Morgunblaðið - 25.04.2002, Síða 65

Morgunblaðið - 25.04.2002, Síða 65
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 2002 65 SJÖ nýir vagnar hjá Strætó bs. voru nýlega teknir í notkun eftir formlega afhendingu vagnanna, sem keyptir voru af Heklu hf. Vagnarnir eru af gerðinni Scania og eru svokallaðir lággólfsvagnar með „hneigingu“ til að lágmarka fyrirhöfn farþega við að stíga upp í þá. Vagnarnir eru 5 cm breiðari en þeir sem fyrir eru í flota Strætó bs. og hærra er til lofts í þeim en öðr- um vögnum. Nýju vagnarnir sjö eru hluti af alls sautján vögnum sem Strætó kaupir af Heklu og verða hinir tíu afhentir á næstu tveimur árum. Hver vagn kostar um 20 milljónir króna. Morgunblaðið/Golli Vagnarnir nýju tilbúnir á götuna. Frá vinstri er Skúli Bjarnason, stjórn- arformaður Strætó bs., Sigfús Sigfússon, forstjóri Heklu hf., Ásgeir Ei- ríksson, framkvæmdastjóri Strætó bs., og Ásmundur Jónsson, fram- kvæmdastjóri véladeildar Heklu hf. Nýir vagnar hjá Strætó bs. UMBOÐSMAÐUR Alþingis telur í nýlegu áliti að „verulegur annmarki“ hafi verið á meðferð landbúnaðar- ráðuneytisins þegar það á síðasta ári hafnaði beiðni ábúanda á jörð í eigu Landgræðslu ríkisins að neyta kaup- réttar samkvæmt 38. gr. jarðalaga. Telur umboðsmaður að ráðuneytið hafi ekki fullnægt rannsóknarskyldu sinni í málinu, sem kveðið er á um í stjórnsýslulögum, en það byggði synjunina að mestu á umsögn Land- græðslunnar og aflaði ekki sjálft upp- lýsinga um ástand jarðarinnar. Beinir umboðsmaður þeim tilmælum til ráðuneytisins að taka mál ábúandans til meðferðar að nýju, óski hann þess. Guðmundur B. Helgason, ráðu- neytisstjóri í landbúnaðarráðuneyt- inu, sagði við Morgunblaðið að ráðu- neytið meðtæki álit umboðsmanns. Það myndi taka málið upp að nýju og fara eftir þeim sjónarmiðum sem fram kæmu í álitinu, kæmi fram ósk þessa efnis. Guðmundur sagði að sú ósk hefði ekki enn borist. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um efnis- atriði í álitinu sem sneru að ráðuneyt- inu. Ábúandinn, kona sem hefur búið á jörðinni frá árinu 1938, kvartaði til umboðsmanns í ágúst sl. og taldi að engar sjálfstæðar röksemdir hefðu komið fram í synjun ráðuneytisins, en hún óskaði eftir því sl. vor að fá að kaupa jörðina af ríkinu. Hafði hún til þess meðmæli viðkomandi sveitar- stjórnar og jarðanefndar, þar sem sagði m.a. í umsögn þeirra að hún hefði „setið jörðina vel“. Fór hún fram á kaupin samkvæmt 38. gr. jarðalaga sem veitir ábúendum ríkisjarða kaup- rétt hafi þeir búið a.m.k. tíu ár á jörð- inni og fengið tilskilin meðmæli sveit- arstjórnar og jarðanefndar. Eiginmaður konunnar hóf búskap á jörðinni árið 1936 en eftir að hann lést árið 1979 tók hún við ábúðarrétti á jörðinni. Hafði Sandgræðsla Ís- lands, síðar Landgræðslan, átt jörð- ina frá árinu 1924 en hún var keypt vegna uppblásturs þar og sandfoks. Landgræðslan lagðist gegn sölunni Í bréfi landbúnaðarráðuneytisins til konunnar, þar sem beiðni hennar um að kaupa er hafnað, er á það bent að Landgræðslan fari með eignarhald á jörðinni. Vísað er til þess að Land- græðslan leggist gegn því að jörðin sé seld, uppgræðslu hennar sé ekki lokið og talið að einungis afmörkuð svæði þoli einhverja búfjárbeit þrátt fyrir að miklum fjármunum hafi verið varið til uppgræðslustarfa á jörðinni, einkum á síðari árum. Í áliti sínu bendir umboðsmaður Alþingis á að kaupréttur sé fjárhags- lega mikilvæg réttindi og gera þurfi auknar kröfur á stjórnvöld þegar þau synja ábúanda um að neyta þess rétt- ar. Bendir umboðsmaður m.a. á að konan hafi ekki fengið að vita að Landgræðslunni hafi verið tilkynnt um kaupbeiðni hennar eða að stofn- unin hafi sent ráðuneytinu