Morgunblaðið - 25.04.2002, Page 34

Morgunblaðið - 25.04.2002, Page 34
LISTIR 34 FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Múlinn, Kaffileikhúsinu í Hlað- varpanum Ragnheiður Gröndal söngkona heldur tónleika kl. 21. Með Ragnheiði spila þeir Ólafur Jónsson, tenórsaxófón, Jón Páll Bjarnason, gítar og Ólafur Stolzenwald á kontra- bassa. Leiknir verða djassstandardar úr ýmsum áttum og er þema tón- leikanna ballöður. MÍR, Vatnsstíg 10 Dagskrá helguð Halldóri Laxness verður kl. 15. Frá- sagnir flytja Halldór Jakobsson og Árni Bergmann. Baldvin Hall- dórsson leikari les úr verkum skálds- ins og Tatu Kantomaa leikur á harm- onikku lög um Halldór. Halldór Jakobsson sat um langt skeið í framkvæmdastjórn MÍR á fyrstu starfsárum félagsins og kynnt- ist þá Halldóri Laxness, en skáldið var einn af fortöngumönnum að stofnun MÍR og fyrstu forseti félags- ins frá 1950–68. Segir Halldór frá fé- lagsstarfinu í MÍR og kynnum sínum af nafna sínum á þeim vettvangi. Árni Bergmann var um árabil við nám og störf í Moskvu og fylgdist með þeirri kynningu sem verk Hall- dórs fengu þá í Sovétríkjunum. Síðar sat Árni í félagsstjórn MÍR og var formaður um tíma. Spjallar Árni um þessi efni. Borgarneskirkja Freyjukórinn í Borgarfirði heldur tónleika kl. 16. Í DAG KÓR Menntaskólans á Akur- eyri heldur tónleika í Víðistaða- kirkju í Hafnafirði kl. 18 á morgun, föstudag. Á efnis- skránni eru íslensk þjóð- og dægurlög. Stjórnandi er Guð- mundur Óli Gunnarsson sem m.a. er stjórnandi Sinfóníu- hljómsveitar Norðurlands. Fyrir síðustu jól gaf kórinn út geislaplötu. Norðlenskir tónar í Víði- staðakirkju STOPPLEIKHÓPURINN verður í leikför með barnaleikritið Ævintýri Kuggs og Málfríðar um Norðurland vestra næstu daga. Sýningar verða fyrir leik- og grunnskólabörn á Siglufirði, Sauðárkróki, Hvamms- tanga, Skagaströnd og Blönduósi. Leikarar eru Eggert Kaaber og Katrín Þorkelsdóttir. Kuggur og Málfríður á ferðalagi KARLAKÓRINN Hreimur úr Suð- ur-Þingeyjarsýslu heldur í ferðalag um Borgarfjörð og á Snæfellsnes nú um helgina og mun halda vor- tónleika í Reykholtskirkju annað kvöld, föstudagskvöld, kl. 21 og í Stykkishólmskirkju kl. 16 á laug- ardag. Það hefur verið venja hjá kórnum að ferðast um landið á hverju ári og hefur hann víða farið. Nú í lok vetrarstarfsins hófst tón- leikahaldið með vorfagnaði í félags- heimilinu Ýdölum í Aðaldal sem er æfingastaður kórsins. Þar var gesta- söngvari Ólafur Kjartan Sigurð- arson, en á undaförnum árum hefur mikið verið lagt í að hafa þann fagn- að sem mestan, enda jafnan vel sótt- ur. Efnisskráin í ferðalaginu byggist að mestu á vorfagnaðinum og er þar víða komið við. Þar má nefna karla- kórslög innlend og erlend sem og ýmis einsöngslög, svo sem lögin Lit- fríð og ljóshærð og Vín, borg minna drauma, sem Sigurður Ágúst Þór- arinsson syngur. Þá syngur Baldur Baldvinsson m.a. Rósina eftir Þing- eyinginn Friðrik Jónsson. Stjórnandi kórsins frá árinu 1988 er Robert Faulkner en undirleikari er Juliet Faulkner sem spilar á píanó og fiðlu. Aðalsteinn Ísfjörð leikur á harmoniku, en Erlingur Berg- vinsson spilar á gítar. Þá leikur Þór- arinn Illugason á bassa og þau fjög- ur mynda hljómsveit karlakórsins. Starfsemi Hreims hefur verið líf- leg á undanförnum árum og hafa kórfélagar farið í sex utanlands- ferðir og gefið út þrjár hljómplötur og geisladiska. Hreimur