Morgunblaðið - 25.04.2002, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 2002 43
Í NÝRRI skýrslu starfshópsum endurmat á deiliskipulagivið Bankastærti og Laugaveger mælt með því að nokkur
aldargömul hús á Laugaveginum
hverfi, ýmist með niðurrifi eða flutn-
ingum. Ennfremur er mælt með að
öðrum gömlum húsum verði breytt
og enn önnur verði varðveitt vegna
menningarsögulegs gildis. Tillög-
urnar endurspegla heildstæða sýn
starfshópsins á ásýnd og yfirbragð
Laugavegar sem verslunargötu, þar
sem sjónarmið uppbyggingar og
varðveislu haldist. Hópurinn telur
að með breyttum áherslum megi
sýna í deiliskipulagi tækifæri til allt
að 85 þúsund fm nýbygginga, í stað
60 þúsund fm. Leggur hópurinn til
að Húsverndarsjóður og/eða Skipu-
lagssjóður taki í ríkari mæli þátt í
endurbótum og viðhaldi verndaðra
húsa og þá verði bílastæðahús við
Laugaveg forgangsverkefni í bíla-
stæðamálum.
Í starfshópnum, sem skipaður var
af borgarstjóra í febrúar sl., sátu
Árni Þór Sigurðsson, formaður
skipulags- og bygginganefndar
Reykjavíkur, Bolli Kristjánsson
kaupmaður, Kristína Einarsdóttir,
framkvæmdastjóri miðborgar, Jó-
hannes S. Kjarval, skipulagssviði,
og Pétur H. Ármansson, bygging-
arlistadeild Listasafns Reykjavík-
ur.
Að mati hópsins er unnt að skapa
verulegt svigrúm til nýrrar upp-
byggingar við Laugaveg án þess að
eyða byggingarsögulegum sérkenn-
um götunnar og þeim lykilbyggin-
um fyrri tíðar sem mest gildi hafa
fyrir ásýnd hennar.
Hús skyggi ekki á sólina
við sunnanverðan Laugaveg
Hópurinn leggur áherslu á og
tekur undir það meginsjónarmið að
deiliskipulagi að hæð bygginga við
sunnanverðan Laugaveg taki mið af
því að sólar geti notið á götunni eins
og frekast er kostur. Miðað er við að
þar verði að jafnaði ein verslunar-
hæð og ein hæð og ris þar fyrir ofan
við götuhlið. Við norðurhlið Lauga-
vegar er hins vegar almennt gert
ráð fyrir hærri og samfelldari bygg-
ingum.
Eftir að hafa farið yfir alla deili-
skipulagsreiti við Bankastræti og
Laugaveg þar sem skoðað var hvaða
tillögur liggja fyrir um uppbygg-
ingu og verndun, og reynt að leggja
mat á það hvernig þær nýtast á að-
alverslunargötunni, setti starfshóp-
urinn fram tillögur um nokkrar
breytingar frá fyrri tillögum sem
eru þessar helstar:
Mælt er með að Þingholtsstræti 4
verið rifið og nýtt hús komi í staðinn
svipaðrar stærðar. Lagt er til að
heimiluð verði uppbygging í Banka-
stræti 12 og að hús á Laugavegi 10
verði hækkað lítillega og stækkað til
vesturs og byggt aftur í lóðina. Lagt
er til að markaður verði bygging-
arreitur fyrir lóð á Laugavegi 19 og
mælt með því að steinbær í baklóð
verði fluttur.
Þá er mælt með því að fallið verði
frá áformum um verndun Lauga-
vegar 33b. Mögulega megi fella hús-
ið inn í nýja byggingu.
Þá er mælt með því að deiliskipu-
lag sýni útlínur mögulegrar ný-
byggingar á lóð Laugavegar 22A
þar sem er að finna eitt af sex stein-
hlöðnum húsum við Laugveg/
Bankastræti. Húsið stendur stakt í
skarði milli tveggja brunaveggja og
er staða þess í umhverfinu veik.
Vernda þarf „gullmola“
Þá er lagt til að Laugavegur 70
víki og í staðinn komi nýbygging.
Starfshópurinn telur upp sjö
„gullmola“ eins og komist var að
orði á blaðamannafundi í gær, sem
ber að varðveita, en þetta eru
Bankastræti 3 og 6, Þingholtsstræti
1, Laugavegur 1, 2, 12 og 64.
