Morgunblaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 49
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2002 49 EINAR Benediktsson, fyrrum sendiherra, afhenti Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands bókagjöf fyrir skömmu. Bækurnar tengjast Evrópusamvinnunni og meðal þeirra er bók Einars „Ísland og Evrópuþróunin 1950 – 2000“ sem kom út árið 2000 með formála eftir Halldór Ásgrímsson utanrík- isráðherra. Einar lauk hagfræðiprófi í Bandaríkjunum árið 1953 og meist- araprófi í alþjóðastjórnmálafræði 1954. Hann stundaði framhaldsnám við London School of Economics og Institute des Etudes Europeennes í Torino á Ítalíu. Einar var fyrsti Íslendingurinn sem starfaði hjá OECD. Einar var sendiherra víða, m.a. í París, Lond- on og Washington. Hann er einn helsti sérfræðingur Íslands um ut- anríkismál, einkum Evrópumál. Við stutta athöfn í Odda, húsnæði Viðskipta- og hagfræðideildar, færði dr. Ágúst Einarsson prófess- or og forseti Viðskipta- og hag- fræðideildar, Einari þakkir fyrir gjöfina og áréttaði mikilvægi öfl- ugrar umræðu um Evrópumál og að bókagjöfin væri gott framlag til þess. Nokkur námskeið eru kennd við deildina sem fjalla um ýmsa þætti Evrópusamstarfsins. Ljósmynd/Bergþór Sigurðsson Frá afhendingu bókanna til viðskiptadeildar. Frá vinstri: Kristín Klara Einarsdóttir skrifstofustjóri, Ágúst Einarsson deildarforseti, Einar Benediktsson, fyrrv. sendiherra, og Þorvaldur Gylfason prófessor. Viðskipta- og hagfræði- deild HÍ fær bókagjöf Nafn féll niður Síðastliðinn laugardag 25. maí var ferming í Óháða söfnuðinum og fermdust þar fjórburar. Í tilkynn- ingu í blaðinu féll niður eitt nafnið og er beðist velvirðingar á því. Fjórbur- arnir sem fermdust eru: Alexandra Guðjónsdóttir, Brynhildur Guðjónsdóttir, Diljá Guðjónsdóttir og Elín Guðjónsdóttir, Vogagerði 25, Vogum. LEIÐRÉTT UM helgina sáu lög- reglumenn 39 ökumenn sem enn óku á nagla- dekkjum þrátt fyrir sum- arveðrið og mega þeir búast við sekt- um. Þá voru 18 ökumenn grunaðir um ölvun við akstur um helgina, 29 um of hraðan akstur og 20 um að hafa ekki virt stöðvunarskyldu. Þetta sýnir að margir ökumenn þurfa að bæta hegð- un sína í umferðinni enda voru hvorki meira né minna en 48 umferðaróhöpp með eignatjóni tilkynnt til lögregl- unnar í Reykjavík um helgina. Síðdegis á föstudag var ekið á gangandi mann á Snorrabraut við Ei- ríksgötu. Maðurinn hljóp út á Snorra- braut og fyrir bílinn. Hann var fluttur á slysadeild með sjúkrabíl og er talinn lítið meiddur og bíllinn óskemmdur. Aðfaranótt sunnudags var tilkynnt um bílveltu. Bifreið hafði verið ekið austur Breiðholtsbraut en í Víðidal valt hún út fyrir veg að sunnanverðu og hafnaði á hvolfi um 18 metra frá veginum. Ökumaður kenndi til eymsla í fæti en hann er grunaður um ölvun við akstur. Samurai-sverði stolið Síðdegis á föstudag var tilkynnt um þjófnað á verðmætu sverði frá fyrir- tæki í austurbænum. Stolið var sam- urai-sverði sem er verðlaunagripur, um metri að lengd, með svartri hlíf og gylltum dropum. Þá var maður handtekinn í verslun í austurborginni en hann hafði stolið ýmsum matvælum að