Morgunblaðið - 25.04.2002, Síða 12

Morgunblaðið - 25.04.2002, Síða 12
FRÉTTIR 12 FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÓLÍK viðhorf innan sömu atvinnu- greina komu skýrt fram á málþingi sem haldið var nýlega á Hótel Geysi þegar ræddir voru kostir og gallar þjóðvega á hálendinu. Einkum skiptast menn í tvö horn innan ferða- þjónustunnar, líkt og hagfræðingur Samtaka ferðaþjónustunnar benti á, að greinin væri í raun kleyfhuga í af- stöðu sinni til málsins. Frumkvöðull að stofnun áhuga- hóps um þjóðvegi á miðhálendinu, Guðmundur Þorsteinsson kennari, setti málþingið og greindi frá aðdrag- anda að stofnun hópsins, sem stóð að málþinginu. Hann mætti m.a. rekja til nýlegrar samgönguáætlunar fyrir ár- in 2003–2014 en þar er lagt til að byggja upp fjóra hálendisvegi; um Kaldadal og Fjallabaksleið nyrðri, yf- ir Kjöl og Sprengisand. „Skipulagt kaos“ á hálendinu Að loknu ávarpi Sturlu Böðvars- sonar, samgönguráðherra, sem greint var frá í blaðinu sl. sunnudag, var komið að fyrsta ræðumanni, Ein- ari Ragnarssyni, dósent í tannlækna- deild við Háskóla Íslands og hesta- manni með meiru. Hann tók strax fram að hann væri í grundvallaratrið- um andvígur vegagerð um hálendið, enda bar erindi hans yfirskriftina „Skipulagt kaos“. Hann rakti stöðu nokkurra hálendisvega og sagði að í raun væri miðhálendið allt meira og minna fært ökutækjum. Einar sagði að við gætum ekki endalaust „nauðg- að landinu“ og tók þar dæmi um Landmannalaugar. Hefði hann frekar viljað sjá „Bláalónshugmynd“ rísa þar en einhverja „ljóta kamra.“ Einar tók einnig upp hanskann fyrir hesta- menn. Sagði að þeir væru ekki óábyrgari en aðrir þegnar þessa lands í umgengni sinni við hálendið. Trausti Valsson, prófessor í skipu- lagsfræði við Háskóla Íslands, fagn- aði þeirri umræðu sem væri komin af stað um skipulagsmál á hálendinu, sitt hjartans áhugamál alveg frá því að hann hreyfði fyrst við hugmyndum um hálendisvegi fyrir rúmum 20 ár- um. Trausti taldi kosti hálendisvega ótvíræða og leggja þyrfti að sínu mati áherslu á uppbyggingu Sprengi- sandsleiðar, með vegtengingu við Austfirði. Sem helstu kosti hálendis- vega nefndi Trausti styttingu vega- lengda milli landshluta, minni um- hverfisáhrif, fækkun slysa, styrkingu byggðarlaga og lægra vöruverð. Besta framlag stjórnvalda til byggðamála Sveinn A. Sæland, oddviti Biskups- tungnahrepps, og Sveinn Sigur- björnsson, eigandi Tanna Travel á Eskifirði, voru sérlegir talsmenn Sunnlendinga og Austfirðinga um byggðatengingu á málþinginu og mæltu báðir með því að hálendisvegir yrðu byggðir upp. Sveinn oddviti sagði jákvæð áhrif hálendisvega fyrir Sunnlendinga vera augljós og tók hann þar að öllu leyti undir orð Trausta skipulagsfræðings. Sveinn sagði Biskupstungnamenn skiljan- lega líta frekar til uppbyggingar Kjal- vegar en Sprengisandsleið væri einn- ig afar mikilvæg. Minnti hann á að ferðaþjónusta væri stærsta einstaka atvinnugreinin í hreppnum og skap- aði árlega 80 störf. Hvatti hann stjórnvöld til að huga sem fyrst að frekari vegagerð um hálendið, það væri besta framlag þeirra til byggða- mála. Sveinn Sigurbjörnsson sagði að vegtenging við Sprengisandsleið væri afar mikilvæg fyrir ferðaþjónustu á Austurlandi og atvinnu- og