Morgunblaðið - 25.04.2002, Page 62

Morgunblaðið - 25.04.2002, Page 62
UMRÆÐAN 62 FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Skjaldarglíma Ár- manns fór fram í 90. sinn 16. febrúar sl. í Hagaskóla. Aðeins tveir glímumenn mættu til leiks. Til að auka þátttöku buðu mótshaldarar glímu- mönnum utan Reykja- víkur að keppa sem gestir. Tveir bættust í hópinn svo fjórir urðu þeir alls sem áttust við í mótinu. Keppnin var fjörleg, enda vaskir menn á ferð. Umgerð mótsins var góð, móts- setning og mótsslit virðuleg með fána- kveðju og ávörpum. Innlend og er- lend sjónvörp tóku upp mótið. Úrslit urðu þessi: 1. Ólafur Sigurðsson, HSK, 3 vinn. 2. Arngeir Friðriksson, HSÞ, 1,5 vinn. 3 .Ingibergur Sigurðsson, UV, 1 vinn. 4. Pétur Eyþórsson ,UV, 0,5 vinn. Skjaldarhafinn þriðji! Ingibergur lagði Pétur á góðum hælkrók. Sú viðureign var hin eig- inlega Skjaldarglíma og hefur víst aldrei tekið fljótar af. Ólafur Sig- urðsson sigraði í mótinu. Hann lagði Pétur á hábragði, lausamjöðm sem Pétur átti engar varnir við. Bæði Ólafur og Arngeir báru sigurorð af Ingibergi og þá var komin upp sú einkennilega staða að sigurvegari í Skjaldar- glímunni varð þriðji í því móti sem henni var ofið inn í. Helsta framtíð Skjaldarglímunnar virðist vera sú að gal- opna mótið fyrir glímu- mönnum utan Reykja- víkur eða leggja hana niður að öðrum kosti. Gestakeppni í glímu orkar tvímælis því hún getur haft mikil áhrif á árangur þeirra kepp- enda sem ekki eru gestir. Af fjórum skráðum glímufélögum í Reykjavík er Umf. Víkverji í raun það eina sem hefur á að skipa glímu- mönnum í fullorðinsflokki. Þetta er ekki góð niðurstaða fyrir glímuna í Reykjavík. „Ármannsglímur“ Ágæt leikskrá lá frammi á mótinu og einnig prentað blað með tölfræði um Skjaldarglímuna. Þar voru m.a. taldir upp allir skjaldarhafar Ár- manns. Þetta var fróðleg lesning og þá ekki síður upplýsingar um sig- urvegara í svokölluðum „Ármanns- glímum“ 1889–90 og 1897–1907 að frátöldu árinu 1900. Við árið 1908 stendur: „Ármannsskjöldurinn gef- inn. Mótið fór að draga nafn af skild- inum“. Hér er fullyrt að þessi fyrr- nefndu mót, „Ármannsglímur“ og Skjaldarglíma Ármanns sem hófst 1908, séu eitt og sama mótið, hafi að- eins breytt um nafn og hlotið verð- launagrip við tilkomu skjaldarins. Fyrir þessum upplýsingum er skráður Hörður Gunnarsson fv. for- maður glímudeildar Ármanns. Á verðlaunapeninga mótsins 16. feb. er letrað m.a.: „… 102. Ármanns- glíman.