umsögn af því tilefni. Umboðsmaður segir að umsögnin hafi verið ábúandanum í óhag og af skýringum ráðuneytisins megi ráða að hún hafi haft verulega þýðingu fyrir afstöðu þess. Er það niðurstaða umboðsmanns að undan- tekningarheimildir stjórnsýslulaga hefðu ekki átt við, enda hefðu í um- sögn Landgræðslunnar falist upplýs- ingar sem hafi að nokkru leyti verið matskenndar og beinst að ástandi og aðstæðum á jörðinni. Umboðsmaður segir að landbúnað- arráðuneytinu hafi verið skylt sam- kvæmt lögum að veita konunni kost á því að tjá sig um umsögn Land- græðslunnar áður en það tók ákvörð- un um að hafna beiðni hennar. Annmarki á með- ferð ráðuneytisins Umboðsmaður Alþingis um synjun kaupréttar á ríkisjörð Á FUNDI sjálfstæðisfélaganna á Akranesi laugardaginn 13. apríl sl. var framboðslisti flokksins til sveit- arstjórnarkosninga 25. maí sam- þykktur einróma. Listann skipa: 1. Gunnar Sigurðs- son framkvæmdastjóri. 2. Guðrún Elsa Gunnarsdóttir iðnrekstrar- fræðingur. 3. Jón Gunnlaugsson um- dæmisstjóri. 4. Þórður Þórðarson bifreiðastjóri. 5. Sæmundur Víg- lundsson byggingatæknifræðingur. 6. Sævar Haukdal framkvæmda- stjóri. 7. Hallveig Skúladóttir hjúkr- unarfræðingur. 8. Eydís Aðalbjörns- dóttir landfræðingur/kennari. 9. Lárus Ársælsson verkfræðingur. 10. Kristjana Guðjónsdóttir nemi. 11. Egill Ragnarsson veitingamaður. 12. Ingþór Bergmann Þórhallsson pípu- lagningamaður. 13. Ragnheiður Ólafsdóttir deildarstjóri. 14. Eiður Ólafsson skipstjóri. 15. Elín Sigur- björnsdóttir hjúkrunarfræðingur. 16. Elínbjörg Magnúsdóttir skrif- stofumaður. 17. Ingibjörg Ólafsdótt- ir húsfreyja. 18. Guðjón Guðmunds- son alþingismaður. Listi Sjálfstæðis- flokksins á Akranesi ARNAR Árnason, bóndi og tækni- fræðingur, skipar efsta sætið á H- lista fyrir sveitarstjórnakosningarn- ar í Eyjafjarðarsveit í vor. Önnur efstu sæti listans skipa: 2. Valgerður Jónsdóttir garðyrkju- tæknifræðingur, 3. Einar Gíslason kennari, 4. Eiríkur Hreiðarsson garðyrkjubóndi, 5. Reynir Björg- vinsson bóndi og húsasmíðameistari, 6. Brynjar Skúlason skógfræðingur, 7. Rannveig Vernharðsdóttir hús- móðir, 8. Eygló Daníelsdóttir iðju- þjálfi, 9. Sigurgeir Pálsson bóndi. Arnar efstur á H-lista FERÐAFÉLAG Íslands gengst fyr- ir jarðfræðiferð í Húshólma við Krísuvík í dag, sumardaginn fyrsta. Leiðin er nokkuð auðveld yfirferðar og stutt í fallega stórgrýtisfjöru. Í Húshólma er talið að á fyrrihluta 11. aldar hafi gosið. Í Húshólma eru bæjarrústir og garðar í neðri hluta Ögmundarhrauns á Reykjanesi. Fararstjóri verður Haukur Jóhann- esson. Verð kr 1.700/2.000. Brottför frá BSÍ kl. 10.30 með viðkomu í Mörkinni 6 og austan við kirkjugarð- inn í Hafnarfirði. Jarðfræðiferð í Húshólma SUMAR- OG ORLOFSHÚS Sumarbústaður til sölu á einum besta staðnum við Skorradalsvatn. Frábært útsýni og skógivaxin lóð. Innbú fylgir. Laus strax. Upplýsingar í símum 437 0063 og 899 6197. UPPBOÐ Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Hrannarstígur 4, efri hæð, Grundarfirði, þingl. eig. Friðrik Rúnar Friðriksson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 30. apríl 2002 kl. 13.30. Sýslumaður Snæfellinga, 24. apríl 2002 Ólafur K. Ólafsson. Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Hörðuvöllum 1, Selfossi, þriðjudaginn 30. apríl 2002 kl. 10.00, á eftirfarandi eignum: Austurmörk 18, Hveragerði. Fastanr. 220-9853, þingl. eig. Sigurður Sigurdórsson, gerðarbeiðandi Lífeyrissjóðurinn Framsýn. Brautartunga, Stokkseyri. Landnúmer 165537, þingl. eig. Sævar Jóelsson, gerðarbeiðandi Áburðarverksmiðjan hf. Eyrargata 53, Eyrarbakka, þingl. eig. Ísfold ehf., gerðarbeiðandi Sveit- arfélagið Árborg. Hásteinsvegur 17, Stokkseyri. Fastanr. 