Morgunblaðið - 16.04.2002, Side 38

Morgunblaðið - 16.04.2002, Side 38
UMRÆÐAN 38 ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ M ér hefur oft fund- izt minnið vera skrýtin skepna. Stundum, þegar ég ætla að sækja í það þýðingarmikla hluti, stendur allt fast og ég á gati. Öðrum stund- um hendir það óforvarendis í mig hlutum, sem eru hreinn hégómi og ég hef ekkert með að gera. Þetta eru vandræðalegar uppákomur; einkum þær fyrrnefndu. Svo á minnið það til, að auka á gremju mína með því að þóknast mér, þegar því hentar, og láta lausar þessar þýðingarmiklu upplýsingar þegar ég hef enga þörf fyrir þær lengur. Sumir menn eru sagðir vera með lím- heila, sem þýðir, að þeir muna allt, sem fyrir augu þeirra og eyru ber. Aðrir eru slík gatasigti, að þeir muna hreint ekki neitt. Til eru ýmsar aðferðir til að hressa upp á minni manna. Nám- skeið eru haldin og menn koma þar út nýir og betri minnismenn með allt á hreinu. Ég man eftir kunningja mínum, sem sótti slíkt námskeið og var í sjöunda himni yfir árangrinum. En hann gat ómögulega munað, hvað sá hét, sem fyrir námskeiðinu stóð! Oft hef ég rekið mig á það í sam- tölum við systkini mín, að minni okkar er ekki samt. Um sumt fer ekkert á milli mála og okkur ber vel saman, alla vega í aðalatriðum. En um annað er allt út og suður. Okkur greinir á um flest máls- atvik. Það mætti ætla, að við vær- um alin upp í sitt hverri fjölskyld- unni og á sitt hverjum staðnum. Um daginn sat ég á kaffihúsi með öðrum systkinum, sem voru að rifja upp lífshlaup látinnar syst- ur sinnar. Eitt af því, sem kom upp var fráfall ákveðins manns. Ein systirin sagðist muna svo vel, hvernig andlát hans bar að hönd- um. Hann hefði fengið hjartaslag á kóræfingu, hnigið niður í miðju lagi og látizt samstundis. Daginn eftir hitti ég systurson þessa fólks, en hann hafði ekki getað komið því við að sitja með okkur á kaffihús- inu. Ég fór að segja honum af samræðunum og þar með, hvernig frænka hans myndi eftir fráfalli mannsins. En hann hristi bara höfuðið og sagði frásögn hennar alranga. Sjálfur hefði hann verið viðstadddur á heimili mannsins þetta kvöld. Hann hafði fengið sting fyrir brjóstið, neitaði að leita læknis, en lagði sig. Síðar um kvöldið kvartaði hann yfir því að hendurnar á sér væru orðnar kaldar og tók þá viðmælandi minn af skarið og hringdi eftir sjúkrabíl. Maðurinn var fluttur í sjúkrahús, þar sem hann lézt um nóttina. Í starfi mínu sem blaðamaður hef ég líka oft rekið mig á það, hversu minni manna getur verið gloppótt, en umfram allt sértækt og á valdi tilfinninga og tíma. Einu sinni talaði ég við mann, sem hafði lent í lífsháska fyrr um daginn. Hann lýsti fyrir mér at- burðarásinni og það var magn- þrungin frásögn. Tuttugu árum síðar hittumst við fyrir tilviljun og tókum tal saman. Meðal annars rifjuðum við upp atburðarás dags- ins fyrir tuttugu árum. Þegar ég kom niður á blað aftur, fletti ég upp á fréttinni og þá kom í ljós, að ýmislegt var öðru vísi í munni mannsins nú, en þegar atburð- urinn átti sér stað. Margt hafði skolast til í minni hans á þessum tuttugu árum. Aðalatriðin voru að vísu meira eða minna óbreytt, en eitt og annað smálegt var öðru vísi, sumt var horfið og einstaka ný atriði voru komin til sögunnar. Sjálfum hefur mér stundum flogið í hug að skrifa dagbók, þannig að ég hefði það alltaf á hreinu fyrir sjálfan mig að minnsta kosti, hvernig hlutirnir gengu fyrir sig. Svo eru oft býsna skrýtnar og skemmtilegar sögur á bak við fréttir