Morgunblaðið - 16.04.2002, Síða 11

Morgunblaðið - 16.04.2002, Síða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2002 11 BOGI Pálsson, formaður Verslunar- ráðs Íslands, segir það ekki vera ráðs- ins að dæma um hvort samhengi áhættu og mögulegrar ávöxtunar í þessu einstaka máli sé þess eðlis að því beri að hafna eða samþykkja. „Við höfum hins vegar, að því er okkur finnst, tilefni til þess að gera alvar- legar athugasemdir við að þetta skuli hafa verið kynnt með þessum hætti, án nokkurs undirbúnings og komið, að ég held, allri þjóðinni á óvart.“ „Verslunarráðið er búið að berjast fyrir því um langa hríð að atvinnulífið komi til með að njóta meiri og betri al- mennra skilyrða og að dregið verði kerfisbundið úr sértækum aðgerðum af hvaða toga sem er.“ Bogi sagði það auðvitað vera fagn- aðarefni að ríkisstjórnin vilji sinna því að byggja upp íslenskt atvinnulíf, auka fjölbreytni og hagvöxt hér á landi. Verslunarráð sé hins vegar þeirrar skoðunar að ferlið allt hafi verið í öfugri röð og af því hafi Versl- unarráðið mjög alvarlegar áhyggjur. Þá benti Bogi á að til þessa hafi kjarnaviðfangsefni í alþjóðauppbygg- ingu íslensks atvinnulífs verið á sviði vistvænnar orku og sjávarútvegs. „Okkur finnst því að það sé nokkuð stílbrot í störfum ríkisstjórnarinnar og í uppbyggingu á íslensku atvinnu- lífi að það skuli þarna án nokkurrar stefnumótunar af hálfu hins opinbera vera valinn sigurvegari. Verslunar- ráðið leggur mikla áherslu á að vand- aðri, betri og opnari og tímanlegri undirbúningur sé í málum sem þess- um. Að ríkisstjórnin marki sér stefnu sem sé allri þjóðinni ljós.“ „Við höfum líka velt upp þeirri spurningu“, segir Bogi, „sem hefur heldur ekki verið svarað, af hverju liggur svona lifandis ósköp á þessu? Af hverju þarf þetta mál að koma fram með þeim hætti að það sé kynnt á síðustu dögum þingsins, nánast á síðustu mínútu vorþings þar sem hægt er að taka ný mál til umræðu?“ Sérstakar aðstæður Geir H. Haarde fjármálaráðherra sagði að vissulega sé ástæða til þess að fram fari umræða þegar ríkis- stjórnin taki ákvörðun um að beita sér fyrir því að tilteknu fyrirtæki verði veitt ríkisaðstoð í formi ríkis- ábyrgðar sem margir hafi raunar haldið að heyrði til liðinni tíð. Geir benti hins vegar á að í samn- ingnum um Evrópska efnahagssvæð- ið sé beinlínis gert ráð fyrir að slíkar aðstæður kunni að geta skapast. „Með öðrum orðum, er þetta ekki for- takslaust bannað að íslenskum lögum eða í samningnum um Evrópska efna- hagssvæðið. Menn standa frammi fyrir nýju máli, þ.e. hvort við viljum fá hér inn í landið starfsemi – í tengslum við fyrirtæki sem hefur verið byggt upp með myndarlegum hætti – á nýju sviði sem mun kalla á uppbyggingu í vísinda- og tæknigreinum og skapa störf fyrir fólk á því sviði. Vilja menn leggja eitthvað á sig til þess að laða að slíka starfsemi til landsins? Þetta er spurningin,“ sagði ráðherra, „sem menn standa frammi fyrir og menn verða að svara.“ Geir segir þetta mál þess eðlis að vel sé hægt að fella það að stefnu rík- isstjórnarinnar um að stuðla hér að öflugri atvinnuuppbyggingu á sviði hátækni, þekkingar og vísinda. „Mál- ið er ekki komið í höfn né hefur það verið afgreitt, það á eftir að vinna frekar í þeim skilmálum og skilyrðum sem sett verða.“ Hluti af viðskiptalíkani ÍE Kári Stefánsson, forstjóri ÍE, tók fram að það hafi alltaf verið hluti af viðskiptalíkani fyrirtækisins að taka þátt í lyfjaþróun. „Mest af þeirri verð- mætasköpun sem á sér stað við rann- sóknir af þeirri gerð sem við erum að vinna við felst í því að búa til vörur sem fluttar eru á markað. Og sá markaður sem um ræðir þegar kem- ur að nýmyndun lyfja, þ.e. lyfja sem eru undir einkaleyfi, er líklega stærsti markaðurinn í heiminum.“ Kári segir að verið sé að tala um mjög stórt verkefni sem myndi krefj- ast um 35 milljarða króna fjárfesting- ar á næstu fimm árum og að vegna þess þurfi að ráða á milli 250 og 300 manns. „Sá möguleiki að búa til verð- mæti úr þeirri vinnu sem við höfum unnið hingað til myndi aukast geysi- lega mikið, það yrði bylting á mögu- leikum okkar í að snúa okkar vinnu yfir í áþreifanleg verðmæti. Stóri möguleikinn, möguleikinn á því að búa til mikil verðmæti úr því sem við erum að gera og búa til fyrirtæki af þeirri gerð að það gæti til dæmis um- bylt íslensku samfélagi felst í því að taka beinan þátt í því að flytja lyf á markað. En það er auðvitað töluverð áhætta sem felst í þessu eins og í há- tækniiðnaði almennt.“ Kári segir að hjá ÍE séu menn búnir að taka þá ákvörðun að fara út í lyfjaþróun og eigi nokkra kosti í þeim efnum. Einn möguleikinn sé sá að ráðast í að byggja þetta upp á Íslandi. „Ég held að það sé hægt að byggja upp betri deild hér á Íslandi en í Bandaríkjun- um. En staðreyndin er sú að það er erfiðara að fjármagna þetta hér en annars staðar því hér verður að byggja þetta upp frá byrjun. Við kynntum þessa möguleika alla fyrir ríkisstjórn en ákvörðunin um það hvort ráðist verði í ríkisábyrgð eða ekki er pólitísk ákvörðun. Það er ákvörðun þeirra manna sem eiga að vaka yfir velferð íslensks samfélags. Það er ekki ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar, þótt við teljum þetta vera góða hugmynd,“ sagði Kári. Snarpar umræður urðu um ríkis- ábyrgð til ÍE á fundinum. Ólafur Hannibalsson krafði fjár- málaráðherra til að mynda svara um hvernig þetta mál hafi borið að rík- isstjórninni, mál sem Alþingi eigi að taka afstöðu til með litlum fyrirvara. Þá benti Ólafur á að Kári Stefánsson hafi haldið því fram að ÍE hafi aldrei beðið um þessa ríkisábyrgð. Geir sagði ljóst að menn veltu því fyrir sér hvers vegna málið hafi komið svo seint fram og hver framgangs- mátinn hafi verið. „Auðvitað geta menn velt því fyrir sér hvort frum- varpið hefði ekki átt að koma fyrr fram í þinginu og ég viðurkenni fús- lega að það hefði verið heppilegra og æskilegra. En aðstæður voru þannig að það náðist ekki að ljúka meðferð málsins innan húss í fjármálaráðu- neytinu fyrr en þetta seint. Ég tel hins vegar mjög brýnt,“ tók ráðherra fram, „að sú heimild sem felst í frum- varpinu verði veitt og hún falin fjár- málaráðherra og ríkisstjórninni svo hægt sé að vinna málið áfram.“ Geir sagðist ekki telja það vera meginatriði varðandi grundvallarfor- sendur málsins hvort það hefði komið viku fyrr eða seinna inn í Alþingi. „Kári Stefánsson kynnti hugmynd- ir sínar fyrir ríkisstjórninni fyrir nokkru. Spurningin sem sneri að okk- ur var sú hvort það væri eitthvað sem við gætum gert sem teldist vera leyfi- leg og lögleg aðstoð við þessar að- stæður til þess að tryggja að starf- semin myndi rísa hér en ekki vestur í Kaliforníu. Menn átta sig jafnframt á því að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið gefur ákveðið svig- rúm og ríkisábyrgð sem er vel þekkt fyrirbæri á Íslandi er einn af þeim möguleikum. Niðurstaðan varð síðan sú að beita sér fyrir aðstoð í þessu formi. Og þannig bar þetta mál að.