Morgunblaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞRÁTT fyrir staðbundnar fylgis- sveiflur í sveitarstjórnakosningunum sl. laugardag verður ekki séð að mikl- ar breytingar hafi orðið á styrkleika- hlutföllum stjórnmálaflokkanna á landsvísu. Ríkisstjórnarflokkarnir halda sínu nokkurn veginn á heildina litið, sem verður að teljast nokkuð góður árangur eftir langa stjórnar- setu. Samfylkingin kemur hins vegar mun betur út en hinir stjórnarand- stöðuflokkarnir. Vinstri grænir hljóta að hafa orðið fyrir vonbrigðum með sinn árangur, en það má teljast nokkurt afrek hjá Frjálslynda flokknum og óháðum bandamönnum hans að fá menn kjörna í tveimur sveitarfélögum. Allur samanburður milli kosning- anna nú og fyrir fjórum árum er tals- vert snúinn, því að framboðsmynztrið er allbreytilegt. Þannig eru Fram- sóknarmenn sums staðar með í sam- eiginlegum framboðum og annars staðar ekki, víða þar sem vinstrimenn voru sameinaðir fyrir fjórum árum bjóða vinstri grænir og samfylking nú fram sitt í hvoru lagi o.s.frv. Ekki liggja fyrir tölur um heildarkjörsókn á landinu öllu og því er ekki hægt að reikna út með vissu hlutfall atkvæða greiddra framboðslistum flokkanna af öllum greiddum atkvæðum á land- inu, eins og stundum hefur verið gert. Það verður því að fara þá leið að bera saman það hlutfall, sem hver flokkur fær að meðaltali í þeim sveitarfélög- um, þar sem hann býður fram, nú og fyrir fjórum árum. Þetta er enginn al- gildur vitnisburður um frammistöðu flokkanna en gefur þó nokkra vís- bendingu um stöðu þeirra. Sjálfstæðisflokkur með nánast óbreytt fylgi Eini flokkurinn, sem fær skýra vís- bendingu um styrk sinn á landsvísu, er Sjálfstæðisflokkurinn enda býður hann fram í öllum stærri sveitar- félögum. Fyrir fjórum árum fengu sjálfstæðismenn 41,35% atkvæða í þeim sveitarfélögum, þar sem þeir buðu fram lista. Í ár er þetta hlutfall 40,7% og bendir til að flokkurinn haldi nokkurn veginn stöðu sinni, þrátt fyrir verulegt fylgistap í Reykjavík. Þetta er sömuleiðis ná- kvæmlega sama fylgi og flokkurinn fékk í síðustu alþingiskosningum. Úr- slitin verða að teljast góð útkoma eft- ir langa setu Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn. Kjósendur virðast ekki á heildina litið talið sig hafa ástæðu til að refsa honum eftir ellefu ár við stjórnvöl þjóðarskútunnar. Fyrir kosningarnar 1998 hafði Sjálfstæðisflokkurinn hreinan meiri- hluta í tíu sveitarfélögum og hélt hon- um þá í öllum tilvikum. Nú fellur hins vegar meirihluti Sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum, Hveragerði og Ölfusi, á Seyðisfirði og Ólafsfirði. Á móti vinnur flokkurinn mikinn sigur í Reykjanesbæ og fær hreinan meiri- hluta og endurheimtir sömuleiðis meirihluta sinn í Mosfellsbæ. Meiri- hlutinn í Bolungarvík breyttist í ná- kvæmlega helming atkvæða, en sjálf- stæðismenn unnu hlutkesti og halda meirihluta í bæjarstjórninni. Vinstri sigur í Reykjavík hættur að vera „undantekning“ Á heildina litið getur Sjálfstæðis- flokkurinn nokkuð vel við unað, en auðvitað hljóta úrslitin í Reykjavík að vera flokknum mikil vonbrigði. Það er engin leið að halda áfram að af- greiða sigur vinstri aflanna í borgar- stjórnarkosningum sem „undantekn- ingu“ frá þeirri reglu að Sjálfstæðisflokkurinn stýri borginni, eins og hann gerði frá 1930 til 1994 að frátöldum árunum 1978–1982. Glund- roðakenningin, sem varð til á þessu síðastnefnda árabili og kom síðan að góðum notum í þrennum borgar- stjórnarkosningum, varð hálfpartinn ónothæf eftir að Reykjavíkurlistinn hafði sýnt það á fyrsta kjörtímabili sínu að vinstrimenn gætu stjórnað í sameiningu án þess að allt færi í háa- loft hjá þeim innbyrðis. Sennilega er orðið tímabært fyrir sjálfstæðismenn í borginni að horfast í augu við að svo lengi sem Reykja- víkurlistinn tollir saman og nýtir þannig atkvæði greidd vinstriflokk- unum til hins ýtrasta, er á brattann að sækja fyrir þá í borginni. Sjálf- stæðisflokkurinn í