og frásagnir, sem birtast í blaðinu, og hugsanlega mætti klæða þær í áhugaverðan búning, þótt trúnaðar við menn sé áfram gætt. En við nánari umhugsun hef ég aldrei haft nennu til þess að gera þetta og nú er það um seinan, því ég er búinn að gleyma svo mörgu. Það er nefnilega með mig eins og viðmælanda minn, sem lenti í lífsháskanum; ég man eitt og ann- að gjörla, gleymi sumu, á meðan annað skolast til og tekur á sig breytta mynd. En þegar ég lít til baka, þá man ég útlínurnar og það eru þær, sem máli skipta, þegar til kastanna kemur. Tíminn tínir smáatriðin burtu, en leyfir okkur að halda að- alatriðunum, ef við viljum við þau kannast. Ég átti því láni að fagna að kynnast manni, sem var fæddur fyrir 1900 og varð rösklega 100 ára. Hann hélt andlegu atgervi sínu til loka. Það vakti athygli mína, hvernig hann lagði samtím- ann á minnið síðustu árin. Hann átti það til að hirða lítt um nafn forsætisráðherrans, þótt hann gæti litið yfir stjórnmálavettvang- inn undanskotslaust. Hann mundi allt í stærri einingum í tíma og rúmi en ég, sem var óskaplega upptekinn af daglegu amstri þjóð- arbúsins. Meðan ég lifði að þessu leytinu frá degi til dags, kippti hann sér aftur á móti lítt upp við daglega storma í lífsins vatnsglasi; hvað þá hann væri að leggja á minnið smáatriði, sem að hans dómi voru í eðli sínu þýðingarlaus. Ég vissi alltaf hvað forsætisráð- herrann hét, en hann hafði séð þá svo marga koma og fara, að hann lagði nöfn ekki á minnið, heldur horfði á útlínur þróunarinnar. Engu að síður var hann vel við- ræðuhæfur um gang þjóðmála og gildi hans fyrir landsins gagn og nauðsynjar. Og ég ætla ekki að líkja því saman, hvað yfirsýn hans var gleggri á hlutina en nærsýni mín. En nú er svo komið fyrir mér, að ég man ekki hvað ég ætlaði með þetta viðhorf. Sem kemur svo sem út á eitt, því þú manst áreiðanlega ekki það, sem þú varst að lesa. Eins og gerzt hefði í gær Hér minnir mig að sé fjallað um minni manna, sem er ákaflega upp og ofan, sérstakt og sérviturt. Sumir muna allt meðan aðrir geta ekki munað neitt. VIÐHORF Eftir Freystein Jóhannsson freysteinn@mbl.is Á ÞESSU ári er Nor- ræna félagið á Íslandi 80 ára. Fyrstu norrænu félögin voru stofnuð ár- ið 1919 í Danmörku, Noregi og Svíþjóð, en Norræna félagið á Ís- landi var stofnað 29. september árið 1922. Norrænu félögin voru stofnuð á hættu- og ófriðartímum til að frændþjóðirnar gætu stutt hver aðra. Þau eru vináttu- og kynningar- félög sem hafa átt og eiga enn gríðarlega mikilvægu hlutverki að gegna. Í starfsemi nor- rænu félaganna hafa réttindi borgar- anna á Norðurlöndum og möguleikar þeirra á að sækja vinaþjóðir heim ver- ið efst á lista sem baráttumál í áttatíu ár. Mikið starf hefur verið unnið af sjálfboðaliðum en hið opinbera hefur einnig lagt fram drjúgan skerf, eink- um með löggjöf og framkvæmdum sem bætt hafa hag borgaranna. Með stofnun Norðurlandaráðs og Norrænu ráðherranefndarinnar voru stigin stór skref í norrænu samstarfi, en norrænu félögin eru mikilvægir samstarfsaðilar og framkvæmdaaðil- ar nú sem fyrr, enda með öflugt net félagsmanna á bak við sig, á Íslandi rúmlega 1% þjóðarinnar. Norrænu félögin sjá um fram- kvæmd ýmissa verkefna, flest á veg- um Norrænu ráðherranefndarinnar. Má þar nefna Nordjobb, atvinnumiðl- un fyrir ungt fólk, sem hefur verið af- ar farsælt verkefni í rúm 15 ár, Nor- dpraktik, starfskynningu fyrir ungt fólk frá Eystrasaltsríkjum og skóla- samstarfsverkefni s.s. Nordplus-mini og Vest-Norden. Nýjasta