Loks er lagt til að tveir reitir fái
sérstaka meðferð en þeir eru
Laugavegur 30 og svokallaður
Timburhúsareitur, sem stendur við
Laugaveg sunnanverðan milli
Frakkastígs og Vitastígs. Á reitnum
gilda ákvæði um verndun byggða-
mynsturs, sem felur í sér að breyt-
ingar á reitnum taki mið af yfir-
bragði byggðarinnar, mælikvarða
og hlutföllum einstakra húsa. Lagt
er til að unnið verði að tillögum að
deiliskipulagi sem taki tillit til þess-
ara sjónarmiða. Jafnframt er lagt til
að skoðað verði að flytja byggðalínu
aðeins sunnar en hún er nú við
Laugaveg 56, 58 og 60 og breikka
þannig gangstéttina og skapa and-
rými og leið fyrir sólarljós. Mikil-
vægt er að fækka akstursleiðum yf-
ir gangstétt á þessum reit en nú er
hægt að aka yfir hana á níu stöðum.
Starfsópurinn leggur til að hæð húsa verði jöfn á Laugaveginum og
skyggi ekki um of á sólina. Á dæminu er borin saman núverandi götu-
mynd og framtíðarsýn við Laugaveg 4–6.
Auka má rými um allt
að 25 þúsund fm með
breyttum áherslum
Bankstræti 3. Steinhlaðið hús á áberandi stað neðst í Bankastræti. „Gullmoli“ sem verði friðaður.
Tillögur starfshóps um endurmat á deiliskipulagi
við Bankastræti og Laugaveg
ykki sitt á
til nefnd-
ra í fram-
mnings á
fjöldi ein-
á og upp-
nefndar-
u voru
greiddar
gar), Ara
einingar),
47.356 kr.
i Eyjólfs-
gar), Þór-
(420 ein-
ni 355.884
Ríkisend-
skrifstofa
eitt þókn-
aginn eftir
Nefndar-
t hana 20.
mkvæmda-
og voru
tmælti
u
mundur B.
ri sendi
málsins
r Sigþórs-
ráðuneyt-
irstjórnar
amkomu-
desember
að. Sam-
borið und-
yrr en um
smanninn
fði verið
ra, en svo
kom inn á
a með eitt
sem hann
1–2 mín-
r um að
aðarráðu-
neytisins mótmælti samkomulaginu
og gerð þess án vitneskju yfirstjórn-
ar. Ennfremur var þeim tilmælum
beint til starfsmannsins að það
þyrfti a.m.k. að afla afstöðu Ríkis-
endurskoðunar til framsals á verk-
efnum og fjármagni til hagsmuna-
aðila, sem ætla mætti að kynni að
vera vanhæfur til að axla þá ábyrgð
sem þarna væri færð á hans herðar.
Ráðuneytisstjóri upplýsti ráðherra
um þessi sjónarmið sín en starfs-
maðurinn upplýsti þá ráðherra að
hann væri ,,búinn að tala við Sigga“.
Ráðuneytisstjóri ítrekaði afstöðu
sína en þurfti svo að hverfa til að
sinna öðrum störfum. Í framhaldinu
skrifaði ráðherra nafn sitt á sam-
komulagið í þeirri trú að fyrirvarar
og áhyggjur ráðuneytisstjóra ættu
ekki við þar sem álit Ríkisendur-
skoðunar lægi fyrir,“ segir m.a. á
minnisblaði ráðuneytisstjórans.
Greinir hann einnig frá því að
hafa fengið skjal í hendur 20. febr-
úar um umræddar þóknanir nefnd-
armanna í framkvæmdanefndinni
og talið að ekki væri allt með felldu.
,,Ráðuneytisstjóri og ráðherra voru
sammála um að samkomulagið frá
28. desember s.l. (sem ráðherra rit-
ar ekki á fyrr en eftir miðjan janúar)
hefði verið kynnt ráðherra á fölsk-
um forsendum og að þarna væri að
eiga sér stað hlutur sem ráðherra
hefði fyrir sitt leyti ekki talið felast í
samkomulaginu,“ segir
ennfremur á minnis-
blaði ráðuneytisstjóra
landbúnaðarráðuneytis-
ins. Segist hann hafa
gengið á fund Guðmund-
ar Sigþórssonar og átal-
ið vinnubrögð hans.
,,Fullyrt hefur verið að um mistök
sé að ræða, formaður nefndarinnar
hafi ætlað að ræða málið frekar inn-
an ráðuneytisins og við ríkisendur-
skoðanda. Ekki ætti að inna af hendi
þessar greiðslur til fulltrúa ríkisins í
nefndinni fyrr en staðfesting lægi
fyrir um að þær mættu fara fram.
