Morgunblaðið - 16.04.2002, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 16.04.2002, Blaðsíða 56
56 ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. DAVÍÐ Oddsson er höfuð og herðar í þessari ríkisstjórn og hann og fé- lagmálaráðherra ásamt stjórnarlið- um öllum bera ábyrgð á því að fólk þarf að leita aðstoðar hjálparstofn- ana, því að ríkisstjórnin getur gert betur. Nú hafa skattar lækkað niður í 18% hjá fyrirtækjum landsins, á sama tíma standa skattleysismörkin í stað. Það er hrikalegt að heyra og lesa um fátækt hjá ákveðnum hópum í land- inu, svo sem elli- og örorkulífeyris- þegum, einstæðum mæðrum og at- vinnulausum einstaklingum. Fátækt fólk á ekki að vera til í þessu velferð- arþjóðfélagi. Við berum okkur garnan saman við Svíþjóð eða önnur ná- grannalönd okkar í allskonar mála- flokkum. Ef við berum saman hvað gert er fyrir þá sem minna mega sín hér og á hinum Norðurlöndunum þá er niðurstaðan til háborinnar skamm- ar. Ég bjó um árabil í Svíþjóð og þar geta allir haft það þokkalega gott, bæði átt ofaní sig og á fyrir utan gott húsnæði á viðráðanlegri leigu. Svo sér maður varla viðtal við Davíð án þess að hann minnist ekki á velferðina. Það eru margir sem vita ekkert hvað hann er að tala um, því að þeir hafa ekki komist í kynni við þessa svo kölluðu velferð. Skuldir heimilanna hafa auk- ist úr 80% af ráðstöfunartekjum í 170% frá árinu 1990 til 2002. Ætla ráðamenn þjóðarinnar með Davíð í broddi fylkingar að standa að- gerðalausir og horfa uppá fólk þurfa að standa í biðröðum til þess að betla mat svo að það svelti ekki? Ég skora á ykkur, ráðamenn, að lesa yfir 76. gr. stjórnarskrárinnar og 11. gr. alþjóðasamninga um efnahags- leg, félagsleg og menningarleg rétt- indi sem Íslendingar gerðust aðilar að 1979. Hækkið skattleysismörkin og breytið reglum Tryggingastofnunar- innar varðandi tekjutengingu tekju- tryggingar. Fólk á ekki undir nokkrum kring- umstæðum að þurfa að horfa uppá börn sín svelta, ekki í þessu velferð- arþjóðfélagi. Farið vel með ykkur. VALUR BJARNASON, Háholti 30, Akranesi. Áskorun til stjórnvalda Frá Val Bjarnasyni: MARGT hefur verið rætt og ritað um miðborg Reykajvíkur að undan- förnu og nú síðast með pistli hr. Ein- ars Benediktssonar sendiherra. Virðist mér þar meira bera á skrifum þeirra sem koma í miðbæinn endrum og sinnum, en færra um skrif þeirra sem búa í miðborginni. Mig langar því að segja ykkur okkar sögu! Þegar talað er um ástandið í mið- bænum, er alla jafna átt við hegðun fólks, hópa og einstaklinga, sem sækja þennan bæjarhluta heim um helgar og kunna sér ekki forráð í ölæði og/eða agaleysi. Við heimafólk- ið höldum okkur flest heima við á þessum kvöldum og njótum samvista við fjölskylduna eða tökum á móti gestum, eins og títt er í öðrum hverf- um borgarinnar. Miðborg Reykjavíkur er nefnilega alla jafnan friðsælt hverfi þar sem íbúar og gestir spóka sig á spari- skónum á upphituðum götum og um- gengni og umsjón borgaryfirvalda er til fyrirmyndar. Hvar er t.d. skemmtilegra að búa á sólríkum sumardögum, eða á sunndögum þeg- ar sparibúið fólk streymir í Fríkirkj- una, Dómkirkjuna og Hallgríms- kirkjuna, að ógleymdri þeirri kaþólsku? Hvar er áhugaverðara að fylgjast með ys og þys þingstarfanna eða umsýslan borgarmálanna? Hvar annars staðar hefur borgin á sér samsvarandi blæ fjölþjóðlegrar menningar og margmenningarlegs samfélags? Hvar annarsstaðar hefur verið hlúð jafnalúðlega að útliti borg- arinnar á undanförnum árum og ein- mitt í miðborginni? Hvar annars- staðar er jafnflott að berjast í hríðarbyljum desembermánaðar en einmitt í Kvosinni? Hvar annars- staðar en í miðborginni eru Lista- safn Reykjavíkur og Listasafn Ís- lands, höfnin og Kolaportið, eða Arnarhóll, Austurvöllur, Lækjar- torg og Ingólfstorg, að ógleymdum Hljómskálagarðinum? Hvar annars- staðar en í miðborginni eru tvær heilsuræktarstöðvar og glæsihótel, eða Borgarbókasafnið og fjöldi blómlegra fyrirtækja? Hvaðan ann- ars staðar en úr miðborginni liggja almenningssamgöngur, breiðstræti og göngustígar til allra átta? Eftir margra ára búsetu í hávaða- sömum stórborgum útlandanna er Reykjavík eins og meðalstórt nota- legt þorp í huga okkar endurfluttra og þetta þorp hefur skemmtilega margbreytilegan borgarbrag sem við veljum að hrærast í dags dag- lega. Við viljum ekki fara í bæinn heldur vera í bænum! Það er þess vegna hálfdapurlegt að verða vitni að því að fyrir tilstuðlan örfárra manna sem göslast áfram í tilver- unni án þess að nokkrum finnist hann geta sett þeim stólinn fyrir dyrnar finni fólk til óöryggis hér í hverfinu. Uppivöðslusemi drykkju- svolanna – aðallega karlmanna – finnst mér leiðinlegur fylgifiskur menningarlífs Íslendinga og þegar þeir standa svo saman í hóp og kasta af sér þvagi utan í stytturnar við Dómkirkjuna eða kirkjuna sjálfa, þá fallast mér hendur. Tökum nú hönd- um saman og kennum fólki að gera þarfir sínar í þar til gerð ílát, koma fram við kynhvöt sína af virðingu og gera út um ágreiningsmál sín að hætti siðmenntaðra þjóða, og þá get- um við snúið okkur að uppbyggilegri umræðu um það hvernig gera megi góða borg enn betri. HÓLMFRÍÐUR GARÐARSDÓTTIR, háskólakennari og íbúi í Kvosinni. Við sem spásserum á spariskónum! Frá Hólmfríði Garðarsdóttur:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.