verkefnið hóf göngu sína 10. maí í fyrra og hefur nú þegar sannað rækilega gildi sitt. Það er upplýsingaþjónustan Halló Norðurlönd sem rekin er af Norrænu ráðherranefndinni, en framkvæmd hennar er í höndum norrænu félag- anna. Upplýsinga- og þjónustufulltrúi hjá Halló Norðurlönd á Íslandi er Esther Sig- urðardóttur. Aðalmarkmið Halló Norðurlanda er að leið- beina þeim sem flytja milli Norðurlandanna í samskiptum við stjórn- völd og auðvelda fólki að fá réttar upplýsingar um réttindi sín og skyldur þegar það flyt- ur, ferðast eða menntar sig í öðru landi en heimalandinu. Þjónust- an reynir þannig að veita almennar upplýs- ingar um nauðsynlegan undirbúning svo að réttindi haldist við flutning. Reynslan hefur sýnt að þrátt fyrir víðtæka samninga milli Norðurlanda- þjóðanna, til að auðvelda flutninga fólks til lengri eða skemmri tíma milli landanna, getur komið upp margvís- legur, ófyrirséður vandi. Slíkur vandi getur m.a. tengst sjúkratryggingum, eftirlaunum, skatti, tolli, rétti til námslána, húsaleigubótum, barna- gæslu, fæðingarstyrk og svona mætti lengi telja. Starfsmenn í hverju landi veita al- mennar upplýsingar og leiðbeiningar. Upplýsingarnar geta snúist um það hvert beri að leita þegar flutt er til annars Norðurlands – eins og til vinnumiðlana, tryggingayfirvalda, skattayfirvalda o.fl. Einnig er reynt að aðstoða þá einstaklinga sem vegna flutnings eða náms í öðru Norður- landi eiga erfitt með að fá upplýsingar um réttindi sín og skyldur, eða fá við- eigandi aðstoð frá yfirvöldum í því landi eða í heimalandinu. Allar fyrirspurnir eru skráðar í sérstakan gagnabanka sem skrifstofa Norrænu ráðherranefndarinnar í Kaupmannahöfn starfrækir. Gagna- bankinn er eingöngu til afnota fyrir starfsmenn þjónustunnar og inni- heldur engar persónuupplýsingar. Hann er þó afar mikilvægur fyrir starfsmennina í viðleitni þeirra við að finna rétt svar við þeim fyrirpurnum sem gerðar eru hverju sinni. Reynt er að svara fyrirspurnum eins fljótt og unnt er, en lengd svar- tímans byggist þó fyrst og fremst á því hve langan tíma það tekur fyrir starfsmenn þjónustunnar að fá fram réttar upplýsingar frá þar til bærum yfirvöldum. Mánudaginn 15. apríl nk. verður kynnt opinberlega skýrsla sem unnin hefur verið úr þeim upplýsingum sem fengist hafa frá verkefninu Halló Norðurlönd. Fulltrúar allra aðildar- landanna hafa átt sæti í þessari nefnd, einnig fulltrúi Sambands norrænu fé- laganna, en hann hefur notið stjórnar Ole Norrback. Er óskandi að tekið verði fljótt og vel á þeim málum sem þarfnast úrbóta þannig að almennir borgarar á Norðurlöndum missi ekki þá miklu tiltrú og traust sem byggst hefur upp á löngum tíma, jafnvel á 80 ára langri sögu vináttu, hjálpsemi og öryggis sem norrænu félögin hafa haft að leiðarljósi í öllu sínu starfi. Framkvæmd Halló Norðurlanda er eins og áður sagði í höndum Nor- ræna félagsins. Hægt er að senda inn skriflegar fyrirspurnir annaðhvort á heimasíðunni www.norden.org/hallo- norden eða hallo@norden.is eða hringja í síma 511 1808. Barátta fyrir réttindum norrænna borgara Sigurlín Sveinbjarnardóttir Norðurlönd Aðalmarkmið Halló Norðurlanda, segir Sigurlín Sveinbjarnardóttir, er að leiðbeina þeim sem flytja milli Norðurlandanna. Höfundur er formaður Norræna félagsins á Íslandi. Í GREIN sem birtist í Morgunblaðinu sl. laugardag og ber yfir- skriftina „Bara Ísraels- mönnum að kenna?