mannlíf almennt. Ævintýraheimur hve lengi? Næst tóku til máls talsmenn ferða- þjónustunnar, þeir Einar Bollason hjá Íshestum og Garðar Vilhjálmsson hjá Íslenskum ævintýraferðum. Sjón- armið þeirra voru að nokkru leyti ólík, Einar sagðist ekki vera eldheitur stuðningsmaður hálendisvega, enda í hópi eigingjarnra hestamanna sem vildu hafa hálendið útaf fyrir sig. Þeir neituðu þó ekki framþróun og sagðist Einar fagna umræðu um þessi mál. Hann sagði að umhverfisspjöll af auk- inni vegagerð yrðu augljós, ekki síst sjónræn, ólýsanleg þögnin á hálend- inu yrði rofin með aukinni umferð ökutækja og álag myndi aukast á við- kvæmum stöðum á borð við Land- mannalaugar. Hann sagði jákvæð áhrif vissulega liggja fyrir, eins og þau að hálendisvegir myndu opna leið inn í ævintýraheim. Spurningin væri hins vegar hversu lengi hálendið yrði ævintýraheimur þegar búið væri að auðvelda aðgengi þangað. Garðar Vilhjálmsson tók fram að hann væri ekki sérlega fylgjandi mik- illi vegagerð á hálendinu en viður- kenndi um leið að vera ábyrgur fyrir einni stærstu einkaframkvæmd á því sviði. Hann sagðist vilja tryggja að- gengi að ferðamannastöðum með „hafnaraðstöðu“ og líkti þessu við hafnir landsins sem byggðar væru upp fyrir almannafé. Kom Garðar fram með hugmynd að ferðamanna- leið sem hann vildi kalla „demants- hring“, þ.e. dagsferð úr Reykjavík um Gullfoss og Geysi, þaðan upp á Lang- jökul og til baka um Borgarfjörð. Guðmundur Arnaldsson, fram- kvæmdastjóri Landvara, félags ís- lenskra vöruflytjenda, sagðist ekki sjá að vöruflutningar yrðu hagkvæm- ir um hálendið, betra væri að leggja áherslu á styttingu vega í byggð og auka þar umferðaröryggið með tvö- földun brúa á þjóðvegunum og bæta við akgreinum upp heiðar og lengri brekkur. Eyða þarf „svörtum blettum“ á þjóðvegi eitt Örn Ingvarsson, þróunarstjóri Út- gerðarfélags Akureyringa, greindi frá mikilvægi góðra samgangna á landi fyrir fyrirtækið vegna fiskflutn- inga landshorna á milli og sagði hann hálendisvegi hafa þar mikla þýðingu. Hagkvæmni í úrvinnslu sjávarafurða myndi aukast og möguleikar gefast á frekari sérhæfingu. Agnar Olsen, framkvæmdastjóri hjá Landsvirkjun, kynnti þá vegagerð sem fyrirtækið hefði þurft að ráðast í á hálendinu vegna virkjanafram- kvæmda í gegnum tíðina. Hann sagði að alls væri um 980 km langa veg- arkafla að ræða, þar af væru um 100 km með bundnu slitlagi. Agnar tók undir með Sveini Sigurbjörnssyni að vinna ætti að vegtengingu við Austur- land af Sprengisandsleið, enda væri sú leið álitlegri en Kjalvegur út frá virkjanasjónarmiðum. Óli H. Þórðarson, framkvæmda- stjóri Umferðarráðs, sagði að það væri spurning hvort milljarðafram- kvæmdir á hálendinu væru réttlæt- anlegar á meðan umferðaröryggismál á vegum í byggð væru í jafnslæmu horfi. Sagðist Óli ekki ætíð vera sam- mála forgangsröðun stjórnmála- manna, eyða þyrfti mörgum „svörtum blettum“ á þjóðvegi eitt. Enn væru einbreiðar brýr t.d. of margar. Óli sagði kosti hálendisvega vissulega vera til staðar, þeir gætu t.d. minnkað álagið á þjóðvegi eitt og stytt vega- lengdir. Ef byggja ætti upp hálend- isvegi þyrfti að huga vel að lausa- göngu búfjár og einnig þyrfti að tryggja gott farsímasamband á há- lendinu. Helgi Hallgrímsson