Morgunblaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 51
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2002 51 framhaldsskóli í Grafarvogi Borgarholtsskóli Innritun á haustönn 2002 fer fram í skólanum sem hér segir: Eldri nemar (fæddir fyrir 1986): 27.-31. maí kl. 9.00-16.00 Nýnemar (sem eru að ljúka grunnskóla): 10. og 11. júní kl. 11.00-18.00 Í boði eru eftirtaldar námsbrautir: Bóknám til stúdentsprófs Félagsfræðabraut: Áhersla á félags- og hugvísindi. Góður grunnur að háskólanámi í félags-, uppeldis- og umönnunargreinum. Náttúrufræðibraut: Áhersla á stærð-, eðlis-, efna- og líffræði. Góður grunnur að háskólanámi í verkfræði, læknisfræði o.fl. greinum. Málabraut: Fjögur erlend tungumál í kjarna. Góður grunnur að háskólanámi í erlendum tungumálum og málvísindum. Listnám Margmiðlunarhönnun: Listir og menning, myndvinnsla og margmiðlunarverkstæði. Góður grunnur að námi í listaháskólum. Iðnnám - Starfsnám Bíliðnir: Réttindi til starfa í bíliðngreinum að loknu sveinsprófi og til náms í meistaraskóla. Félagsliðabraut: Fagnám fyrir störf í félagsþjónustu- og uppeldisstofnunum með áherslu á sálfræði, uppeldi, umönnun og fatlanir. Málmiðnir og pípulagnir: Réttindi til starfa í málmiðnum og pípulögnum að loknu sveinsprófi og til náms í meistaraskóla. Fagnám fyrir störf á fjölmiðlum og við upplýsingamiðlun í stofnunum og fyrirtækjum með áherslu á fjölmiðlatækni og vefsmíði. Verslunarbraut: Fagnám fyrir störf í verslun og viðskiptum með áherslu á rekstur, fjármál, tölvur og viðskipti. Upplýsinga- og fjölmiðlabraut: Almenn námsbraut Almenn námsb. I og II: Nám fyrir þá sem ekki uppfylla inntökuskilyrði á ofangreindar námsbrautir eða eru óákveðnir. Upplýsingar um inntökuskilyrði á einstakar brautir eru á heimasíðu. Borgarholtsskóli, v. Mosaveg, 112 Reykjavík. Sími 535 1700. Bréfasími 535 1701. Heimasíða: www.bhs.is Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 10–14 í neðri safnaðarsal. Skemmti- ganga um Laugardalinn eða upplestur kl. 10.30. Umsjón Þóranna Þórarinsdóttir. Bæna- og fyrirbænastund kl. 12 í kirkj- unni. Umsjón Guðrún K. Þórsdóttir djákni. Léttur hádegisverður að stundinni lokinni. Samvera foreldra unga barna kl. 14–16 í neðri safnaðarsal. 12 spora fundur kl. 19 í kirkjunni. Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðsþjónusta í dag kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Langholtskirkja. Vorferð eldri borgara starfsins. Farið verður í útsýnisferð um Reykjavík. Lagt af stað frá Langholtskirkju kl. 12. Fararstjóri er Ástríður Guðmunds- dóttir frá Leiðsögumannafélagi Íslands. Ef veður verður gott er ráðlegt að vera á góð- um skóm svo hægt sé að fara í smágöngu- ferð. Ferðinni lýkur við Langholtskirkju kl. 17. Fararkostnaður er 2.000 krónur á mann (innifalið fararstjórn, fargjald og veit- ingar). Greitt skal í upphafi ferðar. Umsjón með ferðinni hefur Svala Sigríður Thom- sen, djákni Langholtssafnaðar). Sími kirkj- unnar er 520-1300. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45– 7.05 alla virka daga nema mánudaga. Tón- leikar tveggja kóra kl. 20.30 haldnir í Bú- staðakirkju. Kór Bústaðakirkju ásamt Kór Laugarneskirkju og Gunnari Gunnarssyni organista. Hljómsveit skipa auk Gunnars Jón Rafnsson, bassi, Sigurður Flosason, saxófón og Matthías MD Hemstock, trommur. Einsöngvarar úr röðum kórfélaga koma fram í léttri og fjölbreyttri dagskrá. Neskirkja. Litli kórinn, kór eldri borgara kl. 16.30. Stjórnandi Inga J. Backman. Fríkirkjan í Reykjavík. Kyrrðar- og bæna- stund í dag þriðjudag kl. 12 í kapellu safn- aðarins á 2. hæð í safnaðarheimili kirkj- unnar, Laufásvegi 13. Allir velkomnir til þátttöku. Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjónusta með altarisgöngu kl. 18.30. Bænaefnum má koma til sóknarprests í viðtalstímum hans. Hjallakirkja. Bæna- og kyrrðarstund kl. 18. Kópavogskirkja. Foreldramorgunn í dag í safnaðarheimilinu Borgum kl. 10–12. Seljakirkja. Mömmumorgunn. Opið hús milli kl. 10–12. Kaffi og spjall. Vídalínskirkja. Opið hús fyrir eldri borgara í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli kl. 13–16. Spilað og spjallað. Blöðin liggja frammi og heitt á könnunni. Stutt ferð á vegum starfsins einu sinni í mánuði í sumar. Allir velkomnir. Víðistaðakirkja. Kyrrðar- og fyrirbæna- stund með Taizé-söngvum í dag kl. 18. Hægt er að koma fyrirbænaefnum til sókn- arprests eða kirkjuvarðar. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 10–12 ára börn í safnaðarheimilinu Strandbergi, Vonarhöfn frá kl. 17–18.30. Lágafellskirkja. Kirkjukrakkafundur í Lágafellsskóla frá kl. 13.15–14.30. Grindavíkurkirkja. Foreldramorgnar alla þriðjudaga kl. 10–12. Hveragerðiskirkja. Foreldramorgnar þriðjudagsmorgna kl. 10–11.30. Borgarneskirkja. TTT tíu – tólf ára starf alla þriðjudaga kl. 17– 18. Helgistund í kirkjunni sömu daga kl. 18.15–19. Þorlákskirkja. Fermingarfræðsla í dag kl. 13.40. Hvammstangakirkja. Æskulýðsfundur í Hrakhólum í kvöld kl. 20. Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30 í Hlíðasmára 5. Allir velkomnir. Kefas. Bænastund kl. 20.30. Allir vel- komnir. Akureyrarkirkja. Morgunsöngur kl. 9. Glerárkirkja. Kyrrðarstund í dag kl. 18.10. Safnaðarstarf KIRKJULEG sveifla að sumri 2002 verður í Bústaðakirkju í kvöld, 28. maí, kl. 20:30. Kórar Bústaðakirkju og Laug- arneskirkju flytja létta kirkjulega tónlist undir stjórn Gunnars Gunn- arssonar, ásamt hljómsveit og ýms- um einsöngvurum úr kórunum. Hljómsveitina skipa: Gunnar Gunnarsson, píanó, Jón Rafnsson, kontrabassi, Matthías M.D. Hem- stock, trommur, Sigurður Flosason, trompetar. Aðgangseyrir kr. 1.000 við inn- ganginn Kirkjuleg sveifla í Bústaðakirkju Bústaðakirkja KIRKJUSTARF lingum. Hvað ber að varast og hvernig skal bregðast við“. Silja Að- alsteinsdóttir, bókmenntafræðingur, „Sorg í barnabókmenntum. Lýsing eða innlifun?“ MÁLÞING Samtaka um líknandi meðferð á Íslandi, Nýrrar dögunar og Samtaka um sorg og sorgarvið- brögð, í Reykjavík, „Dauði og sorg í lífi barna“. Hvernig getum við leið- beint þeim? verður haldið í Bústaða- kirkju 30. maí kl. 16 – 18.50 og er ætl- að almenningi. Ókeypis aðgangur. Kynning og kaffi. Stjórnandi málþingsins er Bragi Skúlason sjúkrahúsprestur. Erindi halda: Sigurður Pálsson, sóknar- prestur, „Sorgin og leiðsögn fullorð- inna“. Margrét Héðinsdóttir skólahjúkr- unarfræðingur Selásskóla, „Hvað getur skólinn gert?“ Guðrún Lára og Íris, frásagnir syrgjenda. Baldur Gylfason, sálfræðingur, Barna- og unglingageðdeild, „Sorg, depurð og áhættuhegðun hjá börnum og ung- Málþing um dauða og sorg í lífi barna ÁRLEG móttaka Fulbright- stofnunarinnar var haldin í Iðnó 17. maí sl. Hún var til heiðurs þeim ís- lensku styrkþegum er hlutu Ful- bright-styrk í ár til framhaldsnáms í Bandaríkjunum. Alls voru veittir 16 styrkir. Þrír styrkþegar fengu Fulbright-styrk úr Minningarsjóði Pálma Jónssonar og einn frá Íslenskri erfðagrein- ingu. Á myndinni eru styrkþeg- arnir ásamt Barböru J. Griffiths, sendiherra Bandaríkjanna, Karítas Kvaran, formanni stjórnar Ful- bright-stofnunarinnar og Láru Jónsdóttur, framkvæmdastjóra. Nokkrir styrkþegar voru fjarver- andi. Hlutu styrk frá Ful- bright-stofnuninni Stretchbuxur kr. 2.900 Konubuxur frá kr. 1.690 Dragtir, kjólar, blússur og pils. Ódýr náttfatnaður. Brandtex fatnaður Nýbýlavegi 12, sími 5544433 Stretchbuxur kr. 2.90 Konubux r frá kr. 1.790 ragtir, kjólar, blús ur og pils. Ódýr nát fatna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.