Morgunblaðið - 25.04.2002, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 25.04.2002, Qupperneq 33
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 2002 33 Í ÍSALDARHESTUM er bent á þá staðreynd að ein af gersemum landsins er allt þetta svala og ómeng- aða vatn. Nokkuð sem við tökum sem sjálfsögðum hlut. En önnur heim- ildamynd, Who Hangs the Laundry? Washing, War and Electricity in Beirut – Hver hengir upp þvottinn? Þvottur, stríð og rafmagn í Beirút, fær okkur til að endurmeta þessi verðmæti. Ein athyglisverðasta myndin á hátíðinni er þetta óvenju- lega og ásækna verk, gert af Hrafn- hildi Gunnarsdóttir, íslenskri heim- ildamyndagerðarkonu í San Franc- isco, um dag í lífi stórmerkilegrar og heillandi líbanskrar húsmóður, at- hafnakonu og femínista. Hrabba og hennar fólk kynntist Tinu Naccache í Beirútborg fyrir fá- einum árum. Myndavélinni er lengst af beint að Tinu að þvo þvottinn sinn og gefa okkur samtímis nýja skil- greiningu á stríði. Í augum Tinu eru fórnarlömb stríðsins ekki þeir sem falla. „Dauðir eru dauðir“, segir hún. Stríð hefst þegar því er lokið og borgararnir þurfa að rísa aftur upp á fæturna, hið raunverulega stríð er að heyja lífsbaráttuna í öllum ómennsk- um eftirhreytum þess. Berjast í miðri eyðileggingunni. Húsin löskuð, sundurtætt eða hrunin. Rafmagnið kemur og fer, hver vatnsdropi dýr- mætur, skortur á nauðsynjum. Tina, sem einnig er lögfræðimenntuð, út- listar sínar feminísku og sjálfstæðu skoðanir af fljúgandi mælsku og víð- sýni. Óbugandi gróðurvin í grárri eyðimörk þess sem eitt sinn var feg- urst borga við Miðjarðarhafið. Þvott- urinn á óhreinu tauinu er táknrænn; með eljusemi, vandvirkni og nýtni verður tauið hennar Tinu hreint og hvítt, flaggar að lokum einsog gunn- fáni viljans yfir rústum eyðilegging- ar og heimsku mannsins. Síðan notar hún vatnið til að skúra með því gólf og svalir. Tina vinnur sín heimilisstörf sjálf. Vill enga óviðkomandi hjálp inná sér við heimilisstörfin. Bendir okkur á flóttakonu sem er á kafi í húsverk- unum handan götunnar, konan sú er enn í stríði og hefur tapað. Tina er öðrum þræði mannréttindafrömuður sem nýtir nám sitt til hjálpar þessu allslausa og landlausa fólki sem er selt á hálfgildings þrælamörkuðum í Arabaríkjunum og verður síðan að strita nánast kauplaust. Tina er að reyna að finna því leið útúr þessum harmkvælum. Hver hengir upp þvottinn er ekki löng í mínútum talið en tekst að segja sína athyglisverðu og óvæntu sögu svo skýrt og skilmerkilega, vekja áhorfandann til meðvitundar um misjafnt mannanna lánið, að hún víkur örugglega ekki frá manni í bráð. Stríð og eftirmálar KVIKMYNDIR Háskólabíó: Heimilda- og stutt- myndahátíð í Reykjavík Leikstjórn og handrit: Hrafnhildur Gunn- arsdóttir. 20 mín. WHO HANGS THE LAUNDRY...? /HVER HENGIR UPP ÞVOTTINN? 1⁄2 Sæbjörn Valdimarsson < Laugavegi 91, s. 511 1717 diesel kookai tark miss sixty energy camper laura aime the seller studio n.y. billi bi shelly's ck.jeans mia mao dkny jeans matinique 4you paul smith eva Gleðilegt sumar Opið í dag 13-18 15% sumarafsláttur af öllum vörum GERARD DAREL VIRMANI BZR CUSTO DKNY PAUL ET JOE Laugavegi 91, 2. hæð, s. 562 0625 ...verið velkomin GLEÐILEGT SUMAR Opið í dag frá kl. 13-18 Galleri Sautján húsinu — Sautján Jeans Laugavegi 15% afsláttur af öllum vörum ...því við erum í sumarskapi Frí bílastæði ...komdu í sumarstemmningu og góðan kaffibolla s. 511 1750 C vítamín 400 mg með sólberjabragði Bragðgóðar tuggutöflur. Eflir varnir. Nýtt frá Biomega Fæst í apótekum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.