Morgunblaðið - 25.04.2002, Page 84
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
Lágmúla og Smáratorgi
opið kl. 8-24
alla daga
STJÓRN Læknafélags Íslands hef-
ur lagt til í bréfi til heilbrigðisráð-
herra að komið verði á fót miðstöð
fyrir neytendur svonefndra ópíata
(morfínskyldra lyfja) þar sem þeir
fá skyld lyf eða önnur til að mæta
fíkninni og venjast af henni. Sig-
urbjörn Sveinsson, formaður LÍ,
segir stjórn félagsins hafa rætt mál-
efni sjúklinga sem nota sterk
verkjalyf til vímugjafar og málefni
lækna sem kunni að sjá þeim fyrir
þessum lyfjum.
Jón Kristjánsson heilbrigðisráð-
herra kvaðst í samtali við Morgun-
blaðið fagna tillögum Læknafélags-
ins. Sagðist hann eiga von á tillögum
frá landlækni og Lyfjastofnun á
morgun um hvernig herða mætti
eftirlit. Myndi hann í framhaldi af
því meta hvernig samræma mætti
aðgerðir á þessu sviði.
Í bréfi Læknafélagsins segir að
stjórnin telji að talsverður hópur
fólks sé orðinn háður þessum lyfjum
og að hann fari stækkandi með
hverju ári. „Stjórnin vill benda á, að
erlendar rannsóknir sýna, að fíkn
þessi hefst ekki við hefðbundna
læknismeðferð t.d. vegna verkja
nema í minnihluta tilvika. Stjórnin
telur að læknar kunni að sjá þessum
fíklum fyrir lyfjum að verulegu
leyti. Hún vill leggja sitt af mörkum
til að við því verði spornað. Jafn-
framt vill hún benda á, að allar að-
gerðir í því skyni þurfa að taka tillit
til þeirra mörgu sjúklinga sem þurfa
á þessum lyfjum að halda í lögmæt-
um tilgangi og lækna, sem þá
stunda,“ segir í bréfinu.
Þá leggur stjórn LÍ ríka áherslu á
að verði menn fíklar vegna lyfseðla
á umrædd lyf muni það ekki leysa
vanda þeirra. „Kann það að leiða til
þess, að til verði markaður á Íslandi
fyrir innflutt ópíöt, rekinn með
skipulagðri glæpastarfsemi. Því
verður að finna leiðir fíklunum til
hjálpar um leið og saumað er að
þessari lyfseðlaútgáfu,“ segir einnig.
Auk miðstöðvar sem lagt er til að
komið verði á fót leggur Lækna-
félagið til að miðlæg verkjameðferð
verði styrkt á Landspítala – há-
skólasjúkrahúsi þannig að læknar
eigi auðveldara með að vísa þangað
sjúklingum sem þurfa flókna verkja-
meðferð og þeir treysta sér ekki til
að meðhöndla sjálfir. Einnig er lagt
til að embætti landlæknis verði eflt
til að fylgjast með útgáfu lyfseðla á
eftirritunarskyld lyf og að nauðsyn-
legum tæknilegum útfærslum verði
mætt í þeim tilgangi með endur-
skoðun á lögum ef þess gerist þörf.
TVEIR Vestmannaeyingar voru
fluttir á sjúkrahúsið í Vest-
mannaeyjum eftir að hafa verið
um 30 mínútur í sjónum við Elliða-
ey í gær áður en þeim var bjargað.
Mennirnir voru í gúmbát ásamt
tveimur öðrum á leið til eyjarinnar
og voru þrír bátsverjanna, sem eru
í veiðifélagi Elliðaeyjar, á leið í
vorverkin. Bátnum hvolfdi fyrir ut-
an eyna skömmu eftir kl. 16 og
tókst tveimur bátsverjum að kom-
ast í land en hinum tveimur var
bjargað úr sjónum af áhöfn björg-
unarbáts Slysavarnafélagsins
Landsbjargar, Þór frá Vest-
mannaeyjum, 14 mínútum eftir út-
kall.
Ívar Atlason varð fyrir tilviljun
vitni að óhappinu þar sem hann
var staddur við útsýnispall austur
af Hrauni í Heimaey og hringdi í
Neyðarlínuna. „Þegar ég kem á
pallinn þá er veiðifélagi minn, Þór-
arinn Sigurðsson, að fylgjast með
þeim úr kíki. Þeir ætluðu að lenda
austan megin á eynni, sem sést
ekki frá útsýnispallinum, en voru
komnir vestan megin við hana
þannig að við gátum fylgst með
þeim í kíki. Allt í einu sjáum við að
báturinn er á hvolfi og menn eru í
sjónum. Við þorðum ekki annað en
hringja í Neyðarlínuna og láta
ræsa út Björgunarfélagið og þegar
það kom á staðinn voru enn tveir
menn í sjónum en tveir höfðu kom-
ist upp í eyna. Einn var víst orðinn
töluvert þrekaður þannig að það
mátti litlu muna.“
Þeir sem var bjargað úr sjónum
voru strax fluttir í land en félagar
þeirra sem komust til Elliðaeyjar
gátu gefið merki um að ástand
þeirra væri í lagi. Náð var í þá
skömmu síðar og komið með þá til
Heimaeyjar kl. 16.30.
