Morgunblaðið - 25.04.2002, Síða 6
FRÉTTIR
6 FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Dagur umhverfisins
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
E
D
D
1
75
63
04
/2
00
1
Á Degi umhverfisins, 25. apríl, kemur út bókin Grænskinna,
safn greina 13 sérfró›ra höfunda um helstu umhverfismál
samtímans. Fjalla› er um afmörku› mál eins og vistkerfi
nor›ur hjara, regn skóga,
hafi›, hnign un landkosta,
loftslags breyt ingar,
samgöngur og áhrif fer›a -
mennsku á umhverfi›.
Bók sem á erindi jafnt til alls
almennings sem sérstaks
áhuga- og kunnáttufólks um
umhverfismál.
LEIÐANDI ungt fólk í forvarnar-
og æskulýðsstarfi beinir því til jafn-
aldra sinna að þeir taki ábyrgð á
eigin lífi í stað þess að missa tökin á
því. Það sé vænlegasta leiðin til ár-
angurs í baráttunni gegn fíkniefna-
neyslu.
Þetta kom fram á ráðstefnu fyrir
ungt fólk, sem haldin var í gær á
Grand hóteli í Reykjavík á vegum
Jafningjafræðslunnar og ECAD,
sem stendur fyrir evrópskar borgir
á móti eiturlyfjum, og voru um 40
þátttakendur frá Íslandi, Kýpur,
Frakklandi, Þýskalandi, Noregi,
Póllandi og Svíþjóð.
Markmið ráðstefnunnar var að fá
fram sjónarmið ungs fólks á fíkni-
efnavandanum og kom þetta 18 til
24 ára fólk í forvarnar- eða æsku-
lýðsstarfi saman til að miðla af
reynslunni, ræða hvernig ungt fólk
getur haft áhrif til að vinna á fíkni-
efnavandanum og hugsa leiðir til að
koma skilaboðum til ungs fólks.
Vigdís Finnbogadóttir, fyrrver-
andi forseti Íslands, setti ráðstefn-
una en hún var verndari hennar. Í
framsöguræðum var m.a. greint frá
reynslusögum úr fíkniefnaheim-
inum, fjallað um niðurstöður rann-
sókna á þessum vettvangi, farið yfir
aðferðir sem hafa reynst vel í bar-
áttunni gegn fíkniefnaneyslu og
talað um áhrif fjölmiðla á lífsstíl
ungs fólks.
Ráðstefnan var haldin í tengslum
við níundu borgarstjóraráðstefnu
Samtaka evrópskra borga gegn
fíkniefnum, sem hefst á Grand hót-
eli í dag. Dóra Guðrún Guðmunds-
dóttir, ráðstefnustjóri og markaðs-
og fræðslufulltrúi hjá Geðrækt,
segir að þegar Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir, borgarstjóri, hafi beðið
Vigdísi Finnbogadóttur um að vera
verndara síðarnefndu ráðstefn-
unnar, hafi Vigdís óskað eftir því að
ungliðaráðstefna um málið yrði
haldin á sama tíma til að virkja
unga fólkið í umræðunni um ungt
fólk.
Að sögn Dóru Guðrúnar Guð-
mundsdóttur eru skilaboð ráðstefn-
unnar þau, að það séu grundvall-
armannréttindi allra að vera lausir
við fíkniefni, ekki aðeins fórn-
arlamba fíkniefna heldur líka allra
hinna, því vandinn, sem fylgi fíkni-
efnum, snerti alla. Þau veiki þjóðfé-
lagið og eftir því sem fleiri ánetjist
fíkiefnavandanum þeim mun færri
nýtir þjóðfélagsþegnar standi til
boða.
Dr. Þórólfur Þórlindson flutti er-
indi sem hann nefndi Ungt fólk og
vímuefnanotkun og benti á að rann-
sóknir sýndu að vinahópurinn
skipti mestu máli og væri lang-
stærsti áhættuhópurinn í tengslum
við fíkniefnaneyslu. Viðhorf ung-
linganna til fíkniefna hefði allt að
segja.