Reykjavík eygir líklega einna helzt von í því að þegar þar að kemur að Ingibjargar Sólrún- ar Gísladóttur nýtur ekki lengur við til að halda liði Reykjavíkurlistans saman, komi aðrir og veikari leiðtog- ar til sögunnar og samheldnin á vinstri vængnum bresti. Svo er held- ur ekki hægt að útiloka að borgar- fulltrúar Reykjavíkurlistans, fullir sjálfstrausts eftir kosningasigurinn, finni nú hjá sér þörf fyrir að láta ljós sitt skína hver í sínu lagi, á forsend- um eigin flokks, eftir að hafa staðið þétt á bak við Ingibjörgu Sólrúnu í kosningabaráttunni. Augljóst er að Björn Bjarnason er staðráðinn í að veita R-listanum harða andstöðu þau fjögur ár, sem í hönd fara, og hann mun vafalaust verða fundvís á snögga bletti á meirihlutasamstarfinu. Sjálfstæðisflokkurinn glímdi við klofningsframboð úr eigin röðum í borginni eins og forystumenn flokks- ins hafa bent á. Hins vegar er það ekki fullnægjandi skýring á útkomu flokksins að Ólafur F. Magnússon hafi bara labbað út með þessi 5%, sem flokkurinn tapar í borginni mið- að við síðustu kosningar og bætt við þau rúmlega 1% úr öðrum áttum. Samkvæmt síðustu könnun Fé- lagsvísindastofnunar fyrir Morgun- blaðið nú fyrir kosningarnar hugðust þannig aðeins 3% þeirra, sem kusu Sjálfstæðisflokkinn í síðustu kosning- um, kjósa Frjálslynda og óháða, en 5,3% Reykjavíkurlistann. Samfylkingin sækir í sig veðrið Erfiðara er að leggja mat á stöðu Samfylkingarinnar en Sjálfstæðis- flokksins, enda var flokkurinn ekki orðinn til í síðustu sveitarstjórna- kosningum. Þá var hins vegar stigið ákveðið skref í átt að stofnun hans með sameiginlegum félagshyggju- framboðum víða um land. Hrein- ræktuð samfylkingarframboð fengu þá 29,6% í þeim sveitarfélögum, þar sem þau buðu fram. Samfylkingin fær nú mjög ámóta niðurstöðu í þeim sveitarfélögum, þar sem Samfylking- arlisti er í framboði, eða 31,4%. Þetta er ívið meira fylgi en Samfylkingin fékk í sínum fyrstu þingkosningum, en það var 26,8%. Málið er náttúrlega flóknara en þetta, því að fleiri tegundir sameig- inlegra félagshyggjuframboða eru á kreiki, þar með talinn t.d. Reykjavík- urlistinn, þar sem bæði vinstri græn- ir og framsóknarmenn eru innan- borðs. Samfylkingin eignar sér auðvitað sigur Reykjavíkurlistans að stórum hluta, enda er hann undir for- ystu samfylkingarkonunnar Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur og segja má að Reykjavíkurlistinn hafi líka hina sönnu samfylkingarhug- myndafræði í hávegum, þ.e. að vinstrimenn séu sterkari og geti bor- ið sigurorð af Sjálfstæðisflokknum ef þeir standa saman. Það er hins vegar ekki hugmyndafræði vinstri grænna eða framsóknarmanna á landsvísu. Samfylking styrkist en von- brigði hjá vinstri grænum Þegar kosningaúrslitin á landsvísu eru skoðuð kemur í ljós að stjórnarflokkarnir héldu sínu, skrifar Ólafur Þ. Stephensen. Samfylkingin styrkist heldur en úrslitin hljóta að vera vinstri grænum vonbrigði. Morgunblaðið/Sverrir Kratarósir voru ekki langt undan þegar samfylkingarmenn í Hafnarfirði fögnuðu stórsigri í bæjarstjórn- arkosningunum. Frá vinstri: bæjarfulltrúarnir Lúðvík Geirsson og Gunnar Svavarsson, þá Ingvar Viktorsson, fyrrverandi bæjarstjóri Alþýðuflokksins. Lengst til hægri er Hafrún Dóra Júlíusdóttir, í 6. sæti listans. 25.maí2002 sdfsadf SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN fékk 40,7% greiddra atkvæða í þeim sveitarfélögum á landsvísu sem hann bauð einn fram lista í kosning- unum um helgina, eða nákvæmlega sama hlutfall og hann var með í síð- ustu kosningum til Alþingis árið 1999. Miðað við síðustu sveitar- stjórnakosningar fyrir fjórum árum er útkoman nú litlu lakari, en þá fékk flokkurinn 41,35% greiddra at- kvæða. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 61.898 atkvæði af þeim 152.080 sem greidd voru í sveitarfélögunum 34 sem hann bauð fram eigin lista og án samstarfs við aðra. Sveitarfélögin sem um ræðir voru: Akranes, Ak- ureyri, Austur-Hérað (Egilsstaðir), Árborg, Bessastaðahreppur, Blönduós, Bolungarvík, Borgar- byggð, Dalvíkurbyggð, Eyrarsveit (áður Grundarfjörður), Fellahrepp- ur, Fjarðabyggð, Garðabær, Grindavík, Hafnarfjörður, Horna- fjörður, Húnaþing vestra (Hvamms- tangi), Hveragerði, Ísafjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Mýrdals- hreppur, Rangárþing eystra (Hvols- völlur), Rangárþing ytra (áður sam- eiginlegt sveitarfélag Rangárvallahrepps, Djúpárhrepps og Holta- og Landssveitar), Reykja- nesbær, Reykjavík, Seltjarnarnes, Seyðisfjörður, Siglufjörður, Skaga- fjörður, Snæfellsbær, Vestmanna- eyjar, Vesturbyggð og Ölfushreppur (Þorlákshöfn). Til viðbótar bauð Sjálfstæðis- flokkurinn fram D-lista í þremur sveitarfélögum með óháðum, þ.e. í Sandgerði, Stykkishólmi og á Vopnafirði. Þá átti flokkurinn aðild að Þ-listanum á Húsavík, K-listan- um á Ólafsfirði og H-listanum í Gerðahreppi. Framsóknarflokk- urinn með 22,9% Framsóknarflokkurinn fékk 22,9% atkvæða í þeim 30 sveitar- félögum sem hann var með sinn lista, eða 17.988 atkvæði af 78.476. Er þetta svipað hlutfall og í síðustu sveitarstjórnakosningum en ekki að fullu sambærilegt þar sem sveitar- félögin eru ekki hin sömu í öllum til- vikum. Miðað við síðustu þingkosn- ingar, þegar Framsóknarflokkurinn fékk 18,4% fylgi, er útkoman nú heldur betri á landsvísu. Sveitarfélögin 30 hjá Framsókn- arflokknum eru Akranes, Akureyri, Austur-Hérað, Árborg, Borgar- byggð, Búðahreppur, Dalvíkur- byggð, Eyrarsveit, Fellahreppur, Fjarðabyggð, Garðabær, Grindavík, Hafnarfjörður, Hornafjörður, Hólmavík og Kirkjubólshreppur, Húnaþing vestra, Hveragerði, Ísa- fjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Mýrdalshreppur, Rangárþing eystra, Rangárþing ytra, Reykja- nesbær, Sandgerði, Seyðisfjörður, Siglufjörður, Skagafjörður, Vest- mananeyjar og Ölfushreppur. Til viðbótar tók Framsóknarflokkurinn þátt í framboðum með öðrum stjórnmálaöflum í 11 sveitarfélög- um, en atkvæði þar eru ekki talin með hér. Þetta eru Reykjavíkurlist- inn í Reykjavík, Þ-listinn á Húsavík, Neslistinn á Seltjarnarnesi, H-list- inn á Blönduósi, Álftaneshreyfingin í Bessastaðahreppi, F-listinn í Eyja- fjarðarsveit, J-listinn í Snæfellsbæ, Stykkishólmslistinn, listi Bæjar- málafélags Bolungarvíkur, Listi framfara og félagshyggju á Vopna- firði og listi Samstöðu í Vestur- byggð. Samfylkingin með 31,4% Samfylkingin bauð fram lista und- ir eigin nafni í 16 sveitarfélögum um helgina og af þeim rétt rúmu 59 þús- und atkvæðum sem þar voru greidd fékk flokkurinn 18.539 eða 31,4%. Í þingkosningunum fyrir þremur ár- um var fylgi Samfylkingarinnar 26,8%. Sveitarfélögin eru: Akranes, Akureyri, Árborg, Dalabyggð, Garðabær, Grindavík, Hafnarfjörð- ur, Húnaþing vestra, Hveragerði, Ísafjörður, Kópavogur, N-Hérað, Reykjanesbær, Siglufjörður, Stöðv- arfjörður og Vesturbyggð. Að auki átti Samfylkingin aðild að framboð- um í eftirtöldum sveitarfélögum: Bessastaðahreppi, Húsavík, Reykja- vík, Sandgerði og Skagafirði. Vinstri grænir með 6,8% Vinstri hreyfingin – grænt fram- boð bauð fram eigin lista í 8 sveit- arfélögum, en bauð fram með öðrum flokkum og öflum í tíu sveitarfélög- um til viðbótar. Í þessum 8 sveit- arfélögum fékk hann 3.072 atkvæði greidd af alls 45.097, eða 6,8%. Er það aðeins minna en í síðustu þing- kosningum, þegar flokkurinn fékk 9,1% fylgi á landsvísu, en mun minna miðað niðurstöður skoðana- kannanna að undanförnu. Sveitar- félögin 8 eru: Akranes, Akureyri, Árborg, Eyrarsveit, Hafnarfjörður, Ísafjörður, Kópavogur og Skaga- fjörður. Þau tíu sveitarfélög sem Vinstri grænir taka þátt í með fram- boði með öðrum, en ekki eru inni í þessum tölum, eru Bessastaða- hreppur, Borgarbyggð, Dalvík, Hornafjörður, Húsavík, Mosfells- bær, Ólafsfjörður, Reykjavík, Sel- tjarnarnes og Vestmannaeyjar. Útkoma „fjórflokkanna“ í sveitarstjórnakosningum um helgina D-listi með sama fylgi og í síðustu þingkosningum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.