Morgunblaðið - 25.04.2002, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 25.04.2002, Qupperneq 35
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 2002 35 TÍU ástríðuþrungnir óperudropar er heiti sýningar Nemendaóperu Söngskólans í Reykjavík. Frumsýn- ing verður í dag í sal skólans, Smár- anum. Þetta er 16. verkefni Nem- endaóperunnar, en hún hefur starfað á vegum Söngskólans frá árinu 1982. Sýningin er gamansöm og fjöl- breytt, og droparnir tíu koma víða að. Sopinn hefst á ljúfum tónum Töfraflautunnar og sögunni um Brúðkaup Fígarós eftir Mozart, en þaðan er haldið í annað brúðkaup, Leynibrúðkaupið eftir Cimarosa. Á eftir koma Falstaff eftir Verdi, sem að eigin áliti er kvennagull í meira lagi, og Leonora eftir Beethoven, sem leynist í karlmannsgervi undir nafninu Fídelíó, og síðast en ekki síst, blandast sígaunastúlkan fagra Carmen, og vinir hennar í smygl- aragenginu inn í söguþráðinn. Atriðin eru bæði leikin, með ís- lenskum texta og sungin í sinni upprunalegu mynd á upprunalegu tungumáli. Þetta gerir sýninguna aðgengilega fyrir þá sem ekki skilja óperutextana. Tónlistarund- irbúning annast þeir Garðar Cortes og Richard Simm, sem einnig leikur með á píanó. Leikgerð og leikstjórn er í höndum Ólafs Guðmundssonar. Nemendur óperudeildar hafa allan veg og vanda af sýningunni, sjá um leikmuni og búninga og syngja öll einsöngshlutverk. Veturinn gjöfull á karlmenn Ólafur Guðmundsson segir að söngatriðin hafi verið æfð hvert í sínu lagi, en á sýningunni séu þau tengd með leiknum atriðum. „Krakkarnir þýddu sjálfir óp- erutextana, og þeir eru leiknir á ís- lensku milli söngatriðanna. Þetta hefur verið mjög skemmtileg vinna, og góð þjálfun fyrir krakkana í leik. Þau nálgast þannig atriðin út frá atburðum og aðstæðum í óp- erunni eins og leikarar gera. Mér finnst alveg frábært að hafa söng- inn inn í þessu, og mjög gefandi að vinna með þessum krökkum. Eins og við setjum þetta upp, þá held ég að fólk fái líka meira út úr sungnu atriðunum. Ég setti upp sýningu Nemendaóperunnar í fyrra líka og sjálfur er ég að ná betra sambandi við óperuformið og það er mjög gefandi að upplifa það. Ég hlustaði ekki mikið á óperu áður, en hugur minn hefur opnast fyrir því.“ Sig- urlaug Jóna Hannesdóttir og Haf- steinn Þórólfsson eru meðal söngv- aranna sem þaka þátt í uppfærslunni. Hafsteinn syngur í atriðum úr Carmen og Brúðkaupi Fígarós, en Sigurlaug syngur í at- riðum úr Töfraflautunni, Fídelíó og Brúðkaupi Fígarós. Þau segja upp- færslurnar ár hvert svolítið mið- aðar við það hve margir karlmenn eru til taks, en þessi vetur hefur verið óvenju gjöfull á karlsöngvara segja þau. „Það eru margir góðir strákar núna að koma af miðstigum og upp, þannig að þetta lofar allt góðu. Þeir voru of fáir í fyrra.“ Þau eru bjartsýn á framtíðina; bæði stefna á framhaldsnám í útlöndum og finnst framtíðarhorfur söngvara hafa batnað með loforði um Tónlist- arhús og því að Íslenska óperan skuli vera farin að fastráða söngv- ara. „Það er alveg nógu mikið að gera fyrir söngvara og er alltaf að aukast, eins og þessir litlu hópar sem eru að setja upp alls konar verk. Við látum bara reyna á hvað gerist.