Morgunblaðið - 25.04.2002, Page 36
LISTIR
36 FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
LÚÐRASVEIT Verkalýðsins heldur sína ár-
legu vortónleika í dag, sumardaginn fyrsta, kl.
16.15.
Þetta eru 49. vortónleikar sveitarinnar og
er vettvangur þeirra ekki hefðbundinn, frekar
en oft áður, því lúðrasveitin leikur á verkstæði
Vélamiðstöðvar Reykjavíkur, Gylfaflöt 9. Tón-
leikarnir eru helgaðir tónlist frá Rússlandi og
Sovétríkjunum sálugu og verða jafnt leikin
þekkt verk rússnesskra tónbókmennta sem og
gleymd baráttutónlist frá tíma Sovétríkjanna.
Yfirskrift tónleikanna er „Þar sem sólin
aldrei sest“ og meðal verka á efnisskránni eru
Konsert fyrir básúnu og blásarasveit eftir
Rimsky Korsakoff, þar sem Ingi Garðar Er-
lendsson leikur einleik; Dans sovésku sjólið-
anna eftir Gliere og Mars Sovét-æskunnar eft-
ir Tulikov og fleiri verk sem horfið hafa af
efnisskrám hljómsveita með falli Sovétríkj-
anna.
Í hléi verður kaffisala til styrktar ferðasjóði
sveitarinnar.
Eins og ævinlega er aðgangur að tónleikum
Lúðrasveitar Verkalýðsins ókeypis.
Lúðrasveit Verkalýðsins á vortónleikum
Rússneskir
verkstæðistónleikar
Morgunblaðið/Kristinn
Lúðrasveit Verkalýðsins á æfingu í húsakynnum sínum.
Fimmtudagur –
Sumardagurinn fyrsti
Bókabúð Máls og menning-
ar, Laugavegi 18. Kl. 12–17:
Dagskrá til heiðurs Astrid
Lindgren.
Norræna húsið. Kl. 14: Sam-
tökin Börn og bækur, Íslands-
deild IBBY, veita árlega Vor-
vindaviðurkenningu sína fyrir
menningarstarf í þágu barna.
Borgarbókasafn – Aðalsafn
í Grófarhúsi. Kl. 15.30: Viður-
kenning fyrir bestu barnabók
ársins 2001 að mati 6–12 ára
barna.
Borgarbókasafn
Barnabókaverðir safnsins
verða til ráðgjafar um val á les-
efni fyrir börn og unglinga í eft-
irtöldum söfnum: Gerðubergi
kl. 13–16. Foldasafn kl. 13–16.
Kringlusafn kl. 13–16. Selja-
safn kl. 14–16. Sólheimasafn
kl. 14. Guðmundur Ólafsson
rithöfundur og leikari les úr
bók sinni Lísa og galdrakarlinn
í Þarnæstugötu. kl. 13–16.
Hamrar, Ísafirði. Kl. 20:
Bráðum kemur betri tíð er yf-
irskriftin á Laxnesshátíð sem
Tónlistarskóli Ísafjarðar og
Menntaskólinn á Ísafirði sam-
einast um. Lesið verður úr
verkum Halldórs og flutt verð-
ur tónlist tengd skáldinu.
Laxnesshátíð
í Mosfellsbæ
Gljúfrasteinn. Kl. 9: Göngu-
leiðir í Mosfellsdal. Gengið frá
Gljúfrasteini undir leiðsögn
Bjarka Bjarnasonar. Góður
skóbúnaður æskilegur.
Listahátíð barna
og ungmenna í Mosfellsbæ
Opið hús verður í Lágafells-
skóla og Varmárskóla kl. 10–
12.
Leikskólarnir Hulduberg,
Reykjakot, Hlaðhamrar, Hlíð
og Birkibær kl. 10–16.
Skrúðganga barna verður
frá leik- og grunnskólum
Mosfellsbæjar kl. 12.30–13.30.
Gengið að Bæjarleikhúsinu við
Þverholt og þaðan að Íþrótta-
miðstöðinni að Varmá.
Hátíðadagskrá
barna og ungmenna
Íþróttamiðstöðin að Varmá
kl. 14–15. Kór leikskólabarna.
Nemendur allra skóla bæjarins
syngja, spila og lesa upp.
