Morgunblaðið - 25.04.2002, Page 10
FRÉTTIR
10 FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Þingmenn óska eftir upplýsingum um endurbætur við Þjóðminjasafnið
Miðað við að endurbótum
ljúki í mars á næsta ári
sama streng og sagði stöðu Þjóð-
minjasafnsins gjörsamlega óviðun-
andi. Þá sagði hún það til mikilla
vansa að kostnaður vegna endurbót-
anna væri kominn upp í tæpar 900
milljónir kr.
Menntamálaráðherra, Tómas Ingi
Olrich, tók hins vegar fram að ekkert
lægi fyrir um það að kostnaðaráætl-
anir vegna endurbóta Þjóðminja-
safnsins hefðu farið úr böndunum.
„Og það er sjálfsagt að upplýsa menn
um það, ef því er að skipta, í skýrslu,“
sagði hann. Síðan tók hann fram að
verið væri að þróa hugmynd að
grunnsýningu í Þjóðminjasafninu og
að endanleg útfærsla á henni lægi
enn ekki fyrir. Hins vegar væri ljóst
að verið væri að vinna að því máli
með eðlilegum hætti. Að lokum sagði
hann að mikilvægt væri að vel yrði að
málum staðið í tengslum við Þjóð-
minjasafnið og að sú sýning sem þar
yrði sett upp yrði öllum til sóma.
Minna máli skipti hins vegar hvenær
nákvæmlega húsið yrði tekið í notk-
un.
framkvæmdum hingað til; þessum
drætti, þessu sleifarlagi og þessari
framúrkeyrslu, auk áætlunar um það
hvernig á að ljúka verkinu.“
Þegar Steingrímur talaði um fram-
úrkeyrslu vísaði hann til frétta um
það að kostnaður við endurbæturnar
hefði aukist frá því sem upphaflega
hafði verið gert ráð fyrir. Síðan sagði
hann: „Það er til vansa að hafa Þjóð-
minjasafnið lokað árum saman-
…nema það sé sérstakt aðalsmerki
ráðherra Sjálfstæðisflokksins að
þannig sé.“ Sigríður Jóhannesdóttir,
þingmaður Samfylkingarinnar, tók í
tárum tæki að Íslendingar þyrftu að
horfast í augu við það að Þjóðminja-
safn Íslands skyldi vera lokað fimmta
sumarið í röð.
„Sumarið 1998 var sýningum
safnsins lokað og gerð var verk- og
tímaáætlun um endurbætur húsnæð-
isins sem síðan hefur verið til endur-
skoðunar oftar en einu sinni,“ sagði
Kolbrún og benti jafnframt á að áætl-
að væri að um ein og hálf milljón
ferðamanna hefði átt leið um Reykja-
vík á þeim árum sem safnið hefði ver-
ið lokað. Skelfilegt væri til þess að
vita að safn, sem ætti að geyma minj-
ar um menningu okkar frá miðöldum,
skyldi vera lokað svo lengi.
Fleiri þingmenn tóku undir þessa
gagnrýni Kolbrúnar og sagði Stein-
grímur J. Sigfússon, formaður VG, að
húsnæðið væri tæplega fokhelt þrátt
fyrir að endurbætur hefðu staðið yfir
í fjögur til fimm ár. „Ég vil segja að
það er að mínu mati algjörlega óhjá-
kvæmilegt að það verði tekin saman
skýrsla um stöðu þessa máls og að
Alþingi fái í haust úttekt á þessum
TÓMAS Ingi Olrich menntamálaráð-
herra upplýsti í fyrirspurnartíma á
Alþingi í gær að miðað væri við að
endurbótum á húsnæði Þjóðminja-
safns Íslands við Suðurgötu í Reykja-
vík verði lokið í mars 2003. „Eftir
stendur þá endanlegur frágangur á
lóð hússins og uppsetning sýningar-
innar í húsinu. Unnið er að útfærslu á
uppsetningu sýningarinnar en ekki
liggur fyrir á þessari stundu hvenær
því verki lýkur. Þá er verkefnið í
heild sinni að sjálfsögðu háð því að
Alþingi veiti til þess nægjanlegum
fjárveitingum til að unnt verði að
ljúka því endanlega. Samkvæmt
framansögðu liggur því ekki fyrir
endanleg dagsetning um opnun húss-
ins,“ sagði menntamálaráðherra við
fyrirspurn Kolbrúnar Halldórsdótt-
ur, þingmanns Vinstrihreyfingarinn-
ar – græns framboðs.
