Morgunblaðið - 25.04.2002, Side 22

Morgunblaðið - 25.04.2002, Side 22
LANDIÐ 22 FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ VEFLISTAKONAN og kennarinn Fríða S. Kristinsdóttir opnaði sýn- ingu á listvefnaði sínum að Skriðuklaustri 20. þ.m. að við- stöddum boðsgestum og stendur sýningin yfir til 28. apríl. Hér er um að ræða mjög sérstæða sýn- ingu einkum fyrir efnisval lista- konunnar. Á sýningunni eru bæði ný og eldri verk unnin með fjöl- breyttri tækni. Listakonan segir svo frá að hún noti mest koparvír og handgerðan pappír í verk sín. „Ég set kop- arvírinn einfaldlega á skyttu og vinn síðan bara eins og um hefð- bundinn hörþráð sé að ræða,“ seg- ir Fríða, sem hefur verið að vinna með vírinn í u.þ.b. áratug. Hún rekur gallerí í Reykjavík ásamt níu öðrum konum, sem nefnist Kirsuberjatréð. Sýningin á Skriðuklaustri er jafnframt sölu- sýning. Þá hefur hún haldið marg- ar sýningar í Reykjavík, Hafn- arfirði og á Akureyri og tekið þátt í samsýningum erlendis. Fríða lauk handavinnukenn- araprófi frá Kennaraháskóla Ís- lands 1971 og hefur síðan þá stundað nám bæði hér og erlendis í listum og kennslufræðum, síðast við Haystack Mountain School of Crafts í Bandaríkjunum. Einnig hefur hún kennt textíl og hönnun undanfarin 25 ár. Þessi sérstæða sýning á Skriðu- klaustri vakti auðsjáanlega athygli boðsgesta. Veflist að vori Geitagerði Morgunblaðið/Guttormur Fríða S. Kristinsdóttir við eitt verka sinna á sýningunni. JÓHANNES Geir Sigurgeirsson, stjórnarformaður Landsvirkjunar, sagði á almennum íbúafundi í Vé- garði í Fljótsdal um virkjunar- og stóriðjumál á Austurlandi sl. mánu- dag að ekki væri skynsamlegt að af- skrifa þátttöku Norsk Hydro. For- maðurinn fór ítarlega yfir stöðu mála frá sjónarmiði Landsvirkjunar og sagði það hafa valdið sér von- brigðum að sjá verkefnið styrkjast og þroskast en verða síðan fyrir þessu hiki Norðmanna sem hann sagði að væri vegna annarra fjár- festinga fyrirtækisins. Fundurinn var haldinn á vegum sveitarstjórnar og fulltrúum Lands- virkjunar og auk frummælandans ræddu aðrir fulltrúar Landsvirkjun- ar málið og fulltrúar sveitarstjórna. Fundurinn var vel sóttur, bæði af innan- og utansveitarmönnum. Jóhannes Geir Sigurgeirsson greindi frá afgreiðslu Alþingis varð- andi Kárahnjúkavirkjun. Sagði hann einnig þrjá aðila hafa komið til viðræðna og hann nefndi að Rússar hafi einnig sýnt áhuga. Sem svar við fyrirspurn taldi hann ekki skynsam- legt að fara í samninga við fleiri að- ila eins og málin standa. Forstöðumaður virkjunardeildar, Björn Stefánsson, ræddi orkuöflun fyrir Reyðarál og Kárahnjúkavirkj- un með veitu úr Jökulsá í Fljótsdal. Greindi frá uppistöðulóninu og að- rennslisgöngum, einnig stíflugerð- inni og yfirfalli. Í sambandi við rekstur Kárahnjúkavirkjunar er reiknað með fimmtán föstum starfs- mönnum. Pétur Ingólfsson verkefnastjóri kom inn á ýmis samstarfsverkefni Landsvirkjunar og Fljótsdals- hrepps, svo sem aðgerðir vegna vatnsbotnshækkunnar í Fljótsdal og staðfestingu landamerkja vegna vatnsréttinda. Einnig fjallaði hann um vegaframkvæmdir sem verður haldið áfram, koma þarf á rafmagni vegna borana jarðganga og haldið áfram vatns- og gróðurfarsrann- sóknum út þetta ár og ýmsum samningum við landeigendur. Þór Þorbergsson tilraunastjóri ræddi vatnsborðsbreytingar og hækkun vatnsborðs í Jökulsá í Fljótsdal, varnaraðgerðir og ræktun nýrra túna. Sýndi hann nokkur kort með hæðartölum sem hann hefur unnið að um tíma. Kristinn Bjarnason, lögfræðingur sveitarstjórnar, fjallaði um vatns- réttindi, fallbætur, hvað væri vatns- réttindi og aðferðir til að fá nið- urstöðu frá