Skólahljómsveit Mosfellsbæj-
ar.
Bæjarleikhúsið
við Þverholt.
Kl. 20: Leikfélag Mosfells-
sveitar frumflytur dagskrá úr
verkum Halldórs Laxness í
samantekt Birgis Sigurðsson-
ar. Álafosskórinn frumflytur
lög eftir Helga Einarsson við
ljóð skáldsins.
Vika
bókar-
innar
SÍUNG, samtök íslenskra barna-
og unglingabókahöfunda, opnuðu
aðsetur sitt á veraldarvefnum á
dögunum í Gunnarshúsi. Það var
barnabókahöfundur á níræð-
isaldri, Jenna Jensdóttir, sem
opnaði vefinn að viðstöddu fjöl-
menni.
Vefurinn verður vettvangur
fyrir skoðanaskipti og félagsstarf
barna- og unglingabókahöfunda,
en flytur auk þess fréttir og upp-
lýsingar fyrir alla sem hafa
áhuga á þessari bókmenntagrein.
Á vefnum er að finna ýtarlegar
upplýsingar um félaga í samtök-
unum og reglubundið birtast
pistlar sem snerta málefni tengd
barna- og unglingabókum.
Hönnuður og vefstjóri er Anna
Heiða Pálsdóttir.
Í undirbúningi er ensk útgáfa
vefjarins.
Í bókavikunni eru birt á vefn-
um sýnishorn og textabrot úr
þeim fjölbreyttu verkum sem höf-
undarnir eru að vinna að þessa
dagana.
Slóðin á Netinu er www.rsi.is/
siung.
Jenna Jensdóttir opnar vefinn. Með henni er Iðunn Steinsdóttir.
Jenna Jensdóttir
opnar vef SÍUNG
LEIKFÉLAGIÐ á Sólheimum í
Grímsnesi frumsýnir Hárið í dag,
sumardaginn fyrsta, undir leik-
stjórn Eddu Björgvinsdóttur. Sýn-
ingar verða tvær, kl. 14 og kl. 20.
Leikfélagið, sem er 71 árs, hefur
á að skipa fötluðum og ófötluðum
leikurum og gerðar eru sömu kröf-
ur til allra. Í leiksýningunni taka
þátt 53 leikarar sem eru á aldr-
inum 3ja–69 ára. Einnig taka þátt í
verkinu skiptinemar sem dvelja á
Sólheimum og eru þeir víðs vegar
að úr heiminum. Á hverri sýningu
verður leynigestur, kunnur leikari
eða söngvari sem mun óvænt
stökkva upp úr sæti sínu í salnum
og taka eitt lag með hópnum. Það
verður nýr leynigestur á hverri
sýningu.
Nemendafélag Fjölbrautaskól-
ans í Breiðholti, sem setti nýverið
upp Hárið, hefur aðstoðað Sól-
heimafólkið og lánað ýmislegt úr
sínum fórum varðandi sýninguna.
Uppselt er þegar á fyrri frum-
sýninguna. Miðaverð er kr 500 fyr-
ir fullorðna og 25 krónur fyrir
börn 6–12 ára.
Aðrar sýningar á Hárinu í
íþróttaleikhúsinu á Sólheimum
verða laugardaginn 27. apríl,
sunnudaginn 28. apríl og miðviku-
daginn 1. maí. Sýningarnar hefjast
kl. 16.
Hárið sett
upp á Sól-
heimum
Morgunblaðið/Sig. Jóns.
Leikarar Leikfélags Sólheima á sviðinu á einni æfingunni á dögunum.
Selfossi. Morgunblaðið.
KAMMERHÓPUR Salarins –
„KaSa“ á nýlegu prenti – efndi til tón-
leika í fimmtu Tíbrárröðinni sl.
sunnudag. Því miður við slakari að-
sókn en efni stóðu til. Það er eins og
hafi komið aukið los á fólki um helg-
arsíðdegin, nú þegar bæði er farið að
birta og hlýna fyrir alvöru. Engin var
heldur matarkynningin til aðlöðunar
að þessu sinni. Og m.a.s. hinn marg-
fróði tónlistarspjallari Atli Heimir
Sveinsson þóttist ekkert vita um
verkefni dagsins og lét nægja að
spinna sig áfram á almennum nótum
um land og höfunda. Sem var svolítið
miður hvað verkin snerti, enda stóð
ekki aukatekið orð um þau í tónleika-
skránni. Ekki einu sinni þáttarheita
var getið. Verkin áttu betra skilið, því
þó að ekkert atriða dagsins teldist
kannski meðal öndvegissmíða sígildra
kammerbókmennta, voru tékknesku
tónskáldin þrjú, með Dvorák í broddi
fylkingar, samt í fremstu röð á sínum
tíma, og músíkin reyndist bæði
áheyrileg og vel flutt.
