Morgunblaðið - 25.04.2002, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 25.04.2002, Qupperneq 55
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 2002 55 Í NÓVEMBER á sl. ári sendi Nautgripa- ræktarfélag Íslands umsókn til landbúnað- arráðherra um að fá að flytja inn erfðaefni frá Noregi, til að kyn- bæta íslenska kúa- stofninn. Ráðherra hefur nú fellt úrskurð sinn og er hann nei- kvæður. Beitir ráð- herra m.a. fyrir sig 12. gr. laga nr. 54/ 1990, segir að ekki sé vitað hvernig kynin blandast og heldur ekki hvort blöndun- inni fylgi burðarerfið- leikar og skapgallar. Nú er það svo, að í Færeyjum er til nokkur fjöldi blendingsgripa af þeim kynj- um sem hér um ræðir. Ættu því að vera hæg heimatökin að fá upplýs- ingar um það, hjá frændum vorum þarlendum, hvort blönduninni hafi fylgt neikvæð hliðaráhrif. Einnig er erfitt að fá niðurstöðu um hvernig kynin blandast, þar sem mögulegur fjöldi arfgerða blend- ingsgripa er því sem næst óend- anlegur. Vil ég því hvetja hátt- virtan landbúnaðarráðherra til að endurskoða þessa ákvörðun sína. I Tilgangur þess að flytja inn erfðaefni frá útlöndum er sá að gera framleiðslu á mjólk og nauta- kjöti hagkvæmari og þar með sam- keppnishæfari. Á undanförnum áratug hafa framlög hins opinbera til landbúnaðar lækkað um 50%, sem hlutfall af útgjöldum ríkis- sjóðs (voru 9%, eru nú 4,5%) og fyrirséð er, að þetta hlutfall mun halda áfram að lækka. Einnig mun samkeppni innlendrar framleiðslu við er- lenda aukast á kom- andi árum. Það er augljóst að við þessu þarf að bregðast, því er fullkomlega eðlilegt að bændur skoði aðr- ar leiðir til kynbóta á búfjárstofnum sínum en farnar eru í dag, þe. ræktun á „lokuð- um“ stofni. Það er einu sinni svo, að öfl- ugri kynbætur búfjár eru aðalforsendur nauðsynlegrar fram- leiðniaukningar í mjólkur- og kjötfram- leiðslu. Í Danmörku t.a.m. halda forsvarsmenn kúabænda því fram, að framleiðniaukning verði að vera a.m.k. 4–5% árlega til að greinin haldi velli og að afkoma bænda sé ásættanleg. Er talið að kynbætur gripanna skili nærri helmingi þeirrar aukningar. II Hér á landi er staðan sú, að þrjár greinar búfjárframleiðslunn- ar, svína-, alifugla- og loðdýra- rækt, byggja tilveru sína á því að flytja inn erfðaefni til kynbóta reglulega. Nautgriparæktin hefur einnig gert það í litlum mæli, hing- að til lands hafa verið flutt inn 3 kyn til kjötframleiðslu, Galloway (fyrst 1933 og aftur 1974), Aber- deen Angus og Limousine (1994). Þess má geta að heilbrigðiskröfur sem gerðar eru til þessa innflutn- ings, eru sennilega þær ströngustu í heiminum. Hin öra endurnýjunar- þörf kúastofnsins gerir það hins vegar að verkum, að ekki er hægt að nota þessi kyn til blendings- ræktar nema í mjög takmörkuðum mæli. Reynslan af notkun þeirra er hins vegar góð. III Nú hefur nokkur hluti kúa- bænda hug á að bæta mjólkurkúa- stofninn með því að sækja erfða- efni til Skandinavíu. Ástæða þess er, að þar er lögð rík áhersla á að kynbæta mjólkurkýrnar m.t.t. hreysti og endingar, auk afurða- semi. Smæð íslenska kúastofnsins gerir það að verkum, að kynbætur fyrrnefndu eiginleikanna tveggja verða ætíð mjög hægfara, erfða- framfarir verða ekki nema brot af því sem gerist á Norðurlöndunum. Það er ástæða til að taka enn og aftur fram, að við innflutning erfðaefnisins verður farið eftir ströngustu heilbrigðiskröfum sem gerðar eru. Rík áhersla verður lögð á að velja erfðaefni úr gripum sem gefa af sér hraust, ending- argóð og afurðasöm afkvæmi, til hagsbóta fyrir bændur og neyt- endur hér á landi. „Segð’ ekki nei …“ Baldur Helgi Benjamínsson Erfðaefni Tilgangur þess að flytja inn erfðaefni frá útlöndum, segir Baldur Helgi Benjamínsson, er sá að gera fram- leiðslu á mjólk og nauta- kjöti hagkvæmari. Höfundur stundar framhaldsnám í nautgriparækt í Danmörku.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.