Morgunblaðið - 25.04.2002, Page 47

Morgunblaðið - 25.04.2002, Page 47
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 2002 47 Hann batt eigi bagga sína sömu hnútum og samferðamennirnir, hann afi minn. En þetta voru sterkir hnútar og góðir, hnút- arnir hans afa. Ég man eftir afa þar sem hann sat á kollinum sínum við eldhúsglugg- ann. Hann var með risavaxnar hend- urnar uppi á eldhúsborði. Svo kreppti hann saman iljarnar, hallaði sér fram, glennti upp augun og horfði stríðnislega á mann og skellihló svo að manni. Ég man þegar maður fór með afa á pallbílnum að leita að týndum rollum. Hann afi keyrði iðulega á röngum vegarhelmingi og hlustaði svo ekkert á mann þegar maður benti honum á að það væru bílar að nálgast. Svo komum við auga á einhverjar flökku- kindur og mér var sagt að fara út úr bílnum og ná í þær. Ég stökk út í mó- ann og stóð þar ráðvillt. Kindurnar hlupu út um allar trissur og afi ók meðfram girðingunni, flautandi og kallandi á mig: „Hlaupa! Hlaupa!“ Svo man ég líka eftir því þegar afi sendi mig til að sækja kýrnar. Mér fannst það þá frekar kvikindislegt af því að hann fór aldrei sjálfur inn fyrir girðinguna að ná í þær. Hann stóð bara við túngaflinn og kallaði á þær. Og þær komu. En nei, hann afi var al- veg á því að láta mig fara inn fyrir og ná í þær. Ég fikraði mig hægt áfram, að deyja úr hræðslu. Ég nálgaðist TORFI ÓLDAL SIGURJÓNSSON ✝ Torfi Óldal Sig-urjónsson fædd- ist á Hörgshóli í Þverárhreppi 18. september 1918. Hann lést á sjúkra- húsinu á Hvamms- tanga 25. mars síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Hvammstangakirkju 5. apríl. þær hægt og skyndi- lega sneru þær við og stefndu nú allar í áttina að mér. Ég snarstans- aði og lokaði augunum. Ég var umkringd kúm. Ég vissi ekkert hvað ég átti að gera og ég var logandi hrædd við þess- ar ókunnu verur. Ég bað því til Guðs: „Góði Guð, gerðu það … ekki láta þær éta mig!“ En afi vissi að þær myndu ekki gera mér neitt mein og ég slapp lifandi úr þessari svaðilför. Afi gerði þetta oft. Hann fékk mann til að takast á við hræðsluna og sigrast á henni. Hann fól manni eitthvert verk- efni og þegar maður þrjóskaðist við og neitaði ýtti hann blíðlega við manni með stóru höndunum sínum og brosti bara að þessu öllu saman. Einu sinni þegar kvöldmjaltirnar voru búnar vorum við afi þau síðustu til að fara út úr mjólkurhúsinu. Þá tók hann afi utan um mig þegar við vorum að fara út og sagði við mig að ég væri orðin svona líka myndarleg stúlka. Svona bara ansi myndarleg, já. Hann sagði mér svo líka að vera alltaf dugleg að borða svo ég yrði nú enn myndarlegri. Ég lofaði honum því og hef haldið það loforð alveg síð- an. Hann afi var stór og sterkur, bæði á líkama og sál. Hann átti engan sinn líka og ég leit alltaf upp til hans. Það var eitthvað óútskýranlegt við hann sem maður dáðist að og þótti svo vænt um. Ég vona að ég hafi frá hon- um einhverja af hans mörgu góðu kostum og ég er líka þakklát fyrir að hafa átt svona góðan afa og að hafa kynnst svona stórbrotnum manni. Ég kveð hann afa í hinsta sinn og veit að við hittumst eitthvern tímann aftur. Björk. ✝ John Sivertsenfæddist í Gjógv á Austurey í Færeyjum 10. sept. 1923. Hann lést 1. apríl 2001. For- eldrar hans voru Kristian Sivertsen, f. 24. jan. 1892 í Gjógv, sjómaður á skútum við Ísland og síðar skútu- skipstjóri, d. 8. sept. 1971, og kona hans Andrea Sivertsen Jo- ensen, f. 4. sept. 1900 í Gjógv, húsmóðir. Hinn 16. nóv. 1946 gekk John að eiga