Dóra Guðrún Guðmundsdóttir
tekur í sama streng og segir að
ungt fólk geti haft áhrif á jafnaldra
sína því á unglingsárunum hlusti
ungt fólk mest á jafnaldra sína. Eft-
ir því sem fleira ungt fólk sé með-
vitað um áhættuna sem fylgi fíkni-
efnaneyslu og geri sér grein fyrir
hvað það geti gert til að hjálpa jafn-
öldrum sínum þeim mun auðveld-
ara sé að berjast gegn vandanum.
„Við vitum að unglingar eru miklar
hópsálir og við losnum aldrei við
hópþrýstinginn, en við getum snúið
honum við og látið hann vera já-
kvæðari,“ segir hún og bætir við að
sjálfsstyrking og sjálfsvirðing
skipti miklu máli í þessu sambandi.
„Aðalatriðið er að taka ábyrgð á
eigin lífi í stað þess að missa tökin á
því.“
Ungmennaráðstefna ECAD um fíkniefnamisnotkun
Unglingar taki
ábyrgð á eigin lífi
Morgunblaðið/Golli
Um 40 unglingar frá Íslandi, Kýpur, Frakklandi, Þýskalandi, Noregi,
Póllandi og Svíþjóð sóttu ráðstefnu um fíkniefnavandann í gær.
LÖGREGLAN í Reykjavík hefur
lagt til að breytingar verði gerðar á
eftirliti með óskoðuðum ökutækjum
þannig að það verði skilvirkara og
öflugra. Lagt er til er að lögregla
hætti að sekta þá sem vanrækja að
koma með bíla sína til skoðunar á
réttum tíma. Sektarinnheimtan sé
tímafrek og með því að afleggja hana
megi létta störf lögreglu.
Í Morgunblaðinu í gær kom fram
að á milli 10 og 20.000 bifreiðar eru
að jafnaði óskoðaðar í umferðinni hér
á landi. Sólmundur Már Jónsson,
framkvæmdastjóri rekstrar- og
þjónustusviðs lögreglunnar í
Reykjavík, segir að afskipti lögreglu
af óskoðuðum bílum hafi minnkað
verulega frá árinu 2000. Fyrir því
séu ýmsar ástæður. Lögreglan í
Reykjavík hafi t.a.m. einbeitt sér að
þeim óskoðuðu bifreiðum sem eru í
umferð en t.d. ekki sektað þær sem
standa í bifreiðastæðum. Ástæðan er
m.a. sú að vafi geti leikið á því hvort
óskoðaðar bifreiðar megi standa í
bifreiðastæðum, og hvort lögin séu
aðeins brotin þegar henni er ekið. Þá
hafi embættið einbeitt sér að alvar-
legri umferðarbrotum s.s. ölvunar-
akstri, hraðaakstri og akstri gegn
rauðu ljósi.
Skoðunartími bifreiða fer eftir síð-
asta tölustaf í skráningarnúmeri, þ.e.
bílar með númer sem endar á tölu-
stafnum 6 eiga að fara í skoðun í júní.
Við bætist tveggja mánaða frestur
þannig að skoðun verður að fara
fram í síðasta lagi í september. Öðru
máli gegnir um nýja bíla. Þeir þurfa
fyrst að fara í skoðun á þriðja ári, aft-
ur á því fimmta og árlega eftir það.
Hlutverk lögreglu er að fylgjast
með að bílar séu færðir til skoðunar.
Límdir eru miðar á óskoðaða bíla um
að færa eigi hana til skoðunar innan
7 daga og jafnframt er lögð á 10.000
króna sekt. Ef bifreið er ekki færð til
skoðunar er heimilt að taka skrán-
ingarmerkin af. Sólmundur segir að
þá þurfi lögregla aftur að hafa uppi á
bílnum en slíkt geti útheimt tals-
verða vinnu. Þá gangi sektarinn-
heimta afar illa og mun verr en
vegna annara brota. Greiði menn
ekki sektina fer hún til dómstóla og
þaðan til ríkissaksóknara, fangelsis-
málastofnunar og loks aftur til lög-
reglu til innheimtu. Neiti menn enn
að greiða þarf að fara fram fjárnám í
eignum skuldara með talsverðri fyr-
irhöfn og miklum kostnaði.
„Okkur finnst að vanræksla á að
fara með bifreið í skoðun ætti ekki að
hafa í för með sér lögreglusekt. Hins
vegar ætti að leggja á gjald vegna
vanrækslu. Ýmist gæti lögreglan
lagt á slíkt gjald eða skoðunarfyrir-
tæki innheimt það sjálfkrafa þegar
ökutæki loksins kemur til skoðunar
eftir að frestur er liðinn,“ segir hann.
