Morgunblaðið - 16.04.2002, Síða 25

Morgunblaðið - 16.04.2002, Síða 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2002 25 Kæli- og frystiskápar Eldunartæki Þvottavélar og þurrkarar Uppþvottavélar OD DI HF I1 92 7 ÖRSAGA Jónínu Guðrúnar Ey- steinsdóttur, Ævintýrið um Og, varð hlutskörpust í örsögu- og ljóðasam- keppninni Fernuflug sem Mjólkur- samsalan efndi til í tilefni af evr- ópska tungumálaárinu 2001, í samstarfi við Íslenska málnefnd, menntamálaráðuneytið og Félag móðurmálskennara. Jónína er nem- andi í Tjarnarskóla í Reykjavík. Öllum nemendum á unglingastigi grunnskóla, þ.e. í 8., 9. og 10. bekk, gafst kostur á að taka þátt í keppn- inni og var þátttakendum heimilt að senda inn ótakmarkaðan fjölda ör- sagna og ljóða. 2.–5. verðlaun í keppninni hlutu Edda Andrésdóttir úr Álftamýrar- skóla, Reykjavík, fyrir ljóðið Sund- sprett, Ólafur Andri Guðmundsson úr Smáraskóla í Kópavogi fyrir nafn- laust ljóð, Rannveig Þrastardóttir úr Brekkuskóla, Akureyri, fyrir ljóð Myndir...., og þær Arnbjörg Jóns- dóttir, Guðrún B. Jónsdóttir og Þóra Ingvarsdóttir fyrir örsöguna Kveðjustund Mola litla. Þær eru all- ar úr Brekkuskóla, Akureyri. Sér- staka viðurkenningu fyrir gott heild- arframlag í keppninni hlaut Sunna Örlygsdóttir úr Hagaskóla í Reykja- vík, en hún fær fimm texta birta. Stefnt er að því að efnið birtist á mjólkurfernum fyrirtækisins í árs- byrjun 2003 og verði í notkun í u.þ.b. tvö ár. Efni sem valið er til birtingar mun birtast á samtals 40 milljón ný- mjólkur- og léttmjólkurfernum og mun því hver saga/ljóð birtast á um 600 þúsund fernum. Efni, sem valið er til notkunar á mjólkurfernum, verður birt ásamt nafni höfundar, skóla hans og sveitarfélagi. Alls bárust tæplega 1.200 örsögur og ljóð og valdi dómnefnd 64 texta til birtingar. Verðlaunasaga Jónínu Guðrúnar: Ævintýrið um Og Einu sinni var Og. Og var orðið leitt á tilvist sinni Og langaði ekki lengur að vera til í neinu samhengi Og ákvað að fara að heiman, halda út í heim Og hélt út í heim. Ríkti mikil sorg á Íslandi. Fólk gat ekki lengur verið hraust og hamingjusamt heldur varð að vera hraust eða ham- ingjusamt. Og kom aftur Og bjargaði málunum Og orsakaði mikla uppsveiflu, eftir mikla ótíð Og hlaut miklar þakkir, uppskar mikil laun Og lofaði að fara aldrei aftur Og stóð við orð sín. Morgunblaðið/Golli Guðlaugur Björgvinsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar, og frú Vigdís Finnbogadóttir, formaður dómnefndar og sérstakur verndari keppn- innar, ásamt þeim höfundum sem þóttu skara fram úr. 64 nýjar örsög- ur og ljóð á mjólkurfernur MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd undir yfir- skriftinni „Ófagleg gagnrýni“ vegna umsagnar Ríkarðs Ö. Pálssonar í blaðinu 16. mars sl. um píanótónleika Halldórs Haraldssonar í Salnum í Tónlistarhúsi Kópavogs 12. mars sl.: „Við undirrituð lýsum andúð okkar á ósvífni og rangfærslum í umræddri grein er snertir listamann sem þjón- að hefur íslensku tónlistarlífi af metnaði í 40 ár. Anna Þorgrímsdóttir Gunnar Kvaran Hrefna Unnur Eggertsdóttir Martial Nardeau Ólafur Vignir Albertsson Peter Máté Richard Simm Rögnvaldur Sigurjónsson Svana Víkingsdóttir Valgerður Andrésdóttir Þórhildur Björnsdóttir.“ Athugasemd við tónlistargagnrýni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.