Morgunblaðið - 25.04.2002, Síða 18

Morgunblaðið - 25.04.2002, Síða 18
SUÐURNES 18 FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ FJÖLSKYLDAN í fyrirrúmi með Framsókn er yfirskrift stefnu- skrár Framsóknarflokksins fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar í Reykjanesbæ. Leggur Kjartan Már Kjartansson, efsti maður á lista flokksins, áherslu á að öll stefnumál flokksins megi skoða með hliðsjón af yfirskriftinni. Stefnuskráin verður kynnt í dag. „Við viljum að Reykjanesbær verði fjölskylduvænt, fjárhagslega traust og alþjóðlegt sveitarfélag sem eftirsótt verður til búsetu óháð aldri, kynþætti, kynferði, tungu, trú, þjóðerni, kynhneigð eða stjórnmálaskoðunum. Þar ríki fagurt og gott mannlíf þar sem mannréttindi eru virt, umburðar- lyndi og víðsýni í heiðri höfð og virðing borin fyrir einstaklingum og fjölskyldum svo margbreytileiki þjóðlífs og einstaklinga fái notið sín,“ segir meðal annars um fram- tíðarsýn framsóknarmanna. Farið er yfir ýmsar aðgerðir sem Framsóknarflokkurinn hyggst beita sér fyrir á næsta kjörtímabili til að láta þessa framtíðarsýn flokksins verða að veruleika. Flugþjónustubraut í Fjölbraut Í atvinnumálum er meðal annars lögð áhersla á að kynna kosti Reykjanesbæjar með það í huga að laða að ný atvinnutækifæri og um leið nýja íbúa. Stefnt verður að því að Reykjanesbær verði höf- uðstaður flugs á Íslandi og Fjöl- brautaskóli Suðurnesja verði helsta menntastofnun landsins á því sviði. Unnið verði að áfram- haldandi uppbyggingu svæðisins í kringum alþjóðaflugvöllinn og löð- uð að flugsækin starfsemi sem hef- ur hag af því að vera staðsett ná- lægt flugvellinum auk þess sem unnið verði að því að flytja mið- stöð innanlandsflugs til Keflavík- urflugvallar eftir að tvöföldun Reykjanesbrautar lýkur. Kjartan Már segir að hafinn sé undirbúningur að stofnun flug- þjónustubrautar við Fjölbrauta- skólann. Í upphafi verði lögð áhersla á að mennta fólk til flug- þjónustustarfa en síðan verði reynt að fá þangað atvinnuflug- kennslu og flugvirkjamenntun. Kjartan Már segir að á komandi kjörtímabili verði unnið að upp- byggingu innra starfs grunnskól- anna. Í stefnuskránni er meðal annars talað um að efla stjórnun í skólunum og gera námssamninga við nemendur og auka einstak- lingsbundið nám, til dæmis við bráðger börn og önnur börn með sérþarfir. Hefja á undirbúning að nýjum tónlistarskóla á næsta ári, sömuleiðis undirbúning að bygg- ingu nýs grunnskóla í Innri-Njarð- vík. Hafnargatan fegruð Forgangsverkefni framsóknar- manna í umhverfis- og skipulags- málum verður að endurbyggja og fegra Hafnargötuna. Kjartan segir að helst vilji frambjóðendur flokksins vinna verkið á þremur árum en um framkvæmd verkefn- isins verði þó að hafa samráð við verslunar- og þjónustuaðila við götuna. Jafnframt er stefnt að því að lokið verði við uppbyggingu í eldri hluta bæjarins og haldið áfram að byggja upp græn svæði. Áfram verður unnið að upp- byggingu Duushúsa og Fisherhús- storfu sem miðstöð lista- og menn- ingarlífs í bænum, ef framsóknar- menn hafa á það áhrif. Kjartan segir að einnig sé áhugi á að gera þjónustusamninga