Morgunblaðið - 25.04.2002, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 25.04.2002, Qupperneq 53
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 2002 53 KRINGLUNNI • sími 568 4900 LAUGAVEGI 32 • sími 552 3636 ... og það er komiðsumar ! ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S RU N 17 60 1 04 /2 00 2 ÞEGAR ákveðið var á haustdögum 2001 að setja Perluna á sölu var það rifjað upp, að skattgreiðendur hefðu verið látnir greiða 2,5 milljarða króna fyrir þetta mannvirki í valdatíð sjálfstæðis- manna. Þar að auki hafi rekstur og af- skriftir á 10 árum numið 1 milljarði króna. Heildarpakkinn hefur því kostað 3,5 milljarða króna. Sjálfstæðimenn brugðust illa við þess- um tíðindum og héldu því fram, að salan væri sviðsett til að draga athyglina frá málefnum Línu.Nets. Út af fyrir sig er ekkert að því að bera Línu.Net saman við Perluna. Annars vegar er Orkuveita Reykja- víkur að verja fjármunum til að byggja upp nýja veitu og leggur fram 985 milljónir króna í því skyni. Hins vegar voru lagðir 2,5 millj- arðar króna í veitingahús, sem er óskyld starfsemi. Ljósleiðarakerfi Línu.Nets er þegar farið að skila verulegum tekjum, en að óbreyttu verður áframhaldandi tap á Perlunni, því að hún er afar óhagkvæm rekstr- areining. En til að allrar sanngirni ségætt má þó ekki gleyma því, að Perlan hefur aðdráttarafl fyrir ferðamenn og skilar því óbeinum hagnaði. Nokkrum fasteignasölum var fal- ið að leita eftir kaupendum að Perl- unni. Nokkrir aðilar, innlendir og erlendir, hafa gefið sig fram og sýnt áhuga. Þar hafi komið fram margar áhugaverðar hug- myndir sem geta breytt Perlunni úr ill- seljanlegri fasteign í arðbæra rekstrarein- ingu sem aðilar í ferðaþjónustu yrðu fúsir til að reka á eigin kostnað og almennir fjárfestar að fjár- magna. Eru þær hug- myndir í vinnslu og sjá væntanlega dagsins ljós síðar á þessu ári. Er óhætt að segja, að þar séu á ferðinni hug- myndir, sem geta breytt rekstr- arumhverfi Perlunnar til hins betra. Hvað er að frétta af sölu Perlunnar? Alfreð Þorsteinsson Perlan Margar áhugaverðar hugmyndir, segir Alfreð Þorsteinsson, hafa kom- ið fram, sem geta breytt Perlunni úr illseljan- legri fasteign í arðbæra rekstrareiningu. Höfundur er borgarfulltrúi og stjórnarformaður Orkuveitu Reykja- víkur og Línu.Nets. FILIPPUS Make- dóníukonungur, faðir Alexanders mikla, er mesti mannþekkjari sögunnar og sagði engan borgarmúr svo háan að asni klyfjaður gulli kæmist ekki yfir. Í Þýskalandi var talað um gangverð þing- manna. Fyrirtækið Enron styrkti stjórn- málaflokka og meiri- hluta þingmanna með framlögum. Þróaðar lýðræðisþjóðir hafa reynt að sporna við þessum mannlega breyskleika sem Filippus orðaði fyrir 2350 árum. Víða þurfa stjórn- málamenn að gefa upp hagsmuna- og eignatengsl og eru vanhæfir við afgreiðslu mála sem varðar aðila sem þeim eru tengdir. Slíkt er mik- ilvægt eftirlitskerfi lýðræðisins. Ekkert slíkt eftirlitskerfi er hér og ekkert með fjármálum stjórnmála- flokka. Enginn veit hver styrkir hvern eða hvað mikið. Þó liggur fyrir að fyrirtæki skrásett í Delaw- are með dótturfélag hér á landi hef- ur lagt fjármuni í flokksjóði allra stjórnmálaflokka nema Frjálslynda flokksins. Ekki liggur fyrir hvaða fjármunir hafa runnið til einstakra ráðherra eða þingmanna frá De- code. Vegið í sama knérunn Hér á landi var talið lítilmannlegt að vega í sama knérunn. Decode ætlar nú að vega í þriðja sinn í sama knérunn. Hagsmunir þjóðarinnar lúta í lægra haldi fyrir hagsmunum fyrirtækisins. Í fyrsta lagi var það þegar fjögur íslensk fjármálafyrir- tæki árið 1999 keyptu hlut stofn- fjárfesta Decode á 16 dollara hlut á sama tíma og verð sambærilegra fyrirtækja, sem voru skráð á Nasd- aq-markaði, var á bilinu 3-5 doll- arar. Af hverju voru fjármálafyr- irtækin fjögur látin gera þennan vafasama „business“. Þegar fjár- málafyrirtækin losuðu sig við hluti sína með samstilltum aðgerðum trylltu þau verðið á hlutum í óskráðu fyrirtæki upp í 65 dollara fyrir hinn almenna Jón og Gunnu sem voru plötuð til að kaupa á því gengi. Í öðru lagi voru samþykkt lög um miðlægan gagnagrunn sem upp- fyllti ekki ákvæði um persónuvernd og dró úr áliti þjóðarinnar út á við. Dótturfélagið fékk einkaleyfi til 12 ára til að koma á laggirnar og reka þennan gagnagrunn nánast ókeypis en verðmæti leyfisins hefur verið reiknað á tugi milljarða. Í þriðja lagi á nú að veita rík- isábyrgð upp á 20 milljarða. Í fyrsta skipti á líftíma fyrirtæk- isins er þjóðinni ekki sama Í skoðanakönn- un lýsa 75% þjóðarinn- ar sig andvíga veitingu ríkisábyrgðar fyrir Decode. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá Vestfjörðum sagði það ekki skipta máli. Var einhver að tala um lýðræðishalla? Þing- maðurinn sagði að nú væru svo sérstakir tímar og sérstök tæki- færi. Hvaða sérstöku tímar og hvaða sér- stöku tækifæri? Tím- arnir eru ekkert sér- stakir hvað Decode varðar og tækifærin ekkert sérstök. Skv. hugmyndafræði þingmannsins ætti hinn frjálsi markaður að sjá sér hag í að fjárfesta ef tímarnir og tæki- færin væru fyrir hendi en markað- urinn sér ekki tækifærin. Miðað við viðbrögð markaðarins og þjóðar- innar hvernig stendur þá á því að meirihluti þingmanna skuli vera hlynntur því að íslenskir skattborg- arar taki á sig 20 milljarða ábyrgð fyrir Decode? Frumvarp fjármálaráðherra Í frv. fjármálaráðherra er rök- stuðningur fyrir veitingu ríkis- ábyrgðar afar rýr. Talað er um að 250-300 ný störf geti skapast hér. Ekki er gerð grein fyrir hvernig. Hvergi er minnst á hvernig fyrir- tækið í Delaware ætlar að flytja starfsemi MediChem frá Illinois í Bandaríkjunum til Íslands. Hvergi er minnst á hvernig á að snúa við taprekstri MediCehm og gera það arðbært. Meðan Decode segir ekki með hvaða hætti það hyggst færa starfsemina frá Bandaríkjunum til Íslands og hvernig á að snúa við taprekstri þá eru engin rök fyrir að störf skapist til frambúðar vegna kaupa Decode á fyrirtæki í þrotum en kaupverðið var að hluthafar í MediChem fengu hlutabréf í De- code í staðinn fyrir sín hlutabréf. Er líklegt að tapfyrirtækið frá Delaware, sem hefur tapað 16 millj- örðum króna frá því að það hóf starfsemi árið 1996, sé líklegt til að snúa við taprekstri MediChem. Á sama tíma og verið er að reyna að fá íslensku þjóðina til að gangast í ábyrgð fyrir ævintýrinu er starfs- mönnum MediChem í Bandaríkjun- um fjölgað. Hver græðir og hver tapar? Hvaða hagnaðarvon hefur ís- lenska þjóðin af því að taka á sig 20 milljarða ábyrgð fyrir fyrirtækið í Delaware? Ef fyrirtækið græðir þá græða eigendur þess en ef það tap- ar þá tapar íslenska þjóðin. Ætlar Kári Stefánsson, helsti sporgöngu- maður fyrirtækisins frá Delaware, að hætta öllum eignum sínum vegna þessa? Er Kári Stefánsson tilbúinn til að leggja allar eigur sín- ar að veði þannig að þær greiðist til íslensku þjóðarinnar ef ábyrgðin fellur á þjóðina? Eða segir hann þegar þar að kemur það sama og hann sagði við hluthafana, sem eyddu stórum hluta af sparifé sínu í kaup á hlutabréfum í Decode, að það hafi verið vitað að þetta væri áhættusamur atvinnuvegur? Að henda góðum peningum á eftir vondum Góðir peningar eru peningar sem maður á en vondir eru þeir sem eru tapaðir. Þegar 20 milljarðarnir verða uppétnir hvað á þá að gera? Það sama og gert var í fiskeldinu og ullariðnaðinum; að freista þess að rétta hallann af með nýjum og meiri peningum? Leiki þeir sér áfram að fjöreggi þjóðarinnar sem því ráða nú, þegar þar að kemur munu þeir vafalaust leggja það til annars yrðu valdasætin fallvölt. Góðum pening- um yrði því hent á eftir vondum. Þjóð í hafti Sendinefnd fer frá íslensku þjóð- inni á fund til Brussel til að sann- færa þá sem þar hafa eftirlit um að í lagi sé að veita þessa ríkisábyrgð. Talsmennirnir ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins og starfs- menn ábyrgðarbeiðandans. Og ráðuneytisstjórinn. Hann var lög- fræðilegur ráðunautur fyrirtækis- ins áður en hann hóf störf hjá rík- inu. Verði ríkisábyrgðin veitt er þjóð- in komin í alvarlegt efnahagslegt haft. Nú þegar hafa Íslendingar fjárfest í Decode Genetics fyrir um 20 milljarða króna. Ef fyrirtækið gengur ekki verður það mikið tap fyrir íslenskt samfélag. Verði 20 milljarðar veittir til viðbótar er það hættuleg aðgerð. Alþingismenn sem greiða frumvarpi fjármálaráð- herra atkvæði sitt gerast sekir um atlögu að efnahagslegum hagsmun- um og sjálfstæði íslensku þjóðar- innar. Asni klyfjaður gulli Jón Magnússon Ríkisábyrgð Verði ríkisábyrgðin veitt, segir Jón Magnússon, er þjóðin komin í alvarlegt efnahagslegt haft. Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.