vegamálastjóri sagði almenna samstöðu vera um að á hálendinu væru miklar auðlindir. Hann sagði það sitt mat að aðgengi að hálendinu ætti að vera gott án þess að leggja þar vegi þvers og kruss. Þetta væri spurning um að marka ákveðna stefnu, sem þegar hefði verið gert í samgönguáætluninni. „Þjóðin þarf að eignast hlutdeild í hálendinu og um það þarf að nást sátt. Þjóðin þarf að þekkja hálendið, það á ekki bara að vera fögur fjallasýn úr höfuðborginni eða á landslagsmynd- um. Hálendið á að vera hluti af dag- legu lífi fólks,“ sagði Helgi m.a. Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, for- maður Landverndar, sagði að fara þyrfti með gát í mannvirkjagerð á há- lendinu. Hún sagði hættu á að sér- stöðu Íslands yrði spillt í alþjóðlegu samhengi. Mikilvægt væri að koma sér saman um áherslur í lagningu vega um hálendið. Tryggja þyrfti sem minnst rask á umhverfinu og halda öllum framkvæmdum í lágmarki. „Velkomin á hálendi Íslands“ Að erindum loknum fóru fram pall- borðsumræður og greint var frá þeim að nokkru leyti í blaðinu sl. sunnudag. Til viðbótar má nefna að í máli Þor- leifs Þórs Jónssonar, hagfræðings Samtaka ferðaþjónustunnar, kom fram að atvinnugreinin væri í raun kleyfhuga í afstöðu sinni til málsins vegna ólíkra hagsmuna. Menn ætluðu sér bæði að koma sem flestum ferða- mönnum að hálendinu og sem víðast, og halda um leið í óspillta náttúru sem aðalsöluvöru. Benti Þorleifur Þór mönnum á að afmarka þyrfti hálendið skilmerkilega, þannig að ferðamönn- um væri t.d. gefið til kynna með sér- stöku skilti eða hliði þar sem stæði „Velkomin á hálendi Íslands“. Steingrímur Ingvarsson, umdæm- isstjóri Vegagerðarinnar á Suður- landi, tók vel í þessa hugmynd Þor- leifs Þórs um skiltin og/eða hliðin. Meginmálið í sínum huga væri að tryggja aðgengi að náttúruperlum þjóðarinnar með skipulögðum hætti. Hann sagði hálendisvegi aldrei verða neinar lúxusbrautir en fyrr eða síðar yrði gerð krafa um góða vegi yfir Kjöl og Sprengisand. Alls ekki hraðbraut Eftir að hafa hlýtt á erindin, og þau ólíku sjónarmið sem þar komu fram, má velta því fyrir sér hvort ekki sé vænlegast í orðsins fyllstu merkingu að fara meðalveginn í þessum efnum. Að leggja þannig vegi um hálendið að hagsmunir ólíkra aðila mætist á miðri leið. Taka sem mest tillit til náttúru- verndar með sem minnstu landraski við vegagerðina en ekki að leggja „hraðbraut“ um hálendið, líkt og Guð- mundur Þorsteinsson, stofnandi áhugahópsins, ítrekaði margoft á fundinum að hópurinn væri alls ekki að leggja til með vinnu sinni. Ólík viðhorf til hálendisvega komu glöggt í ljós á málþingi um þá vegagerð Ferðaþjónustan kleyf- huga í afstöðu sinni Morgunblaðið/Björn Jóhann Einar Ragnarsson í ræðustól á málþinginu og á hann hlýða Sturla Böðvarsson samgönguráðherra ásamt Hjálm- ari Árnasyni þingmanni og Ásborgu Arnþórsdóttur ferðamálafulltrúa, sem voru fundarstjórar.                           „Við getum ekki enda- laust nauðgað landinu“ og „hálendið á að vera hluti af daglegu lífi fólks“ voru meðal ólíkra sjónarmiða sem Björn Jóhann Björnsson heyrði á fjölsóttu mál- þingi á Hótel Geysi í Haukadal um vegagerð um hálendið. bjb@mbl.is  ÁSTÞÓR Gíslason varði doktorsritgerð í sjávarlíffræði við líffræðideild Há- skólans í Ósló 12. apríl síðastliðinn. Ritgerðin ber heitið „Ecology of zooplankton in Icelandic waters with special re- ference to Calanus finmarchicus“ (Vistfræði dýrasvifs við Ísland með sérstakri áherslu á rauðátu). And- mælendur í doktorsvörn Ástþórs voru Hein Rune Skjoldal prófessor við Háskólann í Björgvin, Benny W. Hansen prófessor við Hróars- kelduháskóla og dr. Stein Fredrik- sen dósent við Háskólann í Ósló. Ritgerðin fjallar um vistfræði dýrasvifs umhverfis Ísland. Landið liggur á mörkum hlýrra og kaldra hafstrauma og má skipta íslenska hafsvæðinu í þrennt á grundvelli ólíkra sjógerða sem þar er að finna. Sunnan og vestan landsins ríkir hlýr Atlantssjór, yfir landgrunninu norð- ur af landinu er sjórinn að öllu jöfnu blanda af Atlantssjó og svalsjó, en utan landgrunnsins norður og norð- austur af landinu og á landgrunninu fyrir austan eru áhrif svalsjávar mest. Í ritgerðinni er fjallað um út- breiðslu, árstíðabundnar breytingar og lífsferla ríkjandi átutegunda á þessum ólíku svæðum. Sérstök áhersla er lögð á rauðátu, en hún er meðal algengustu svifdýra við landið og mikilvægur þáttur í fæðu fisklirfa og seiða og uppsjávarfiska á síðari aldursskeiðum. Ástþór lauk stúdentsprófi frá nátt- úrufræðibraut Menntaskólans í Reykjavík árið 1971. Hann lauk cand. mag.-prófi í líffræði frá Há- skólanum í Ósló árið 1978, kennslu- réttindanámi frá Háskóla Íslands ár- ið 1984 og cand. scient.-prófi í sjávarlíffræði frá Háskólanum í Ósló árið 1987. Á árunum 1979-85 og 1987- 89 starfaði Ástþór við kennslu í Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti, en frá árinu 1989 hefur hann starfað sem sérfræðingur á sviði dýrasvifsrann- sókna á Hafrannsóknastofnuninni. Ástþór er fæddur 11. október 1951, sonur Gísla J. Ástþórssonar ritstjóra og Guðnýjar Sigurgísla- dóttur framhaldsskólakennara. Eig- inkona hans er Erla Gunnarsdóttir skólastjóri og eiga þau þrjú börn. Doktor í sjávarlíf- fræði Ástþór Gíslason BÆJARMÁLAFÉLAG Seltjarnar- ness hélt opið prófkjör í nóvember 2001. Prófkjörið var bindandi fyrir þrjú efstu sæti listans. Framboðslista Neslistans vegna bæjarstjórnarkosn- inganna 2002 skipa eftirfarandi ein- staklingar: 1. Guðrún Helga Brynleifsdóttir, lögfræðingur og hagfræðingur, 2. Sunneva Hafsteinsdóttir, fram- kvæmdastjóri, 3. Árni Einarsson, uppeldis- og menntunarfræðingur, 4. Stefán Bergmann, líffræðingur og dósent við KHÍ, 5. Nökkvi Gunnars- son, skrifstofumaður, 6. Þorvaldur Árnason, verkfræðingur, 7. Ingibjörg S. Benediktsdóttir, tannlæknir, 8. Edda Kjartansdóttir, deildarstjóri tölvu og upplýsingamála í Vesturbæj- arskóla, 9. Jens Andrésson, formaður SFR, 10. Margrét Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur, 11. Kristján E. Einarsson, aðflugshönnuður, 12. Unnur Ágústsdóttir, fv. kennari, 13. Kristín Halldórsdóttir, framkvæmda- stjóri og 14. Högni Óskarsson, geð- læknir. Bæjarmálafélag Seltjarnarness var stofnað 1990 og þetta er í fjórða sinn sem félagið býður fram Neslist- ann. Neslistinn á nú tvo bæjarfulltrúa í bæjarstjórn Seltjarnarness. Vefset- ur Neslistans er: www.seltjarnar- nes.is/xn, segir í fréttatilkynningu. Neslistinn á Seltjarnarnesi ♦ ♦ ♦
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.