Morgunblaðið - 16.04.2002, Síða 44

Morgunblaðið - 16.04.2002, Síða 44
MINNINGAR 44 ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ urinn minnir meira á Mikka mús en barnsfót og við endurtökum leikinn. Nokkru síðar hefur Halla fengið þessa frumstæðu fótateikningu senda í pósti, væntanlega með löngu bréfi sneisafullu af fréttum að heiman. Hún og móðir mín voru æskuvinkonur, og eitt af því sem Halla gerði meðan á námsárum hennar og Sigurgeirs stóð í Banda- ríkjunum var að kaupa handa mér jólaskó. Þá fyrst gengu jólin í garð hjá lítilli hnátu, er hún var komin í fínu skóna frá Höllu. Þessi æskuminning er lýsandi fyrir hversu samofin uppvaxtarár okkar Erlings bróður míns eru Höllu og fjölskyldu hennar. Með Höllu er horfinn á braut einn nán- asti fjölskylduvinur okkar. Blessuð sé minning hennar. Náin vinátta Höllu og móður okkar, Ásthildar heitinnar Erlingsdóttur, var um margt einstæð. Þótt leiðir skilji oft á mannsævinni hélst þráðurinn á milli þeirra óslitinn frá átta ára aldri. Nám á erlendri grundu og er- ilsöm starfsævi beggja, eiginmenn og barneignir breyttu þar engu um. Þvert á móti óx vináttan og þrosk- aðist með aldrinum. Þannig mynd- uðu fjölskyldurnar tvær um árabil rammann um vináttu þeirra. Sam- gangur var verulegur, sérstaklega um jól sem á öðrum hátíðar- og gleðistundum. Minningarnar eru því margar og góðar. Þegar við börnin vorum svo flogin úr hreiðr- inu breyttist umgjörð vináttunnar á nýjan leik. Þarfir fjölskyldunnar voru ekki í fyrirrúmi sem áður heldur áratuga náið samband tveggja greindra og stórhuga kvenna. Sviplegt fráfall móður minnar fyrir hartnær áratug varð óvænt til þess að ég kynntist Höllu, konunni sem ég hafði þekkt frá því áður en ég fæddist, á nýjan leik. Dauðinn er skrýtin skepna. Sú ein- falda mynd sem æskukynni mín höfðu mótað af Höllu varð fyllri. Ég sá skýrar en áður þessa heilsteyptu æskuvinkonu móður minnar, sem gaman var að ræða við, hvort held- ur dægurmál eða hinstu rök tilver- unnar bar á góma. Skörp í hugsun og rík að þekkingu og reynslu gat Halla leitt fram hversdagslega hluti í nýju ljósi. Hún hafði bjarta og hlýja kímnigáfu og greindi fyrir- hafnarlítið skoplegar hliðar mála. Þá var henni sannarlega sælla að gefa en þiggja og mikill fagurkeri á flest ef ekki allt í sínu lífi. Heið- arleiki og trygglyndi voru þó þeir þættir sem Halla lagði hvað ríkasta áherslu á í samskiptum sínum við aðra. Hún var mikill vinur vina sinna og greiðvikin í þeirra garð, jafnvel úr hófi fram. Móðurmóður minni, Huldu Davíðsson, sýndi hún þannig mikla umhyggju eftir fráfall móður minnar. Hlýhugur hennar og Sigurgeirs var ömmu ómetanleg huggun á erfiðum tímum. Við Erlingur vottum ásamt Jón- asi föður okkar fjölskyldu Höllu okkar einlægustu samúð. Missir þeirra er mikill. Helga Guðrún Jónasdóttir. Árið 1984 á fundi hjá tannlækna- félaginu ákváðu nokkrir kventann- læknar að mynda fræðsluklúbb eða „study club“. Það varð úr að sex konur tóku sig saman og hafa þær hist einu sinni í mánuði yfir vetr- artímann. Halla Sigurjóns var að sjálfsögðu í þessum hópi. Við höfum stúderað saman fræðin og mann- lífið á þessum fundum og farið sam- an á ráðstefnur hérlendis sem og erlendis. Sumarbústaðarferðir urðu einnig nokkrar. Meðal annars átt- um við yndislegar stundir austur í bústað þeirra Höllu og Sigurgeirs. Halla var á þessum samkomum óspör á að veita okkur hinum „yngri“ af þekkingarbrunni sínum og góð ráð voru gefin, hvort sem var vegna vandamála í faginu eða í einkalífinu. Hún var yndislegur fé- lagi, það geislaði af henni lífskraft- urinn og alltaf hafði hún ráð undir rifi hverju. Hún talaði oft um það að hún væri svo ánægð að við „ungu stelpurnar“ vildum hafa hana með í klúbbnum. En í þessu sannaðist enn og aftur að aldur skiptir ekki máli. Hún var