Hallgerði Sivertsen, f. Kallsoy, f. 19. apríl 1925 í Gjógv, húsmóðir, kennari og forstöðukona farfugla- heimilis og barnaheimilis. Börn þeirra eru: 1) Kristinn, f. 1947 í Reykjavík, kennari í Þórshöfn; 2) Jónas, f. 1949 í Reykjavík, nudd- læknir í Þórshöfn; 3) Tryggvi, f. 1950 í Færeyjum, verk- fræðingur í Kaup- mannahöfn; 4) Arn- björn, f. 1956 í Færeyjum, kennari í Þórshöfn; 5) Heini, f. 1959 í Færeyjum, tónlistarmaður í Þórshöfn; og 6) Jó- hann, f. 1965 í Fær- eyjum, skrifstofu- maður í Þórshöfn. John stundaði nám við Föroya Folkaháskúla í Þórs- höfn, Héraðsskólann á Laugar- vatni og lauk prófi frá Samvinnu- skólanum í Reykjavík 1947. Útför Johns fór fram frá sókn- arkirkju hans í Gjógv 7. apríl 2001. Á síðastliðnu ári barst mér sú fregn að skólabróðir minn úr Sam- vinnuskólanum, John Sivertsen frá Gjógv á Austurey í Færeyjum, væri látinn. Við andlát góðs vinar og skólafélaga leita á hugann minning- ar frá skóladögunum. John hafði verið tvo vetur við nám í Héraðs- skólanum á Laugarvatni þegar hann settist í yngri deild Samvinnuskól- ans í Reykjavík haustið 1945. John hafði þá náð góðum tökum á ís- lensku máli þótt á mæli hans heyrð- ist að hann væri ekki Íslendingur. Hann vakti þá strax athygli okkar skólasystkinanna fyrir hispursleysi í framkomu. Hann tók þá þegar þátt í umræðum dagsins hvort sem þær snertu skólastarfið eða almenn þjóð- félagsmál. Í hópi okkar skólasystk- inanna var John jafnan glaður og gamansemin var honum meðfædd. Í einkalífi sínu var John ham- ingjusamur maður, þau Hallgerður, kona hans eignuðust sex mannvæn- lega syni sem allir hafa hlotið góða menntun og stöður í samfélaginu. Þeir eru allir fjölskyldumenn. Hall- gerður stundaði nám við Hús- mæðraskólann í Reykjavík veturinn 1946–1947 og árið 1949 flytja þau al- farin til Færeyja með tvo elstu syn- ina sem báðir eru fæddir í Reykja- vík. Á yngri árum stundaði John sjómennsku, í fimm ár frá 14 ára aldri, og á stríðsárunum var hann í siglingum til breskra fiskmarkaða í Aberdeen og Fleetwood á færeyska togaranum „Skálabergi“. John var skrifstofumaður á Hótel Skjaldbreið í Reykjavík 1948–1949. Í Færeyjum setti John á stofn þvottahús 1949 og stundaði jafnframt sjó á opnum báti til heimilisþarfa. John hóf störf hjá Föroya Vanlukkutryggingu 1951 og starfaði þar uns hann fór á eftirlaun. Forstjóri tryggingafélagsins var hann frá 1. janúar 1977 til starfsloka 1985. Eftir það stofnuðu þau hjónin Farfuglaheimilið Gjáargarð í Gjógv sem Hallgerður veitti forstöðu. John var umboðsmaður fyrir danska tryggingafélagið Hafnia í nokkur ár og 1973 var hann kjörinn í Umboðsráð Tryggingasambands Færeyja og var lengi formaður þess. John var rösklega meðalmaður á hæð, dökkur yfirlitum og karlmann- lega vaxinn. Hann vakti jafnan at- hygli í fjölmenni. Síðustu árin átti John við heilsubrest að stríða. Eftirlifandi eiginkonu hans, son- um þeirra og fjölskyldun sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Þorkell Skúlason. JOHN SIVERTSEN Inga frænka er látin. Við flettum til baka og minnumst heimsókna okkar til Ingu frænku. Minningarnar eru bjartar og hlýjar líkt og alltaf hafi verið sólskin í Glaðheimum. Inga annaðist foreldra sína, langafa og langömmu okkar, á heimili þeirra í Glaðheimum. Innan veggja var líkt og tíminn stæði í stað, róin og jafnvægið gáfu afslappað andrúmsloft og hlýju. Langafi var blindur, með lepp eins og sjóræningi og tók í nefið og var alltaf glaður. Langamma og Inga báru fram kaffi og mjólk ásamt kleinum og fíkjukökum. Í stofunni voru heil ósköp af ljósmyndum, stillt upp á alla finnanlega lárétta fleti, kommóður, hillur, sjónvarp og gluggakistur. Við stóðum sem dáleidd fyrir framan allar INGIGERÐUR SALÓME GUÐBRANDSDÓTTIR ✝ Ingigerður Sal-óme Guðbrands- dóttir fæddist í Reykjavík 6. nóvem- ber 1919. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli 22. mars síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 2. apríl. þessar myndir, af börn- um að skírast, krökkum að fermast, fólki að gift- ast og fólk með skrítna hatta að útskrifast. Sumir svarthvítir og aðrir í lit, tímamót í lífi ættingja fjær og nær í tíma og rúmi. Inga leiddi okkur í gegnum þennan frumskóg ætt- ingja, hvernig þeir væru skyldir okkur og hvað þeir stússuðu. Hún elskaði að fá gesti og heyra sögur af sínum nánustu. Seinna féllu langamma og langafi frá og Inga var ein í kotinu hvar hún undi sér vel. Okkur fannst hálf skrítið þegar hún þurfti að flytja á Skjól, fannst einhvern veginn eins og Glað- heimar væru hluti af henni, líkt og hún var hluti af Glaðheimum. Það var vitanlega ekki það sama, en hún þarfnaðist umönnunar og Hjúkrunar- heimilið Skjól var góður kostur. Starfsfólkið var vinalegt og hún tók þar þátt í alls kyns föndri. Henni fannst gaman að gefa það sem hún hafði föndrað. Myndirnar fóru með Ingu og aðrir persónulegir munir sem voru svo stór hluti af hlýleikanum í Glaðheimum. Heimsóknirnar á Skjól voru margar og skemmtilegar, Inga var mikill húmoristi og hafði alltaf sögur að segja af ættingjum eða vinum og kunningjum á heimilinu. Eitt sinn er við komum í heimsókn til Ingu frænku, hafði hún á borðinu sínu kort frá Kaupmannahöfn og á kortinu var mynd af dönsku konungsfjölskyld- unni. Við fórum eitthvað að spyrjast fyrir um hver hefði verið að senda henni þetta kort og sagði hún þá: „Hva, er þetta ekki hún mamma þín?“ Þetta þótti okkur svo sniðugt, en hún Inga vissi sko alveg hvað hún var að segja, hún var bara að plata okkur, húmorinn alveg í lagi. Hafi Inga nokkurn tíma verið ein- mana eða döpur minnumst við þess ekki, gleðin yfir því að hafa fengið gest var allsráðandi, hún hafði gaman af að heyra hvað við fjölskyldan vær- um að bralla. Hún var fastur gestur hjá okkur á aðfangadag og þar verður hennar sárt saknað. Það var stutt í hláturinn er möndlugrauturinn var borinn fram, alltaf fannst henni jafn erfitt að finna muninn á möndlunni og súkkulaðinu. Róin sem fylgdi Ingu jók á hátíðleika jólanna. Jólin komu þegar Inga frænka var komin í stof- una. Þótt nú sértu farin frá okkur, elsku Inga, þá vitum við að þú verður með okkur í anda og við hugsum til þín með þakklæti. Elsku Inga, megi Guð geyma þig. Ásta Guðrún Guðbrands- dóttir og Sigurður Freyr Guðbrandsson. GUNNLAUGUR VIGNIR GUNNLAUGSSON ✝ GunnlaugurVignir Gunn- laugsson fæddist í Reykjavík 3. janúar 1944. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut 15. apríl síðastliðinn. Útför Gunnlaugs fór fram frá Háteigskirkju mánudaginn 22. apr- íl. og svo margar aðrar uppákomur þeirra hjóna. 