við ýmsa menn- ingarhópa, svo sem kóra, leikfélag og myndlistarmenn, með svipuðum hætti og samið er við íþróttafélög- in. Þeir fái ákveðin fjárframlög gegn því að veita umsamda þjón- ustu. Athygli vekur að í stefnu- skránni er kveðið á um að efnt verði til samkeppni um gerð stórr- ar styttu af Hljómum og henni komið fyrir á áberandi stað í bæj- arfélaginu. Framsóknarmenn vilja að farið verði í sérstakt átak með íþrótta- hreyfingunni til þess að treysta rekstur og innra starf hennar. Þá verði farið í viðræður við Golf- klúbb Suðurnesja um hvort rétt sé að Reykjanesbær komið að eign- arhaldi golfvallarins í Leiru. Þá kemur fram að unnið verði með golfklúbbnum að eflingu unglinga- starfs og að markaðssetja íþrótt- ina í tengslum við ferðaþjónustu. Öll fjölskyldan, allar fjölskyldur er yfirskrift aðgerða í fjölskyldu- málum. Meðal atriða sem þar eru talin upp er að hafinn verði und- irbúningur að nýju dvalarheimili aldraðra í Reykjanesbæ og þörf fyrir þjónustuíbúðir könnuð. Jafn- framt verði stefnt að því að í hjarta bæjarins verði þjónustumið- stöð þar sem fram fari dagleg starfsemi aldraðra, svo sem fé- lagsstarf og dagvist. Tómstundatorg 16+ Framsóknarflokkurinn mun leggja áherslu á opnun tómstunda- og menningaraðstöðu fyrir ungt fólk, nefna það 16+ tómstunda- torgið með vísan til þess að það sé einkum ætlað fyrir sextán ára og eldri unglinga. Talin eru upp nokkur atriði sem þar þurfi að vera aðstaða fyrir, meðal annars internetaðstaða, veitingar, tónlist- arflutningur og námskeið. Lagt er til að heilsugæslan hafi frumkvæði að því að bjóða öllum fjölskyldum Reykjanesbæjar að koma reglulega í læknisskoðun og að aðstaða fyrir veik börn verði bætt innan Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Kjartan Már hefur sett fram hugmyndir um breytingar á al- menningssamgöngum í Reykja- nesbæ með því að nota leigubíla í stað strætisvagna. Hefur hann verið að kynna þessa hugmynd og í stefnuskrá Framsóknarflokksins er lögð áhersla á frekari könnun á hugmyndinni. Skattar ekki hækkaðir Framsóknarmenn munu beita aðhaldi í fjármálum bæjarins og leggja áherslu á að geiða niður skuldir vegna framkvæmda í skólamálum. Rætt er um að beitt verði hóflegri skattheimtu. Að- spurður hvort hækka þurfi álögur á bæjarbúa til að greiða niður skuldir og framkvæma stefnumið flokksins segir Kjartan Már það ekki vera. Skattarnir verði óbreyttir. Helst vildi hann hafa þá lægri en ekki sé hægt að lofa því. Hann segir ljóst að ekki sé unnt að gera allt fyrir alla og menn verði að hafa kjark til að forgangsraða verkefnum bæjarfélagsins. Framsóknarflokkurinn kynnir stefnuskrá sína fyrir komandi kosningar Höfuðstaður flugsins og stytta af Hljómum Fjórir efstu frambjóðendur Framsóknarflokksins, Kjartan Már Kjart- ansson, Guðný Kristjánsdóttir, Þorsteinn Árnason og Ólöf Sveinsdóttir. Reykjanesbær UPPLÝSINGASKILTI sem sýnir hvað fólk sparar lítinn tíma með því að aka umfram lögleyfðan há- markshraða á Reykjanesbrautinni var sett upp síðdegis í gær, við Fitjar í Njarðvík og skammt frá álverinu í Straumsvík. Áhugahópur um örugga Reykjanesbraut hefur starfað