verðmæti tæp- lega 25 þúsund krónur. Á föstudagskvöld var tilkynnt um innbrot í hús á Teigunum. Farið var inn um glugga á eldhúsi og stolið ýms- um tækjum, skartgripum og pening- um. Kona gleymdi dýrmætum hring inni á salerni veitingastaðar í mið- borginni um kvöldmatarleytið. Þegar hún uppgötvaði það og fór að huga að hringnum, var hann horfinn. Um er að ræða mjög breiðan gullhring með demant og safírsteinum. Hringurinn er sérsmíðaður og annar slíkur ekki til. Tilkynnt var um mikinn reyk í verslun í Kringlunni og var slökkvilið sent á staðinn. Í ljós kom að þarna hafði orðið bilun í kælikerfi og reyk lagt um loftræstikefi upp á hæðirnar. Engar skemmdir urðu aðrar en á kerfinu. Á fjórða tímanum aðfaranótt laug- ardags var kvartað undan hávaða frá drengjum sem voru í tjaldi í bakgarði við Safamýri. Mikill hávaði var þegar lögreglu bar að en af drengjunum var tekið hátíðlegt loforð um að hafa lægra. Stálu grjóti Afar rólegt var í miðborginni þessa nótt og fátt á skemmtistöðum svo og á götum úti. Mikil bílaumferð var hins vegar um miðborgina. Undir morgun var tilkynnt um alvarlega líkamsárás í Hafnarstræti. Þar hafði maður verið sleginn í götuna og var hann meðvit- undarlaus. Hann var fluttur á slysa- deild og er talinn í lífshættu. Síðar voru tveir menn handteknir, grunaðir um árásina. Þá var tilkynnt um eld í húsi við Laugaveg 20. Þar var mikill reykur í íbúð á efstu hæð. Manni var bjargað út úr íbúðinni og hlaut hann veruleg brunasár. Miklar skemmdir urðu á rishæðinni vegna elds og reyks. Klukkan að ganga níu á laugardags- morgun var tilkynnt um að mikill reykur bærist frá 4. hæð Kornhlöð- unnar við Sundahöfn. Slökkvilið og lögregla voru send á staðinn. Talið var að eldur hefði komið upp í raf- magnsköplum á 3. og 4. hæð. Turninn er 41 metri á hæð og er hann á 4 hæð- um. Einungis urðu skemmdir á raf- magnsköplum. Eftirlit var með umferð við kjör- staði og aðstoðað við flutning kjör- gagna allan daginn. Um hádegi á sunnudag hringdi maður úr Mosfellsdal og bað um að- stoð lögreglu því verið væri að stela grjóti af landareign hans. Lögreglan náði í þjófana og lét þá skila grjótinu. Týndu foreldrunum Eftir hádegi fóru lögreglumenn í göngueftirlit um Fjölskyldu- og hús- dýragarðinn og einnig var farið að Laugardalshöll á kjörstað. Mjög margt fólk var í Laugardalnum enda gott veður. Fátt bar til tíðinda en nokkur börn voru aðstoðuð við að finna foreldra sína eftir að þau höfðu orðið viðskila við þá í garðinum. Þá var haft eftirlit með kjörstöðum í Reykjavík og nágrenni. Allt var í mjög góðu lagi. Einnig voru lögreglu- menn við gæslu við talningu atkvæða í Ráðhúsinu. Smáslys varð í íþrótta- húsinu við Austurberg. Þar datt kona úr stól þegar hún ætlaði að setjast. Síðdegis var tilkynnt um innbrot í vinnuskúr í Grafarholti en þaðan hafði verið stolið járnklippivél og fleiru. Mjög mikið af fólki var í miðborg- inni alla aðfaranótt sunnudags enda veður mjög gott. Ölvun var mikil en ástand á fólki þokkalegt. Unglingar undir 16 ára voru ekki áberandi. Skortur var á leigubifreiðum og gekk heimflutningur fólks treglega. Fjórir menn