Morgunblaðið - 25.04.2002, Side 63

Morgunblaðið - 25.04.2002, Side 63
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 2002 63 OD DI H F I2 84 2 ...vísa þér veginnwww.lmi.is Landmælingar Íslands óska lands- mönnum ánægjulegs ferðasumars með nýrri, fjölbreyttari og glæsilegri Ferðakortabók Bókin er nú 96 síður full af fróðleik og mikilvægum upplýsingum sem ferðamaðurinn þarf á að halda. Nýtt ferðakort í mælikvarðanum 1:500 000 með helstu upplýsingum um vega- kerfi landsins Sérkort af Mývatni, Skaftafelli, Landmannalaugum, Þingvöllum og Vestmannaeyjum Nýr ferðafélagi Ferðakortabók • Götukort af Reykjavík, Akureyri og Seyðisfirði • Útbreiðslusvæði útvarpsstöðva • GSM og NMT þjónustusvæði Símans • Friðlýst svæði og þjóðgarðar • Þjóðminjakort, hringsjár, stjórnsýslukort • Jarðfræði- og gróðurkort • Nafnaskrá með yfir 3000 örnefnum • Upplýsingar um gististaði, bensínstöðvar, söfn, upplýsingamiðstöðvar, sundstaði og golfvelli • Upplýsingar um þjónustu FÍB, vegalengdartafla og margt fleira Á undanförnum ár- um hefur sú óheilla- vænlega þróun átt sér stað að nemendum í hjúkrunarfræði sem og í sjúkraliðanámi hefur fækkað hér á landi. Svipað mynstur hefur einnig sést hjá öðrum þjóðum og víða er mik- ill skortur á hjúkrunar- fræðingum. En í hverju felst hjúkrun, hvert er starfssvið hjúkrunar- fræðinga og hvernig er námi í greininni háttað? Hjúkrun er fræði- grein sem snýst um manneskjur, bæði heil- brigðar og sjúkar. Hjúkrunarfræð- ingum er ekkert mannlegt óviðkom- andi og starf þeirra felst m.a. í því að gera það sem sjúklingurinn mundi gera hefði hann til þess heilsu og getu. Starfið felst einnig í fræðslu til fólks um þætti sem lúta að heilsu og heilbrigði og hvernig takast má á við erfiðleika sem tengjast sjúkdómum eða heilsubresti. Hjúkrunarfræðing- ar starfa m.a. í skólum, á vinnustöð- um, öldrunarstofnunum, sjúkrahús- um, heilsugæslustöðvum, hjá lyfja- fyrirtækjum, í heimahúsum og víðar. Hjúkrunarfræðingar eru fjölmenn- asta heilbrigðisstéttin á Íslandi. Nám í hjúkrunarfræði tekur fjög- ur ár við hjúkrunarfræðideild Há- skóla Íslands. Því miður eru karl- menn í miklum minnihluta nemenda þótt hjúkrunarfræðin sé ekki síður fyrir karla en konur. Ég held að það megi segja að óvíða innan háskólans sé að finna jafnfjölbreytta námsskrá og í hjúkrunarfræði og þar ættu flestir að finna eitthvað við sitt hæfi. Hjúkrunarfræðingar þurfa m.a. að hafa þekkingu á lífeðlisfræði, sálar- fræði, örverufræði, fósturfræði og lyfjafræði ásamt umfangsmikilli þekkingu í hjúkrunarfræði til að öðl- ast leyfi til starfa. Sterkur fræðilegur bakgrunnur er grundvöllur góðrar hjúkrunar og stöðugt er unnið að því að styrkja þann grunn með rann- sóknum. Hjúkrunarfræði er sjálfstæð fræðigrein og um hana gilda sérstök lög. Hjúkrunarfræðingar eru því ekki aðstoðarmenn lækna og vinna ekki undir þeirra stjórn, eins og margir telja, heldur eru þeir sjálf- stæðir meðferðaraðilar sem bera ábyrgð á gjörðum sín- um. Læknar og hjúkr- unarfræðingar eru hins vegar samstarfsstéttir sem vinna sameigin- lega að heill og heil- brigði fólksins í land- inu. En af hverju geir- fuglar? Jú því miður er því þannig farið að und- anfarin ár hefur þeim fækkað sem sækja nám í hjúkrunarfræði hér á landi. Haldi sú þróun áfram blasir við ófremdarástand í heil- brigðismálum enda er nú þegar skortur á hjúkrunarfræðingum. Eflaust hafa launakjör eitthvað að segja í þessum málum, vaktavinna er óvinsæl, álag í starfi er oft mikið og því miður hefur umræða um heilbrigðismál verið á mjög neikvæðum nótum hin síðustu ár sem hugsanlega hefur dregið úr áhuga fólks á störfum innan heil- brigðiskerfisins, svo einhverjar mögulegar orsakir séu nefndar. Tilgangur þessarar greinar er að vekja athygli á því hversu fjölbreytt og krefjandi starf hjúkrun er, bæði fyrir konur og karla, og ég vil hvetja fólk í námshugleiðingum til að skoða hvað nám í hjúkrunarfræði hefur upp á að bjóða. Hægt er að nálgast upp- lýsingar um námið á www.hi.is undir hjúkrunarfræðideild. Þaðan er einn- ig hægt að komast á heimasíðu nem- endafélagsins og kynna sér hvernig félagslífinu er háttað. Hafir þú áhuga á fagi sem sameinar fræðimennsku og lifandi starf þá er hjúkrun eitt- hvað fyrir þig. Geirfuglar Sigríður Zoëga Höfundur er nemandi á 4. ári í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands. Hjúkrun Vert er að vekja athygli á, segir Sigríður Zoëga, hversu fjöl- breytt og krefjandi starf hjúkrun er, bæði fyrir konur og karla. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111alltaf á föstudögum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.