umhverfisáhrifin af sjálfri vinnslunni. Þá eru umhverfisáhrif brennslunnar eftir. Það er út af fyr- ir sig líka rétt að kolin eru tak- mörkuð sem orkulind á jörðinni, en magn þeirra er samt gífurlegt. Nú- verandi þekktur vinnsluverður kolaforði endist í margar aldir með núverandi notkun og enn hafa áreiðanlega engan veginn öll vinnsluverð kol fundist. Í framhaldi af þessu víkur Sigrún að Kárahnjúkavirkjun og segir: „Áróðursmeistarar tala stöðugt um að með virkjun við Kárahnjúka sé verið að nýta „endurnýjanlega hreina orku“. Þetta er misvísandi orðalag svo ekki sé meira sagt. Lón Kárahnjúkavirkjunar drekkir end- urnýjanlegri gróðurauðlind. Aurinn í gruggugu jökulfljótinu sest til í lóninu, fyllir það og gerir það ónot- hæft…“. Og nokkru síðar segir hún: „Nýting landsins á þennan hátt minnir einnig á námugröft að því leyti að hver náma er aðeins notuð í takmarkaðan tíma en verð- ur síðan ónothæf. Þegar lón við Kárahnjúka fyllast af auri verða af- komendur okkar að leita orku ann- ars staðar. Landið sem eftir stend- ur verður þá eins og hver önnur yfirgefin og ömurleg kolanáma og ónothæf til endurnýj- anlegrar nýtingar, svo sem beitar eða nátt- úruskoðunar“. Það er rétt hjá Sig- rúnu að bæði kolanám- ur og Kárahnjúka- virkjun eyða gróðri á því landi sem fer undir mannvirki, þar með talið lón virkjunarinn- ar. En munurinn á kolanámu og Kára- hnjúkavirkjun er samt mikill. Kolanáma tæm- ist á nokkrum ára-tug- um. Þá þarf að opna nýja námu með til- heyrandi landsskemmdum, enn nýja eftir fáa áratugi í viðbót og svo koll af kolli. En orkugjafi virkjunar- innar, Jökla, heldur áfram að renna um þúsundir ára. Þetta er mun- urinn á tæmanlegri og ótæmandi orkulind. Til að vinna úr kolum jafnmikla raforku og Kárahnjúka- virkjun skilar þyrfti að brenna 1,5 milljón tonnum af kolum á ári, eða sem svarar ársframleiðslu miðl- ungsstórrar kolanámu í Bandaríkj- unum. Rétt er að lón virkjunar- innar fyllist á 400 árum. Yfir þann tíma þyrfti að opna margar kola- námur til að fá jafnmikla raforku og frá henni. Umhverfisröskunin af því yrði margföld á við þá sem Kárahnjúkavirkjun hefur í för með sér. Til viðbótar við hana koma svo áhrifin af brennslu allra þessara kola, sót, brennisteinssambönd, köfnunarefnissambönd og síðast en ekki síst gróðurhúsalofttegundir, fyrst og fremst koltvísýringur. Við brennslu á 1,5 milljónum tonna af kolum á ári losna um 4 milljónir tonna af koltvísýringi á ári; 21% meira en öll losun Íslendinga á gróðurhúsalofttegundum innan- lands var árið 2000, þar með talin losunin frá orkufrekum iðnaði hér á landi. Í samanburði við þetta er los- un koltvísýrings frá uppistöðulóni Kárahnjúkavirkjunar hverfandi, um 0,2% af losuninni frá kolastöð. Kárahnjúkavirkjun ein sparar þannig heiminum nokkru meiri koltvísýring á ári hverju en öll los- un Íslendinga innanlands var árið 2000, borið saman við að jafnmikið rafmagn væri framleitt í kolastöð. Það er því vissulega afgerandi munur á Kárahnjúkavirkjun og kolanámum. Of snemmt er að spá um það hvað verði um virkjunina að 400 ár- um liðnum. Sá kostur er þó aug- ljóslega þá fyrir hendi að leggja hana niður. Hún hefur þá marg- borgað sig fyrir löngu. Vert er líka að minna á að enda þótt við ráðum ekki í dag yfir tækni til að fjarlægja aurinn úr lóninu með hagkvæmum hætti er ekki þar með sagt að svo verði einnig að 400 árum liðnum. Við getum ýmislegt í dag sem menn gátu ekki á dögum Guðbrandar Hólabiskups. Kolanámur og Kárahnjúkar Jakob Björnsson Orkumál Það er því vissulega, segir Jakob Björnsson, afgerandi munur á Kárahnjúkavirkjun og kolanámum. Höfundur er fyrrverandi orkumálastjóri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.