Morgunblaðið - 25.04.2002, Side 16

Morgunblaðið - 25.04.2002, Side 16
AKUREYRI 16 FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ NORÐLENSKA náði besta árangr- inum í árlegri Fagkeppni Meist- arafélags kjötiðnaðarmanna, sem fram fór í tengslum við sýninguna Matur 2002. Alls hlaut Norðlenska 18 af 28 gullverðlaunum Fagkeppninnar, en til að vinna gullverðlaun þarf innsend kjötvara að fá 49 til 50 stig af 50 mögulegum. Auk þessa höfn- uðu kjötiðnaðarmenn frá Norð- lenska í þremur efstu sætunum í keppninni um kjötmeistara ársins, en þá nafnbót hlýtur sá kjötiðn- aðarmaður sem fær flest stig úr öll- um flokkum. Arnar Guðmundsson varð kjöt- meistari ársins með 294 stig og náði hann bestum árangri í tveimur flokkum af sex fyrir hrátt hangi- læri og lambasviðasultu. Einnig hlaut hann lambaorðuna, sem veitt er þeim einstaklingi sem fær flest stig fyrir innsendar afurðir úr lambakjöti. Í öðru sæti varð Elvar Ósk- arsson, með 293 stig og Kristján R. Arnarson hafnaði í því þriðja með 283 stig. Loks má geta þess að Norðlenska náði bestum árangri í fjórum af sex flokkum keppninnar, m.a. fyrir lambahamborgarhrygg. Þá unnu kjötiðnaðarmenn fyrirtækisins þre- faldan sigur í flokki soðinna matar- og áleggspylsa, allir fyrir Goða vín- arpylsur, en dómnefnd gat ekki gert upp á milli þeirra. Yfirdómari var Jens Munch, kjöt- iðnaðarmeistari, verslunar- og kjötvinnslueigandi í Skage. Fagkeppni Meistarafélags kjötiðnaðarmanna haldin um síðustu helgi Norð- lenska náði besta ár- angrinum Morgunblaðið/Kristján Hlaðnir verðlaunum, f.v., Rögnvaldur Óli Pálmason, Óskar Erlendsson, Arnar Guðmundsson, kjötmeistari ársins, Magnús Sigurólason, Kristján Arnarson, Elvar Óskarsson, kjötmeistari ársins 1998 og 2000, og Jón Knútsson. DAGUR umhverfisins er í dag, fimmtudaginn 25. apríl á fæðingar- degi Sveins Pálssonar, fyrsta ís- lenska náttúrufræðingsins. Garðyrkjufræðingar verða til ráð- gjafar um vorverkin á Glerártorgi frá kl. 13 til 16 og á sama tíma verður opið hús í ræktunarstöðinni ofan við Gróðrarstöðina á Krókeyri. Vor í skógi, hugað að fuglum og trjám er yfirskrift gönguferðar um Kjarnaskóg sem hefst kl. 13 við Kjarnakot. Stutt ganga með leiðsögn um neðsta hluta Glerárgils verður farin kl. 16 og á eftir mun jarðfræð- ingur útskýra svonefnt „rautt milli- lag“ við Borgarbraut. Gönguferðir á degi um- hverfisins JÓNA Þrúður Jónatansdóttir, ein þeirra sem sagt var upp störfum hjá Símanum á Akureyri í liðinni viku, segir að á einu ári hafi starfs- fólki fyrirtækisins á Akureyri fækk- að um 11. Hún segir að ástæður uppsagnanna á Akureyri hafi verið taprekstur á deildinni og það sé sorgleg staðreynd í ljósi yfirlýsinga um að markaðssetning fyrirtækis- ins hafi tekist með ágætum. Full- yrðir Jóna að það séu ekki starfs- mennirnir á lágu laununum sem séu að sliga fyrirtækið, fremur séu það of margir, of dýrir og misvirtrir stjórnendur sem séu að éta fyrir- tækið upp innan frá. „Það eru víða smákóngar, en þessar uppsagnir