“ Spurður hvort ÍE hafi farið fram á þessa fyrirgreiðslu sagði Geir að fyr- irtækið hafi lagt málið fyrir með þess- um hætti, þ.e. sagt að þeir hefðu áhuga á að vera hér en aðstæður ann- ars staðar væru hagstæðari. Þeir hafi spurt hvort það væri með einhverjum hætti hægt að jafna þennan aðstöðu- mun. „En ég sé ekki að það skipti máli, hvað varðar prinsippið í málinu, hver hafði frumkvæði að því.“ Hlutabréfamarkaður í lægð Pétur Blöndal vildi m.a. fá að vita meira um þá áhættu sem fylgdi lyfjaþróunarverkefni ÍE og hvers vegna gengi hlutabréfa deCode á markaði hafi ekki hækkað vegna frétta um væntanlega ríkisábyrgð. Kári sagði að staðan væri þannig á markaðinum að hann bregðist ekki við jákvæðum fréttum á einn né ann- an máta: „Ég get nefnt að minnsta kosti tuttugu dæmi um það að fyr- irtæki í líftækni hafi á síðustu vikum náð góðum samningum við lyfjafyr- irtæki og miklum árangri. Annað- hvort hefur markaðurinn brugðist við því á engan hátt eða jafnvel með lækkandi verði á hlutabréfum í þess- um fyrirtækjum. Markaðurinn er ein- faldlega í lægð og hefur verið það um tíma þannig að fréttir sem berast hafa eins og stendur lítil áhrif á það hvern- ig markaðurinn metur fyrirtæki.“ Kári svaraði því til að vissulega væri lyfjaþróun áhættusöm atvinnu- grein en þó ekki áhættusamari en líf- tæknin almennt. „Pétur spyr hverjar gjaldþrotalíkur svona fyrirtækis séu. Það er auðvitað erfitt að meta slíkt en ég get bent á að á síðustu tíu árum þá hafa 114 sinnum verið gefin út skulda- bréf af þeirri gerð sem hér er um að ræðir og ég held að það sé rétt hjá mér að einungis eitt þeirra hafi lent í vanskilum. Þannig að ef hægt er að nota söguna sem einhvers konar mælikvarða á framtíðina, þó um sé að ræða töluverða áhættu í þessum iðn- aði, þá hefur það ekki leitt til vanskila á skuldabréfum af þessari gerð. Ég vil taka það fram,“ segir Kári, „að ég lít alls ekki á það sem sjálfsagðan hlut að íslenska ríkið ábyrgist svona skuldabréf fyrir ÍE, síður en svo. Það er pólitísk ákvörðun hvort það er eðli- legt eða rétt að veita slíka ábyrgð. Ef það verður gert verð ég afskaplega þakklátur því mér finnst það spenn- andi tækifæri að fá að byggja þessa starfsemi upp á Íslandi.“ Benedikt Jóhannesson sagði það að mörgu leyti vera sársaukafullt að fylgjast með ræðu fjármálaráðherra vegna þess að þegar menn þurfi að brjóta öll sín grundvallarprinsipp þá sjáist greinilega að það valdi mönnum nokkrum erfiðleikum. „Mér þykir raunar vænt um að sjá það.“ Benedikt minnti á það hafi sérstaklega verið sett inn ákvæði í lög um að það ætti meta þá fjárhagslegu áhættu sem í ríkisábyrgð fælist. „Nú skauta menn yfir þetta ákvæði í frumvarpinu og segja að á þessu stigi sé ekki ástæða til þess að leggja á þetta fjárhagslegt mat. Þetta er í fyrsta sinn sem reynir verulega á þetta ákvæði og því spyr ég hvers vegna var það ekki gert?