Morgunblaðið - 25.04.2002, Page 30
ERLENT
30 FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
AUSTURRÍKI fyrir Austurríkis-
menn. Frakkland fyrir Frakka. Hol-
land og Danmörk án múslíma og
moska. Óvæntur árangur þjóðernis-
öfgamannsins Jean-Marie Le Pen í
fyrri umferð frönsku forsetakosning-
anna sl. sunnudag er bara enn eitt
dæmið um þann aukna hljómgrunn
sem hægriöfgafylkingar hafa hlotið í
Evrópu.
Frá Austurríki, heimalandi hægri-
öfgamannsins Jörgs Haiders, til Hol-
lands, þar sem hægrisinninn Pim
Fortuyn hefur náð að stinga fæti
milli stafs og hurðar hjá landsmönn-
um, sem eru þekktir að umburðar-
lyndi, hafa öfgasinnaðir stjórnmála-
menn unnið atkvæði með því að spila
á ótta verkafólks um að útlendingar
séu að stela störfum frá því og hafa
afgerandi áhrif á lífshætti þess.
Evrópa er að fá hægri slagsíðu, og
mörgum Evrópubúum þykir það ills
viti. „Mér finnst eins og ég hafi verið
tekinn til fanga,“ sagði Wolfgang
Seidler, 53 ára kaupsýslumaður í
Vín, sem er hófsamur í stjórnmála-
skoðunum og furðar sig á breyting-
unni. „Það er komið nýtt árþúsund,
en samt erum við á leið aftur til 19.
aldar.“
Of ör hnattvæðing?
Sumir halda því fram, að Evr-
ópubúar séu móttækilegir fyrir
harkalegum málflutningi er beinist
gegn útlendingum vegna þess að
hröð hnattvæðing hafi valdið því að
þeim finnist þeir hafa misst stjórn á
eigin tilveru. Aðrir segja að hin hefð-
bundna, miðjusinnaða stjórnmála-
stétt hafi kallað hægriölduna yfir sig
með því að glata tengslum við venju-
lega borgara og dagleg viðfangsefni
þeirra.
Þetta segja menn að hafi skapað
frjóan jarðveg fyrir strangíhalds-
menn eins og Le Pen og þjóðernis-
hyggju hans, sem birtist í kröfunni
um „Frakkland fyrir Frakka“ – eða
Mogens Glistrup, stofnanda Fram-
faraflokksins í Danmörku, sem vill
reka alla múslíma úr landi. „Það er
djúpstæður og útbreiddur ótti varð-
andi sjálfs- og þjóðarímyndina,“ seg-
ir Simon Serfaty, sérfræðingur í
Evrópumálum við Rannsóknarmið-
stöð í herfræði og alþjóðamálum í
Washington.
„Það eru mörg öfl sem rísa gegn
þessum ríkjum og borgurum þeirra:
Of margir innflytjendur, Evrópu-
sambandið, innstreymi amerískra
menningaráhrifa,“ sagði Serfaty.
„Fólki virðist þetta vera eins og
ósýnilegur innrásarher. Það er engin
undankomuleið, og ströng hægri-
stefna á rætur í því.“
Forboðin umræða
Í þéttbýlinu í Hollandi, þar sem
rúmlega tvær milljónir af 16 millj-
ónum íbúanna eru ekki hollenskar að
uppruna, er það eiginlega forboðið að
ræða viðkvæm mál á borð við inn-
flytjendur og fjölgun glæpa, sem
margir telja unga rudda frá Marokkó
og Súrínam eiga sök á. Aftur á móti
eru þessi mál grundvöllur fyrir flokk
Fortuyns, Leefbaar Nederland (Líf-
vænlegt Holland), sem nýtur stuðn-
ings 19 af hundraði kjósenda nú þeg-
ar kosningar eru væntanlegar í maí.
Þótt margir Hollendingar verði æfir
þegar Fortuyn kallar íslam „vanþró-
uð trúarbrögð“ eru þeir líka mjög
gagnrýnir á stjórnvöld, sem þeir
segja lömuð af pólitískri rétthugsun.
„Ef einhver ætlar að ræða þessi
mál þá er hann sagður kynþáttahat-
ari,“ sagði Joost Schutten, hollensk-
ur verkfræðingur með hófsamar
stjórnmálaskoðanir. „Fólk reiðist
vegna þess að stjórnvöld aðhafast
ekkert. Með því að leiða málin hjá sér
er stjórnin að ýta fólki til hægri.“
Þetta er ekki ný þróun. Hægri
öfgaflokkur Le Pens, Þjóðarfylking-
in, hefur verið hluti af hinu pólitíska
landslagi í Frakklandi í þrjá áratugi,
og Frelsisflokkur Haiders hafði ver-
ið til lengi áður en hann tók þátt í
myndun samsteypustjórnar 2000.