Greiðsla var engu að síður innt af
hendi þann 13. febrúar s.l. Athygli
skal vakin á að það er ekki fyrr en
þann 20. febrúar að ráðuneytisstjóri
landbúnaðarráðuneytisins kemst að
því hvað átt hefur sér stað. Þarna á
milli líður heil vika, en á því tímabili
gera Bændasamtökin enga tilraun
til að innkalla greiðslurnar og
starfsmaður landbúnaðarráðuneyt-
isins og formaður nefndarinnar eng-
ar tilraunir til að taka málið upp við
yfirstjórn ráðuneytisins eða Ríkis-
endurskoðanda,“ segir á minnis-
blaði ráðuneytisstjórans
Þá segir hann fulla ástæðu til að
kannað verði hvaða þóknanir aðrar
Bændasamtökin kunni að hafa
greitt fyrir störf varðandi fram-
kvæmd búvörusamninga, búnaðar-
lagasamninga eða annarra verkefna
sem þeim kunni að hafa verið falin
af hálfu ráðuneytisins á undanförn-
um árum.
Hefur ekki brotið neitt af sér
Jón Steinar Gunnlaugsson, lög-
maður Guðmundar Sigþórssonar,
segir að umsögn Ríkisendurskoðun-
ar byggist á einhliða framsetningu
ráðuneytisstjóra landbúnaðarráðu-
neytisins og að gæta hefði átt and-
mælaréttar Guðmundar og fram-
kvæmdanefndarinnar.
,,Ríkisendurskoðun skilaði sinni
umsögn án þess að óska eftir ein-
hverjum skýringum frá Guðmundi
eða Framkvæmdanefnd búvöru-
samningsins, sem hann er formaður
fyrir. Það er af hans hálfu talið í
hæsta máta óeðlilegt og eftir atvik-
um lögbrot að gefa [honum] ekki
kost á að tjá sig um málið áður en
svarið var skrifað,“ segir Jón Stein-
ar.
,,Þetta mál snýst svo sem ekki um
neitt. Ráðherrann hefur ekki talið
að Guðmundur hafi brotið neitt af
sér í starfi. Þarna fóru fram
greiðslur fyrir mistök eftir því sem
nefndarmenn og framkvæmdastjóri
Bændasamtakanna segja. Þær voru
endurgreiddar strax og mistökin
uppgötvuðust. Ég veit ekki um hvað
málatilbúnaðurinn snýst. Kannski
er verið að halda því fram að Guð-
mundur og hinir embættismennirn-
ir tveir hafi haft í hyggju að taka sér
fjármuni að ólögum? Ef því er hald-
ið fram, þá var nú heldur klaufalega
að því staðið því það hefði þá verið
gert undir eftirliti Ríkisendurskoð-
unar sem endurskoðar allt þetta
fjárhald. Það er augljóst að þessi
greiðsla var gerð fyrir mistök. Það
er ákvörðun kjaranefndar hvort
embættismenn í stjórnarráðinu fái
greitt fyrir störf í svona nefndum.
Það vissu það allir að það gat ekki
orðið um neinar greiðslur fyrir þessi
nefndarstörf að ræða nema kjara-
nefnd legði blessun sína yfir það.
Guðmundur hefur ekki brotið neitt
af sér og það er ekki að sjá að ráð-
herrann telji að hann hafi gert það.
Ég get ekki betur séð en að málið sé
úr sögunni,“ sagði Jón Steinar.
Missagnir og dylgjur
Sigurgeir Þorgeirsson segir þetta
mál hafa sprottið af misskilningi.
„Eins og ég skýrði rík-
isendurskoðanda strax
frá, þegar umrætt mál
kom upp, voru það mis-
tök af minni hálfu að
greiðslur skyldu ganga
til fulltrúa ríkisins í
Framkvæmdanefnd búvörusamn-
inga. Þau mistök voru strax leiðrétt
þegar þau urðu ljós. Missagnir og
dylgjur um annað, sem fram koma í
minnisblaði ráðuneytisstjóra land-
búnaðarráðuneytisins eru tilhæfu-
lausar,“ sagði hann.
trúnaðarbrest
mbættismanna
herra segir trúnaðarbrest
naðarráðuneyti. Guðmundur
tarfa í Brussel. Lögmaður
notið andmælaréttar við
greiðslu þóknunar til
efnd búvörusamnings.
Morgunblaðið/Ómar
amtaka Íslands felur Framkvæmdanefnd um
s. skráningar á greiðslumarki.
darlaun sem fulltrúar ríkis í
amning fengu fyrir mistök
Framkvæmda-
stjóri BÍ segist
bera ábyrgð á
mistökum