“ Fjármálaráðherra sagði að það væri auðvitað rétt að halda uppi ákveðnum viðvörunum og varnaðarorðum í kringum svona mál. „Stefnan sem var mörkuð 1991 er enn í fullu gildi en það geta komið upp aðstæður þar sem réttlætanlegt er að víkja frá þessu. Um það snýst þetta mál.“ Fundur um ríkisábyrgð og uppbyggingu nýrrar atvinnustarfsemi Hörð gagnrýni á ríkisábyrgð til ÍE Formaður Verslunarráðs gagnrýnir með hvaða hætti staðið hafi verið að frumvarpi um ríkisábyrgð vegna lyfjaframleiðslu Ís- lenskrar erfðagreiningar og eins hitt að málið hafi verið kynnt án alls undirbúnings. Arnór Gísli Ólafsson sat fundinn. Morgunblaðið/Golli arnorg@mbl.is ÞORBERGUR Ólafsson frá Hall- steinsnesi, fyrrverandi forstjóri Bátalóns h.f. í Hafnarfirði, andaðist á Landspítalanum við Hringbraut laugardaginn 13. apríl, 86 ára. Þorbergur fæddist 22. ágúst 1915 á Hallsteinsnesi í Gufudalshreppi, en foreldrar hans voru Ólafur Þórarins- son og Guðrún Jónsdóttir. Hann tók próf í skipasmíði við Iðnskólann í Reykjavík 1941 en vann að búi for- eldra sinna og við bátasmíðar í Hval- látrum á Breiðafirði til 1938. Stund- aði skipasmíðar hjá Slippfélaginu í Reykjavík 1938 til 1942 og hjá skipa- smíðastöðinni Dröfn hf. í Hafnarfirði 1942 til 1947. Var einn af stofnendum Bátasmíðastöðvar Breiðfirðinga sf. í Hafnarfirði 1947 og auk smíða sá hann um teikningar, fjármál og bók- hald. 1956 var félaginu breytt í hluta- félagið Bátalón hf. og var Þorbergur framkvæmdastjóri þess til 1981 og stjórnarformaður eftir það. Hann var frumkvöðull þess að Bátalón smíðaði svonefnda Indlandsbáta og seldi til Indlands, en 470 bátar úr tré og stáli voru smíðaðir hjá Bátasmíðastöð Breiðfirðinga og Bátalóni undir stjórn Þorbergs á 40 ára tímabili. Þorbergur var í stjórn var kjörinn formaður Landssambands skipa- smíðastöðva við stofnun þess 1963, en hann var formaður til 1966. Hann gegndi fjölmörgum öðrum trúnaðar- störfum. Eftirlifandi eiginkona Þorbergs er Olga Pálsdóttir og áttu þau þrjú börn. Andlát ÞORBERG- UR ÓLAFS- SON FRAMBOÐSLISTI Framsóknar- flokksins í Hafnarfirði til sveitar- stjórnarkosninganna 25. maí nk. var samþykktur einróma á fulltrúaráðs- fundi framsóknarfélaganna í Hafnar- firði 10. apríl sl. Framsóknarmenn í Hafnarfirði urðu við tilmælum Ör- yrkjabandalags Íslands og skipar fulltrúi öryrkja eitt af sætum listans. Listinn er s.k. fléttulisti þar sem karl og kona skipa annað hvert sæti. Listann skipa: 1. Þorsteinn Njáls- son læknir, 2. Hildur Helga Gísladótt- ir búfræðingur, 3. Ólafur Haukur Magnússon framkv.stj., 4. Ingunn Mai Friðleifsdóttir tannlæknir, 5. Jakob Kristjánsson framkv.stj. , 6. Guðbjörg Fjóla Halldórsdóttir nemi, 7. Tómas Úlfar Meyer bakari, 8. Sig- ríður Þórðardóttir skrifstofum, 9. Ingvar Kristinsson vélaverkfr, 10. Malen Sveinsdóttir uppeldisfr, 11. Jó- hann S. Magnússon nemi, 12. Jórunn Jörundsdóttir skrifstofustj., 13. Kári Valvesson skipamiðlari, 14. V. Svava Guðnadóttir hjúkrunarfr., 15. Björn E. Ólafsson verslunarm., 16. Þórunn Valdís Rúnarsdóttir verslunarm., 17. Hilmar H. Eiríksson framkv.stj., 18. Elín Birna Árnadóttir fulltr. öryrkja, húsmóðir, 19. Þórarinn Þórhallsson ostagerðamaður, 20. Brynhildur Sig- urðardóttir djákni, 21. Sigurður Hall- grímsson. hafnsögumaður og 22. Guð- rún Hjörleifsdóttir ráðgjafi. Listi Fram- sóknar- flokksins í Hafnarfirði ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.