voru handteknir vegna ölvunar, einn vegna líkamsárásar og þrír vegna óspekta. Tveir urðu fyrir lík- amsmeiðingum í átökum. Höfð voru afskipti af einum unglingi er hafði áfengi um hönd. Rúmlega tvö þessa nótt var til- kynnt um mikinn reyk frá íbúð í Yrsu- felli. Einn maður var inni í íbúðinni og var honum bjargað út og eldurinn slökktur fljótlega. Á sunnudag var til- kynnt um innbrot í Engjahverfi. Þar var stolið tölvubúnaði og myndavél. Einnig var tilkynnt um innbrot í bíl á bílastæði í Laugardal. Úr honum var stolið dýrum síma og myndavél. Úr dagbók lögreglunnar – 24.–27. maí Eldsvoðar, innbrot og líkamsárásir SOROPTIMISTAHREYFINGIN á Íslandi er hluti af alþjóðasamtökum kvenna í stjórnunar- og starfs- greinastéttum sem hafa að leið- arljósi hjálpar og þjónustustörf til að efla mannréttindi og stöðu kvenna. Verkefni Aylu Selquk forseta Evrópusambandsins 1999 – 2001 var „Inn í 21. öldina með æskunni“. Öll verkefnasvið íslenskra soropt- imista sameinuðust um að styrkja útgáfu fræðslumöppu um getn- aðarvarnir. Fræðslumappan er gef- in á allar heilsugæslustöðvar í land- inu og er aðgengileg fyrir skólahjúkrunarfræðinga, lækna og aðra sem sinna þessari fræðslu. Herdís Klausen hjúkrunarfor- stjóri HS var verkefnastjóri heil- brigðismála hjá Soroptimista- sambandi Íslands á þessum tíma. Soroptimistakonur í Skagafirði styrktum þetta verkefni með fjár- framlagi, segir í tilkynningu frá soroptimistum í Skagafirði Herdís Klausen, hjúkrunarforstjóri HS, tekur hér við möppum úr hendi Fanneyjar Ísfoldar Karlsdóttur, verkefnastjóra heilbrigðismála hjá Soroptimistaklúbbi Skagafjarðar. Á myndinni eru einnig Helga Gunn- laugsdóttir, formaður klúbbsins, og Ingibjörg Hafstað, fyrrv. formaður. Soroptimistar gefa fræðslumöppur 33. ÞING norrænna taugalækna og 2. þing norrænna hjúkrunarfræð- inga sem starfa við hjúkrun sjúk- linga með taugasjúkdóma („The 33rd Scandinavian Neurology Congress and the 2nd Scandinavian Congress of Neurological Nursing“) verður haldið í Háskólabíói dagana 29. maí til 1. júní. Ráðstefnan er haldin annað hvert ár í einu af Norð- urlöndunum, en á Íslandi var hún haldin árin 1980 og 1990. Ráðstefnan er skipulögð af taugalæknafélagi Ís- lands í samvinnu við Nordic MS Consortium, en sú nýbreytni er á haldi hennar hér á landi að hún er nú haldin með taugahjúkrunarfræðing- um í fyrsta skipti. Þetta er í annað skipti sem hjúkrunarfræðingar taka þátt í ráðstefnu norrænna tauga- lækna. Fjallað verður um helstu viðfangs- efni taugalækninga með áherslu á MS (heila- og mænusigg), höfuð- verki, slag (heilaslag/heilablóðfall), verkjameðferð, erfðafræði tauga- sjúkdóma í samvinnu við Íslenska erfðagreiningu, lífsgæði sjúklinga með taugasjúkdóma auk umræðna um framtíð taugalækninga og tauga- hjúkrunar á Norðurlöndum. Meðal fyrirlesara á ráðstefnunni má nefna Ian McDonald frá Englandi sem mun ræða um MS, Jes Olesen frá Danmörku sem mun fjalla um mí- grenhöfuðverki, Allen Hauser frá Bandaríkjunum sem mun fjalla um flogaveiki, Marc Chimowicz frá Bandaríkjunum sem mun fjalla um slag og Vladimir Hachinski frá Kan- ada sem mun fjalla um