219-9760, þingl. eig. Guðlaugur Magnússon og Halldóra Brandsdóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalána- sjóður og Merlin A/S, Lille Tornbjerg Vej 30, 05 5220 Odens. Hestur lóð 64, Grímsnes- og Grafningshreppi. Fastanr. 220-7411, þingl. eig. Bjarni Halldórsson, gerðarbeiðandi Frjálsi fjárfestingar- bankinn hf. Lóð úr landi Ingólfshvols, Ölfusi, matshl. 010107 (hús A), og matshl. 010108 (hús C), ásamt 15% hlutdeild í borholu í landi Sandhóls, þingl. eig. Gerpla ehf., gerðarbeiðandi Búnaðarbanki Íslands hf. Oddabraut 10, Þorlákshöfn. Fastanr. 221-2574, þingl. eig. Magnús Georg Margeirsson og Wichuda Buddeekham, gerðarbeiðandi Íbúða- lánasjóður. Öndverðarnes 2, Grímsnes- og Grafningshreppi. Fastanr. 220-8648, þingl. eig. Vilhjálmur Knudsen, gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið. Sýslumaðurinn á Selfossi, 24. apríl 2002. ÝMISLEGT Veitingahúsatæki óskast Kjúklingagrill, djúpsteikningarpottur, hitaskáp- ur, hitaborð, grænmetiskvörn, samlokugrill, hrærivél, þrýstidjúpsteikningarpottur fyrir kjúklingabita, sjóðsvélar og ýmislegt annað sem við kemur veitingarekstri. Uppl. veitir Gunnar í síma 690 5000. S M Á A U G L Ý S I N G A RI FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 1  1834268  I.O.O.F. 12  1834268½  Fl.  MÍMIR 6002042619 I Lf. Í kvöld kl. 20.00: Sumarvaka. Brigader Ingibjörg Jónsdóttir stjórnar. Almenn samkoma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, kl. 20.00. Mikill söngur og vitnisburðir. Ræðum. G. Theodór Birgisson. Allir hjartanlega velkomnir. www.samhjalp.is . Fagnið sumri með FÍ 25. apríl, sumardaginn fyrsta. Hús- hólmi við Krísuvík. Ekin Krísu- víkurleið og gengið frá vegi niður að Húshólma, þar sem finna má mannvistarminjar, ein- ar þær elstu á landinu, bæjar- rústir og garðhleðslur. Brottför frá BSÍ kl. 10.30 með viðkomu í Mörkinni 6. Fararstjóri Haukur Jóhannesson. Verð 1.700/2.000. Sunnudagur 28. apríl, Hafn- arfjall. Gengið verður á Hafnar- fjall og er það um 4—5 tíma ganga. Verð 1.800/2.100. Sjálfboðaliðar geta komist að við skálavörslu í Hvítárnesi, Breiðuvík og Húsavík. Áhuga- samir hafi samband við skrif- stofu FÍ, s. 568 2533 v. Hvítár- ness, en í s. 471 2000 v. Breiðu- víkur og Húsavíkur. Í kvöld kl. 21 heldur Anna S. Bjarnadóttir erindi: „Sjálfsþekk- ing” í húsi félagsins, Ingólfs- stræti 22. Á laugardag kl. 15-17 er opið hús með fræðslu og umræðum, en kl. 15.30 Halldóra Gunnars- dóttir „Upplestur“ Á sunnudögum kl. 17-18 er hugleiðingarstund með leiðbein- ingum fyrir almenning. Á fimmtudögum kl. 16.30- 18.30 er bókaþjónustan opin með miklu úrvali andlegra bók- mennta. Guðspekifélagið hvetur til sam- anburðar trúarbragða, heim- speki og náttúruvísinda. Félagar njóta algers skoðanafrelsis. www.gudspekifelagid.is 28. apríl Skemmtileg dagsferð um Reyni- vallaháls að Fossá í Hvalfirði. Brottför frá BSÍ kl. 10:30. Verð kr 1.500 fyrir félaga, 1.700 fyrir aðra. Fararstjóri Hallgrímur Kristinsson. 1. maí Helgafell sunnan Hafnarfjarðar (Útivistarræktin). Brottför á eigin bílum kl. 18:30 frá skrifstofu Úti- vistar. Ekkert þátttökugjald. 5. maí Reykjavegur — Þorbjarnarfell — Méltunnuklif (R-2). Önnur ferð af átta um Reykja- veginn. Nú verður gengið Þor- bjarnarfell — Méltunnuklif. Ferð frá BSÍ kl. 10:30. Verð kr. 1.500 fyrir félaga, 1.700 fyrir aðra. 5. maí Skemmtileg ganga um Skógfella- veg. Brottför frá BSÍ kl. 10:30. 6. maí Myndakvöld mánudagskvöldið 6. maí kl. 20:00 í Húnabúð, Skeif- unni 11. Skúli Sveinsson sýnir myndir frá Borgarfirði eystra um Víknaslóðir o.fl. R A Ð A U G L Ý S I N G A R ATVINNA mbl.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.