Fjórir menn hætt komnir við Elliðaey – tveimur bjargað úr sjónum
„Mátti
litlu
muna“
Morgunblaðið/Sigurgeir
Skipbrotsmönnunum mun ekki hafa orðið alvarlega meint af, en einn þeirra var orðinn mjög þrekaður.
Læknafélag Íslands sendir heilbrigðisráðherra bréf um eftirritunarskyld lyf
Vill miðstöð fyrir neyt-
endur morfínskyldra lyfja
segir að exi hafi verið notuð sem
vopn í þremur tilfellum þetta kvöld.
Fyrir utan íslensku hjónin í Ange-
red var ráðist á mann og konu með
exi um klukkustund fyrr, en fólkið
var í útilegu í Askim. Var það flutt á
sjúkrahús en gat farið þaðan sömu
nótt. Hefur lögreglan gripið mann
sem grunaður er um verknaðinn.
Þá var manni, sem var á kvöld-
göngu, ógnað með exi. Hafði hann
séð til manns vera að höggva í tré
og spurt hverju sætti. Skipti þá
engum togum að sá með exina réðst
að honum en tókst ekki að höggva
til hans. Var maðurinn með öxina
handtekinn skömmu síðar en sleppt
eftir yfirheyrslu.
fólkinu með exinni með þeim afleið-
ingum að maðurinn hlaut áverka á
höfði og á handlegg en konan
meiddist í andliti auk þess sem tönn
var slegin úr henni.
Hjónin voru flutt með sjúkrabíl á
sjúkrahús með töluverða áverka en
eru ekki í lífshættu og voru útskrif-
uð í gær. Þjófarnir höfðu á brott
með sér peninga, að sögn lögreglu.
Tæknideild lögreglunnar í
Gautaborg hefur girt húsið af og
rannsakar nú hvort þar megi finna
einhverjar vísbendingar um hverjir
voru þarna á ferð, en málið er í
höndum rannsóknarlögreglunnar í
Gautaborg.
Á vefsíðum Gautaborgarpóstsins
ÞRÍR menn vopnaðir exi réðust á
þriðjudagskvöld inn á heimili ís-
lenskra hjóna sem búsett eru í
Gautaborg. Mennirnir veittu hjón-
unum áverka með exinni og höfðu á
brott með sér fjármuni að sögn lög-
reglunnar í Gautaborg.
Maðurinn og konan, sem bæði
eru 55 ára að aldri, eru búsett í rað-
húsahverfi sem kallast Angered. Að
sögn lögreglunnar ruddust ofbeld-
ismennirnir inn á heimili fólksins
þegar klukkan var kortér gengin í
tólf að staðartíma. Samkvæmt upp-
lýsingum blaðsins höfðu þeir bank-
að á dyr eftir að hjónin voru gengin
til náða og fór maðurinn þá til dyra.
Réðust innrásarmennirnir að
Þjófar ruddust inn á heimili Íslendinga í Gautaborg
Réðust að hjónum með exi
MORGUNBLAÐIÐ kemur út á
morgun, föstudaginn 26. apríl.
Er það liður í að fjölga útgáfu-
dögum blaðsins og kemur blaðið
einnig út fimmtudaginn 2. maí,
föstudaginn 10. maí og þriðju-
dag eftir hvítasunnu, 21. maí. Í
dag, sumardaginn fyrsta, verður
venjuleg þjónusta á Fréttavef
Morgunblaðsins, mbl.is.
GENGI krónunnar styrktist um
0,72% í gær, en viðskipti á milli-
bankamarkaði voru um 14 milljarðar
króna, samkvæmt upplýsingum frá
gjaldeyrisborði Landsbankans.
Gengisvísitala krónunnar fór lægst
niður í 128,75 stig, en endaði í 130,80
stigum. Þegar gengi krónunnar tók
að falla fyrir einu ári stóð gengisvísi-
tala í 123 stigum. Hún fór hins vegar
hæst í um 150 stig í desember í fyrra.
Gengi Bandaríkjadals er nú 94,43
krónur og hefur krónan ekki staðið
betur gagnvart dollar í heilt ár.
Gengi evrunnar er nú skráð 84,23
krónur.
Krónan
ekki sterk-
ari í heilt ár
FÍKNIEFNADEILD lögreglunnar
í Reykjavík handtók í gærkvöldi tvo
menn á fertugsaldri sem hafa játað
aðild að innflutningi á 30 kílóum af
hassi til landsins og færði þá í gæslu-
varðhald. Þessir sömu menn voru
leystir úr haldi 19. apríl sl. eftir að
Héraðsdómur Reykjavíkur varð
ekki við kröfu lögreglunnar um
framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir
mönnunum. Þessum úrskurðum hér-
aðsdóms hnekkti Hæstiréttur í gær
og úrskurðaði mennina í gæsluvarð-
hald til 16. maí nk.
Lögreglustjórinn í Reykjavík fór á
sínum tíma fram á framlengingu á
gæsluvarðhaldinu á grundvelli þess
að brotið væri svo alvarlegt að al-
mannahagsmunir krefðust þess að
þeir sætu í gæsluvarðhaldi þar til
dómur félli en brot mannanna getur
varðað allt að 12 ára fangelsi. Hér-
aðsdómur féllst ekki á kröfu um
framlengt gæsluvarðhald, en Hæsti-
réttur tók undir það með lögreglu að
eðli brotsins og umfang væri slíkt að
gæsluvarðhald væri nauðsynlegt
með tilliti til almannahagsmuna.
Aftur í gæsluvarðhald