“ Ég tel mikinn vafa leika á að þessi fullyrðing standist. „Þjóðhátíðarglímur“ Þessa skoðun byggi ég á samtíma- heimildum sem öllum eru aðgengi- legar, svo sem dagblöðum. Þar eru frásagnir af þessum glímum kring- um aldamótin 1900. Þær fóru fram á svokölluðum „Þjóðminningardegi Reykjavíkur“ sem upphófst árið 1897 til að minnast þjóðhátíðarinnar á Þingvöllum 2. ágúst árið 1874, og var haldinn þann dag eins og sú há- tíð. Forgöngu fyrir þessum hátíðum hafði oftast Stúdentafélag Reykja- víkur. Glíma var alltaf til skemmt- unar og glímustjóri var yfirleitt Pét- ur Jónsson blikksmiður sem síðar varð kunnur sem frumkvöðull Ár- manns. Nafn Ármanns er hvergi að finna í tengslum við þessar þjóðhá- tíðir Reykjavíkur og ekki er minnst á „Ármannsglímur“. Það nafn kem- ur fyrst fram í „Ágripi af sögu glím- unnar“ eftir Kjartan Bergmann sem birtist í Árbók íþróttamanna 1947, þ.e. hálfri öld síðar en umrædd mót fóru fram. Þar segir að Ármenning- ar hafi verið fengnir til að hafa kappglímu í sambandi við hátíðina. Oftast var glímd kappglíma á þjóð- minningardeginum en stundum fór aðeins fram bændaglíma, t.d. árið 1899. Bóndi annars flokksins, Guð- mundur Guðmundsson, glímdi að- eins eina glímu og því hæpið að kalla hann sigurvegara eins og gert er í tölfræði H.G. Sjálfum þótti Guð- mundi næstum hlægilegt að vera dæmd verðlaunin sem hann hlaut fyrir glímuna. Þjóðminningardagur Reykjavíkur féll niður árið 1900 og aftur árin 1907 og 1908. Þá var hann haldinn árið 1909 og ekki síðan. Hópur áhugamanna um glímu er nefndi sig Ármann og æfði glímu þegar að- stæður leyfðu átti upphaf sitt nokkru fyrir aldamót (líklega 1896 eða ’98). Þegar leið fram á fyrstu ár aldarinnar hnignaði starfinu en 7. janúar 1906 endurvakti hópurinn fé- lag sitt og þá var Glímufélagið Ár- mann formlega stofnað og því kjörin stjórn. Fyrsta mót félagsins var haldið í Bárubúð í apríl 1906. Þar sigraði Hallgrímur Benediktsson og mætti því eins telja hann sigurveg- ara þess árs og Jónatan Þorsteins- son eins og gert er í tölfræði H.G. Í febrúar 1907 hélt Ármann glímu- mót. Þar sigraði Guðmundur Stef- ánsson en ekki Hallgrímur Bene- diktsson eins og fram kemur í tölfræðinni. Spyrja má ef Skjaldar- glíman tók við af þjóðminningarmót- unum, hvernig á þá að skrá glímu- keppni á síðasta þjóðminningar- deginum 1909? Þá sigraði Sigurjón Pétursson. Hallgrímur Ben. sigraði í Skjaldarglímunni það ár. Hvorn á að telja sigurvegara ársins? Ég tel í öllu falli ekki rétt að tala um „Ár- mannsglímur“ sem haldnar voru 1905 eða fyrr. Sagnfræði Svo gæti mörgum virst að litlu skipti hverjir hafa sigrað í glímu- mótum og hvaða nafni þau nefndust þegar meir en öld er liðin síðan sum þeirra fóru fram. Svo má vera. Mér finnst þó rétt að skrá söguna eins rétta og hægt er eftir þeim gögnum sem tiltæk eru. Ég held ekki að Hörður Gunnarsson eða heimildarmenn hans hafi vísvit- andi skráð það sem ekki stenst. Hinsvegar gæti verið að þeim hafi ekki verið tiltækar allar