Líkt og Mussorgsky lét Leoš Janá-
èek (1854–1928) mótast í lagferli af
hrynjandi og inntónun móðurmálsins.
Úr þríþættu svítu hans fyrir selló og
píanó, Pohádka (ævintýri), voru leikn-
ir tveir. Svítan mun frá árinu 1910;
sérlega ljóðræn og falleg tónlist með
fífusveifu impressjónísku yfirbragði,
sem lyftist enn meir í seinni þættinum
með ámóta fisléttum tökum Bryndís-
ar Höllu og Peters Máté. Allmikið var
plokkað á knéfiðluna, og vakti nokkra
eftirtekt hvað fortissimó-„pizzið“ á
háa A-strenginn svarraði furðusterkt
við háls, svo minnti nærri á indversk-
an sítar. Næst var Tríó fyrir flautu,
selló og píanó eftir Bohuslav Martinu
(1890–1959). Verkið var afar aðgengi-
legt, vakurt og „gallískt“ að skapgerð
– til marks um hvað höfundur dvaldi
lengi í París, tónlistarhöfuðborg
heimsins á millistríðsárum. Martinu
hefur reyndar þótt nokkuð mistækur,
enda afköstin ekki skorin við nögl, en í
beztu verkunum nær hann að halda
bæði léttlyndu fasi og athygli hlust-
andans. Það er meira en hægt er að
segja um marga kammerhöfunda ný-
klassísismans. Átti téður kostur einn-
ig vel við þetta verk frá seinni stríðs-
árum, nema e.t.v. í lokaþætti (III.),
þar sem teygðist ögn úr andagiftinni.
Þau Áshildur Haraldsdóttir, Bryndís
Halla og Peter túlkuðu ósvikinn „bon
vivant“ gáskann með snöfurlegum
elegans, og ekki sízt gustaði af flautu-
leik Áshildar, er leiddi hugann að
hressari augnablikum frönsku flautu-
kompónistanna Françaix og Jolivets.
Píanótríó Antoníns Dvoráks í g-
moll var samið 1876, tveim árum áður
en hann sló loks alþjóðlega í gegn með
hljómsveitarútgáfu Slavnesku dans-
anna. Af fjórum þáttum þess sögðu
síðustu tveir manni mest. Í III. þætti
(Scherzo?) vakti athygli sérkennilega
ósamhverf hendingaskipan (þ.e.a.s.
sitt hvorum megin við sallareglulegan
Tríókaflann), þar sem 6/8 og 9/8 virt-
ust skiptast á í sífellu. Hinn polka-
kennt dillandi lokaþáttur iðaði af fjöri
og óviðjafnanlegu ferska lagferli
tékkneska meistarans. Sigrún Eð-
valds, Bryndís Halla og Miklós Dal-
mey áttu hér sannkallaðan stjörnu-
samleik. Voru báðir þættir fluttir af
smitandi krafti, innlifun og snerpu,
eða á vondu en útbreiddu máli: tón-
listin var „fíluð í botn“.
Þrír meistarar
TÓNLIST
Salurinn
Janaèek: Dúó fyrir selló og píanó (Poh-
ádka). Martinu: Tríó í F dúr fyrir flautu,
selló og píanó. Dvorák: Tríó fyrir fiðlu,
selló og píanó í g Op. 26. Kammerhópur
Salarins: Sigrún Eðvaldsdóttir, fiðla; Ás-
hildur Haraldsdóttir, flauta; Peter Máté,
Miklós Dalmay, píanó; Bryndís Halla
Gylfadóttir, selló. Tónleikaspjall: Atli
Heimir Sveinsson. Fimmtudaginn 18.
apríl kl. 19:30.
KAMMERTÓNLEIKAR
Ríkarður Ö. Pálsson