Morgunblaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Á STALÍNSTÍMANUM varð til sá
siður að kenna ýmis mannvirki við
fallnar hetjur.
Okkur Reykvíkingum birtist þetta
með þeim hætti að togarar bæjarút-
gerðarinnar hétu nöfnum genginna
borgarstjóra. Nú hefir borgarstjór-
inn okkar tekið þennan gamla og
góða sið upp aftur. Íþróttahöllin nýja
í Grafarvogi heitir nefnilega Egils-
höll eftir Agli Skúla þeim ágætis-
manni sem var hér borgarstjóri í
fjögur ár fyrir tveim áratugum.
Miklu púðri er eytt í þennan s.k.
fíkniefnavanda. Allt snýst þetta
meira og minna um lækningar og
eitthvað sem kallað er forvarnir. Sig-
urður A. Magnússon segir frá því í
sögu sinni Möskvar morgundagsins
þegar hann átti heima í Pólunum
einn vetur
(Pólarnir voru fjölbýlishús fyrir
fátæklinga og stóðu nálægt íþrótta-
svæði Vals.)
Sigurður var þarna einn vetur.
Með árunum tók hann eftir því að
enginn af Pólastrákunum komst
gegnum þetta. Einn virtist ætla að
ná sér á strik í íþróttum en hann varð
líka brennivíninu að bráð. Ögmund-
ur Jónsson járnsmiður á Laugavegi
54 sagði frá því að á stríðsárunum
hefði komið að máli við sig Bjarni
Benediktsson borgarstjóri og beðið
sig að rífa umsvifalaust alla bragga
sem hann yrði var við að Bretarnir
væru að rýma.Ögmundur mátti eiga
efnið að launum. Bjarni hafði tekið
eftir því að þessi ömurlegu húsa-
kynni virtust magna eymdina. And-
stæða þessa er Höfðaborgin. Nýlega
héldu fyrrverandi íbúar þar mót sem
greint var frá í fjölmiðlum. Á mynd-
um frá þessu móti mátti sjá mikið af
dugnaðarfólki. Sem svo aftur leiðir
hugann að því hvort leysa eigi fé-
lagslegan húsnæðisvanda með bygg-
ingu lítilla raðhúsa. Nýsir h.f. hefir
byggt skóla fyrir Hafnfirðinga.
Íburðarlaus hús en vel nothæf.
Það er spurninginn hvort einka-
framtakið getur ekki leyst þennan
vanda Reykvíkinga milliliðalaust.
Framhjá öllum útboðs og viðhalds-
kerfum borgarinnar með byggingu 7
sinnum 7 metra raðhúsa með bröttu
þaki. Húsin yrðu afhent tilbúin undir
tréverk og málningu.
GESTUR GUNNARSSON,
tæknifræðingur,
Flókagötu 8, Reykjavík.
Pólarnir
Frá Gesti Gunnarssyni:
HINN 17. maí sl. birtist bréf frá Jóni
Ómari Árnasyni vegna skrifa minna í
Morgunblaðið hinn 20. apríl sl. Mig
langar til þess að leiðrétta þann mis-
skilning hjá Jóni að ég haldi því fram
að mín skoðun á fegurð sé „hið al-
menna fegurðarskyn“. Í grein minni
er ég að sjálfsögðu að tala um mína
persónulegu skoðun á fegurð og þeg-
ar ég tala um „hið almenna fegurð-
arskyn“ þá á ég við þá stöðluðu feg-
urðarímynd sem hingað til hefur
verið ríkjandi. Fyrir ekki svo löngu
síðan var það þannig að stúlkan
þurfti að hafa ákveðið bil á milli
augnanna, ákveðna beinabyggingu,
nefið varð að vera eftir ákveðinni
lögun, ákveðna hæð þurfti að hafa til
að fá þáttöku og fleira þessu líkt.
Man ég eftir að hafa heyrt um þetta
þegar ég var að alast upp og drakk í
mig allt í sambandi við fegurðarsam-
keppnir.
Við vitum öll að það er ekki til nein
greinargóð lýsing á „almennu feg-
urðarskyni“, en það eru samt sem
áður ákveðnar hugmyndir sem hafa
verið ríkjandi um hvað sé fallegt, til
dæmis stór augu, há kinnbein, bein-
ar skjannahvítar tennur, langur háls,
mjótt nef, langir mjóir leggir …
þetta á ég við þegar ég tala um „hið
almenna“ fegurðarskyn.
Það var alls ekki meining mín með
skrifum mínum að segja að þær
stúlkur sem hafa sigrað Ungfrú Ís-
land.is séu ófríðar. Þær eru allar
mjög glæsilegar þrátt fyrir þau út-
litslýti sem ég minntist á. Það sem ég
átti við er það að maður þarf ekki
endilega að hafa eitthvað af því sem
ég tel upp hér að framan til þess að
vera fallegur.
Það er algjörlega misskilningur
hjá Jóni að ég hafi ekki litið í eigin
barm og spurt sjálfa mig hvort ég
eigi ekki líf áður en ég skrifaði í eitt
víðlesnasta dagblað landsins! Ó jú,
það hef ég svo sannarlega gert, ann-
ars hefði ég aldrei farið að skrifa
þetta. Það er mín persónulega skoð-
un að þeir sem sem lifa fyrir „djamm
og djús“ eigi sér ekkert líf, á þetta að
sjálfsögðu ekki við um alla sem
sækja skemmtistaði, enda var það
ekki meining mín að dæma neinn
fyrir það, né heldur þennan tiltekna
skemmtistað.
Ég undrast það mjög að Jón Ómar
skuli halda því fram að ég haldi að ég
lifi hinu fullkomna lífi og að minn
smekkur sé hinn eini sanni smekkur!
Ég minnist hvergi á þetta í grein
minni og held því engan veginn fram.
Ef það að þora að hafa persónulegar
skoðanir og birta þær flokkast undir
það að vera hrokafullur, þá fell ég
líklegast undir þann flokk. En þetta
eru mínar skoðanir og á þeim stend
ég.
Jón hefur það á tilfinningunni að
ég „láti svona“ eins og hann orðaði
það, vegna þess að ég kunni ekki að
tapa. Ég viðurkenni það fúslega, og
eflaust undrar engan, að ég stóð með
systur minni sem tók þátt í keppn-
inni. En það var ekki mitt að dæma í
þessari keppni og á gagnrýni mín á
keppnina ekki rætur að rekja til úr-
slitanna, skoðanir mínar á henni
hefðu ekki verið öðruvísi á neinn hátt
þótt úrslitin hefðu orðið önnur. Enda
voru það ekki úrslitin sem ég var að
gagnrýna, heldur það hvernig staðið
var að keppninni. Það er nefnilega
svo algengt að hver og einn krunki í
sínu horni og enginn þorir að segja
neitt né standa á sínu.
MARÍA KRISTÍN
STEINSSON
Réttarholtsvegi 87, Reykjavík.
Meira um Ungfrú
Ísland.is
Frá Maríu Kristínu Steinsson: