Morgunblaðið - 25.04.2002, Qupperneq 73
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 2002 73
DAGBÓK
Árnað heilla
70 ÁRA afmæli. Ámorgun, föstudaginn
26. apríl, verður sjötugur
Jón Ólafsson bóndi, Braut-
arholti, Kjalarnesi. Hann og
kona hans, Auður Kristins-
dóttir, bjóða fjölskyldu og
vinum til fagnaðar á afmæl-
isdaginn kl. 19 að Fólkvangi
á Kjalarnesi.
70 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 25.
apríl, er sjötug Lóa Jóns-
dóttir frá Árbæ, Hólavangi
4, Hellu. Hún verður að
heiman á afmælisdaginn en
tekur á móti gestum á
Laugalandi í Holtum laug-
ardaginn 27. apríl milli kl. 14
og 18.
LJÓÐABROT
ÆTTLERA-ALDARHÁTTUR
Þá hugsa geri eg umheimsins art,
hversu hún tekur að sölna snart,
vindur feyki vítt og hart
veiku jarðar hjómi,
sviptur er burtu sómi,
guð minn, guð minn, gef eg mig þér,
gættu að mér,
svo orð þín ætíð rómi.
Farsæl var sú fyrri tíð,
furðu góð og harla blíð;
ætíð er nú hegg og hríð
með hryggum sjávargangi,
hver hefur hart í fangi.
Guð minn, guð minn, þakka eg þér,
að þanninn sker
drottins dómarinn strangi.
- - - Ólafur Einarsson
1. c4 g6 2. g3 Bg7 3. Bg2 c5 4.
e3 e6 5. d4 Re7 6. d5 exd5 7.
cxd5 d6 8. Rc3 O-O 9. Rf3 a6
10. a4 Rd7 11. O-O Rf5 12.
Dc2 He8 13. Hd1 Re5 14.
Rxe5 Bxe5 15. Bd2 b6 16.
Hab1 Bd7 17. b4 c4 18. b5
axb5 19. Rxb5
Bxb5 20. Hxb5 c3
21. Be1 Ha5 22.
Hb4 Da8 23. e4
Re7 24. f4 Bg7 25.
Bf2 b5 26. Hxb5
Hxa4 27. e5 Hc8
28. exd6 Ha2 29.
Dc1 Rf5 30. d7
Hd8 31. d6 Da6
32. Bf1 Dc6 33.
He1 Dxd7 34. Hd5
Staðan kom
upp á Amber
mótinu í Mónakó
sem lauk fyrir
skömmu. Peter
Leko (2.713)
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Svartur á leik.
hafði svart gegn Evgeny
Bareev (2.707). 34...Hxf2!
35. Kxf2 Da7+ Þótt ótrúlegt
megi virðast þá lendir hvítur
í úlfakreppu með hrók sinn á
d5 þar sem hann getur ekki
hreyft legg né lið vegna lepp-
unar. 36. Kf3 Da8 37. Bc4
Rxd6 38. Bb3 Rf5 39. Hed1
Rd4+ 40. H1xd4 Bxd4 41.
Ke4 Bf6 42. Dd1 Hb8 43.
Kf3 Hxb3 44. Dxb3 c2 og
hvítur gafst upp.
SAMMY Kehela og Eric
Murray eru sögufrægustu
spilarar Kanadamanna.
Báðum þótti gott að reykja
stóra vindla og af þeim er
sögð eftirfarandi saga frá
þeim tíma þegar leyft var
að reykja við spilaborðið.
Hvor um sig tók upp risa-
vindil og Murray sneri sér
síðan að mótherja sínum á
hægri hönd og spurði kurt-
eislega: „Er þér sama þótt
við reykjum?“ „Ekkert
mál,“ var svarið. Murray
sneri sér þá að hinum mót-
herjanum og beindi til
hans sömu spurningu. Og
fékk aftur jákvætt svar.
Murray og Kehela horfð-
ust þá í augu um stund og
stungu svo báðir vindlun-
um aftur í brjóstvasann:
„Þá er engin ástæða til að
reykja,“ sagði Murray.
Suður gefur; enginn á
hættu.
Norður
♠ G863
♥ KD9842
♦ K4
♣3
Vestur Austur
♠ KD109 ♠ 742
♥ Á ♥ G763
♦ ÁG852 ♦ 96
♣1084 ♣D972
Suður
♠ Á5
♥ 105
♦ D1073
♣ÁKG65
Vestur Norður Austur Suður
-- -- -- 1 tígull
1 spaði 2 hjörtu Pass 2 grönd
Pass 3 grönd Allir pass
Hér er það Sammy Keh-
ela sem situr í sæti sagn-
hafa í tvímenningsmóti ár-
ið 1963. Vestur kom út
með spaðakóng, sem Keh-
ela tók og spilaði hjartatíu.
Vestur átti þann slag og
spilaði spaðadrottningu og
tíu. Kehela drap með gosa,
tók KD í hjarta og svínaði
laufgosa. Tók svo ÁK í
laufi og spilaði tígli að
blindum í þessari stöðu:
Norður
♠ 8
♥ 9
♦ K4
♣ --
Vestur Austur
♠ 9 ♠ --
♥ -- ♥ G
♦ ÁG8 ♦ 96
♣ -- ♣D
Suður
♠ --
♥ --
♦ D107
♣6
Ef kóngur blinds fær að
eiga slaginn verður vestur
sendur inn á spaðaníu til
að gefa níunda slaginn á
tígul. Vestur sá þetta fyrir
og stakk upp tígulás. En
Kehela átti svar við því –
hann henti tígulkóng undir
og fékk tvo síðustu slagina
á D10.