“ Þau sem syngja eru: Aðalsteinn Bergdal, Dóra Steinunn Ármanns- dóttir, Erna Hlín Guðjónsdóttir, El- ísabet Ólafsdóttir, Gunnhildur Júl- íusdóttir, Hafsteinn Þórólfsson, Helga Magnúsdóttir, Hugi Jónsson, Hulda B. Víðisdóttir, Sibylle Köll, Sigurlaug Jóna Hannesdóttir, Sól- veig Unnur Ragnarsdóttir, Svan- laug Árnadóttir, Þorvaldur Þor- valdsson og Þórunn Marinósdóttir. Tvö brúðkaup og fangelsi Morgunblaðið/Sverrir Söngvarar og aðstandendur sýningar Nemendaóperunnar á Tíu ástríðuþrungnum óperudropum. Sýnt verður í sal skólans. ÍSLENSKT söngvasafn, „Fjár- lögin“, var gefið út 1915 en fyrr, eða 1911, hafði „Íslensk söngbók“, þ.e. textabók, verið gefin út, svo að und- irbúningur þessa verks hefur að öll- um líkindum náð nokkuð nær alda- mótunum, eða hafist vel fyrir 1910. Því er þetta rifjað upp, að fyrsta við- fangsefnið á vorsöngvagleði kórs Menntaskólans við Hamrahlíð sl. sunnudag var lag Inga T. Lárusson- ar við kvæði Páls Ólafssonar, Ó, blessuð vertu sumarsól. Sé gert ráð fyrir því, að upphaf þess verks að safna saman sönglögum í Íslenskt söngvasafn megi miða við árið 1910, er ljóst, að Ingi T. Lárusson (1892–1946) hefur þá, 18 ára að aldri, nokkru fyrr lokið við að semja þetta fallega lag. Sag- an segir, að hann hafi verið níu ára er hann samdi lagið, en hvað sem satt kann að reyn- ast í þeirri sögu er víst, að hann var tónskáld af Guðs náð, gefinn sá „söngur í hjarta“ er knýr fram andsvar þeirra er á hlýða, svo allir vilja syngja með. Það var einmitt þessi undarlega og hjartnæma söng- gleði sem Þorgerður náði að laða fram og upphófst með lagi Inga Tómasar og vakti þessi sönggleði með söngfólki og tónleikagestum út alla tónleikana. Meðal laga sem und- irritaður man sérstak- lega eftir er Vængjatök, fallegt lag eftir Atla Heimi Sveinsson, Bráð- um kemur betri tíð, bráðsnjallt lag og vel út- sett eftir Jóhann G. Jó- hannsson, og Fjallkon- an eftir Sigfús Einars- son, eitt af þeim lögum sem ekki hafa notið vin- sælda en syngst samt vel. Af klassískum við- fangsefnum var Ís- lenskt vögguljóð á hörpu eftir Jón Þórar- insson, Ríður, ríður hof- mann eftir Atla Heimi, Brennið þið vitar eftir Pál Ísólfsson og tvær útsetningar eftir Róbert A. Ottósson, Vinaspegill og Björt mey og hrein. Seinni hluti efnisskrár var byggð- ur á erlendum söngverkum, Myndir úr Matrafjöllum eftir Kodály er við- kvæm tónsmíð og var á köflum vel sungin og sama má segja um evr- ópsku þjóðlögin, sem öll voru fallega flutt og af innileik, eins og t.d. Salley Gardens og japanska þjóðlagið Sak- ura. Þó var bestur hljómurinn í 16. aldar lögunum, Au joli bois eftir Charles Tessier (1550), franskan lútuleikara og tónskáld, en eftir hann liggja tvær söngvabækur (1597 og 1604), Ecce quam sit, madrigala eftir óþekktan höfund, og O occhi, manza mia eftir Orlando di Lasso. Til að fagna vorinu enn frekar lauk tónleikunum með því að allir sungu saman Ó, blessuð vertu sumarsól. Allur söngur kórsins var þrunginn sönggleði, elsku og listfengi Þor- gerðar, sem óf sig um hugi allra á tónleikunum, þar sem æskan, feg- urðin og vorið eru fyrirheit framtíð- ar, þar sem ei slær á skugga er dapr- ar söng manna. Sönggleði, elska og listfengi TÓNLIST Hátíðarsalur MH Kór Menntaskólans í Hamrahlíð hélt vortónleika í sal skólans og flutti íslenska og erlenda söngva um vorið og ástina, undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. Sunnudaginn 21. apríl. KÓRTÓNLEIKAR Jón Ásgeirsson Þorgerður Ingólfsdóttir LEIKFÉLAG Mosfellssveitar frumflytur í kvöld kl. 20 í Bæjarleik- húsinu leikdagskrá sem Birgir Sig- urðsson hefur tekið saman úr verk- um Halldórs Laxness, og sér Birgir