Morgunblaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isStoke stefnir á úrvalsdeildina / C3 Héðinn Gilsson í Safamýrina / C1 12 SÍÐUR48 SÍÐUR Sérblöð í dag Á ÞRIÐJUDÖGUM GUNNAR Pálmi Pétursson torfæru- ökumaður gerði í gær tilraun til að aka á bíl sínum yfir höfnina í Horna- firði. Tilraunin mistókst og bíll Gunnars sökk þegar hann hafði ekið um helming leiðarinnar. Honum varð ekki meint af ævintýrinu, en ekki er talið að bíllinn hafi haft mjög gott af þessari ferð. „Þetta var æðislegt,“ sagði Gunn- ar í samtali við Morgunblaðið, en viðurkenndi jafnframt að hann hefði verið með dálítinn hnút í maganum áður en hann lagði af stað. Höfnin er um 130 metra breið og 9 metra djúp. Gunnar sagði að ýmsar aðstæður þyrftu að vera hagstæðar til að markmiðið um að komast yfir næð- ist. Sjórinn þyrfti t.d. að vera lygn, en hann hefði ekki verið alveg nægi- lega lygn í gær. Meginástæðan fyrir því að þetta hefði ekki tekist væri þó sú að vélin í bílnum væri ekki nægi- lega öflug. Hún er 600 hestöfl, en Gunnar sagði að það þyrfti um 1.000 hestafla vél til að þetta gengi upp. „Það getur vel verið að ég reyni þetta aftur ef ég næ einhvern tím- ann að smíða bíl með svo stórri vél,“ sagði Gunnar. Vel gekk að ná bílnum upp úr höfninni. Farið var með hann upp í á þar sem honum var dýft ofan í hyl til þess að „útvatna hann“ eins og Gunnar komst að orði. Síðan þarf að rífa hann allan í sundur og hreinsa hann. Gunnar kvaðst telja að vélin væri eitthvað skemmd vegna þess að honum hefði ekki gefist tími til að drepa á henni áður en bíllinn sökk og því hefði vélin tekið eitthvað af sjó inn á sig. Gunnar tók fram að hann þyrfti ekki að bera kostnað af tiltækinu. Stuðningsaðilar hefðu boðist til að greiða allan kostnað. Þess vegna sagðist hann hafa látið freistast til að reyna þetta. Gunnar Pálmi hefur stundað tor- færuakstur í 11 ár. Hann hefur unn- ið fjölmarga titla á ferlinum, m.a. fjóra Íslandsmeistaratitla. Morgunblaðið/Sigurður Mar Halldórsson Hornfirðingar fjölmenntu niður að höfn í gær til að fylgjast með tilraun Gunnars Pálma Péturssonar til að aka yfir höfnina. Reyndi að aka yfir Hornafjarðarhöfn RÍKIÐ hefur samið við Elías V. Ein- arsson veitingamann um rekstur Hótel Valhallar á Þingvöllum í sum- ar. Samið var við Elías á grundvelli útboðs. Hótelið verður opnað 7. júní og rekið fram í september. Ríkið eignaðist Valhöll fyrr á þessu ári. Talið er að hótelið þarfnist nokkurs viðhalds og Elías sagði að farið yrði út í minniháttar viðhald fyrir opnun hótelsins. Elías sagðist ætla að leggja áherslu á ódýra þjónustu á Valhöll. Boðið verður bæði upp á gistingu og mat. Á matseðli verður lögð áhersla á lambakjöt og silung úr Þingvalla- vatni. Auk þess verður lögð áhersla á kökuhlaðborð. Elías hefur í mörg ár rekið funda- og ráðstefnusali í Borgartúni 6. Samið um rekstur Hót- el Valhallar LÍÐAN miðaldra manns, sem brenndist alvarlega í eldsvoða í ris- íbúð við Laugaveg um helgina, er óbreytt. Að sögn vakthafandi læknis á gjörgæsludeild er maðurinn enn talinn í lífshættu og er í öndunarvél. Hann hlaut 2. og 3. stigs brunasár á um 30–35% líkamans. Slökkviliði barst tilkynning um eldsvoða í húsi á mótum Laugavegar og Klapparstígs laust fyrir klukkan sex á laugardagsmorgun en um er að ræða timburhús á þremur hæðum. Þegar slökkviliðið kom á staðinn stóð mikill eldur og reykur út um glugga á rishæðinni og undan þak- kanti. Manninum var bjargað út úr húsinu og hann fluttur á spítala. Enn í lífs- hættu eftir eldsvoða SAUTJÁN manna hópur frá Rúm- eníu, sem sótti um pólitískt hæli hér- lendis eftir komuna til landsins með Norrænu fyrir helgi, dró umsókn sína til baka í gær. Lögreglan í Reykjavík ræddi við fólkið í gær og sagði Morgunblaðinu að fólkið hefði hætt við þegar það áttaði sig á hvaða reglur giltu um veitingu pólitísks hælis. Hafi fólkið því óskað eftir því að fá að fara til síns heima og sama gildir um tvo Rúmena til viðbótar sem sameinuðust hópnum á tjald- stæðinu í Laugardal, en er að öðru leyti ótengdur 17 manna hópnum. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar hætti fólkið við þar sem það vildi ekki hætta á að verða neitað um hæli og þar með vísað úr landi. Gæti það leitt til endurkomubanns sem gæti gilt á á öllu Schengen-svæðinu. Gunnlaugur Valtýsson, rannsóknar- lögreglumaður hjá lögreglunni í Reykjavík, sagði að málið hefði nú snúist upp í aðstoðarmál þar sem verið væri að reyna að útvega fólkinu vegabréf svo það kæmist burt. Ís- lensk stjórnvöld veittu síðast útlend- ingi pólitískt hæli hérlendis í árs- byrjun 2000 þegar 17 ára piltur frá Zaire fékk hæli. Örfá dæmi munu vera um veitingu hælis fyrir árið 1994. Skilyrði fyrir pólitísku hæli hérlendis eru tíunduð í Genfarsátt- málanum, en til að uppfylla þau þarf umsækjandi að sæta pólitískum of- sóknum í heimalandi sínu og hafa ástæðu til að óttast um líf sitt eða sinna nánustu. Íslensk stjórnvöld hafa veitt fólki, sem ekki uppfyllir skilyrði Genfarsáttmálans, dvalar- leyfi af mannúðarástæðum. Georg Kr. Lárusson, forstjóri Útlendinga- eftirlitsins, segir allmarga útlend- inga hafa fengið slíkt dvalarleyfi. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar var ekki erfitt fyrir Rúmen- ana að komast inn á Schengen-svæð- ið þar sem Rúmenar þurfa ekki áritun inn á það, samkvæmt ákvörð- un þeirra ríkja sem standa að Schengen-samkomulaginu. Drógu til baka umsókn um póli- tískt hæli hér TVEIR karlmenn, 20 og 23 ára gamlir, hafa játað að hafa ráðist á mann í Hafnarstræti í Reykja- vík snemma á laugardagsmorg- un. Þeir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 4. júní nk. Maðurinn sem ráðist var á er 22 ára, búsettur á landsbyggð- inni. Skv. upplýsingum frá gjör- gæsludeild Landspítala – há- skólasjúkrahúss í Fossvogi hlaut maðurinn áverka á heila. Hann er í lífshættu og er haldið sof- andi í öndunarvél. Högg og spörk Ekkert bendir til þess að mennirnir hafi þekkst og virðist sem árásin hafi verið tilefnis- laus. Að sögn Sigurbjörns Víðis Eggertssonar, aðstoðaryfirlög- regluþjóns og yfirmanns ofbeld- isbrotadeildar, veittust árásar- mennirnir að manninum með höggum og spörkum. Í eftirlits- myndavél sást m.a. þegar þeir spörkuðu í efri hluta líkama hans. Í sama mund og árásin sást í eftirlitsmyndavélum var hún tilkynnt til lögreglu en þeg- ar hún kom á vettvang lá mað- urinn meðvitundarlaus í götunni en árásarmennirnir voru á bak og burt. Annar þeirra gaf sig fram við lögregluna í Keflavík á laugar- dagskvöld en hinn við lögregl- una í Reykjavík á sunnudags- morgun. Mennirnir hafa verið yfirheyrðir og er málið í rann- sókn. Þeir hafa báðir komið við sögu lögreglu áður. Tveir menn játa líkamsárás í Hafnarstræti 22 ára maður er ennþá í lífshættu og í öndunarvél ♦ ♦ ♦ DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra hélt til Ítalíu í gær á fund 19 þjóð- arleiðtoga aðildarríkja Atlantshafs- bandalagsins og forseta Rússlands sem haldinn verður í Róm dag. Á fundinum verður undirritað sam- komulag um nýtt samstarfsráð Rússlands og NATO. „Þetta er mjög þýðingarmikil stund. Þetta er skref sem enginn hafði séð fyrir og með miklum ólík- indum að NATO og Rússland skuli tengjast svo öflugum böndum. Miðað við forsöguna er þetta afar söguleg stund,“ sagði Davíð í samtali við Morgunblaðið í gær. Davíð Oddsson á leið- togafundi NATO Þýðingar- mikil og söguleg stund ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.