ómiss- andi, alltaf glöð og hress, sama hvað gekk á, og var einstaklega kraftmikill félagi. Henni fannst ekki nema sjálfsagt að taka þátt allri þeirri vitleysu sem okkur datt í hug. Eftirminnilegust er ferð á ráðstefnu á Englendi. Það vildi svo til að Sigurgeir þurfti að fara á vinnufund á sama tíma í London, þannig að hann slóst með í hópinn. Þar fengu Sigurgeir og Halla að kynnast því hvernig var að vera með „hressum konum“ á erlendri grundu. Við slógum að sjálfsögðu í gegn og kenndum þurrum mennta- mönnum á ráðstefnunni að skemmta sér og syngja íslenska gleðisöngva. Við eigum eftir að njóta minninga um ferð þessa um ókomin ár. Við þökkum fyrir að hafa fengið að að vera samferðamenn þínir og vinkonur Höllu. Sigurgeiri og fjöl- skyldu sendum við innilegar sam- úðarkveðjur. Tannsaklúbburinn: Ragna Birna, Fríða, Guðrún Har., Inga Árna og Sif. Orð fá ekki lýst þeim trega og söknuði sem ég fann fyrir þegar ég sá í Morgunblaðinu að vinkona mín Halla væri dáin, langt fyrir aldur fram. Í huga mínum kviknuðu myndir af því þegar ég sá hana fyrst þrettán ára gamall. Ég var sendur til tannlæknis sem þá var staðsettur á Skólavörðustígnum en áður hafði ég beitt ýmsum ráðum til að losna undan því að mæta, en allt kom fyrir ekki. Ég var svo hræddur við þessa stétt manna að ég sveifst einskis til að losna úr stólnum hjá þeim og hafði bæði kýlt, sparkað og bitið í þeim til- gangi. Nú var svo komið að til vandræða horfði með mig en fyrir tilstuðlan stjúpmóður minnar skyldi nú reynt hjá nýjum tannlækni sem var nýkominn frá Ameríku. Hann var tilbúinn að reyna að hjálpa mér þrátt fyrir brösótt gengi hjá koll- egum sínum. Þarna var ég þá mættur á Skóla- vörðustíginn og reyndi að láta sem minnst fyrir mér fara á biðstofunni og hugði á flótta. Þá kemur til mín ung kona og spyr mig að nafni sem ég og segi henni. „Komdu þá með mér, Kalli minn,“ segir hún og þeg- ar inn á stofuna var komið uppgötv- aði ég að þetta var tannlæknirinn, en hún var ekki klædd eins og þeir tannlæknar sem áður höfðu reynt að hjálpa mér. Þarna var eitthvað sem róaði hrætt barnshjartað og frá þessari stundu sem er mér svo skýr og björt í huga eignaðist ég vin sem alltaf hefur verið mér miklu meira en bara tannlæknirinn minn. Kona mín og börn hafa einnig notið góðs af faglegri þjónustu á heimsmælikvarða en umfram allt hlýlegu og manneskjulegu viðmóti hennar. Halla tannlæknir er alltaf kölluð Halla á mínu heimili, það var aldrei sagt að maður ætti tíma hjá tann- lækninum heldur þú átt að mæta hjá Höllu. Til Höllu er ég nú búinn að koma í 30 ár og þar hef ég verið skammaður ef ég hef ekki staðið mig nógu vel og hrósað þegar vel hefur gengið en alltaf var stutt í hláturinn. Heilu tímana gátum við hlegið og þurfti ekki nema smá augnagotur upp fyrir maskann til að koma hlátrinum af stað. Ó, mað- ur lifandi hvað það var gaman hjá okkur! Halla gerði lítið úr veikindum sínum sem og öllum þeim hrakför- um sem á henni dundu og lýsir það best þeirri manneskju sem hún var. Til þeirra Sigurgeirs, Aðalsteins, Elínar og annarra aðstandenda: Megi allar góðar vættir sem vort land byggja vernda og styrkja ykk- ur í þeirri raun sem á ykkur er lögð. Karl H. Bridde og fjölskylda. HALLA SIGURJÓNS Kæri afi minn. Ég vil þakka þér fyrir þær góðu stundir sem ég hef átt með þér og ömmu. Það hefur alltaf verið gaman að koma í Grænahjallann því þið hafið alltaf tekið vel á móti okkur sama hvað þið hafið verið að gera. Þú ert sá eini sem ég hef umgengist mikið sem ég hef ekki séð reiðast sama hvað á dundi. Þú tókst öllu með ró og hafðir að mínu mati óendanlega þolinmæði, og þrautseigju. Vegna þess hefur mér alltaf liðið vel í návist þinni alveg frá því ég man eftir mér og er það minn- GÍSLI VILBERG VILMUNDARSON ✝ Gísli Vilberg Vil-mundarson fæddist í Löndum í Staðarhverfi við Grindavík 25. febr- úar 1927. Hann lést á líknardeild Land- spítalans 12. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 22. febrúar. ing sem mun lifa með mér alla ævi. Svo hafðir þú óskaplega gaman af því að fara með vísur og kvæði fyrir okkur systkinin og því höfðum við gaman af. Sú minn- ing rifjaðist upp þegar þú fórst með vísur fyrir langafabörnin Arn- grím, Steinunni og Ar- on sem höfðu gaman af. Nú er þinni rauna- göngu lokið og ég veit að hvar sem þú ert fylg- ist þú með okkur öllum og passar að við vill- umst ekki af leið í lífinu. Ég vil þakka þér fyrir allt þitt framlag í lífinu og áhrifin sem þú hefur haft á mig. Ást- ar og saknaðarkveðjur. Pétur Fannar Hjaltason. Afi minn, Gísli Vilberg Vilmund- arson, andaðist 12. febrúar síðastlið- inn. Hann hafði verið mjög veikur í langan tíma. Það er skrítið að fara í heimsókn til ömmu og sjá ekki afa sitja við tréútskurð eða smíða báta, hann var alltaf svo vandvirkur og gerði margar myndir og nokkra báta, það er alltaf svo tómlegt að fara upp í Grænahjalla núna. Þegar ég var lítill var ég oft að hlaupa eða hjóla frá Breiðholtinu upp í Kópavog til að heimsækja ömmu og afa. Amma gaf mér alltaf að borða þegar ég kom og þá fannst afa gott að fá sér svart kaffi með molasykri og drakk hann úr undirskálinni. Ég minnist þess vel þegar ég kom í eitt skiptið. Þá voru þau að fara út götuna og stoppuðu þegar þau sáu mig hjóla á móti þeim og tala við þau. Þá spyr amma: „Ertu ekki svangur Ingvi minn?“ og ég svaraði með smáspaugi: „Til hvers heldurðu að ég hafi komið?“ og hló svo. Afa fannst þetta alveg ofboðs- lega fyndið, og var alltaf að segja þetta. Hann hafði alltaf gaman af gríni. Hann var afar barngóður. Hann var vanur að syngja fyrir okk- ur systkinin og núna seinni árin fyrir barnabörnin og söng fyrir litla strák- inn minn, Aron Bjarka, strax fyrsta skiptið sem hann sá hann, þá var hann bara nýfæddur. Það mætti endalaust áfram telja en við feðgar munum ávallt minnast hans. Ingvi Þór Hjaltason og Aron Bjarki. Kæri vinur. Þegar ég heyrði að þú hefðir kvatt þennan heim var sem hluti af mér færi með þér, tilveran leyst- ist upp í einu vetfangi og allt varð svo óraun- verulegt og lítilfjörlegt. Ég reyni að telja mér trú um að þessi endalok hafi einhvern tilgang, þín hafi verið óskað á annan stað til mikilvægra verkefna. Hluti af þér verður alltaf vel geymdur í hjarta mínu og minn- ingu. Leiðir okkar lágu fyrst saman í gegnum gítarinn þinn í Menntaskól- anum á Laugarvatni árið 1979, þá sextán ára að aldri. ,,Aðgát skal höfð í nærveru sálar“ segir máltækið og það kom fljótlega í ljós að þessi orð virtir þú. Það var vitað mál að þú varst frambærilegur gítarleikari en ég minni spámaður í þeim efnum. Þú sagðir þó aldrei að ég væri léleg- ur gítarleikari, þrátt fyrir að ég væri að trana mér fram við ýmis tækifæri, heldur að ýmislegt mætti betur fara, hvattir mig áfram og kenndir mér. Fyrir það verð ég allt- af þakklátur. Eitthvað gerði það að verkum að við drógumst hvor að öðrum. Þú varst rólegur með mikla lífssýn og visku, ég var frakkari með mikil áform. Við enduðum saman í SIGURÐUR HRAFN GUÐMUNDSSON ✝ Sigurður HrafnGuðmundsson fæddist 13. apríl 1963 á Sauðárkróki. Hann lést á heimili sínu 23. mars síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Foss- vogskirkju 3. apríl. herbergi á Laugar- vatni, sem ekki var það snyrtilegasta á staðn- um, en inni í því ríkti mikill kærleikur. Þú fórst ekki troðn- ar slóðir Siggi, hafðir sterka réttlætiskennd og varst óhræddur við að tjá skoðanir þínar. Þú varst með eindæm- um rökfastur og víð- sýnn, enda vel lesinn og fylgdist náið með þjóðfélagsumræðunni, oft í gegnum litla út- varpið þitt sem gjarn- an fylgdi þér. Þú máttir ekkert aumt sjá og tókst ósjaldan upp mál- stað