Morgunblaðið - 25.04.2002, Síða 14

Morgunblaðið - 25.04.2002, Síða 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ YFIR tvö hundruð börn hefja upp rausn sína í sam- komusal Skóla Ísaks Jóns- sonar í viku hverri. Þau byrja reyndar hvern dag á því að syngja í 20 mínútur, hver bekkur í sinni stofu. Þessari hefð í Ísaksskóla hefur verið haldið í heiðri frá stofnun hans, árið 1926, en í ár fagn- ar skólinn 75 ára afmæli sínu. Ísak Jónsson stofnaði skól- ann og í ár eru 248 börn á aldrinum 5–8 ára þar við nám. Við skólann starfa 25 manns. „Einkunnarorð skólans eru: Starf, háttvísi, þroski, hamingja,“ segir Edda Huld Sigurðardóttir skólastjóri. „Og hér er sungið út í eitt.“ Skólinn er sjálfseignar- stofnun og rekinn með skóla- gjöldum sem foreldrar greiða og styrk frá Reykjavíkurborg og nágrannasveitarfélögum. Ísak Jónsson var frum- kvöðull á sviði uppeldis og menntunar yngri barna á Ís- landi og fyrsti æfingakennari í yngri barna kennslu við Kennaraskólann. Hann hafði mikinn áhuga á starfi með börnum á leikskólaaldri og byrja börnin mörg hver 5 ára gömul í Ísaksskóla. Það er mikið sungið í skól- anum og innan veggja er að finna ógrynni listaverka eftir börnin. Í viku hverri læra börnin nýjar vísur og sönglög og því má ætla að vel sé safnað í söngsarpinn á hverjum vetri. „Við leggjum mikið upp úr því að börnin læri lögin og textana og skilji um hvað þeir fjalla. Það eykur orða- forða og þjálfar tóneyrað,“ segir Edda Huld. „Hér er sungið út í eitt. Börnin syngja líka við vinnu sína, þannig að lögin festast í minninu. Nemendur skólans geyma þessi lög hjá sér og muna þau mörg hver alla ævi.“ Áður en viðbygging skól- ans í Bólstaðarhlíðinni var tekin í notkun komu nemend- ur saman á göngum skólans og sungu saman. „Söngurinn gefur börnunum heilmikið. Svo hafa foreldrar líka komið og hlustað á sönginn og það er gaman að nefna að tveir feður koma á hverjum föstu- degi og hlýða á söng barnanna.“ Opið hús í tilefni afmælisins Í gær var opið hús í Skóla Ísaks Jónssonar. Var þar margt gesta, m.a. var fræðsluyfirvöldum borgar- innar og fyrrum starfsmönn- um skólans boðið að koma og kynna sér starfsemina og fagna afmælinu ásamt nem- endum og starfsfólki skólans. Börnin léku leikrit og á hljóð- færi fyrir viðstadda en Edda Huld segir áherslu m.a. lagða á að börnin þjálfist í að koma fram, leika, syngja og spila á hljóðfæri. „Í lok söngstunda á sal sýnir hver og einn bekk- ur atriði.“ Í tónmenntinni fær söngurinn auðvitað líka að njóta sín svo og allra handa ásláttarhljóðfæri og flautur. Það þarf vart að taka fram að söngurinn ómaði um Skóla Ísaks Jónssonar á opnu húsi og voru meðal annars sungin lög við texta Herdísar Egils- dóttur, sem var kennari við skólann til margra ára. Þá var gestum boðið að fylgjast með kennslu barnanna, sem kynntu sig kurteisislega, lásu sögur eða sýndu gestunum stolt mynd- ir, margar hverjar tengdar verkum Halldórs Laxness á einhvern hátt. „Starfið hefur að jafnaði verið farsælt og einhugur ríkt meðal starfsmanna,“ segir Edda Huld. „Aðsókn að skólanum er góð og komast t.d. færri að í 5 ára bekk en vilja. Skólinn mælir með sér sjálfur, ef ekki væri unnið hér gott starf kæmi enginn með barnið sitt hingað. Kennarar skólans hafa aldrei verið yfirborgaðir heldur ætíð notið sömu kjara og aðr- ir kenarar í grunnskólum Reykjavíkur. Hefur skólan- um þó haldist vel á starfs- fólki, þótt auðvitað eigi sér stað ákveðin endurnýjun. Við viljum að nýir kennarar við skólann tileinki sér að sem við höfum verið að gera en komi jafnframt inn með ferska strauma.“ Morgunblaðið/Sverrir Börnin syngja og Edda Huld Sigurðardóttir skólastjóri tekur undir. Afmælisgestir heimsóttu börnin í kennslustofurnar þar sem ýmist var verið að lesa, skrifa eða reikna. Edda Huld Sigurðardóttir skólastjóri ásamt Ragnari Borg, Sigrúnu Magnúsdóttur, Thomasi Möller og Árna Pétri. Söngurinn samtvinnaður skólastarfinu Hlíðar Opið hús í tilefni 75 ára afmælis Skóla Ísaks Jónssonar „SIGLINGAAÐSTAÐA er inni á núgildandi aðalskipu- lagi en í tillögum að nýju skipulagi sem nú er í auglýs- ingu, er hún farin út og í stað- inn kominn golfvöllur,“ segir Lárus Einarsson, formaður Smábátafélags Mosfellsbæj- ar. Félagið var stofnað á þriðjudagskvöld og eru stofn- félagar tæplega 80. „Það er mikill áhugi í bænum og það sýnir sig í fjölda félaga Smá- bátafélagsins.