þær heim- ildir sem fyrirfinnast. Undanfarinn áratug hefur verið mitt helsta tóm- stundagaman að safna heimildum um glímusögu Íslendinga síðustu aldir og margt hefur rekið á fjörur sem ekki ber alltaf saman við það sem menn hafa haft fyrir satt. Mér er ánægja að benda á þær heimildir ef eftir er leitað. Nú er kannske réttara að færa sig nær nútíðinni og færa glímufélögum í Reykjavík þá ósk að ef þau geta ekki sitt í hverju lagi náð að efla glímuna í Reykjavík, þá taki þau þann kost að sameina krafta sína í því markmiði að gera Skjaldarglímu Ármanns aftur að því sem hún eitt sinn var: Öflugt glímumót sem gekk næst Íslandsglímunni. Annaðhvort það eða vera svo gestrisin að leyfa gestunum að keppa á sama grund- velli og heimamönnum. Skjaldarglíman og sagnfræðin Jón M. Ívarsson Glíma Helsta framtíð Skjald- arglímunnar virðist vera sú, segir Jón M. Ívarsson, að galopna mótið fyrir glímumönn- um utan Reykjavíkur eða leggja hana niður að öðrum kosti. Höfundur er húsasmiður og formað- ur Glímusambands Íslands. Eigendur og gefendur Ármannsskjaldarins, tafla 2. Fyrir 1962 vann sá maður skjöldinn til eignar, sem sigraði í Skjaldarglímunni þvisvar í röð, en síðan ef hann vinnur þrisvar í röð eða fimm sinnum alls. Alls hafa unnist til eignar 14 skildir og hófst keppni um þann 15da árið 2001. Eftirtaldir glímumenn hafa unnið Ármannsskjöldinn til eignar: 1. skj.: Sigurjón Pétursson, 1910-1912 8. skj.: Sigtryggur Sigurðsson, 1969-1971 2. skj.: Sigurjón Pétursson, 1914-1915, 1920. 9. skj.: Sigtryggur Sigurðsson, 1973-1975 3. skj.: Sigurður Thorarensen, 1928, 1930-1931 10. skj.: Sigurður Jónsson, 1973-1975 4. skj.: Lárus Salómonsson, 1932-1934 11. skj.: Hjálmur Sigurðsson, 1978-1980 5. skj.: Guðmundur Ágústsson, 1943-1945 12. skj.: Ólafur H. Ólafsson, 1985-1987 6. skj.: Ármann J. Lárusson, 1953-1955 13. skj.: Ólafur H. Ólafsson, 1988-1990 7. skj.: Ármann J. Lárusson, 1958-1960 14. skj.: Ingibergur J. Sigurðsson, 1994-1995, 1997-1998, 2000 Félagið mun sjálft hafa kostað gerð fyrstu skjaldanna beint eða með samskotum. Líkur benda til að Eggert Krist- jánsson hafi gefið 6., 7. og 8. skjöldinn. Hörður Gunnarsson gaf 9., 10. og 11. skjöldinn og þeir Hörður og Sveinn Guðmundsson gáfu 12., 13. og 14. skjöldinn sameiginlega. Hörður Gunnarsson gaf 15. skjöldinn, sem byrjað var að keppa um 2001. GLÍMUFÉLAGIÐ Ármann var stofnað 15. desember 1888 og árið eftir stóð félagið fyrir kappglímu, Ár- mannsglímunni, sem haldin var 12 sinnum til og með árinu 1907. Í ársbyrjun 1908 var verðlaunagripur, Ár- mannsskjöldurinn, gefinn til kappglím- unnar, og skyldi hann veittur til heiðurs mesta glímumanni Reykjavíkur. Í umtali fór glímumótið að draga nafn af verð- launagripnum