Kolbrún benti á að menningar-
málastofnun Sameinuðu þjóðanna
hefði tekið ákvörðun um það að árið
2002 yrði helgað varðveislu menning-
arverðmæta og því væri þyngra en
GUÐRÚN Ögmundsdóttir, þing-
maður Samfylkingarinnar, er
fyrsti flutningsmaður tillögu til
þingsályktunar um unglinga-
móttöku og getnaðarvarnir. Meg-
inefni tillögunnar er að Alþingi
álykti að fela heilbrigðisráðherra
að hefja viðræður við heilsugæsl-
una í Reykjavík um opnun ung-
lingamóttöku, t.d. við eina af
stöðvum hennar. Jafnframt feli
ráðherra landlækni að koma á fót
tilraunaverkefni innan heilsu-
gæslunnar með ókeypis eða ódýr-
ar getnaðarvarnir fyrir fólk á
aldrinum fimmtán ára til tvítugs.
Meðflutningsmenn Guðrúnar eru
níu þingmenn úr öllum flokkum
nema Vinstri hreyfingunni
-grænu framboði.
Heilbrigðis- og trygginganefnd
Alþingis hefur fjallað um tillögu
Guðrúnar og segir nefndin í áliti
sínu að hún taki undir efnisatriði
hennar sem og þau sjónarmið
sem fram koma í greinargerð
með henni. Nefndin telur þó eðli-
legt að tillagan verði skoðuð sam-
hliða sambærilegum tillögum og
leggur til að henni verði vísað til
ríkisstjórnarinnar.
Í greinargerð tillögunnar segir
að mikil umræða hafi verið á
undanförnum árum um stöðu
ungs fólks í samfélaginu, ábyrgð
þess og hlutverk. „Afar mik-
ilvægt er að bregðast við þörfinni
fyrir sérstaka móttöku fyrir ungt
fólk, þar sem það getur rætt sín
mál við fagaðila á eigin for-
sendum en ekki á forsendum
hinna fullorðnu. Þegar hefur ver-
ið stofnað til unglingamóttöku á
Akureyri og í Hafnarfirði. Slík
þjónusta er mikilvæg bæði í kyn-
fræðslumálum og sértækum
vandamálum ungmenna sem upp
geta komið.“
Þá segir í greinargerðinni að
flutningsmenn tillögunnar telji
mikilvægt að gera fræðslu og
ráðgjöf um getnaðarvarnir að-
gengilegri fyrir ungt fólk enda sé
það í samræmi við nýsamþykkta
heilbrigðisáætlun til ársins 2010.
Ungt fólk fái
ódýrari getn-
aðarvarnir
TÓMAS Ingi Olrich menntamálaráð-
herra sagði á Alþingi í gær að
menntamálaráðuneytið myndi ekki
fallast á annað en að Hafnarfjarðar-
bær sæi Kvikmyndasafni Íslands fyr-
ir húsnæði undir starfsemi þess. Eins
og fram hefur komið í fjölmiðlum hef-
ur bæjarstjórn Hafnarfjarðar ákveð-
ið að rífa öll hús á norðurbakka hafn-
arinnar í Hafnarfirði en þar hefur
Kvikmyndasafn Íslands aðstöðu.
„Ráðuneytið mun ekki geta fallist á
annað en að Hafnarfjarðarbær sjái
safninu fyrir húsnæði undir starf-
semina og greiði fyrir þær endurbæt-
ur þannig að húsakynni Kvikmynda-
safnsins verði sambærileg við safnið
eins og það er nú,“ sagði ráðherra.
Rannveig Guðmundsdóttir, þing-
maður Samfylkingarinnar, vakti at-
hygli á þessu máli í fyrirspurnartíma
á Alþingi í gær og spurðist fyrir um
áform menntamálaráðherra varð-
andi húsnæði undir Kvikmyndasafn
Íslands í ljósi þess að til stæði að rífa
það húsnæði sem safnið væri nú í.
„Fyrir þremur árum tók Kvik-
myndasafnið húsnæði á leigu í Hafn-
arfirði,“ sagði Rannveig og benti á að
samkvæmt samningi við Hafnar-
fjarðarbæ hefði húsaleigusamning-
urinn verið óuppsegjanlegur til
fimmtán ára.
„Húsnæðið hefur að mörgu leyti
virst ákjósanlegt og jafnvel betra en
húsnæði sem mörg önnur söfn geta
státað af m.a. vegna gömlu frystiklef-
anna í frystihúsinu en þeir eru mjög
góðir geymslustaðir fyrir gamlar
filmur. Nú ber svo við að bæjarstjórn
Hafnarfjarðar hefur ákveðið að fara
út í byggingar á hafnarsvæðinu þar
sem safnið er til húsa og þar með
verða öll húsakynni á norðurbakkan-
um þar sem safnið er rifin. Þetta er
mjög bagalegt þar sem safnið hefur
eytt tugum milljóna við að koma sér
upp sértækum geymslum. Safnið
heyrir undir menntamálaráðuneytið
sem sér um að greiða rekstrarkostn-
að, reyndar hefur starfsmönnum ver-
ið fækkað úr þremur í tvo, en gert er
ráð fyrir að safnið verið að flytja í júní
eða júlí,“ sagði Rannveig m.a.