fólks sem veitir þjónustu skaðar fyrirtækið. Góð þjónusta er grundvöllur fyrirtæk- isins,“ sagði Jóna og taldi að þjón- ustan við viðskiptavini um austan- vert Norðurland myndi versna í kjölfar þessara aðgerða. Jóna sagði að sá stórfelldi nið- urskurður sem verið hefði hjá Sím- anum á Akureyri gengi þvert á stefnu ríkisstjórnarinnar um að fjölga störfum á landsbyggðinni. Hún sagði atvinnuástandið á Ak- ureyri brothætt um þessar mundir og mætti ekki við því að störfum fækkaði. Benti hún á að fyrir um þremur árum þegar störfum hjá 118 var fjölgað nyrðra hefðu stöðu- gildin verið 37 talsins. Svo væri enn, ekkert hefði bæst við þrátt fyrir áform um annað. Starfsmenn hafi margoft bent á að unnt sé að fjölga störfum á Akureyri á einfaldan og ódýran hátt, m.a. með því að því að flytja Þjónustuver Símans og auka svörun varðandi innheimtu og reikninga. Jóna kvaðst í sjálfu sér ekki vilja gera athugasemdir við að uppsagn- irnar, einungis benda á að illa hafi verið að þeim staðið. Sér virtist sem mjög skorti á að stjórnendur byggju yfir mannvirðingu, hin harða peninga- og gróðahyggja væri allsráðandi. Hún telur ekki úr vegi að áhersla verði lögð á mann- gildishugsjónir í skólakerfinu, allt frá leikskólum og upp á háskólastig. Störfum hjá Símanum á Akureyri fækkað um 11 á einu ári Of margir og dýrir stjórn- endur éta fyrirtækið upp VERKSAMNINGUR milli stjórnar Rekstrarfélagsins Lundar og verk- takafyrirtækjanna Árfells á Dalvík og Viðars í Reykjavík um smíði nýrra nemendagarða fyrir nem- endur framhaldsskólanna á Ak- ureyri var undirritaður á Sal Gamla skólahúss Menntaskólans á Akureyri í gær. Árfell og Viðar buðu sameig- inlega í verkið og var tilboð þeirra lægst þeirra 12 tilboða sem bárust, eða 87% af áætluðu kostn- aðarverði. Fullbúið með tækjum búnaði og fullfrágenginni lóð mun húsið kosta um 800 milljónir króna. Nýju nemendagarðarnir verða reistir austan við núverandi heima- vistarhús MA, á lóðinni númer 28 við Eyrarlandsveg. Aðkoma að húsinu verður frá Þórunnarstræti, þar sem verða um 150 bílastæði. Nemendagarðarnir verða að meginhluta fimm hæðir en sex að hluta. Reist verður nýtt anddyri sem tengir saman gamla og nýja húsið um tengibrú. Alls verða í húsinu 118 smáíbúðir, um 40 fer- metrar hver með snyrtingum, eld- unaraðstöðu og geymslurými, síma, sjónvarpi og tengingum fyrir tölvur og fjarskipti. Hver íbúð er ætluð tveimur einstaklingum. Framkvæmdir við nýbygginguna hefjast næstu daga og á verkinu að vera að fullu lokið næsta sumar. Fanney Hauksdóttir, arkitekt hjá Arkitekta- og verkfræðistofu Hauks ehf. á Akureyri, hannaði nemendagarðana. Smíð nýrra nemendagarða fyrir framhaldsskólanema Verk- samning- ur undir- ritaður Morgunblaðið/Margrét Þóra Framkvæmdir við byggingu nemendagarða fyrir framhaldsskólanema hefjast innan tíðar. Hér undirrita Jón Ellert Lárusson, formaður Rekstrarfélagsins Lundar, Daníel Hilmarsson, frá Árfelli, Viðar Dan- íelsson, frá Viðari, og Bjarni Jónasson, frá