Morgunblaðið - 25.04.2002, Side 71
BRÉF TIL BLAÐSINS
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 2002 71
RAÐGREIÐSLUR
Sölusýning -
Sölusýning
10% staðgreiðsluafsláttur Sími 861 4883
á nýjum og gömlum handhnýttum austurlenskum
gæðateppum á Grand Hóteli við Sigtún, Reykjavík,
í dag, sumardaginn fyrsta, frá kl. 13-19,
á morgun, föstudag 26. apríl, frá kl. 13-19,
á laugardag 27. apríl frá kl. 12-19,
á sunnudag 28. apríl frá kl. 13-19.
Glæsileg teppi
á mjög góðu verði
Ágæti lesandi.
Í dag, sumardaginn fyrsta, sýnir
Ríkissjónvarpið heimildamynd um
garðinn Skrúð, stofnanda hans Sig-
trygg Guðlaugsson og þá miklu
vinnu sem lögð var í að endurnýja
garðinn fyrir nokkrum árum. Okkur
þykir viðeigandi að hvetja þá mörgu
velunnara sem lagt hafa garðinum
lið með ýmsum hætti, til þess að sjá
myndina, sem sýnd er að kvöldi áð-
urnefnds dags en myndin er gerð af
Gísla Gestssyni kvikmyndargerðar-
manni. Þá viljum við einnig fara ör-
fáum orðum um það fjáröflunarstarf
sem stjórn framkvæmdasjóðs
Skrúðs hefur unnið markvisst að
undanfarin ár. Fjögur ár eru liðin frá
því að kallað var eftir liðveislu við
sjóðinn. Viðbrögð við þessu ákalli
okkar voru mjög góð og söfnuðust þá
þegar um 2,4 milljónir króna. Í
tengslum við útgáfu á fallegum og
vönduðum kynningarbæklingi um
Skrúð, sem samgönguráðuneytið
styrkti og framkvæmdanefnd
Skrúðs stóð fyrir á síðasta ári, var
leitað til allmargra fyrirtækja sem
styrktu Framkvæmdasjóð Skrúðs
með ríflegu framlagi. Firmamerki
þessara aðila er prentað í bæklingn-
um. Þá stóð Framkvæmdasjóður
Skrúðs fyrir þremur viðburðum á
síðasta ári. Fræðsludagskrá um
Skrúð, haldin í maí í Mörkinni 6, þar
sem valinkunnir fyrirlesarar fluttu
erindi, hvert örðu betra, um efni er
tengdust garðinum. Í byrjun júlí var
svo kallað til samkomu í Skrúði, er
bar yfirskriftina „Stefnumót í Skrúði
– Maður er manns gaman“.
Skemmst er frá því að segja að sam-
koman var afar vel sótt, en milli 4 og
500 manns nutu þar góðviðrisdags
við leik og þess sem þar var á boð-
stólum.
Í byrjun september stóð fram-
kvæmdasjóðurinn, í samvinnu við
Garðyrkjuskóla ríkisins, að tveggja
daga umhirðu- og viðhaldsátaki í
garðinum. Um 30 manns, nemendur
og kennarar skólans, komu þá vestur
og var unnið að margvíslegum að-
kallandi endurbótum við garðinn.
Umhverfissjóður verslunarinnar
styrkti viðhaldsverkefnið á myndar-
legan hátt. Með einum eða öðrum
hætti var unnið að fjáröflun fyrir
sjóðinn í tilefni af þessum viðburð-
um. Segja má að þokast hafi í rétta
átt og margir aðilar hafa af rausn-
arskap lagt sjóðnum til veglegar
upphæðir. Hér verða ekki tíundaðar
einstakar gjafir en benda má á að í
hollvinabók Skrúðs, sem liggur
frammi í garðskála garðsins á sumr-
in, er yfirlit yfir stuðningsaðila. Inn-
eign sjóðsins um sl. áramót er um 5
milljónir króna en stefnt er að því að
sjóðurinn verði enn stærri þannig að
raunvextir af höfuðstól standi undir
árlegu viðhaldi og rekstri garðsins.
Með þessum pistli er á ný kallað
eftir liðveislu ræktunarfólks hvar-
vetna á landinu, Vestfirðinga og
gamalla nemenda á Núpi og ekki síst
þeirra sem láta sér annt um rækt-
arsemi við garðinn góða. Það fé sem
safnast mun bætast við núverandi
höfuðstól sem ekki verður skertur.
Vextirnir verða notaðir til þess að
standa undir rekstri garðsins. Það er
von þeirra sem að þessu söfnunar-
átaki standa að sem flestir geti léð
þessu málefni frjálst framlag og
beitt áhrifum sínum málefninu til
stuðnings. Reikningsnúmer söfnun-
arinnar er 1175-26-757 í Sparisjóði
vélstjóra. Öll framlög verða mikils
metin og gefendur verða skráðir í
hollvinabók Skrúðs.
