Morgunblaðið - 16.04.2002, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 16.04.2002, Blaðsíða 47
allur aðbúnaður eins og best verður á kosið, þá fer þó ekki hjá því að þeir sem koma skyndilega úr önn dagsins eigi dálítið erfitt í athafna- leysinu. Kannski er þetta ekki eins erfitt og okkur sýnist. Sagt hefir mér verið af þeim sem ég ber traust til, að á þessum síðustu dögum hérna megin, upplifi fólk ýmislegt jákvætt, sem við höfum litla hug- mynd um. Ég vil gjarnan trúa þessu því margt kann nú að vera öðruvísi en við ætlum og ég trúi því að for- sjónin geti gert margt gott sem við vitum lítið um. Ég vissi líka að þótt hann hefði búskapinn sem aðalstarf þá naut hann þess að ræða ýmislegt annað og meðal annars kunni hann að meta það sem honum fannst góð- ar bækur og gat hann verið gam- ansamur og viðræðugóður heim að sækja. Ég vil svo óska góðum sveit- unga og stéttarbróður velfarnaðar um framtíð alla. Ég veit að hann mun heilsa mér með hlýju brosi þegar ég mæti honum hinum megin. Ég vil svo votta konu hans, börnum og afkomendum öllum innilega sam- úð mína. Vil ég svo ljúka þessum línum með broti úr ljóði eftir frænda hans, Stefán frá Hvítadal: Kveikt er ljós við ljós, burt er sortans svið. Angar rós við rós, opnast himins hlið. Niður stjörnum stráð, engill framhjá fer. Drottins nægð og náð boðin alþjóð er. Guð er eilíf ást, engu hjarta er hætt. Ríkir eilíf ást, sérhvert böl er bætt. Lofið Guð, sem gaf, þakkið hjálp og hlíf. Tæmt er húmsins haf, allt er ljós og líf. Í Guðs friði. Gunnþór Guðmundsson. Elsku afi, nú ertu farinn frá mér inn í annan heim. Það er svo margt sem kemur upp í hugann, allur sá tími sem við áttum saman í sveitinni hefur rifjast upp fyrir mér undan- farna daga. Ég hef sennilega verið sjö ára þegar ég varð „alvöru vinnu- maður“ á Stórhóli. „Alvöru vinnu- maður“ keyrði traktor og það leyfð- ir þú mér að gera þó í litlum mæli væri til að byrja með. Amma var nú ekki alltaf hrifin en við þrjóskuð- umst við. Það urðu engin stóráföll utan þess er ég keyrði á íbúðarhúsið einn vordaginn, enda reynslulítill í akstri enn sem komið var. Enginn bar skaða af nema kannski stolt vinnumannsins. Þú fórst alltaf þínar eigin leiðir varðandi alla hluti, lést engan hafa áhrif á þig. Það varð þér heilla- drjúgt og þú varst alltaf sáttur við það sem þú gerðir þó svo að þeir sem væru í kringum þig væru þér ósammála. Þið amma rákuð myndarbú og áttuð alltaf fallegar skepnur sem þið lifðuð fyrir. Það rifjast upp fyrir mér ýmislegt sem við gerðum sam- an, t.d. öll girðingarvinnan þar sem oftar en ekki var notast við bagga- bönd sem viðgerðarefni og mér þótti skrítið í fyrstu, heyskapurinn var eitt ævintýri, að heyja í sæti, moka í blásarann, jafna í hlöðunni, taka rakið með hrífu (það þótti mér nú samt minnst spennandi) keyra heyinu heim á heyvögnunum o.s.frv. Við fórum oft í bíltúr á Land Rov- ernum og heimsóttum aðra bændur eða bara til að skoða rollur í öðrum girðingum, skoða hross, fara í sjoppuna í Víðigerði til að kaupa malt og Prins Polo, setja bensín á jeppann eða bara til þess eins að viðra jeppann og spjalla í leiðinni. Ég er alveg viss um að þú kveður þennan heim sáttur. Jörðin Stórhóll fór í hendurnar á góðu fólki og það yljaði þér um hjartarætur að hún skyldi vera áfram í ábúð. Amma mun sakna þín sárt, ykkar ævistarf er þrekvirki í mínum huga. Ég hlakka til að hitta þig á öðru til- verustigi, þá skulum við setjast nið- ur og rifja upp allt sem við gerðum saman sem var svo margt. Ég mun sakna þín sárt. Þinn afastrákur Torfi. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2002 47 Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar , &  5=9 $   ! .+# 3 &    .+# 4* &      ! 5 -+ ('. 7  5 -+ ('. 2  5 "     #     #   0=&; 10&2&4& *. C &'( ( $       #      , ! 0*-* , ** , ! .  # ! , ! .  + * 7 *-* 0* , ! -* + ** .  1 # , ! -* -+ ##  * "   & &;7  '  *. (  ( - *  !  "# 2" ! CE &'( (                  4* & 0         / 7 .  4         D3 &    F (#    * *+ 8  *  !  $.)#           5     & ( ! ! ! )* 4 DF .  ,- **  ! ** DF -* &+*"! D.   *  * -+  *  *  * " *           &  045  &4& "+ $G &'( ( $       / '+  *.   ! 1 + 5- .   *  2+*).  0* * 5.  / * 5-* "    0# 554& ;5   *. $H &'( (   **  .   ()-* -+ '(*           & 4 04 . "#*  ! ( *      + ! 0*.  9.  !  + 0* / #** *  *+.  * -+ ('.             04   &D/5 ( " ! H &'( ( $   6  +  + 1! .  2 + F 0*.  + ! ,  *-* + @ 0*-* 1- +". *+ .  ,- + ! 0*.  () D-*  ! 0*.  '  <*+-*  *  * -+ *+   *        159  4 5"# # 8 &'( ( $ & '  4* &     / "! + ! .  + &  1.*.  + ! 1 + 1.*-* MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. Birting afmælis- og minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.