“ Lárus segir að félagið muni beita sér fyrir því að siglinga- aðstaða verði áfram á skipu- lagi. „Við sjáum fyrir okkur að á Blikastaðanesi komi smábátahöfn með tveim flot- bryggjum, aðstöðu fyrir um 20 báta og aðstöðu til að koma niður bátum.“ Þá vill félagið vekja athygli á því að ekkert aðgengi sé að strandlengj- unni í Mosfellsbæ og á nýjum skipulagstillögum sé göngu- stígum fækkað frá gildandi skipulagi. „Ég held að Mosfellsbær sé eina bæjarfélagið á land- inu þar sem ekki er hægt að komast auðveldlega niður að sjó nema gangandi, það er hvergi vegur niður að sjón- um.“ Lárus segir að félagið muni gera formlegar athugasemd- ir við tillögur að aðalskipulagi sem nú eru í auglýsingu. Morgunblaðið/Kristinn Magnús Guðmundsson var meðal þeirra sem tóku til máls við stofnun Smábátafélags Mosfellsbæjar. Vilja siglingaaðstöðu á Blikastaðanesi Mosfellsbær Stofnfundur Smábátafélags UM BORGINA og nágranna- sveitarfélög verður víða boðið upp á líflega dagskrá í tilefni sumardagsins fyrsta. Í Hafnarfirði hefst dag- skráin á skrúðgöngu frá Hraunbyrgi kl. 10 sem lýkur með skátamessu í Hafn- arfjarðarkirkju. Þá hefst víðavangshlaup á Víði- staðatúni kl. 13 og verður hlaupið um Víðistaðasvæð- ið. Dagskrá sumardagsins fyrsta í Kópavogi hefst á skátamessu í Kópavogs- kirkju kl. 11. Gengið verður í Skrúðgöngu frá Digra- neskirkju kl. 13:30 að Íþróttahúsinu í Smáranum. Skemmtun hefst síðan í Íþróttahúsinu í Smáranum kl. 14. Skátafélagið Vífill í Garðabæ sér um hátíð- arhöld í bænum í dag. Dag- skráin hefst með fánahyll- ingu kl. 12.45 fyrir utan Vídalínskirkju. Þá hefst skátamessa kl. 13 í kirkj- unni þar sem nýjir skátar verða vígðir. Skrúðganga verður frá kirkjunni kl. 14 að Hofsstaðaskóla. Við skól- ann hefst hátíðardagskrá með þrautabrautum, leik- tækjum og andlitsmálningu fyrir þá yngstu. Dagkránni lýkur kl. 20 með kvöldvöku í Hofsstaðaskóla. Lest og leikir í borginni Það verður ýmislegt hægt að gera sér til skemmtunnar í Reykjavík, t.d. verður fjöl- breytt dagskrá í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal. Cocoa Puffs- lestinni verður ekið frá kl. 11 til 17 og krakkar geta farið á hestbak milli 14 og 15 og látið taka mynd af sér. Frá 14–16 munu Töfra- maðurinn Bjarni, sigurveg- arar úr Freestyle keppni Tónabæjar 2002 og leikarar úr Ávaxtakörfunni halda uppi fjörinu í tjaldinu við Selalaugina. Að auki verður hópdans og Lúðrasveit tek- ur nokkur létt lög. Þá verður skátamessa í Hallgrímskirkju og hefst hún kl. 11. Opin hús verða í leik- skólum og grunnskólum Mosfellsbæjar í dag þar sem sýnd verða verk barna og ungmenna unnin í tengslum við 100 ára afmæli Halldórs Laxness. Hátíðardagskrá barna og ungmenna hefst í Íþróttamiðstöðinni á Varmá kl. 14. Fjölbreytt dagskrá sumardagsins fyrsta Höfuðborgarsvæðið Í VETUR hafa börn í 13 leik- skólum í vesturbæ Reykja- víkur unnið þemaverkefni undir heitinu, „Vesturbær- inn okkar“. Hver leikskóli hefur valið sér eitt þema tengt umhverfi leikskólans, en öll verkefnin eru hluti af vorsýningum leikskólanna og eru til sýnis í leikskól- unum. Markmiðið er að efla sam- starf leikskólanna í Vest- urbæ og að vekja athygli á listsköpun í leikskólunum. Jafnframt vilja leikskólarnir kynnast stofnunum í hverf- inu og munu heimsækja nokkrar þeirra og kynna sér starfsemina og gefa þeim listaverk sem börnin hafa unnið. Af þessu tilefni bjóða leik- skólarnir þeim sem áhuga hafa í heimsókn til að skoða afrakstur vinnunnar. Opið hús verður frá föstudeginum 26. apríl til fimmtudagsins 9. maí. Tekið er á móti gestum á morgnana á milli kl. 10.00 – 11.00 og eftir hádegi frá kl. 13.30 – 14.30 alla virka daga. Leikskólarnir sem taka þátt eru: Drafnarborg, Dvergasteinn, Grandaborg, Gullborg, Hagaborg, Leik- garður, Mánagarður, Mýri, Sæborg, Vesturborg, Tjarn- arborg, Ægisborg og Öldu- kot. Menning barnanna Vesturbær Morgunblaðið/Þorkell Börnin á Vesturborg ætla að setja upp listasýningu í Vest- urbæjarlauginni, bæði úti og inni, og eru að vinna verk sín. ÁKVEÐIÐ hefur verið að byggt verði við leikskólann Hlíð og er gert ráð fyrir að því verki ljúki í febrúar 2003. Um er að ræða viðbyggingu við eldra hús, 250 m² að stærð. Viðbyggingin er í samræmi við eldri byggingu þar sem burðarveggir eru steinsteypt- ir, einangraðir að innan. Að utan er sjónsteypa með móta- áferð. Á milli eldra húss og viðbyggingar verður létt- byggð tengibygging úr gleri og timbri. Tilboð verða opnuð þriðjudaginn 7. maí nk. Byggt við Hlíð Mosfellsbær
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.