hélt tónleika í Skjól- brekku í Mývatnssveit 17. apríl sl. og aðra tónleika í Skúlagarði í Keldu- hverfi sl. miðvikudag. Þá er ætlunin að enda vortónleikana með ferð austur á land þar sem sungið verður í Eskifjarðarkirkju 4. maí nk. kl. 16 og í Egilsstaðakirkju kl. 21 sama dag. Karlakór- inn Hreim- ur í söngför Karlakórinn Hreimur í Skjólbrekku. Laxamýri. Morgunblaðið. ÞAÐ ER ekki heiglum hent að snúa skáldsögu af þessu tagi í dramatískt verk. Samtölin eru gjarnan bara stutt innskot á milli langra lýsinga á fegurð náttúrunnar eða ólgandi tilfinningalífi. En Bjarni Jónsson hefur fundið lausn á vanda- málinu. Brugðið er á það ráð að hafa ekki bara einn heldur tvo sögumenn. Það eykur á dramatík í flutningi að þeir skiptist á og ekki er verra að Guðrún Þ. Stephensen er látin tala um og í kringum persónu Huldu og Steindór Hjörleifsson fyrir karlpersónurnar. Þau skila bæði sínu hlutverki full- komlega. Þessar gamalkunnu raddir gæða frásögnina trega fjarlægðar- innar – eftirsjá nútímans til þess sem liðið er. Leikgerðin virkar því á tveimur tímaplönum – annars vegar nútímanum og hins vegar ritunartím- anum í lok fyrra stríðs – en upprifjunartónn sögumannanna brúar bilið þarna á milli og færir frásögnina nær hlustendum dagsins í dag. Það hefði verið at- hyglisverð tilraun að úthluta Ara enn einum sögumanninum, en sú lausn getur ekki gengið upp ef tillit er tekið til leikslokanna. Ljúfar endurminningar bóndans í Lamb- húskoti sem Árni Tryggvason skilar svo fallega eru af sama meiði og hafa e.t.v. gefið Bjarna hugmyndina. Þar er litið aftur til enn fjarlægari for- tíðar á sama hátt í mikilvægu atriði sem hefur úrslitaáhrif á örlög per- sónanna. Sögumenn og persóna kotbóndans eru andstæða hinna ofsafengnu ung- menna sem leikgerðin lýsir. Hinir fyrrnefndu segja hægt og markvisst frá, skipta aldrei skapi og horfa um öxl án biturðar eða eft- irsjár. Bjarni dregur úr öfgunum í textanum svo frásögn þeirra verður slétt og felld og í algjörri andstöðu við æði æskunnar. Hann forðast með réttu allan hæðnistón; sögumenn segja blátt áfram frá með reynslu áranna á bognum herðum. Persóna Stefáns í Hólum er fulltrúi skyn- seminnar og þroskans í verkinu. Guðmundur Ólafsson túlkar vel for- eldrið sem elskar barn sitt en gerir sér um leið fulla grein fyrir göllum þess. Leikrænum ofsa er leyft að njóta sín í samtölum og einræðum ungmennanna en stað- festa sögumannanna kemur í veg fyrir að leikgerðin einkennist af þeirri melódramatík sem gegnsýrir þetta bernskuverk nóbelskáldsin- s.Tónlistin var hófstillt og þunglynd- isleg eins og hæfir ljúfsárri upprifj- un á átökum unglingsáranna sem urðu undirrótin að tveimur sjálfsvíg- um. Björgvin Franz Gíslason skilaði meistaralega stundarbrjálæði Ein- ars án þess að missa sig út í skop- stælingu. Randver Ingvars E. Sig- urðssonar var trúverðugur og sannur jafnt í ást sem sorgum. Stef- án Karl Stefánsson var hæfilega ólíkur honum sem Ari þó að hann dansaði fullnærri brún paródíunnar. Þórunn Erna Clausen hefur einmitt þann óhefta trylling og æskuóþol í röddinni sem þarf til að skila þessu fagra og miskunnarlausa barni nátt- úrunnar. Í heild var leikstjórn Viðars Egg- ertssonar mjög vel unnin, leikurinn fínlega stilltur eftir því sem atriðin kölluðu á, allt frá blæbrigðaríkri frá- sögn sögumannanna yfir í óþol æsk- unnar og á stundum tryllta örvænt- ingu