Fyrir gjaldinu væri hægt að gera
lögtak og taka veð í bílnum en með
þessu myndi innheimta batna veru-
lega. Ef bíllinn yrði ekki færður til
skoðunar á tilskildum tíma þá myndi
gjaldið hækka sjálfkrafa. Ef ökutæki
yrði alls ekki fært til skoðunar fengi
lögregla tilkynningu um það og
myndi, án frekari viðvarana, klippa
skráningarnúmerið af bifreiðinni.
Með þessu móti myndi lögregla ekki
lengur þurfa að innheimta sektir
vegna þessara mála og vinna lögregl-
unnar á götum borgarinnar yrði ein-
faldari, að sögn Sólmundar.
Dómsmálaráðuneytið hefur þess-
ar tillögur nú til skoðunar.
Verði þessar reglur að veruleika
yrði eldra verklag lögreglu tekið upp
að hluta, þ.e. að klippa númerin af
bifreiðum án frekari viðvarana.
Ekki sektað
fyrir að koma
of seint
Tillögur lögreglunnar í Reykja-
vík vegna óskoðaðra bíla
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra
hélt erindi á hádegisverðarfundi í
Haus der Deutschen Wirtschaft í
Berlín í gær, í boði Þýzk-íslenzka
verzlunarráðsins, þýzka iðnaðar- og
verzlunarráðsins DIHK og þýzka iðn-
aðarsambandsins BDI. Í ávarpi sínu á
fundinum sagði Davíð meðal annars
að íslenzk stjórnvöld væru að leggja
sig fram um að bæta viðskiptaum-
hverfið á Íslandi – meðal annars með
skattalækkunum á fyrirtæki og með
því að heimila fyrirtækjum með starf-
semi á Íslandi að færa bókhald sitt í
þeim gjaldeyri sem hentar því bezt –
en markmiðið með þessari viðleitni sé
ekki sízt það, að ýta undir erlendar
fjárfestingar, sem mættu vera meiri.
Í nafni gestgjafa fundarins töluðu
Michael Pfeifer, yfirmaður alþjóða-
deildar DIHK, og Páll Kr. Pálsson,
stjórnarformaður Þýzk-íslenzka
verzlunarráðsins, en viðstaddir voru,
auk fylgdarliðs Davíðs Oddssonar,
fulltrúar ýmissa þýzkra fyrirtækja,
valdir starfsmenn DIHK og BDI, svo
og háttsettir starfsmenn ráðuneyta
þýzku ríkisstjórnarinnar.
Í umræðum að loknu ávarpi for-
sætisráðherra var meðal annars rætt
um ástæður þess að Ísland skuli enn
standa utan Evrópusambandsins
(ESB), afstöðu íslenzku ríkisstjórnar-
innar til stækkunar ESB til austurs,
fyrirhugaða uppbyggingu vetnisiðn-
aðar á Íslandi og þróun fjárfestinga-
skilyrða á Íslandi.
Í svörum Davíðs Oddssonar kom
m.a. fram, að gera megi ráð fyrir að
vissar hömlur verði til frambúðar á
erlendum fjárfestingum í íslenzkum
sjávarútvegi, en á öllum öðrum svið-
um vinni íslenzk stjórnvöld markvisst
að því að lokka að erlent fjármagn og
halda áfram einkavæðingu fyrirtækja
sem enn væru í ríkiseigu. Sagði Davíð
að mikil breyting hefði orðið á al-
mennri afstöðu til einkavæðingar á
síðustu árum; fáir mæltu nú orðið í
móti því að ríkið dragi úr umsvifum
sínum í efnahagslífinu.
Forsætisráðherra á fundi með fulltrúum þýzks viðskiptalífs
Vilja ýta undir er-
lendar fjárfestingar
Berlín. Morgunblaðið.
Morgunblaðið/Auðunn Arnórsson
Michael Pfeifer (t.h.), yfirmaður alþjóðadeildar þýzka iðnaðar- og verzl-
unarráðsins DIHK, situr til borðs með Davíð Oddssyni, en Pfeifer var í
hlutverki gestgjafa á hádegisverðarfundinum í Berlín í gær.