Lundi, verksamninginn. REKSTRARTAP Sparisjóðs Norð- lendinga á síðasta ári nam 122 millj- ónum króna en árið áður var hagn- aður sjóðsins um 39 milljónir króna. Bókfært eigið fé sjóðsins í lok síðasta árs nam um 330 milljónum króna og lækkaði um tæpar 93 milljónir króna á árinu. Eiginfjárhlutfall sparisjóðs- ins er reiknað samkvæmt lögum um sparisjóði og er 11,2% en samkvæmt lögunum má hlutfallið ekki vera lægra en 8%. Á síðasta ári var hlutafé spari- sjóðsins í Íslenskum verðbréfum hf. aukið og nam eignarhlutur spari- sjóðsins eftir þá breytingu 46,7% en var áður 54,7%. Íslensk verðbréf eru nú færð sem hlutdeildarfélag spari- sjóðsins og er ekki lengur dóttur- félag hans. Tap á rekstri Íslenskra verðbréfa á síðasta ári nam 131 millj- ón króna eftir skatta og þar af er hlutdeild Sparisjóðs Norðlendinga rúmar 70 milljónir króna. Ein breyting varð á stjórn spari- sjóðsins, Oddur Gunnarsson, oddviti Hörgárbyggðar, kom inn í stjórnina í stað Eiríks Sigfússonar á Sílastöðum og hafði sú breyting nokkurn að- draganda. Á fundi hreppsnefndar Hörgárbyggðar sl. laugardag var Ei- ríkur kjörinn sem fulltrúi sveitarfé- lagsins í stjórn sparisjóðsins, þar sem hann fékk 1 atkvæði en 6 fulltrú- ar í hreppsnefnd sátu hjá. Rúmlega 20 stofnfjáreigendur í Sparisjóði Norðlendinga í sveitarfélaginu skrif- uðu undir yfirlýsingu þar sem því var mótmælt að Eiríkur yrði fulltrúi Hörgárbyggðar í stjórn sparisjóðs- ins. Í kjölfarið var boðað til aukafund- ar í hreppsnefnd á mánudag og þá var Oddur Gunnarsson, oddviti, kjörinn fulltrúi sveitarfélagsins í stjórn sparisjóðsins í stað Eiríks með fjórum atkvæðum af sjö. Oddur sagði í samtali við Morgunblaðið að mótmæli stofnfjáreigenda gegn Ei- ríki væru til komin vegna þess að Ei- ríkur var formaður stjórnar Íslands- fugls. Sparisjóður Norðlendinga Rekstrartap síðasta árs 122 milljónir króna Í DAG, sumardaginn fyrsta, stendur Karólína í Listagilinu fyrir opnu húsi frá kl. 14.00– 17.00. Opnaðar verða tvær myndlistasýningar og heima- síða Karólínu verður formlega opnuð og kynnt. Boðið verður uppá léttar veitingar. Allir vel- komnir. Á Café Karólínu opnar Ólafur Sveinssson sýningu á verkum sínum. Verkin á sýn- ingunni eru akrýlmálverk, öll unnin á þessu ári, og fjalla um mannslíkamann með mismun- andi stílbrögðum. Á Karólínu Restaurant opn- ar kanadíski listamaðurinn Aaron Mitchell sýningu á verk- um sínum. Aaron Mitchell hefur undan- farið starfað sem gestakennari og ráðgjafi við Myndlistaskól- ann á Akureyri. Karólína í sumarskapi SJÁLFSTÆÐISMENN á Akureyri fagna sumri á Kaffi Akureyri í dag, sumardaginn fyrsta klukkan 15–17. Frambjóðendur flokksins ætla að baka vöfflur fyrir gesti og gangandi en einnig verður boðið upp á kleinur, svaladrykki og kaffi og öll helstu sumarlögin. Veitingarnar eru í boði D-listans og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og taka börnin með Sjálfstæðismenn Frambjóðendur baka vöfflur ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.