BRIDS
Umsjón Guðmundur Páll
Arnarson
MORGUNBLAÐIÐ birt-
ir tilkynningar um af-
mæli, brúðkaup, ættar-
mót og fleira lesendum
sínum að kostnaðar-
lausu. Tilkynningar
þurfa að berast með
tveggja daga fyrirvara
virka daga og þriggja
daga fyrirvara fyrir
sunnudagsblað. Sam-
þykki afmælisbarns
þarf að fylgja afmælis-
tilkynningum og/eða
nafn ábyrgðarmanns og
símanúmer. Fólk getur
hringt í síma 569-1100,
sent í bréfsíma 569-
1329, eða sent á netfang-
ið ritstj @mbl.is.
Einnig er hægt að
skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1,
103 Reykjavík
Með morgunkaffinu
Er jólasveinninn virkilega pabbi minn? …
Veit HANN það?
STJÖRNUSPÁ
eft ir Frances Drake
NAUT
Afmælisbörn dagsins:
Þú býrð yfir vinnusemi og
staðfestu. Orkan sem þú
býrð yfir hleypir kappi
í kinnar þeirra sem þú
umgengst.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Kringumstæður þínar og
hversdagslegar athafnir falla
þér í geð í dag. Þú kærir þig
ekki um að ræða alvarleg
málefni vegna þess að þú hef-
ur fyrst og fremst áhuga á
lífsins lystisemdum.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þessi dagur getur nýst þér
vel hvað fjármálin varðar en
það fer þó eftir því hvernig þú
hegðar þér. Fjárhagsleg
tækifæri birtast en þú skalt
fara þér að engu óðslega.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Einmitt nú getur þú stuðlað
að friði milli manna. Þér gæti
boðist tækifæri til að miðla
málum milli annarra.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þú gætir þurft að annast ein-
hvern sem þarf á hjálp þinni
að halda. Líttu á þetta sem
tækifæri til að sýna örlæti og
að bæta heiminn.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þér ætti að ganga vel í sam-
skiptum innan hóps í dag. Þú
ert fús til málamiðlana og
finnst þú ekki glata neinu
persónulega.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Í dag gæti hafist hjá þér ást-
arsamband við einhvern þér
eldri. Í það minnsta munt þú
laðast að yfirmanni eða ein-
hverjum sem býr yfir valdi.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Þú laðast að fólki sem er
framandi og býr að lífs-
reynslu ólíkri þinni eigin. Þig
fýsir að fræðast af þeim sem
búa yfir annarri vitneskju en
þú.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Ástarsambönd sem eru að
hefjast núna munu hafa mikil
áhrif, ýmist góð eða slæm, á
líf þitt. Um þessar mundir
nálgast þú öll þín sambönd af
ákafa.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Þetta er kjörinn dagur til að
efla vináttuna. Þér tekst að ná
jafnvægi milli þín og annarra.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Samstarfsfólk styður þig í
dag og þess vegna gætir þú
átt dásamlegan vinnudag.
Leitaðu eftir hverju tækifæri
til að gjalda góðmennsku sem
þér hefur verið sýnd.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Þú nærð góðu sambandi við
börn í dag. Þetta er góður
dagur til leikja og annarra at-
hafna sem endurvekja barnið
innra með þér.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Öll viðleitni til að breyta íbúð-
arhúsnæði þínu mun falla þér
í geð í dag. Þú vilt að heimili
þitt sé fallegra og þægilegra
fyrir þig og þá sem þar búa.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Heiti Potturinn
Trompmiði er auðkenndur með bókstafnum B en einfaldir miðar með E, F, G
og H. Gangi vinningar ekki út bætast þeir við Heita pott næsta mánaðar.
Birt með fyrirvara um prentvillur.
4. flokkur, 24. apríl 2002
Einfaldur kr. 3.581.000.- Tromp kr. 17.905.000.-
11992B kr. 17.905.000,-
11992E kr. 3.581.000,-
11992F kr. 3.581.000,-
11992G kr. 3.581.000,-
11992H kr. 3.581.000,-
Enskuskóli Erlu Ara
auglýsir enskunám í Englandi
fyrir fagfólk á hárgreiðslustofum og snyrtistofum.
Leonardo Da Vinci starfsmenntaáætlun
Evrópusambandsins veitir styrki til þátttöku.
Upplýsingar og skráning í síma 891 7576.
Skoðið myndir af starfsemi skólans á
www.simnet.is/erlaara
Dagana 3. og 4. maí nk. verður haldið
10 klst. námskeið um hvernig unnt er að breyta
viðhorfum og gildismati í undirmeðvitundinni til peninga.
Kári Eyþórsson Friðrik Karlsson
Eru peningar
vandamál í þínu lífi?
Leiðbeinendur eru:
• Hvers virði væri að losna frá peningaáhyggjum?
• Finnst þér að aðrir hafi minna fyrir því en þú
að eignast peninga?
• Helst þér illa á peningum, lekur buddan?
Þú getur lært að breyta viðhorfum þínum til peninga
þannig að peningar vinna með þér en ekki á móti.
Upplýsingar
í síma 5881594,
netfang:
koe@islandia.is
AÐEINS Í 2 DAGA!
Sérvörudeild RJC hættir sölu á undirfatnaði
(m.a Fila og Pastunette ),
skarti, hönskum, treflum o.m.fl.
Afsláttur af heildsöluverði!
Opið á morgun, föstud. 26. apríl, frá kl. 13:00-19:00,
laugard. 27. apríl frá kl. 11:00-16:00.
L A G E R S A L A
ROLF JOHANSEN & COMPANY, SKÚTUVOGI 10A,
(á milli IKEA og Húsasmiðjunnar)
Símar: 595 6700/595 6767.