Þótt Haider sé ekki lengur formaður
flokksins og fylgi við flokkinn hafi
minnkað úr 27% í 16% er Haider
ennþá héraðsstjóri í Kärnten-héraði
og heldur áfram tilraunum sínum til
að koma á bandalagi hægrisinnaðra
stjórnmálamanna í Evrópuríkjum.
Neikvæðar hliðar
„Þetta snýst ekki um að bindast
samtökum, heldur snýst þetta um
fólk sem vill breyta um stefnu, og það
taka fjölmargir þátt í þessu verk-
efni,“ sagði Haider í viðtali sem aust-
urríska blaðið Der Standard birti sl.
þriðjudag. En þetta hefur líka nei-
kvæðar hliðar. Leiðtogar Heimssam-
bands gyðinga kölluðu til skyndi-
fundar nú í vikunni í Brussel til þess
að ræða fjölgun glæpa gegn gyðing-
um í Evrópu.
Bænahús gyðinga, skólar þeirra
og grafreitir hafa verið skotspónninn
í öldu skemmdarverka undanfarnar
vikur. Þótt margir þeirra, sem grun-
aðir eru um verkin, séu arabískir
unglingar af norður-afrískum upp-
runa, og séu að mótmæla aðgerðum
Ísraela gegn Palestínumönnum, hef-
ur hægri öfgamönnum verið kennt
um í sumum tilvikum. Því er haldið
fram að það sé ekki tilviljun að flest
atvikanna hafa orðið í Frakklandi,
þar sem Le Pen sagði einu sinni að
útrýmingarbúðir nasista hefðu verið
smáatriði í mannkynssögunni, og í
Belgíu, heimalandi hægriöfgaflokks-
ins Vlaams Blok (Flæmsku samtök-
in), sem er eindregið andvígur inn-
flytjendum.
Á þriðjudaginn gaf Eftirlitsmið-
stöð kynþáttahaturs og útlendinga-
ótta í Vín út yfirlýsingu þar sem
stjórnmálaleiðtogar voru hvattir til
að „láta meira að sér kveða í barátt-
unni gegn kynþáttahatursógninni“
er stafaði af hægriflokkum.
Ekki ástæða til ótta
En það er engin veikleikamerki að
sjá á evrópsku öfgahægrihreyfing-
unni. Á Ítalíu fer Silvio Berlusconi
fyrir samsteypustjórn sem í á sæti
hægriflokkurinn Norðurbandalagið,
sem vill að atvinnulausum innflytj-
endum verði vísað úr landi. Í Þýska-
landi er Gerhard Schröder kanslari
að reyna að fá Þjóðarlýðræðisflokk-
inn gerðan útlægan, en flokkurinn
hefur verið sakaður um að ýta undir
ofbeldisaðgerðir snoðhausa og ný-
nasíska hugmyndafræði.
Eftir því sem Evrópusambandið
stækkar og veitir inngöngu fyrrver-
andi kommúnistaríkjum í Austur-
Evrópu, þar sem öfgahyggja
blómstrar, gæti hinum myrkari þátt-
um hægristefnunnar vaxið fiskur um
hrygg. Í Ungverjalandi, sem að lík-
indum fær fljótlega inngöngu í Evr-
ópusambandið, er lítill en uppi-
vöðslusamur hægriöfgaflokkur. Svo
er einnig í Rúmeníu, þar sem þjóð-
ernisöfgamaðurinn Corneliu Vadim
Tudor lætur hörð orð falla gegn gyð-
ingum og sígaunum.
En samt er ekki ástæða fyrir Evr-
ópubúa að fyllast skelfingu, segir
Serfaty. „Það eru engar líkur á að
sagan frá fjórða áratugnum sé að
fara að endurtaka sig í Evrópu,“
sagði hann. „Evrópa hefur aldrei
verið lýðræðislegri en nú, aldrei eins
blómleg, aldrei öruggari með sig.“
Vín. AP.
AP
Námsmenn í París halda á lofti franska fánanum með hakakrossi á og
mótmæla þannig uppgangi hægriöfgamannsins Jean-Marie Le Pens.