þeirra sem minna máttu sín. Pennafær varstu með afbrigðum og hafðir gott vald á íslenskri tungu, eiginleiki sem ég fékk oft notið þeg- ar ég bað þig að lesa yfir hitt og þetta sem ég var að fást við hverju sinni. Og alltaf varstu boðinn og bú- inn að hjálpa mér í einu og öllu, eins og reyndar öll þín fjölskylda, sem ég dvaldist oft hjá á háskólaárum okk- ar. Já, Siggi, þú lést margt gott af þér leiða og ég er miklu ríkari mað- ur eftir að hafa átt þig að sem vin. En enginn er fullkominn og þinn akkilesarhæll var kannski fullkomn- unarárátta sem við ræddum stund- um um. Hún leiddi eflaust til þess að hæfileikar þínir nýttust ekki allir sem skyldi. Þér fannst fátt eitt nógu gott sem þú gerðir þótt öðrum í kringum þig þætti mikið til koma. Allir sem þekktu þig vissu að í þér bjuggu miklir hæfileikar sem biðu þess að fá notið sín til fulls. Aðrir fengu þó að njóta þess að geta leitað í viskusmiðju þína og fengið lausn sinna mála. Þegar ég lít yfir farinn veg og rifja upp allar þær stundir sem við áttum saman, fyrst í Menntaskól- anum á Laugarvatni, síðan um fimm ára skeið í hljómsveitinni MAO, þá í líffræði í Háskólanum, er það fyrst og fremst einlægni þín, gáfur og trygglyndi sem stendur upp úr. Um leið og ég votta fjölskyldu þinni og öðrum nákomnum innilega samúð kveð ég þig með margar góðar minningar í huga. Þú varst sannur vinur Siggi. Olaf Forberg. Skjótt hefur sól brugðið sumri, því séð hef jeg fljúga fannhvíta svaninn úr sveitum til sóllanda fegri. Sofinn er nú söngurinn ljúfi í svölum fjalldölum; grátþögull harmafugl hnípir á húsgafli hverjum. (Þjóðvísa.) Kæri Siggi. Okkar kynni voru ekki löng en eftirminnileg. Ég samdi einhvern tíma lag við ofangreinda vísu. Þú hjálpaðir mér við að gera það flutningshæft fyrir gítar. Núna er efnið afar viðeigandi því skjótt hefur sól brugðið sumri. Söngurinn ljúfi er þagnaður. Allt gastu spilað, hvað sem maður bað þig um. Hittumst aftur? Kannski einn tregafullan sunnu- dagseftirmiðdag. Þú varst hjartahlýr og vinur vina þinna. Ég varðveiti alltaf minn- inguna um þig. Ég votta aðstandendum og vinum dýpstu samúð mína. Guð geymi góðan dreng. Arnþrúður Lilja Þorbjörnsdóttir. Það var áfall að heyra að Einar Bland- on væri látinn, þessi hrausti maður, aðeins 59 ára gamall. Fyrir aðeins nokkrum vikum heimsótti ég Einar og Gerði í Litlu- EINAR JÓN BLANDON ✝ Einar Jón Bland-on fæddist í Reykjavík 28. janúar 1943. Hann lést á Landspítalanum föstudaginn 1. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Digraneskirkju 8. mars. Hildisey. Það var ekki að sjá að Einar væri mikið veikur, aðeins eins og hann væri með pest sem myndi fljótt lagast. Þegar ég var sestur og búinn að fá kaffi og brauðtertu fór hann að segja mér hversu veikur hann væri, það var erfitt að ímynda sér að Einar myndi brátt kveðja. Þessi duglegi maður, þessi jaxl, sem farið hefur um margra ára skeið í söluferðir um allt land, allt árið um kring til að selja búsáhöld. Þegar ég fyrst hitti Einar má segja að tvær grímur hafi runnið á mig, því hann var mjög hreinskilinn og stjórnaði sínu fyr- irtæki með stjórnunarstíl sem ég hafði ekki áður kynnst. Eftir því sem á leið fór ég að hlakka til að fara inní Blandon, eins og við sögð- um, því þar var mikið fjör og læti. Seinna meir þegar ég svo fór að vinna hjá Einari kynntist ég honum betur og kenndi hann mér margt sem reynst hefur mér vel við sölu og þjónustu við viðskiptavini. Hef ég ótal oft hugsað til hans þegar ég hef notað dugnað hans mér til hvatn- ingar, því eins duglegum og ósér- hlífnum manni kynnist maður ekki oft. Þakka þér fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynnast þér, Einar. Gerði og allri fjölskyldu Einars votta ég samúð mína. Bjarki Steingrímsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.