Morgunblaðið - 25.04.2002, Side 40

Morgunblaðið - 25.04.2002, Side 40
MENNTUN 40 FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ IÐNAÐURINN þarf að finnaleiðir til að kynna ungu fólkimöguleikana á góðri framtíðmeð vali á námi í iðngrein, að mati Ole Christensen, ráðgjafa hjá Dansk Industri. Hann sagði frá því hvernig danskur iðnaður laðar ungt fólk að iðnnámi, en þörf er á slíkum aðferðum því iðnmenntun býr af einhverjum ástæðum við fordóma hér á landi. Reyndin er að góðir iðn- aðarmenn vinna metnaðarfull, krefj- andi og vel launuð störf. Ungt fólk, sem leitar sér að haldgóðri mennt- un, á að eiga góða framtíð fyrir sér á sviði iðnmenntunar. Ef framboð verður ekki nægilegt í framtíðinni af iðnmenntuðu fólki blasir við að störf iðnmenntaðra munu í auknum mæli flytjast til útlanda. Ole flutti erindi á mánudaginn á málþingi Samtaka iðnaðarins „Er iðnmenntun óþörf eða órjúfanlegur hluti þekkingarsamfélagsins?“ , en það var m.a. haldið til að knýja stjórnvöld til að auka veg iðnmennt- unar í landinu. Samtök iðnaðarins vilja einnig vekja athygli ungs fólks á þörfinni fyrir iðnmenntað fólk, en sveinsprófum hefur fækkað jafnt og þétt frá árinu 1980, þótt eftirspurn eftir iðnmenntuðu fólki hafi á sama tíma aukist jafnt og þétt (sjá kort). Málið er strand „Mikilvægi góðrar iðnmenntunar hefur aldrei verið jafnaugljóst og nú,“ sagði t.d. Ingólfur Sverrisson, deildarstjóri Samtaka iðnaðarins, „og má raunar halda því fram að hún sé ein af þeim undirstöðum sem nútímalífskjör og velferð byggist á. Nú er runninn upp sá tími að setja þarf hæfilega blöndu af bókviti og verkviti í askanna – það gera alltént þær þjóðir sem vegnar best og bjóða þegnum sínum lífskjör sem við sækjumst eftir.“ Ingólfur velti því hins vegar fyrir sér hvenær verknámið kæmist á flug í samfélaginu, eins og fram- haldsskólalögin frá 1996 gefa því færi á. Hann sagði að samstarf starfsgreinaráða atvinnulífsins og menntamálaráðuneytisins hefði gengið vel, en málin strand. „Þegar til þess dregur að koma hinum nýju námskrám til framkvæmda í skól- unum og á vinnustöðunum. Þá fyrst reynir á framkvæmda- og fjárveit- ingavaldið,“ sagði hann. Ingólfur sagði frá mikilli undir- búningsvinnu fræðsluráðs málmiðn- aðarins og menntamálaráðuneytis- ins um að fræðsluráðið tæki að sér rekstur væntanlegs kjarnaskóla greinarinnar við Borgarholtsskóla. Allir lögðust á eitt og eftir þriggja ára vinnu voru á síðasta hausti lögð fyrir þáverandi menntamálaráð- herra sameiginleg samningsdrög að rekstri Málm- og véltækniskóla Ís- lands. En „ævintýrið endaði út í mýri þar sem svo margt skemmtilegt er að gerast þessa dagana,“ sagði Ing- ólfur, því menntamálaráðherra þá- verandi hætti við áformin og trún- aðarbrestur varð milli manna. Það túlkar Ingólfur sem endurspeglun á almennu og ríkjandi skilningsleysi á þýðingu iðn- og verknáms í nútíma- samfélagi, en ekki bundið við eina eða fáar persónur sem fara með völdin hverju sinni. Málið er alvar- legt vegna þess að af einstökum iðn- greinaflokkum var málmiðnaðurinn kominn einna lengst í því að skil- greina þarfir sínar fyrir framtíðar- fyrirkomulag menntunarinnar, og átti Málm- og véltækniskólinn að vera hornsteinn þess. Að uppfylla þarfir Lög um framhaldsskóla frá 1996 eru talin góður grunnur að nýsköp- un í menntun iðnaðarmanna. 