jafnframt um leikstjórn. Þá frum- flytur Álafosskórinn sjö lög eftir Helga Einarsson við ljóð skáldsins. Leikfélag Mosfellssveitar var stofnað árið 1976 og hefur oft áður flutt valda kafla úr verkum Halldórs Laxness, einnig setti það upp leik- gerð af Innansveitarkronikunni. Fluttir verða valdir kaflar úr Brekkukotsannál, Í túninu heima og Innansveitarkroniku. Flytjendur eru Lárus Vilhjálms- son, Herdís Þorgeirsdóttir, María Guðmundsdóttir, Guðrún Esther Árnadóttir, Magnús Guðfinnsson, Böðvar Sveinsson, Davíð Örn Krist- ínarsson, Reynir Már Valgarðsson, Pétur Bjarnasson, Pétur Pétursson, Hreindís Garðarsdóttir, Helga Gunnarsdóttir, Alexander Einar Hauksson. Lýsingu hannar Alfreð Sturla Böðvarsson og leikhljóð Pétur Ein- arsson. Næstu sýningar verða á laugar- dag og sunnudag, kl. 17 báða dagana. Aðgangur er ókeypis. Brot úr verkum Laxness í BæjarleikhúsinuBörn velja bestu barna- bókina Á SUMARDAGINN fyrsta verður opið í öllum söfnum Borgarbóka- safns Reykjavíkur og er það sum- argjöf safnsins til reykvískra fjöl- skyldna. Þá verður verðlauna- afhending kl. 15.30 fyrir bestu íslensku barnabókina og best þýddu bókina, að mati barna, í að- alsafni Borgarbókasafns, Tryggva- götu 15. Undanfarna mánuði hefur Borg- arbókasafn boðið börnum á aldr- inum 6–12 ára að taka þátt í vali á bestu bók ársins 2001 og tóku 11.600 börn þátt í valinu. Barnabókaverðir safnsins verða til ráðgjafar um val á lesefni fyrir börn og unglinga í dag. BÖRN og bækur – Íslandsdeild IBBY efnir til samkomu á morgun, kl. 14, þar sem árlegar viðurkenn- ingar félagsins, sem kenndar eru við vorvindana, verða veittar fyrir menningarstarf í þágu barna og ung- linga. Einnig verður sungið og leikið fyrir börnin. Vorvindar í Norræna húsinu DAGSKRÁ tileinkuð rithöfundinum Astrid Lindgren verður í verslun Máls og menningar, Laugavegi 18, í dag, frá kl. 12-17. Leikhópurinn Júlíurnar úr Kramhúsinu leik- ur valin atriði úr Emil í Kattholti og Línu langsokki á klukkutíma fresti allan dag- inn. Eftirtaldir lesarar lesa uppá- haldskafla úr bókum Lindgren: Nanna Kristín Magnúsdóttir leikkona les úr bók- inni Börnin í Ólátagarði kl. 12. Gunn- ar Eyjólfsson leikari les úr bókinni Bróðir minn Ljónshjarta kl. 13 og Margrét Pétursdóttir syngur lög úr uppfærslu Þjóðleikhússins á Emil í Kattholti. Dagur B. Eggertsson les úr bókinni Bróðir minn Ljónshjarta kl. 14. Herdís Egilsdóttir les úr bók- inni Ronja ræningjadóttir kl. 15. Gísli Marteinn Baldursson les úr bókinni um Línu langsokk kl. 16 og Guðmundur Ólafsson leikari og rit- höfundur syngur lög úr sýningu Leikfélags Reykjavíkur á Ronju Ræningjadóttur. Astrid Lind- gren-dagur í MM Astrid Lindgren SÍÐASTA sýning á Önnu Kareninu eftir Lev Tolstoj verður á Stóra sviði Þjóðleikhússins annað kvöld, föstu- dagskvöld. Með hlutverk Önnu fer Margrét Vilhjálmsdóttir og Stefán Jónsson leikur Levin. Elskhuga Önnu, Vronskí greifa, leikur Baldur Trausti Hreinsson. Jóhann Sigurð- arson leikur eiginmann hennar Kar- enin. Aðrir leikarar í sýningunni eru Brynhildur Guðjónsdóttir, Kjartan Guðjónsson, Kristbjörg Kjeld, Ragnheiður Steindórsdóttir, Þórunn Lárusdóttir og Þröstur Leó Gunn- arsson. Leikstjóri sýningarinnar er Kjart- an Ragnarsson. Morgunblaðið/Ásdís Margrét Vilhjálmsdóttir og Baldur Trausti Hreinsson í hlut- verkum sínum. Anna Karen- ina kveður sviðið ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.