Morgunblaðið - 16.04.2002, Page 19

Morgunblaðið - 16.04.2002, Page 19
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2002 19 Nýjar umbúðir auðveldari í meðförum – jafnari gæði Sígildur ostur í nýjum búningi Austursels ehf. Eigandi Gaums Hold- ing er Fjárfestingafélagið Gaumur ehf., sem er í eigu Jóhannesar Jóns- sonar og barna hans, Kristínar og Jóns Ásgeirs, sem er stjórnarmaður í TM. Eigandi Austursels ehf. er Hreinn Loftsson hrl., stjórnarmaður í TM, en hann var stjórnarformaður fram að síðasta aðalfundi félagsins. Hlutabréfaviðskipti fyrir aðalfund Um síðustu áramót var Ovalla Trading stærsti einstaki hluthafinn í TM með 18,02% hlut. Næststærsti einstaki hluthafinn var Fram hf., en eigandi þess er fjölskylda Sigurðar heitins Einarssonar útgerðarmanns úr Vestmannaeyjum, sem einnig á Fjárfestingarfélagið Ívar, sem átti 8,78% hlut í TM um síðustu áramót. Hinn 1. mars síðastliðinn, tæpum þremur vikum fyrir aðalfund TM, keypti Landsbankinn öll hlutabréf fjárfestingarfélagsins Straums í TM að verðmæti tæplega 1.700 milljónir króna. Tilboð Landsbankans í hluta- bréfin var nokkuð yfir markaðsverði hlutabréfa TM á þessum tíma. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, og samstarfsaðilar, buðu einnig í hlutabréf Straums í TM en fengu ekki. Jón Ásgeir sagði í samtali við Morgunblaðið þegar ljóst var að til- boði hans í hlut Straums í TM var ekki tekið, að salan hefði verið mjög skrýtin. Undarlegt hefði verið að ekki skyldi kannað hvar best verð fengist fyrir þau. Hann sagði þetta vekja at- hygli sína sem hluthafa í Straumi. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hafði Kaupþing lýst áhuga á Ovalla kaupir í Baugi Einnig var greint frá því í flöggun á Verðbréfaþingi Íslands í gær að Ovalla Trading Ltd. hefði keypt 7.142.857 krónur að nafnverði hluta- fjár í Baugi hf. á verðinu 14,00 fyrir hlut, eða á kaupverðinu 100 milljónir króna. Eignarhlutur Ovalla Trading eftir kaupin er 7.142.857 kr., eða um 0,4% af heildarhlutafé Baugs hf. Ovalla Trading Ltd. er fjárfest- ingafélag í eigu Gaums Holding SA og að kaupa bréfin í TM sem og Þor- steinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. Greint var frá því í frétt í Morg- unblaðinu í tengslum við kaup Lands- bankans á hlut Straums í TM, að TM væri fjórði stærsti hluthafinn í Ís- landsbanka með 4,34% hlut og að blaðið hefði heimildir fyrir að talið væri að þeir sem ráði því hlutafé geti haft veruleg áhrif innan hluthafahóps bankans. Ovalla í minnihluta í stjórn TM Skömmu fyrir aðalfund TM seldi Landsbankinn hlutabréfin í félaginu. Kaupendur voru fjölskylda Sigurðar heitins og aðilar tengdir henni. Á að- alfundinum, sem haldinn var 19. mars síðastliðinn, átti fjölskyldan úr Vest- mannaeyjum, og aðilar tengdir henni, samtals 43,29% hlut í TM. Fulltrúar fjölskyldunnar í stjórn félagsins voru kjörnir á aðalfundinum þeir Gunn- laugur Sævar Gunnlaugsson, stjórn- arformaður Ísfélags Vestmannaeyja hf., sem tók við starfi stjórnarfor- manns af Hreini Loftssyni, Einar Sig- urðsson, varaformaður, sonur Sigurð- ar heitins, Geir Zoëga og Sigurbjörn Magnússon hrl. Aðrir í stjórn voru kjörnir Jón Ásgeir Jóhannesson og Hreinn Loftsson fyrir hönd Ovalla Trading, sem átti 18,02% hlut í TM, og Guðrún Pétursdóttir, fulltrúi Vors ehf., fjárfestingarfélags Péturs Björnssonar, fyrrverandi forstjóra Vífilfells, sem átti 4,75% hlut í TM, en Guðrún er dóttir Péturs. Hreinn Loftsson, einn eigenda Ovalla Trading, vildi í samtali við Morgunblaðið í gær ekki tjá sig um þau viðskipti sem áttu sér stað með hlutabréf TM eða annað þeim tengt. Ekki náðist í Jón Ásgeir Jóhannesson þar sem hann var staddur erlendis. Þá vildi Gunnlaugur Sævar Gunn- laugsson heldur ekki tjá sig um við- skiptin. Lokaverð hlutabréfa TM á Verð- bréfaþingi Íslands í gær var 13,20 og lokaverð hlutabréfa Baugs 13,60. Ovalla Trading selur 6,7% hlut í TM og kaupir í Baugi Söluverðið 800 milljónir króna OVALLA Trading Ltd. seldi í gær 62,5 milljónir króna að nafnvirði hlutafjár í Tryggingamiðstöðinni hf., TM, á verðinu 12,80 fyrir hlut. Söluverðið nam því 800 milljónum króna. Greint var frá sölunni í flöggun á Verðbréfaþingi Ís- lands í gær. Heildarhlutafé TM er um 932,4 milljónir króna að nafnverði. Hinn seldi hlutur Ovalla Trading er því um 6,7% af heildarhlutafé félagsins. Eignarhlutur Ovalla Trading í TM eftir söluna nemur 105,5 milljón hlutum að nafnverði hlutafjár, eða um 11,3%. Kaupþing banki hafði milligöngu um söl- una á hlut Ovalla Trading í TM. ● SAMTÖK verslunarinnar halda í dag ráðstefnu undir yfirskriftinni „Er uppskipting markaðsráðandi fyr- irtækja lausnin?“ Ráðstefnan verður haldin í Þingsal 1, Hótel Loftleiðum milli 13:30–17:00. Valgerður Sverrisdóttir við- skiptaráðherra setur ráðstefnuna og framsögumenn eru John Ward, starfsmaður Samkeppnisstofnunar Bretlands, Davíð Þór Björgvinsson, prófessor við lagadeild HÍ sem gegn- ir nú stöðu aðstoðarmanns dómara við EFTA-dómstólinn í Lúxemborg, og Þórólfur Matthíasson, dósent við við- skipta- og hagfræðideild HÍ. Pallborðsumræður verða að lokn- um erindum með þátttöku frummæl- enda auk Birgis Rafns Jónssonar, forstjóra Kjarans ehf., og Þórunnar Guðmundsdóttur hæstaréttarlög- manns. Guðrún Ásta Sigurðardóttir, lögmaður Samtaka verslunarinnar, stjórnar pallborðsumræðum. Ráðstefna um samkeppnismál

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.