14 starfsgreinaráð, sem skilgreina eiga þarfir atvinnulífsins fyrir menntun, hafa starfað undanfarin ár og í ráð- unum sitja fulltrúar atvinnulífsins í meirihluta. Þar hefur gætt mikils óþols vegna þess hve hægt hefur gengið að koma á nýjum námskrám og nýjum kennsluháttum í skólum, að mati Inga Boga Bogasonar hjá Samtökum iðnaðarins. „Þetta óþol atvinnulífsins stafar af því að á sama tíma og iðntækninni fleygir fram er viðbragðshraði mennta- málaráðuneytisins of hægur til þess að unnt sé að uppfylla þarfir at- vinnulífsins fyrir menntun við hæfi.,“ segir hann, en um 140 manns sóttu þingið og það staðfestir, að mati Inga Boga, að hér er á ferðinni verkefni sem varðar marga. Samtök iðnaðarins líta á þetta málþing sem fyrsta skrefið í því að bæta iðn- menntunina og fjölga iðnmenntuð- um til samræmis við fjölgun spenn- andi starfa í iðnaði. Hörður Lárusson, deildarstjóri námskrárdeildar menntamálaráðu- neytis, var spurður í hringborðsum- ræðum hverns vegna menntamála- ráðherra hafi hætt við að gera Borgarholtsskóla einan að kjarna- skóla málmiðnaðarins (Málm- og véltækniskóli Íslands), en Hörður sagðist ekki vita það. Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra ávarp- aði þingið í upphafi en þurfti frá að hverfa sökum anna. Hann bað þó um skýr skilaboð frá þinginu, og segja má að þau hafi verið að menntamálaráðuneytið verði að drífa í því að semja við atvinnulífið um framtíð iðnmenntunar, áður en það yrði of seint. Tækin eru fyrir hendi, en eitthvað vantar. Nýliðun veldur áhyggjum Ef til vill kom fram í máli Magn- úsar Þórs Ásmundssonar, fram- kvæmdastjóra framleiðsluferlis Marels, hvað gerist ef sofið er á verðinum. Hjá honum kom fram að Marel gerir ráð fyrir 10–15% vexti á ári næstkomandi ár: „Það er erfitt að sjá hvernig það fer saman við þá öfugu fylgni sem virðist vera við ný- liðun í röðum iðnlærðra, enda veld- ur það okkur hjá Marel verulegum áhyggjum,“ sagði hann. Magnús spurði hverjar yrðu af- leiðingar þess að ekki tækist að manna störf í iðnaði, en fyrirtækin standa frammi fyrir fáum valkost- um og öllum vondum, að hans mati. „Augljósi kosturinn er að tapa verk- efnum til útlanda með þeim verð- mætum sem annars hefðu skapast,“ sagði hann. „Annar kostur er sá að flytja inn erlent vinnuafl eins og gert hefur verið undanfarin misseri í ýmsum iðngreinum. Slíkt felur að- eins í sér tímabundna lausn og skapar ekki metnað eða hefð í ís- lenskum iðnaði. Starfsfólkið tjaldar til skamms tíma og reynslan fer með því aftur yfir hafið. Þriðji kost- urinn, sem felur í sér lausn til langs tíma, er að byggja upp iðnmennta- kerfið til samræmis við það sem gert er í samkeppnislöndum og tek- ur mið af þörfum atvinnulífsins og koma á víðtæku samstarfi um að laða unga fólkið að.“ Magnús sagði einnig að viðhorfs- breytingu þyrfti í þjóðfélaginu gagnvart iðnnámi, og að koma þyrfti þeim skilaboðum til ungs fólks að iðnmenntun sé ekki annars flokks menntun. „Setja þarf iðnað á sama stall og aðra þekkingu og gera þarf iðnmenntun jafnhátt undir höfði og annarri menntun, sem álykta má að mörgum þyki „fínni“.“ Afskipta- eða stefnuleysi um framtíð iðnmenntun- ar er ekki til þess fallið að laða hæfa og metnaðarfulla nemendur að, að mati Magnúsar Þórs. Hagsmunamál Íslendinga Af máli Íslendinganna mátti heyra að þeir söknuðu þessarar hugsunar hér á landi, og af nokkr- um setningum mátti greina ótta um að fremur yrði lagður peningur í þekkingarþorp eða vísindagarða Háskóla Íslands. Þekkingarsam- félag eins og Ísland þarf, að þeirra mati, ekki síður iðnmenntaða starfs- menn en háskólagengna. Menn voru sammála um að um- bætur og framfarir á sviði verk- mennta séu eitt mesta hagsmuna- mál Íslendinga á komandi áratugum, og í erindi Gylfa Einars- sonar, verkefnisstjóra hjá fræðslu- ráði málmiðnaðarins, kom fram að iðnmenntun er jafngildur horn- steinn margra þekkingarfyrirtækja sem ýmis önnur menntun. Góðir iðnaðarmenn vinna metnaðarfull, krefjandi og vel launuð störf, að hans mati, og ungt fólk, sem leitar sér að haldgóðri menntun, á því góða framtíð fyrir sér á sviði iðn- menntunar. Eina ráðið er betri menntun Ole