enda vandmeðfarið að missa ekki verkið út í háðslega útmálun á „bernskubreki“ Halldórs frá Lax- nesi. Bjarna Jónssyni hefur þvert á móti tekist að vera verkinu trúr, jafnt þeirri sögu sem kom út fyrst skáldsagna Halldórs árið 1919 og verkinu eins og það er í huga okkar í dag sem upphafið að miklu höfund- arverki. Hér er kjarninn skilinn frá hisminu og haldið upp í ljósið svo áheyrendur geti virt hann fyrir sér í vantrú á að svo lítið fræ ætti eftir að bera svo ríkulegan ávöxt. Æði æskunnarLEIKLISTÚtvarpsleikhúsið Höfundur skáldsögunnar Barn náttúrunn- ar: Halldór Kiljan Laxness. Höfundur leik- gerðar: Bjarni Jónsson. Leikstjóri: Viðar Eggertsson. Höfundur lags við ljóðið Dáið er allt án drauma: Jón Þórarinsson. Önn- ur tónlist, útsetningar og píanóleikur: Gunnar Gunnarsson. Hljóðstjórn: Grétar Ævarsson. Leikarar: Árni Tryggvason, Björgvin Franz Gíslason, Guðmundur Ólafsson, Guðrún Þ. Stephensen, Ingvar E. Sigurðsson, Steindór Hjörleifsson, Stefán Karl Stefánsson og Þórunn Erna Clausen. Frumflutt sunnudag 21. apríl; endurtekið að kvöldi fimmtudags 25. apríl. DÁIÐ ER ALLT ÁN DRAUMA Bjarni Jónsson Sveinn Haraldsson RAGNHEIÐUR Gestsdóttir hlaut Barnabókaverðlaun fræðsluráðs fyrir bestu frumsömdu barnabók- ina við athöfn sem fram fór í Höfða í gær. Bókin heitir „40 vikur“ og Mál og menning gefur út. Verðlaun fyrir bestu þýðingu barnabókar hlaut Friðrik Erlingsson fyrir þýð- ingu sína á bókinni „Tsatsiki og mútta“ eftir Moni Nilsson- Brännström sem bókaútgáfan Ið- unn gefur út. „40 vikur“ fjallar um Sunnu sem er að ljúka vorprófum í 10. bekk. Sunna er fyrirmyndarnemandi og stolt foreldra sinna. Framtíðin er björt og frjáls menntaskólaárin framundan. Til stendur að fara í óvissuferð til að fagna próflokum en þegar upp kemst um prófsvindl tveggja óprúttinna skólafélaga Sunnu, blæs skólastjórinn ferðina af. Þetta kvöld dregur dilk á eftir sér því Sunna verður ólétt eftir bekkjarbróður sinn. Í umsögn dóm- nefndar segir að bókin lýsi á nær- færinn hátt hvernig það er fyrir sextán ára stelpu að verða ólétt og eignast barn. Bókin er laus við að vera öfgakennd og lýsir sálarlífi og aðstæðum unglings í þessari erfiðu stöðu án þess að fordæma eða upp- hefja það sem gerst hefur. Um þýðingu Friðriks Erlings- sonar segir m.a.: „Tsatsiki og mútta“ eftir Moni Nilsson- Brännström kemst einkar vel til skila í þýðingu Friðriks Erlings- sonar. Sagan sjálf er bráð- skemmtileg en hún segir frá Tsats- iki, 8 ára strák, sem heitir eftir pottrétti og býr með múttu sinni. Friðrik kemur bæði sögunni sjálfri og stemningunni í kringum mæðginin vel til skila. Bókin er lip- ur aflestrar, textinn hnitmiðaður og orðfærið dregur fram kímnina sem jafnan er stutt í. Þetta er í 30. sinn sem fræðslu- yfirvöld í Reykjavík veita höf- undum og þýðendum barna- bókaverðlaun. Alls bárust nefndinni 59 barna- og unglinga- bækur sem út komu á árinu 2001; 28 frumsamdar og 31 þýdd. Í úhlut- unarnefndin sitja Sigrún Elsa Smáradóttir formaður, Guðrún Pétursdóttir og Kristrún Ólafs- dóttir. Bókin 40 vikur hreppir verðlaun Morgunblaðið/Þorkell Barnabókaverðlaun fræðsluráðs voru afhent í gær. Með verðlaunahöfunum, Friðriki Erlingssyni og Ragnheiði Gestsdóttur, eru Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri, Guðrún Pétursdóttir og Sigrún Magnúsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.