lögfræðilegu sjónarmiði. Ragnheiður Ólafsdóttir, umhverf- isstjóri Landsvirkjunar, ræddi um þjóðgarða og ný tækifæri heima- manna, útivist og ferðamennsku og óskir nútímaferðamannsins sem vill komast út úr ys og þys borgarlífs- ins. Stjórnarformaður Landsvirkjunar um stóriðjumál Segir hik Norðmanna valda vonbrigðum Geitagerði OPINN fundur um umhverf- ismál verður haldinn laugar- daginn 27. apríl kl. 11:00– 12:30 í Félagsmiðstöðinni Óðali. Tilefni fundarins er Dagur umhverfis á Íslandi sem er haldinn hátíðlegur 25. apríl. Yfirskrift fundarins er ,,Umhverfið, ég og Borgar- byggð“. Guðbrandur Brynjúlfsson, formaður stýrihóps Staðar- dagskrár 21, setur fundinn, Hólmfríður Sveinsdóttir verk- efnisstjóri ræðir um hug- myndafræðina á bak við verk- efnið og frambjóðendur listanna þriggja fjalla um um- hverfismál. Gefinn verður tími fyrir fyrirspurnir og umræður. Loks verður veggspjald um Staðardagskrá 21 í Borgar- byggð afhjúpað. Fundur um umhverf- ismál í Borgarnesi Borgarbyggð KNATTSPYRNA, Sementsverk- smiðja ríkisins, Hvalfjarðargöng og Akraborgin voru þau kennileiti sem landsmenn sögðu vera það fyrsta sem þeim dytti í hug þegar þeir heyrðu minnst á Akranes og jafnvel hand- knattleikur, snjór og veðursæld kom- ust einnig á blað í könnun Gallup sem gerð var fyrir Markaðsráð Akraness í mars. Gísli Gíslason, bæjarstjóri Akra- ness, og Magnús Magnússon, mark- aðsfulltrúi bæjarins, kynntu nýlega helstu niðurstöður tveggja kannana sem unnar voru af Gallup og Við- skiptaháskólanum á Bifröst að frum- kvæði Markaðsráðs Akraness sem er grasrótarsamtök aðila sem stunda at- vinnurekstur á Akranesi. Í fyrri könnuninni var viðhorf landsmanna til búsetu á Akranesi kannað og var úrtakið 16–75 ára fólk af öllu landinu, um 1.150 manns voru í úrtakinu en 803 tóku afstöðu. Í síðari könnuninni sem unnin var af útskriftarfélagi Viðskiptaháskól- ans á Bifröst var úrtakið 300 manns sem búsettir eru á Akranesi og var spurt aðallega um viðhorf til ýmissa þátta samfélagsins og svöruðu 222 spurningunum eða um 74%. Gísli sagði að það sem stæði uppúr í könnun Gallups væri að 42% svöruðu játandi er þeir voru inntir eftir því hvort viðkomandi gæti hugsað sér að búa á Akranesi en 58% svöruðu spurningunni neitandi. Af þeim sem gátu hugsað sér að setjast að á Akra- nesi sögðu 11% að það kæmi mjög sterklega til greina. Í svörum þeirra kom fram að ættartengsl höfðu mikið að segja hvað varðar búsetu og marg- ir töldu að góðir möguleikar væru á atvinnu í bæ sem væri í hæfilegri fjar- lægð frá höfuðborgarsvæðinu og hefði uppá margt að bjóða. Athygli vekur að Akraborgin er enn ofarlega í huga svarenda þegar þeir voru spurðir hvað þeim dytti fyrst í hug er Akranes var nefnt á nafn, en fjögur ár eru síðan Akra- borgin hætti siglingum. Um 7,5% svarenda nefndu Akraborgina, tæp 26% sögðu íþróttirnar vera kennileiti Skagamanna og þaraf var knatt- spyrnan með 19%, Sementsverk- smiðjan með kom þar næst með 18% og Hvalfjarðargöngin með rétt tæp 10%. Margir stunda nám eða vinnu á höfuðborgarsvæðinu Niðurstöður könnunar Við- skiptaháskólans á Bifröst gefa til kynna að átta af hverjum tíu eru afar ánægðir með þjónustuna sem boðið Skoðanakannanir um viðhorf til búsetu og þjónustu á Akranesi Morgunblaðið/Sigurður Elvar Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi. er uppá í grunnskólum bæjarins og sömu sögu er að segja af heilsugæsl- unni. Magnús sagði að verslunar- og þjónustufyrirtæki á Akranesi hefðu komið betur út í könnuninni en marg- ir hefðu spáð fyrir og aðeins tæp 5% Akurnesinga nýta sér þjónustu og verslun frekar lítið og aðeins 4% af þeim telja