Christensen frá Dansk ind- ustri sagði í áðurnefndu erindi að í Danmörku væri komið virkt sam- starf atvinnulífs, stjórnvalda, náms- ráðgjafa og annarra um að fjölga iðnmenntuðum í Danmörku. Þar gera stjórnvöld sér ljósa grein fyrir því að menntakerfið er hluti af sam- keppnisumhverfi fyrirtækja. Þar er viðurkennt, að mati Ole, að mennta- kerfi sem þjónar vel hagsmunum at- vinnulífsins eigi stóran þátt í auk- inni hagsæld. Gæði menntunar/þekkingar voru til umræðu, og sagði Ole að það væri ef til vill lykillinn: Hann nefndi að nafni hans Ole í Ribe sem væri bæði iðnaðar- og ferðamannabær, ræki þar iðnaðarfyrirtæki sem hefði lent í harðri samskeppni við lönd í Aust- ur-Evrópu eftir að múrinn féll, sök- um launamismunar. Nafni hans á nú fyrirtæki í Póllandi og Eistlandi, en hann yfirgaf ekki Ribe, heldur lagði þar nýja áherslu; meiri gæði. Starfs- mennirnir í Ribe verða að vera bet- ur menntaðir, betri fagmenn. Iðn- menntunin gerir því gæfumuninn, ef hún bregst, tekst ekki að reka þetta 80 manna fyrirtæki í Ribe og fólkið missir vinnuna og bærinn mikilvægt fyrirtæki. Ole sagði að fagmenn í iðnaði verði að fá bestu mögulega menntun og þjálfun starfsævina alla. Hann ráðlagði að lokum að fyrirtæki og skólar reyndu að þróa þægilegar að- ferðir til að veita nemendum innsýn í iðnaðarfyrirtæki, hvaða tækifæri bjóðist, hvers konar líf og laun. Mörgum kæmi þá á óvart hversu eftirsóknarvert slíkt líf væri. „Eina markmiðið er að skapa næstu kyn- slóð forsendur fyrir gott líferni,“ sagði hann að lokum. Iðnmenntun er skapandi þekking Morgunblaðið/Ásdís Gildi iðnmenntunar og tækifæra er vanmetið á Íslandi. Frá málþingi Samtaka iðnaðarins.  Ríkir skilningsleysi á þýðingu iðn- og verknáms í nútímasamfélagi?  Eiga heimamenn að mennta sig eða fá aðra í verkin í íslenskum iðnaði?                         Iðnmenntun/ Kynna þarf ungu fólki tækifærin sem bjóðast í iðnaði á Íslandi, einnig þurfa ráðamenn að semja sem fyrst við atvinnulífið um iðnmenntun áður en það verður of seint. Gunnar Hersveinn sat málþing á mánudag- inn, þar sem iðnaðarmenn lögðu þunga áherslu á alvöru málsins og gildi þessarar menntunar fyrir hagkerfið.  Tómas Ingi Olrich, mennta- málaráðherra, flutti ávarp.  Þekkingarfyrirtækið og iðn- menntun: Gylfi Einarsson, verk- efnastjóri hjá Fræðsluráði málm- iðnaðarins, fjallaði um hlutverk iðnmenntunar í uppbyggingu þekkingarsamfélagsins.  Framhaldsskólalögin – áform og efndir: Ingólfur Sverrisson, deildarstjóri Samtaka iðnaðar- ins, fjallaði um þátt fram- kvæmdavalds og atvinnulífs í framkvæmd laganna.  Stefna menntamálaráðuneyt- isins í iðnmenntun: Hörður Lár- usson, deildarstjóri náms- skrárdeildar, greindi frá áætlun menntamálaráðuneytisins um uppbyggingu iðnmenntunar á næstu árum. Hann fjallaði m.a. um skilgreinar og þarfir starfs- greina í iðnnámi og greindi frá gagnlegum upplýsingum fyrir námsráðgjafa um möguleika til viðbótarnáms í bóklegum grein- um og aðgang að háskólanámi. Einnig um viðurkenningu á námi og starfsreynslu og undanþágur.  Þess vegna fór ég í iðnnám: Jón Ingi Einarsson, raf- eindavirki, verkfræðingur og framkvæmdastjóri RH-nets, sagði frá því hvers vegna hann valdi iðnnám.  Fyrirtækin þurfa fleiri iðn- menntaða. Magnús Þór Ás- mundsson, framkvæmdastjóri framleiðsluferlis Marels, ræddi þörf fyrirtækja fyrir iðnmennt- aða.  Nýliðun í iðngreinum í Dan- mörku. Ole Christensen, ráðgjafi hjá Dansk Industri, sagði frá því hvernig danskur iðnaður laðar ungt fólk að iðnnámi.  Hringborðsumræður. Elín Hirst, fréttamaður, stjórnaði um- ræðum.  Ráðstefnustjóri var Halla Bogadóttir, gullsmiður og stjórn- armaður Samtaka iðnaðarins. Er iðnmenntun óþörf? guhe@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.