að málefninu frá því í byrjun síðasta árs en þá var meðal annars efnt til fjölmenns borgarafundar í Keflavík um tvöföldun Reykjanes- brautar. Steinþór Jónsson, for- svarsmaður hópsins, segir að áhugahópurinn hafi barist fyrir því að framkvæmdinni yrði flýtt. Nú væri fyrsti áfangi hennar að komast á framkvæmdastig og beðið formlegrar yfirlýsingar Sturlu Böðvarssonar sam- gönguráðherra um útboð. Steinþór segir að hópurinn hafi unnið að ýmsu öðru til að auka öryggi vegfarenda, þar til tvöföld- unin kæmist til framkvæmda, og væri uppsetning upplýsingaskilt- anna liður í því. Á skiltunum kemur fram að Reykjanesbrautin sé 24 kílómetr- ar að lengd. Það taki 16 mínútur að aka hana á 90 kílómetra hraða, 14,4 mínútur á 100 og 13,1 mín- útu að aka þessa vegalend á 110 kílómetra hraða. „Skipuleggðu tímann betur – annars staðar“, stendur svo undir. Áhugahóp- urinn kostar hönnun og uppsetn- ingu skiltanna en hefur notið vel- vildar fyrirtækja og stofnana við verkið, að sögn Steinþórs. Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Frá vinstri Steinþór Jónsson, formaður hópsins, Páll Ketilsson, Bjarni Einarsson, Börkur Birgisson og Sturlaug- ur Ólafsson við skiltið sem sett var upp við Fitjar í Njarðvík. Annað skilti var sett upp við álverið í Straumsvík. Lítill tími sparast með hrað- akstri Reykjanesbraut FRAMSÓKNARFLOKKURINN í Reykjanesbæ fagnar sumri með því að bjóða öllum bæjarbúum í veislu á sumardaginn fyrsta. Veislan fer fram í Félagsheimili Framsóknarflokksins á Hafnargötu 62 í Keflavík og hefst klukkan 13. Í boði verður m.a. kaffihlaðborð og með því fyrir fullorðna. Börnin fá græna frostpinna, grillaðar pylsur og gos. Fjöldi skemmtiatriða verður í boði, samkvæmt fréttatilkynningu frá kosningastjórn, meðal annars mætir Rúnar Júlíusson og tekur lag- ið og eldgleypir kemur og sýnir listir sínar. Fjölskyldu- dagur hjá Framsókn Reykjanesbær SVEINN Kári Valdimarsson líf- fræðingur hefur verið ráðinn for- stöðumaður Náttúrustofu Reykja- ness í Sandgerði. Hefur hann þegar tekið til starfa í hlutastarfi en verður í fullu starfi frá 1. september. Sveinn Kári er 35 ára Árnesingur. Hann lauk líffræðiprófi frá Háskóla Íslands og doktorsnámi frá Glasgow- háskóla í vistfræði- og atferlisfræði laxa. Hann hefur stundað ýmsar rannsóknir á fræðasviði sínu og verið búsettur í Glasgow síðastliðin átta ár. Sveinn Kári segist hafa áhuga á að stunda áfram rannsóknir á atferli fiska, í tengslum við hið nýja starf sitt. Náttúrustofan hefur auglýst rannsóknarnám í vistfræði og atferl- isfræði hrognkelsaseiða við stöðina, í samvinnu við fleiri stofnanir. Þá hef- ur stofan, í samvinnu við margar rannsóknastofnanir á Íslandi, ákveð- ið að standa að rannsóknum á áhrif- um vatnsborðslækkunar Kleifar- vatns á lífríki vatnsins. Sveinn Kári er kvæntur og á eitt barn. Ráðinn for- stöðumaður Náttúrustofu Sandgerði K-LISTINN í Sandgerði verður með kosningakaffi eftir hádegið í dag á kosningaskrifstofu sinni á Vík- urbraut 11. Listinn hefur opnað heimasíðu, www.klistinn.is. Kosninga- kaffi K-lista Sandgerði ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.