vöruverð vera of hátt. Magnús bætti því við að langflestir hefðu ekki talið ástæðu að nefna einn sérstakan þátt sem skorti í verslun- arflóru bæjarins en um 12% hefðu nefnt að skóbúð vantaði á Akranes. Um sex af hverjum tíu sem tóku þátt í könnun Viðskiptaháskólans stunda vinnu á Akranesi, 12% á Vest- urlandi utan Akraness og 5% á höf- uðborgarsvæðinu. Gísli sagði að um 17% svarenda sem væru 16 ára og eldri færu reglulega á milli Akraness og Reykjavíkur vegna náms eða vinnu og væri það mikil aukning ef miðað væri við fyrri kannanir. „Það eru margir sem nýta sér þann mögu- leika sem opnaðist með tilkomu Hval- fjarðarganganna og kannanirnar sem gerðar voru að þessu sinni ættu að nýtast til þess að bæta úr því sem þarf að laga.“ Gísli sagði ennfremur að bæta þyrfti almenningsamgöngur til þess að mæta aukinni eftirspurn og að hans mati ætti ríkisvaldið að greiða gangagjaldið fyrir almenn- ingsfarartæki. Samkeppnisstaða þeirra sem stæðu í slíkum rekstri væri skert þar sem slíkur kostnaður væri ekki til staðar hjá sérleyfishöf- um sem þyrftu ekki að fara í gegnum Hvalfjarðargöngin. Gísli og Magnús voru á sammála um að byggð á Akranesi hefði styrkst á undanförnum árum og niðurstöð- urnar úr könnunum tveimur væru já- kvæðar fyrir samfélagið en að sama skapi þyrfti að taka til hendinni á mörgum sviðum. Yfir 40% jákvæð gagnvart bú- setu á Akranesi Akranes LANDSSAMTÖK menntasmiðja verða stofnuð á Akranesi föstudag- inn 26. apríl. Stofnaðilar samtak- anna eru 7; Framvegis; miðstöð um símenntun í Reykjavík, Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Fræðslumiðstöð Norðurlands- vestra, Fræðslumiðstöð Þingey- inga, Menntasmiðjan á Akureyri, Símenntunarmiðstöðin á Vestur- landi og Svæðisvinnumiðlun Aust- urlands. Menntasmiðjur eru nýr valkost- ur í námi á Íslandi og eru sniðnar að fyrirmynd lýðskóla, þar sem lögð er áhersla á ábyrgð nemenda á náminu og að þeir hafi áhrif á innihald þess. Í menntasmiðjum er fjölbreytileiki í efni og aðferð í fyr- irrúmi og eru námsgreinarnar ým- ist hagnýtar eða skapandi og er sjálfsstyrking auk þess rauði þráð- urinn í náminu. Á „Opnu húsi“ Menntasmiðjunn- ar Elínar, föstudaginn 26. apríl, verður nám í menntasmiðju kynnt í bundnu og óbundnu máli, með sýningarhaldi og uppákomum. Við sama tækifæri verða stofnuð Landssamtök menntasmiðja. Dag- skráin hefst kl. 17 á Skólabraut 9, Akranesi, segir í fréttatilkynningu. Stofnun Landssamtaka menntasmiðja Akranes FERÐAMÁLASAMTÖK Vestur- lands eiga stórafmæli í næsta mán- uði eða 20 ára. Nefnd sem stofnuð var til undirbúnings þessu afmæli er starfandi og ákveðið hefur verið að halda afmælishátíð í Reykholti fimmtudagskvöldið 30. maí. Tekið er tillit til ferðaþjónustuaðila sem margir hverjir eiga erfitt með að komast frá um helgi og því verður hátíðardagskráin höfð á fimmtu- dagskvöldi. Dagskrá hátíðarinnar verður nánar tilkynnt síðar. Í tilefni afmælisins er fyrirhugað að gefa út afmælisblað tileinkað ferðamálum á svæðinu, sögu FV og nýsköpun í ferðaþjónustu, og verður það fylgiblað Skessuhorns og dreift daginn fyrir afmælið með Morgun- blaðinu um alllt land. Tíðindamenn ehf. sjá um þetta verkefni og vonast er til að fyrirtæki og aðrir styrkji ferðamálin á svæðinu á afmælisári og taki vel í kaup á auglýsingum í þessu blaði. Stefnt er á að nota afmælisárið til víðtækrar kynningar á Vesturlandi, ekki eingöngu sem ferðaþjónustu- svæðis heldur einnig að vekja athygli fólks á því hvað er að finna á Vest- urlandi og hvaða kosti Vesturland hefur til búsetu. Kynna Vesturland á afmælisári Borgarnes

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.