og kall- ast Skjaldarglíma Ármanns. Síðan 1908 hefur verið keppt um gripinn árlega utan 5 ár um heims- styrjöldina fyrri, og nú laugardag- inn, 16. febrúar 2002, í 90. skipti. Jafnframt má með réttu telja það mót 102. Ármannsglímuna frá 1889. Í þau 90 skipti, sem keppt hefur verið um Ármannsskjöldinn hafa Ármenningar unnið 42 sinnum, KR-ingar 23, UMFR maður 8 sinn- um, félagar í UV (Ungmennafélagið Víkverji) í 14 skipti, ÍK maður 2 sinnum og félagi í Umf. Vöku 1 sinni. Alls hafa 36 glímu- menn orðið Skjaldar- hafar í þessi 90 skipti. Þeir, sem oftast hafa unnið Skjaldarglímu Ármanns eru: 1. Ólaf- ur H. Ólafsson, KR, 9 sinnum. 2. Ármann J. Lárusson, UMFR, 8 sinnum. 3. Sigtryggur Sigurðsson, KR, 7 sinnum. 4.–5. Sigurjón Pétursson, Á, 6 sinn- um. 4.–5. Ingibergur J. Sigurðsson, Á + UV, 6 sinnum. 6.–7. Lárus Salómonsson, Á, 4 sinnum. 6.–7. Guðm. Ágústsson, Umf Vöku + Á, 4 sinnum. Í gegnum tíðina hefur meðal glímumanna heiðurstitillinn Skjald- arhafi Ármanns og að bera Ár- mannsskjöldinn gengið næst því að verða Glímukóngur Íslands og hlotnast Grettisbeltið til varðveislu til næstu Íslandsglímu. Á töflu má sjá skrá um alla sig- urvegara í Ármannsglímunni frá 1889, sem jafnframt eru Skjald- arhafar frá 1908. Rétt er að vekja athygli á, að sig- urvegari í 102. Ármannsglímunni 2002 varð Ólafur Oddur Sigurðs- son, HSK, og í 2. sæti Arngeir Friðriksson, HSÞ, en þeir kepptu sem gestir. Vinningaflesti Reykvík- ingurinn, Ingibergur J. Sigurðsson, UV, varð í þriðja sæti og hlaut tit- ilinn Skjaldarhafi Ármanns sam- kvæmt reglum um Ármannsskjöld- inn. Einnig fylgir í stuttu máli saga Ármannsskjaldarins, hvaða glímu- menn hafa unnið hann til eignar og gefendur skjaldarinns. 90. Skjaldarglíma Ármanns og saga Ármannsskjaldarins Hörður Gunnarsson Höfundur er formaður Glímudóm- arafélags Íslands og varaformaður Glímufélagsins Ármanns. Glíma Alls hafa 42 glímumenn orðið sigurvegarar í Ármannsglímunni frá 1889, segir Hörður Gunnarsson, og af þeim hafa 36 borið heiðurstitilinn Skjaldarhafi frá 1908. 1889 Helgi Hjálmarsson 1890 Helgi Hjálmarsson 1891 – 1896 Féll niður 1897 Þorgrímur Jónsson 1898 Þorgrímur Jónsson 1899 Guðmundur Guðmundsson 1900 Féll niður 1901 Ásgeir Gunnlaugsson 1902 Ásgeir Gunnlaugsson 1903 Valdimar Sigurðsson 1904 Jónatan Þorsteinsson 1905 Jónatan Þorsteinsson 1906 Jónatan Þorsteinsson 1907 Hallgrímur Benediktsson 1908 Ármannsskjöldurinn gefinn Mótið fór að draga nafn af skildinum. Skjaldarhafar hafa orðið: 1908 Hallgrímur Benediktsson, Á 1909 Hallgrímur Benediktsson, Á 1910 Sigurjón Pétursson, Á 1911 Sigurjón Pétursson, Á 1912 Sigurjón Pétursson, Á 1913 Féll niður 1914 Sigurjón Pétursson, Á 1915 Sigurjón Pétursson , Á 1916 Féll