Myndum öflugan bakhjarl við
garðinn Skrúð.
BRYNJÓLFUR JÓNSSON,
form. Framkvsjóðs Skrúðs.
Skrúður – kall-
að eftir liðveislu
Frá Brynjólfi Jónssyni:
ÍSRAEL státar af því að vera eina
landið í Mið-Austurlöndum þar
sem ríkisstjórnin er kjörin í al-
mennum kosningum. Einnig er litið
svo á að landið sé í rauninni hluti
af Evrópu að því leyti að Ísrael
tekur þátt í Evrópukeppni í knatt-
spyrnu, handknattleik og körfu-
knattleik. Í landi þar sem heim-
ilaðar eru í lögum pyntingar á
föngum og aftökur án dóms og
laga. Í landi þar sem stjórnmála-
menn afla sér fylgis meðal þjóð-
arinnar fyrir kosningar með því að
líkja nágrönnum sínum Palestínu-
mönnum við veirufaraldur sem beri
að útrýma.
Þetta er lýðræðisríkið Ísrael.
Ekki er hægt að kalla að þetta séu
sönn gildi lýðræðisins sem við
þekkjum á Vesturlöndum, að því
leyti að öll evrópuríki hafa fyrir
löngu hætt pyntingum og dauða-
refsingum á sakamönnum. En
vegna hinna sterku tengsla sem
Ísrael hefur náð að skapa sér á
Vesturlöndum hefur þessi veikleiki
lýðræðis landsins verið látinn
óáreittur af stjórnmálamönnum
Vesturlanda. Fréttaflutningur af
átökunum sem nú eru fyrir botni
Miðjarðarhafs er líka oft á tíðum
til skammar. Þar eru Ísraelsmenn í
hlutverki fórnarlambsins á meðan
Palestínumenn eru ótíndir hryðju-
verkamenn. Auðvitað er þessu öf-
ugt farið í raunveruleikanum. Það
eru ekki stjórnvöld í Palestínu sem
skipa palestínskum ungmennum að
ganga um götur og torg Ísraels og
sprengja sig í loft upp. Þvert á
móti fordæma stjórnvöld þar í
landi slík verk. Hernaðaraðgerðir
Ísraelsmanna í Palestínu eru þó
ekki annað en ríkisrekin hryðju-
verkastarfsemi, í þeim aðgerðum
er ekki gerður greinamunur á því
hvort þú sért blaðamaður, sjúkra-
flutningamaður eða kirkjuklukku-
hringjari í Betlehem, allt sem
hreyfist er skotið niður. Er það
stríð gegn hryðjuverkum? Nei, það
er þvert á móti hryðjuverk í sinni
verstu mynd.
Það er misskilningur að ætla að
Palestínumenn og Ísraelsmenn geti
leyst deiluefni sín einir. Þeir sem
bera ábyrgð á því ástandi sem nú
ríkir eru Vesturlönd, og þess vegna
ber þeim að grípa inn íog það
strax. Gleymum ekki að það voru
Bandaríkin og Evrópa sem studdu
að ríki gyðinga yrði stofnað í Pal-
estínu. Palestínumenn áttu sér hins
vegar formælendur fáa og þeirra
afstaða var í rauninni aldrei rædd
af neinni alvöru. Þó var ákveðið að
Palestínumenn myndu líka fá að
stofna sjálfstætt ríki, ekkert bólar
á því enn. Þó er hægt að segja
Vesturlöndum það til vorkunnar að
árið 1947, þegar SÞ samþykktu að
gyðingaríkið yrði stofnað, þá var
samúð með gyðingum mjög mikil
vegna þeirrar viðbjóðslegu kúgun-
ar sem þeir höfðu gengið í gegnum
af hálfu nasista. Hins vegar hlýtur
það að teljast varhugavert að Vest-
urlönd skyldu kaupa fyrirgefningu
syndanna af einni þjóð en fórna
annarri í staðinn.
SIGURÐUR ÞÓRARINSSON,
Selvogsgrunni 22, Reykjavík.
Lýðræðisríkið Ísrael
Frá Sigurði Þórarinssyni:
Bómullar-satín
og
silki-damask
rúmföt
Skólavörðustíg 21,
sími 551 4050
Stretchbuxur kr. 2.900
Konubuxur frá kr. 1.690
Dragtir, kjólar,
blússur og pils.
Ódýr náttfatnaður.
Brandtex fatnaður
Nýbýlavegi 12, sími 5544433
Stretchbuxur kr. 2.90
Konubux r frá kr. 1.790
ragtir, kjólar,
blús ur og pils.
Ódýr nát fatna
Nýjar
línur
á
nýjum stað
undirfataverslun
Síðumúla 3-5