1, 2, 3, 4, tja tja tja og þau hjónin tóku svanadansinn, svona var líf þeirra, og þótt að upp kæmu dökkar stundir hjá þeim hjón- um var stutt í gleðina. Gestrisni Gulla og Hillu var með eindæm- um og meiri barna- hlýju var vart hægt að finna. Þegar Gulli og Hilla voru væntanleg í heim- sókn varð uppi fótur og fit hjá stelpunum okkar og ekki var að tala um að fara að sofa, þótt sá tími væri kominn og alltaf hafði Gulli eitthvað nýtt til að kæta börn- in okkar og okkur líka. Hann hefði orðið frábær skemmtikraftur ef hann hefði lagt það fyrir sig. Allt sem Gulli tók sér fyrir hend- ur var stórt, en í senn gerði hann það nett og fagmannlega. Gulli vin- ur minn var stór og mikill og hann vó stundum yfir hundraðið, en samt gat hann staðið á tánum eins og ballerína og tekið sporið. Það lýsir honum best og svo átti hann líka eina ballerínu sem dansaði með honum og þau urðu sem eitt. Ég gæti haldið áfram, en minningar mínar um Gulla vin minn held ég utan um sem gersemi því þær gera mig að betri manni og veröldina fal- lega, þegar ég hugsa til hans. Vertu sæll að sinni, vinur minn. Elsku Hilla mín, Guð gefi ykkur öllum styrk og innri frið á erfiðri stund í ykkar lífi. Ykkar vinir Hlöðver og fjölskylda. Við fjölskyldan kveðjum í dag góðan dreng, Gunnlaug Vigni Gunnlaugs- son, Gulla eins og allir kölluðu hann. Gulla og Hillu kynntumst við hjónin fyrir hartnær 25 árum og allan þennan tíma var það gleði og ástríki sem þau heið- urshjón sýndu okkur og stelpunum okkar þremur. Var svipað á með okkur hjónum komið er sneri að framkvæmdum og má segja að með þeirra jákvæðni og dugnaði, sem sammerkti þau hjón, vorum við að- njótendur í okkar starfi. Það voru ófá skiptin sem þau stöppuðu í okk- ur stálinu til framkvæmda. Eina skiptið sem ég veit að Gulli varð verulega reiður var þegar Hilla kom að honum á náttfötunum bograndi yfir frystikistunni um hánótt til að næla sér í smákökurnar sem Hilla hafði bakað og átti að gæða sér á um jól- in. „Jæja, er verið að njósna um mann á nóttunni líka,“ voru hans orð, en þetta atvik átti eftir að kitla hláturtaugar okkar lengi á eftir eins Góður vinur er horf- inn á braut. Vinur sem seint mun gleymast. Vinur sem var tengdur fjölskyldu minni í yfir 60 ár. Ég var sjö ára þegar Guðmundur kvæntist Gunnhildi móðursystur minni. GUÐMUNDUR PÉTURSSON ✝ Guðmundur Pét-ursson fæddist á Dvergasteini á Hell- issandi 17. ágúst 1917. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 2. apríl síðastliðinn. Útför Guðmundar var gerð frá Safnað- arheimilinu í Sand- gerði 10. apríl. Fyrstu árin var sam- gangur ekki mikill. En eftir að amma fór til þeirra og þau fluttu austur í Arnarbæli fór- um við í heimsókn á sumrin. Þá var oft gest- kvæmt í litla bænum. Þar man ég Guðmund fyrst. Eftir að þau fluttu í Ásgarð var meiri sam- gangur milli fjölskyldn- anna. Þá gafst tími til að skreppa á æskuslóðirnar á Hellissandi og í Borg- arfjörðinn, sem ætíð tog- aði í þau. Þá er yndislegt að minnast þess, hve góður hann var við ömmu sem dvaldi á heimili þeirra og átti góða daga í faðmi stórfjölskyldunnar, uns hún fór á Elliheimilið Grund, þar sem hún andaðist í hárri elli árið 1969. Ekki má gleyma ættarmótunum í Þverárrétt, þar var Guðmundur hrók- ur alls fagnaðar. Þá komu þeir Einar tengdasonur hans ætíð við, er þeir héldu norður á Langanes. Þar áttu þeir mörg sumur úti í náttúrunni. Einar lést 25. nóv- ember sl. og eru þeir vinirnir nú sam- an á ný. Síðustu árin dvöldu Gunna og Guð- mundur í Miðhúsum í Sandgerði, þar áttu þau góða daga í nágrenni barnanna. Fyrir ári varð Guðmundur fyrir áfalli og eftir það var hann ekki sam- ur. Áfram var hann þó sami ljúfling- urinn með fallega hlýja brosið og þannig mun ég ætíð minnast hans. Gunnu frænku og öllum aðstand- endum votta ég einlæga samúð mína og fjölskyldu minnar. Guð blessi minningu hans. Ása Ólafsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.