Hægriöflin
sækja á
í Evrópu
’ Það er komið nýttárþúsund, en samt
erum við á leið aftur
til 19. aldar ‘
Í Vestur-Evrópu snúa kjósendur sér í aukn-
um mæli til hægri, bæði vegna vonbrigða
með ríkjandi stjórnmálastétt og af ótta við
„innrás“ innflytjenda og fjölgun glæpa.
TÍU ára gamall drengur gengur
upp að bifreið eldri konu, sem lagt
er við gangstétt, opnar afturhurð
og hleypur í burtu með skjala-
tösku. „Þjófur! Þjófur!“ hrópar
konan. Þessi atburður, sem frétta-
maður varð vitni að, er alltaf að
endurtaka sig, segja heimamenn í
bænum La Trinite í Suður-Frakk-
landi. Það eru svona hlutir sem
gerðu að verkum að nærri þriðj-
ungur íbúa bæjarins greiddi Jean-
Marie Le Pen atkvæði í fyrri um-
ferð forsetakosninganna í Frakk-
landi sl. sunnudag.
Le Pen er hægri öfgamaður sem
stærstu stjórnmálaöflin í landinu
hafa hingað til virt að vettugi. En
hann kom á óvart á sunnudaginn
og varð í öðru sæti í kosningunum,
og komst áfram í seinni umferð,
en frambjóðandi Sósíalista, Lionel
Jospin forsætisráðherra, sat eftir.
Jacques Chirac forseti sigraði.
Áhersla á lög og reglu
skilaði árangri
Margir fréttaskýrendur segja að
árangur Le Pens megi rekja til
þess, að hann hafi í kosningabar-
áttunni lagt áherslu á mikilvægi
þess að komið verði á lögum og
reglu, og margir Frakkar finni til
sífellt meira óöryggis og óttist of-
beldi. Fjöldi ofbeldisglæpa í land-
inu jókst um tíu af hundraði í
fyrra.
„Ég hef verið rændur tvisvar og
fimm sinnum hefur verið brotist
inn hjá mér,“ sagði Richard Logh-
mari, verslunareigandi í La Trin-
ite. Loghmari kaus Le Pen á
sunnudaginn. „Nú er nóg komið.“
Í La Trinite fékk Le Pen um
31% atkvæða, Chirac fékk 14% og
Jospin 11%. „Þetta hefur góð
áhrif,“ sagði Gerard Lazaro, 67
ára fyrrverandi kjöteftirlits-
maður, um árangur Le Pens. „Ég
kaus Le Pen vegna þess að ég er
búinn að fá mig fullsaddan. Það er
ekki lengur neitt öryggi í Frakk-
landi.“
Rændur út af
einni sígarettu
Lazaro sagðist nýlega hafa orð-
ið fyrir árás þriggja unglinga sem
brutu í honum tvö rifbein og gáfu
honum glóðarauga. Hann var ekki
með neina peninga á sér, þeir
vildu bara hafa af honum eina
sígarettu, sagði hann.
Lazaro er sammála Le Pen um
það, að fjölgun glæpa sé innflytj-
endum að kenna. „Innflytjendamál
og glæpatíðni tengjast,“ sagði
hann. „Þeir eru í landi sem er ekki
þeirra heimaland og þeir vilja
ekki samlagast.“
Bæjarstjórinn í La Trinite,
Jean-Louis Scoffie, segir að mikið
fylgi Le Pens sé ekki til marks um
breytingar á stjórnmálaskoðunum
bæjarbúa. „Af þeim 1.500 manns
sem kusu Þjóðarfylkinguna [flokk
Le Pens] er ég viss um að innan
við tíu eru félagar í flokknum,“
sagði Scoffie. „Það kaus ekki af
sannfæringu, það kaus vegna þess
að það er búið að fá sig fullsatt.
Öryggisleysið er mikið. Ofbeldið í
þéttbýli er hræðilegt.“
Stjórnmálamennirnir
hafa ekki hlustað
Samkvæmt upplýsingum fyrir-
tækisins CSA, sem vinnur
skoðanakannanir, naut Le Pen
mestra vinsælda meðal atvinnu-
lausra verkamanna og ungs fólks.
Veronique Verstarete, sem rek-
ur söluturn í La Trinite, telur að
árangur Le Pens geti haft breyt-
ingar í för með sér. „Þetta gæti
veitt stjórnmálamönnunum góða
lexíu,“ sagði Verstarete. Hún vildi
ekki segja hvern hún kaus. „Þeir
hafa ekki hlustað á mann.“
Hvers
vegna
Le Pen?
La Trinite. AP.