Tómas Ingi Olrich menntamála-
ráðherra sagði m.a. að sér fyndist
ástæða til að harma þá stöðu sem nú
væri komin upp varðandi Kvik-
myndasafn Íslands. Minnti hann á að
í gildi væri samningur við Hafnar-
fjarðarbæ um flutning Kvikmynda-
safns Íslands til Hafnarfjarðarbæjar
sem skv. samningnum leggi safninu
til ókeypis húsnæði við Strandgötu í
Hafnarfirði í allt að fimmtán ár en
eigi skemur en í tíu ár.
„Þegar litið er á þennan samning í
heild er ljóst að hann lýsir sameig-
inlegum vilja og lítur á það sem sam-
eiginlegt verkefni að hlúa að safninu í
Hafnarfirði. Það er því fullkomlega
eðlilegt að rætt sé við Hafnarfjarð-
arbæ hvernig þeim anda samnings-
ins verður framfylgt; það eru viðræð-
ur sem eiga að fara fram milli ríkisins
og Hafnafjarðarbæjar og í því skyni
hefur verið skipaður vinnuhópur í
ráðuneytinu sem hefur verið falið að
ræða við forsvarsmenn Hafnarfjarð-
arbæjar. Á þessu stigi málsins og í
anda þessa samkomulags eru engin
efni til þess að ætla annað en að nið-
urstaða fáist í því máli,“ sagði ráð-
herra.
Húsnæði Kvikmyndasafns Íslands til umræðu á Alþingi
Hafnarfjarðarbær finni annað
húsnæði undir starfseminaHEILBRIGÐIS- og trygginganefndAlþingis tekur undir efnisatriðiþingsályktunartillögu Katrínar
Fjeldsted, þingmanns Sjálfstæð-
isflokksins, um átraskanir. Meg-
inefni tillögunnar er að Alþingi
álykti að fela heilbrigðisráðherra
að sjá til þess að þverfagleg þjón-
usta þeirra sem hafa sérþekkingu
á átröskunum verði sameinuð
þannig að bjóða megi sérhæfða
meðferð fyrir átröskunarsjúklinga
á öllum aldri. Auk Katrínar standa
fjórtán þingmenn úr öllum þing-
flokkum Alþingis að tillögunni.
Heilbrigðis- og trygginganefnd
hefur nú fjallað um tillöguna og
segist taka undir efnisatriði henn-
ar sem og þau sjónarmið sem fram
komi í greinargerð með henni.
Telur nefndin eðlilegt að efni til-
lögunnar verði skoðað samhliða
öðrum tillögum um sambærileg
málefni og leggur til að henni
verði vísað til ríkisstjórnarinnar.
Tekið vel í
tillögu um
átraskanir
HALLDÓR Blöndal, forseti Alþing-
is, tók í gær við stærðarinnar mynd
að gjöf sem krakkarnir í leikskól-
anum Sæborg í vesturbæ Reykja-
víkur sameinuðust um að teikna af
Alþingishúsinu.
Halldór sagði við Morgunblaðið
að það hefði verið virkilega
skemmtilegt að fá þessi mynd-
arlegu börn í heimsókn. Sagðist
hann vera sannfærður um að í þeim
byggi listamaður, myndin væri fal-
leg og þar væri engu gleymt af út-
liti þinghússins. Halldór sagði að
myndinni yrði komið fyrir á viðeig-
andi stað og sýndur fullur sómi.
Að sögn Soffíu Þorsteinsdóttur,
leikskólastjóra á Sæborg, er teikn-
ingin afrakstur samvinnuverkefnis
leikskólanna í vesturbænum,
„Vesturbærinn okkar“. Lokaverk-
efni krakkanna á Sæborg var að
teikna Alþingishúsið. Þess má geta
að sýningar á verkum leikskóla-
barna í vesturbæ hefjast á morgun
og standa yfir næstu tvær vikur.
Krakkarnir
í Sæborg
gáfu mynd
af Alþingi
Morgunblaðið/Ásdís
Halldór Blöndal, forseti Alþingis, ásamt fulltrúum barna á leikskólanum Sæborg. F.v: Teitur Helgi Skúlason,
Elín Arna Kristjánsdóttir, Ragnheiður Davíðsdóttir, Anton Emil Albertsson og Sigmundur Páll Freysteinsson.
NÆSTI þingfundur Alþingis
verður á föstudaginn og hefst
kl. tíu. Á dagskrá verða ýmis
mál sem tekin verða til annarr-
ar umræðu. Ekki liggur ljóst
fyrir, þegar þetta er skrifað,
hvenær þingfrestun verður en
samkvæmt starfsáætlun þings-
ins hefði hún átt að vera í gær.
Þingfundur
Alþingis