“ snuprar Óli Tynes fréttamaður biskupinn yfir Íslandi fyrir að draga taum Palestínu- manna á blóðvellinum þar ytra. Biskup er fullfær um að svara fyrir sig sjálfur en ég vil víkja nokkrum orðum að orsökum átakanna fyrst Óli setur þær í brennidepil með fyrirsögn greinar sinn- ar. Nauðsynlegt er gera sér grein fyrir orsökunum til þess að átta sig á því af hverju átökin standa. Þá sést, svo ekki verður um villst, hverjum hvað er að kenna. Hvernig svo barist er er allt önnur saga þótt ekki sé hún heldur fögur og enginn mæli aðferðunum bót. Orsakirnar eru þær að gyðingar, fyrst sem einstaklingar, samtök og hryðjuverkamenn, en síðar í nafni Ísraelsríkis, sölsuðu undir sig ættjörð Palestínumanna og hröktu þá í út- legð. Og þeir halda áfram að hrifsa af þeim land og stela af þeim nauðþurft- um, s.s. vatni. Allt sem Palestínumenn hafa gert er afleiðing þessarar svívirðu og veik- burða tilraun til að ná fram rétti sín- um. Aðgerðir Ísraelsmanna hafa hins vegar leynt og ljóst miðast að því að halda fengnum hlut og auka við hann, hvað sem það kostar. Þetta eru orsakirnar. Allt annað eru afleiðingar. Palestínumenn verða ekki sakaðir um að hafa ekki reynt að fara samningaleiðina til að rétta hlut sinn. Um það vitnar áratugalöng bar- átta þeirra eftir dipló- matískum leiðum. Um það vitna fjölmargar ályktanir alþjóðasam- félagins, þar á meðal á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Staðreyndin er hins vegar sú að lýð- ræðisríkið Ísrael hunsar vilja alþjóða- samfélagsins þegar því svo sýnist. Sú staðhæfing að Arafat hafi hafn- að aðgengilegum friðartillögum Bar- aks í samningaviðræðunum í Camp David er ættuð út eldhúsi áróðurs- meistara Ísraelsmanna og einfaldlega röng, enda kölluð Stóralygi af þeim sem gerst til þekkja í alþjóðasam- félaginu. Um þetta hafa vitnað fjöl- margir sem viðstaddir voru, þar á meðal sumir öflugustu stuðnings- menn Ísraela í bandarísku utanríkis- þjónustunni. Rétt er hins vegar að Barak heyktist á síðustu stundu á því að semja um frið í viðræðunum í Taba nokkru síðar, en þá var mjög stutt í land. Friðarfulltrúi Evrópusam- bandsins í Mið-Austurlöndum, spænski diplómatinn Moratinus, hef- ur skrifað langa og ítarlega skýrslu um hvað gerðist þar. Óli Tynes, sá reyndi fréttahaukur, ætti að kynna sér efni þeirrar skýrslu áður en hann staðhæfir að Arafat vilji ekki frið og hafi hleypt þessu síðasta stríði af stað. Um sannleiksást Bush forseta vil ég segja þetta: Hann veit mætavel að báðir aðilar hagræða eigin málstað eins og þeir mest mega. Að halda öðru fram er barnaskapur. Og ef hann tal- aði ekki við aðra en sannsögula yrði trúlega fámennt við kvöldverðarborð- ið. En af hverju er það kallað smygl þegar Palestínumenn verða sér úti um vopn, en viðskipti þegar Ísr- aelsmenn gera það? Ísraelsmenn geta ekki varið með vopnavaldi það misrétti sem þeir hafa beitt Palestínumenn og skapað mis- réttinu hefð. Þeir hafa valdið palest- ínsku þjóðinni ómældum þjáningum sem seint munu fyrnast. Hitt er líka þyngra en tárum taki að með því að viðhalda skefjalausri kúgun á öðru fólki grafa Ísraelar undan eigin tilvist og reisn þegar til lengdar lætur, hætta að greina rétt frá röngu, hrekja frá sér sína bestu syni og dætur og glata trúnaði annarra þjóða. Það eiga gyðingar, hvar sem þeir búa, ekki skilið. Orsök og afleiðing Höfundur er framkvæmdastjóri. Palestína Ísraelsmenn geta ekki varið með vopnavaldi það misrétti, segir Guðbrandur Gíslason, sem þeir hafa beitt Palestínumenn. Guðbrandur Gíslason

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.