niður 1917 Féll niður 1918 Féll niður 1919 Féll niður 1920 Sigurjón Pétursson, Á 1921 Tryggvi Gunnarsson, Á 1922 Björn Vigsússon, Á 1923 Magnús Sigurðsson, Á 1924 Magnús Sigurðsson, Á 1925 Þorgeir Jónsson, Í.K. 1926 Þorgeir Jónsson, Í.K. 1927 Jörgen Þorbersson, Á 1928 Sigurður Thorarensen, Á 1929 Jörgen Þorbergsson, Á 1930 Sigurður Thorarensen, Á 1931 Sigurður Thorarensen, Á 1969 Sigtryggur Sigurðsson, KR 1970 Sigtryggur Sigurðsson, KR 1971 Sigtryggur Sigurðsson, KR 1972 Sigtryggur Sigurðsson, KR 1973 Sigurður Jónsson, UV 1974 Sigurður Jónsson, UV 1975 Sigurður Jónsson, UV 1976 Þorsteinn Sigurjóns- son, UV 1977 Guðmundur Freyr Hall- dórsson, Á 1978 Hjálmur Sigurðsson, UV 1979 Hjálmur Sigurðsson, UV 1980 Hjálmur Sigurðsson, UV 1981 Ómar Úlfarsson, KR 1982 Helgi Bjarnason, KR 1983 Ólafur H. Ólafsson, KR 1984 Jón E. Unndórsson, KR 1985 Ólafur H. Ólafsson, KR 1986 Ólafur H. Ólafsson, KR 1987 Ólafur H. Ólafsson, KR 1988 Ólafur H. Ólafsson, KR 1989 Ólafur H. Ólafsson, KR 1990 Ólafur H. Ólafsson, KR 1991 Ólafur H. Ólafsson, KR 1992 Ólafur H. Ólafsson, KR 1993 Jón Birgir Valsson, KR 1994 Ingibergur J. Sigurðsson, Á 1995 Ingibergur J. Sigurðsson, Á 1996 Orri Björnsson, KR 1997 Ingibergur J. Sigurðs- son, UV 1998 Ingibergur J. Sigurðs- son, UV 1999 Pétur Eyþórsson, UV 2000 Ingibergur J. Sigurðs- son, UV 2001 Pétur Eyþórsson, UV Alls hafa 42 glímumenn orðið sigurvegarar í Ármannsglímunni frá 1889 og af þeim hafa 36 bor- ið heiðurstitilinn Skjaldarhafi frá 1908. 1932 Lárus Salómonsson, Á 1933 Lárus Salómonsson, Á 1934 Lárus Salómonsson, Á 1935 Ágúst Kristjánsson, Á 1936 Ágúst kristjánsson, Á 1937 Skúli Þorleifsson, Á 1938 Lárus Salómonsson, Á 1939 Ingimundur Guðmunds- son, Á 1940 Sigurður Brynjólfsson, Á 1941 Kjartan B. Guðjónsson, Á 1942 Kristmundur Sigurðsson, Á 1943 Guðmundur Ágústsson, Umf Vöku 1944 Guðmundur Ágústsson, Á 1945 Guðmundur Ágústsson, Á 1946 Guðmundur Ágústsson, Á 1947 Sigurjón Guðmundsson, Á 1948 Guðmundur Guðmunds- son, Á 1949 Guðmundur Guðmunds- son, Á 1950 Ármann J. Lárusson, Umf R 1951 Rúnar Guðmundsson, Á 1952 Rúnar Guðmundsson, Á 1953 Ármann J. Lárusson, Umf R 1954 Ármann J. Lárusson, Umf R 1955 Ármann J. Lárusson, Umf R 1956 Ármann J. Lárusson, Umf R 1957 Trausti Ólafsson, Á 1958 Ármann J. Lárusson, Umf R 1959 Ármann J. Lárusson, Umf R 1960 Ármann J. Lárusson, Umf R 1961 Kristmundur Guðmunds- son, Á 1962 Trausti Ólafsson, Á 1963 Hilmar Bjarnason, KR 1964 Kristmundur Guðmunds- son, Á 1965 Sigtryggur Sigurðsson, KR 1966 Sigtryggur Sigurðsson, KR 1967 Sigtryggur Sigurðsson, KR 1968 Ómar Úlfarsson, KR Sigurvegarar í Ármannsglímunni og Skjaldarhafar Ármanns, tafla 1. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.