framtíð taugalæknisfræðinnar. Þá mun Mar- it Kirkevold frá Noregi fjalla um að- lögun einstaklinga eftir slag og Judi Johnson frá Bandaríkjunum um lífs- reynslu sína eftir að hafa fengið slag. Peter Hagell frá Svíþjóð mun fjalla um þróun mælitækis til að meta lífs- gæði Parkinsonssjúklinga, segir í fréttatilkynningu. Nánari upplýsingar um þingið er að finna á heimasíðu ráðstefnunnar, www.neurocongress.hi.is eða Congress congress@congress.is. Þing norrænna taugalækna og hjúkrunarfræðinga Á FUNDI ráðherra jafnréttismála frá Norðurlöndunum og Eystrasalts- þjóðunum hinn 15. júní 2001 sem átti sér stað á ráðstefnunni Konur og lýð- ræði (Women and Democracy) í Vil- nius í Litháen var lögð fram tillaga um sameiginlega baráttu Norður- landanna og Eystrasaltsþjóðanna gegn verslun með konur (mansal). Var ákveðið að efna til sameiginlegs átaks jafnréttis- og dómsmálaráð- herra nefndra ríkja sem fælist í að upplýsa almenning um viðfangsefnið og vandamál sem því tengdust. Nor- ræna ráðherranefndin fjármagnar vekefnið. „Sameiginlega átakið hefst með ráðstefnu í Tallinn í Eistlandi dagana 29.–31. maí nk. með þátttöku um- ræddra landa og markar sá viðburð- ur upphaf skipulagðrar samvinnu til lengri tíma gegn verslun með konur. Einnig verður efnt til sérstaks átaks í hverju landi þar sem áherslan er lögð á mismunandi þætti vandans allt eft- ir því hvernig hann horfir við í við- komandi landi. Hér á Íslandi er skipulagning verkefnisins að hefjast og hefur í því skyni verið settur á laggirnar undirbúningshópur. Fulltrúar frá eftirtöldum aðilum hafa verið tilnefndir í þann hóp: frá utan- ríkisráðuneyti, Útlendingaeftirliti, Alþýuðusambandi Íslands, Neyðar- móttökunni á Landspítalanum, Kvennaráðgjöfinni, Rauða krossi Ís- lands, Stígamótum og Kvennaat- hvarfinu. Fulltrúar félagsmálaráðu- neytis og dómsmálaráðuneytis verða verkefnisstjórar, en það eru Ásta S. Helgadóttir og Dís Sigurðardóttir lögfræðingar. Ritari undirbúnings- hópsins er Katrín Björg Ríkharðs- dóttir sérfræðingur á Jafnréttis- stofu,“ segir í fréttatilkynningu frá félagsmálaráðuneytinu. Sameiginlegt átak gegn verslun með konur ÓLAFUR Ragnar Helgason heldur fyrirlestur um meistaraprófsverk- efni sitt við tölvunarfræðiskor verk- fræðideildar Háskóla Íslands í dag, þriðjudaginn 28. maí, kl. 16.15 í stofu 158 í VR-II, húsi verkfræði- og raun- vísindadeilda við Hjarðarhaga 4. Verkefnið fjallar um margvarp þ.e. multicast, sem er hagkvæm að- ferð til að dreifa margmiðlunarefni á Netinu þar sem margir móttakendur fá sendan sama gagnastrauminn samtímis. Í stað þess að dreifandinn sendi sérstakan gagnastraum á hvern einasta móttakanda, líkt og í hefðbundnu einvarpi, sendir hann aðeins einn gagnastraum og Netið sér síðan um að dreifa straumnum til allra þeirra sem hafa óskað þess að fá hann. Þrátt fyrir næstum tveggja áratuga rannsóknarsögu margvarps er útbreiðsla þess á Netinu lítil. Leiðbeinendur Ólafs eru Gísli Hjálmtýsson og Hjálmtýr Haf- steinsson. Prófdómari er Bjarki Brynjarsson. Fyrirlestur til meistaraprófs við verkfræðideild ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.