Morgunblaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 23
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2002 23
Hentar flestum þeim
sem hafa mjólkuróþol
hitaeiningar í 100 g
Aðeins 42
EFTIR að hafa unnið sannfærandi
sigur í forsetakosningunum í Kól-
ombíu sl. sunnudag lofaði Alvaro
Uribe því, að allir landsmenn
myndu njóta góðs af herför sinni
fyrir lögum og reglu í einhverju
óstöðugasta og óöruggasta landi
Suður-Ameríku.
Uribe er 49 ára fyrrverandi rík-
isstjóri og borgarstjóri næst-
stærstu borgar Kólombíu, Medell-
ín. Hann hafði auðveldan sigur á
sunnudaginn, alls um 53 prósent
atkvæða, en sá frambjóðandi sem
næstmest fylgi fékk, Horacio
Serpa, fyrrverandi innanríkisráð-
herra, hlaut aðeins rúmt 31 pró-
sent.
Með úrslitunum tjáðu kjósendur
örvæntingu sína vegna misheppn-
aðra viðræðna stjórnvalda við upp-
reisnarmenn sem barist hafa gegn
stjórnvöldum í blóðugu borgara-
stríði í um 38 ár. Óttast margir að
landið rambi á barmi allsherjar-
stríðs. Afgerandi stuðningur við
Uribe er augljóst merki um að
flestir Kólombíumenn eru fylgjandi
harðri afstöðu hans til uppreisnar-
manna.
Í ræðu sem hann hélt eftir að úr-
slitin lágu fyrir lofaði hann að
tryggja öryggi í landinu, svo að
hryðjuverkamenn myndu „ekki
ræna kaupsýslumanninum, svo að
þeir myrði ekki forystumann laun-
þega, svo að þeir kúgi ekki bónd-
ann, svo að þeir neyði ekki leigulið-
ann til að yfirgefa jörð sína“.
Bandarískir embættismenn
fylgdust vel með kosningunum og
sendiherra Bandaríkjanna, Anne
Patterson, óskaði Uribe til ham-
ingju á sunnudagskvöldið. Spáði
hún því, að Bandaríkjastjórn
myndi eiga náið samstarf með
stjórn Uribes, sem tekur við völd-
um í ágúst nk.
Í sjónvarpsávarpi Uribes, sem
nam við bandaríska
og breska háskóla,
kom fram að stefna
hans er ekki einung-
is sú að styrkja her-
inn, leita aðstoðar
Bandaríkjamanna og
ráða um eina milljón
óbreyttra borgara til
að mynda aðvörun-
arkerfi fyrir herinn.
Uribe sagðist
myndu gera bylt-
ingu í menntamálum
og útrýma spillingu í
kólombískum stjórn-
málum. Hann bað
einnig alþjóðlegar
lánastofnanir um bætt lánakjör til
þess að stjórnin gæti veitt meira fé
til fátækra.
Uribe gagnrýndi ætíð harðlega
viðræður þær sem fráfarandi for-
seti, Andres Pastrana, stóð fyrir
við uppreisnarmenn, en á sunnu-
dag útilokaði Uribe ekki að í fram-
tíðinni myndu slíkar viðræður eiga
sér stað. Samkvæmt stjórnarskrá
gat Pastrana ekki sóst eftir endur-
kjöri.
Útilokar ekki viðræður
Pastrana náði kjöri með því að
lofa friði, en Uribe náði kjöri með
því að lofa stríði, sem kjósendur
telja nú óhjákvæmilegt því að upp-
reisnarmennirnir hafi ekki viljað
taka í útrétta sáttarhönd Pastr-
anas. Yfirmenn kólombíska hersins
segja að uppreisnarmenn í Bylting-
arhernum (FARC) hafi notað tím-
ann á meðan samningaviðræður
voru haldnar – þegar þeim var
veitt stórt griðasvæði – til að
styrkja hersveitir sínar.
Uribe sagði að hann myndi leita
eftir alþjóðlegri milligöngu og vera
reiðubúinn til viðræðna ef upp-
reisnarmennirnir gangi að ströng-
um skilyrðum, þ.e.,
vopnahléi og stöðvun
hryðjuverka. En al-
menningur í Kólombíu
býst ekki við friði á
næstunni.
Margir kusu Uribe
vitandi vits að það
myndi leiða til jafnvel
enn útbreiddari átaka
áður en ástandið færi að
batna. Borgarastríðið
kostar yfirleitt um 3.500
manns lífið árlega, og
hefur getið af sér einn
mesta mannránsiðnað í
heimi og kaffært efna-
hagslífið, sem á árum
áður var öflugt.
„Við viljum binda enda á ofbeldið
í landinu. Við getum ekki haldið
svona áfram,“ sagði Ramiro
Contreras, 41 árs kaupsýslumaður
sem kaus Uribe. „Við vitum að
hann mun ráðast harkalega gegn
uppreisnarmönnunum, en það þarf
að gera.“
Bæði kólombísk og bandarísk
stjórnvöld segja að hinir vinstri-
sinnuðu uppreisnarmenn, sem fjár-
magna starfsemi sína með fíkni-
efnasmygli, mannránum og
fjárkúgunum, séu hryðjuverka-
menn sem hafi fyrir löngu lagt til
hliðar allar hugsjónir. Vopnuð sam-
tök hægrisinna, sem hafa fellt þús-
undir vinstrisinna, eru einnig á
lista Bandaríkjamanna yfir hryðju-
verkasamtök.
Í kosningabaráttunni reyndu
andstæðingar Uribes að tengja
hann við hægrisinnana, en hann
neitaði staðfastlega öllu sambandi
við þá og lofar að beita sér jafnt
gegn öllum ólöglegum, vopnuðum
samtökum. Við það heit mun hann
líklega þurfa að standa til þess að
njóta áfram stuðnings bandarískra
stjórnvalda.
Alvaro Uribe sigraði í forsetakosningunum í Kólombíu
Hyggst beita upp-
reisnarmenn hörðu
Bogota. AP.
Uribe