Morgunblaðið - 16.04.2002, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.04.2002, Blaðsíða 19
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2002 19 Nýjar umbúðir auðveldari í meðförum – jafnari gæði Sígildur ostur í nýjum búningi Austursels ehf. Eigandi Gaums Hold- ing er Fjárfestingafélagið Gaumur ehf., sem er í eigu Jóhannesar Jóns- sonar og barna hans, Kristínar og Jóns Ásgeirs, sem er stjórnarmaður í TM. Eigandi Austursels ehf. er Hreinn Loftsson hrl., stjórnarmaður í TM, en hann var stjórnarformaður fram að síðasta aðalfundi félagsins. Hlutabréfaviðskipti fyrir aðalfund Um síðustu áramót var Ovalla Trading stærsti einstaki hluthafinn í TM með 18,02% hlut. Næststærsti einstaki hluthafinn var Fram hf., en eigandi þess er fjölskylda Sigurðar heitins Einarssonar útgerðarmanns úr Vestmannaeyjum, sem einnig á Fjárfestingarfélagið Ívar, sem átti 8,78% hlut í TM um síðustu áramót. Hinn 1. mars síðastliðinn, tæpum þremur vikum fyrir aðalfund TM, keypti Landsbankinn öll hlutabréf fjárfestingarfélagsins Straums í TM að verðmæti tæplega 1.700 milljónir króna. Tilboð Landsbankans í hluta- bréfin var nokkuð yfir markaðsverði hlutabréfa TM á þessum tíma. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, og samstarfsaðilar, buðu einnig í hlutabréf Straums í TM en fengu ekki. Jón Ásgeir sagði í samtali við Morgunblaðið þegar ljóst var að til- boði hans í hlut Straums í TM var ekki tekið, að salan hefði verið mjög skrýtin. Undarlegt hefði verið að ekki skyldi kannað hvar best verð fengist fyrir þau. Hann sagði þetta vekja at- hygli sína sem hluthafa í Straumi. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hafði Kaupþing lýst áhuga á Ovalla kaupir í Baugi Einnig var greint frá því í flöggun á Verðbréfaþingi Íslands í gær að Ovalla Trading Ltd. hefði keypt 7.142.857 krónur að nafnverði hluta- fjár í Baugi hf. á verðinu 14,00 fyrir hlut, eða á kaupverðinu 100 milljónir króna. Eignarhlutur Ovalla Trading eftir kaupin er 7.142.857 kr., eða um 0,4% af heildarhlutafé Baugs hf. Ovalla Trading Ltd. er fjárfest- ingafélag í eigu Gaums Holding SA og að kaupa bréfin í TM sem og Þor- steinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. Greint var frá því í frétt í Morg- unblaðinu í tengslum við kaup Lands- bankans á hlut Straums í TM, að TM væri fjórði stærsti hluthafinn í Ís- landsbanka með 4,34% hlut og að blaðið hefði heimildir fyrir að talið væri að þeir sem ráði því hlutafé geti haft veruleg áhrif innan hluthafahóps bankans. Ovalla í minnihluta í stjórn TM Skömmu fyrir aðalfund TM seldi Landsbankinn hlutabréfin í félaginu. Kaupendur voru fjölskylda Sigurðar heitins og aðilar tengdir henni. Á að- alfundinum, sem haldinn var 19. mars síðastliðinn, átti fjölskyldan úr Vest- mannaeyjum, og aðilar tengdir henni, samtals 43,29% hlut í TM. Fulltrúar fjölskyldunnar í stjórn félagsins voru kjörnir á aðalfundinum þeir Gunn- laugur Sævar Gunnlaugsson, stjórn- arformaður Ísfélags Vestmannaeyja hf., sem tók við starfi stjórnarfor- manns af Hreini Loftssyni, Einar Sig- urðsson, varaformaður, sonur Sigurð- ar heitins, Geir Zoëga og Sigurbjörn Magnússon hrl. Aðrir í stjórn voru kjörnir Jón Ásgeir Jóhannesson og Hreinn Loftsson fyrir hönd Ovalla Trading, sem átti 18,02% hlut í TM, og Guðrún Pétursdóttir, fulltrúi Vors ehf., fjárfestingarfélags Péturs Björnssonar, fyrrverandi forstjóra Vífilfells, sem átti 4,75% hlut í TM, en Guðrún er dóttir Péturs. Hreinn Loftsson, einn eigenda Ovalla Trading, vildi í samtali við Morgunblaðið í gær ekki tjá sig um þau viðskipti sem áttu sér stað með hlutabréf TM eða annað þeim tengt. Ekki náðist í Jón Ásgeir Jóhannesson þar sem hann var staddur erlendis. Þá vildi Gunnlaugur Sævar Gunn- laugsson heldur ekki tjá sig um við- skiptin. Lokaverð hlutabréfa TM á Verð- bréfaþingi Íslands í gær var 13,20 og lokaverð hlutabréfa Baugs 13,60. Ovalla Trading selur 6,7% hlut í TM og kaupir í Baugi Söluverðið 800 milljónir króna OVALLA Trading Ltd. seldi í gær 62,5 milljónir króna að nafnvirði hlutafjár í Tryggingamiðstöðinni hf., TM, á verðinu 12,80 fyrir hlut. Söluverðið nam því 800 milljónum króna. Greint var frá sölunni í flöggun á Verðbréfaþingi Ís- lands í gær. Heildarhlutafé TM er um 932,4 milljónir króna að nafnverði. Hinn seldi hlutur Ovalla Trading er því um 6,7% af heildarhlutafé félagsins. Eignarhlutur Ovalla Trading í TM eftir söluna nemur 105,5 milljón hlutum að nafnverði hlutafjár, eða um 11,3%. Kaupþing banki hafði milligöngu um söl- una á hlut Ovalla Trading í TM. ● SAMTÖK verslunarinnar halda í dag ráðstefnu undir yfirskriftinni „Er uppskipting markaðsráðandi fyr- irtækja lausnin?“ Ráðstefnan verður haldin í Þingsal 1, Hótel Loftleiðum milli 13:30–17:00. Valgerður Sverrisdóttir við- skiptaráðherra setur ráðstefnuna og framsögumenn eru John Ward, starfsmaður Samkeppnisstofnunar Bretlands, Davíð Þór Björgvinsson, prófessor við lagadeild HÍ sem gegn- ir nú stöðu aðstoðarmanns dómara við EFTA-dómstólinn í Lúxemborg, og Þórólfur Matthíasson, dósent við við- skipta- og hagfræðideild HÍ. Pallborðsumræður verða að lokn- um erindum með þátttöku frummæl- enda auk Birgis Rafns Jónssonar, forstjóra Kjarans ehf., og Þórunnar Guðmundsdóttur hæstaréttarlög- manns. Guðrún Ásta Sigurðardóttir, lögmaður Samtaka verslunarinnar, stjórnar pallborðsumræðum. Ráðstefna um samkeppnismál
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.