Morgunblaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 13
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2002 13 GJALD er nú tekið í þrjú tæki í Fjölskyldu- og hús- dýragarðinum samkvæmt ákvörðun rekstrarstjórnar garðsins. Að sögn forstöðu- manns er þetta gert til að standa straum af kostnaði við nýjungar í garðinum. Í Velvakanda í Morgun- blaðinu síðastliðinn sunnu- dag mátti lesa bréf þriggja 9 og 10 ára gamalla stúlkna þar sem þær lýsa vonbrigð- um sínum með þetta fyrir- komulag og hvetja borgar- stjóra til að afnema gjaldtökuna í þessi tæki. Að sögn Tómasar Óskars Guðjónssonar forstöðumanns var brugðið á þetta ráð til að auka fjölbreytni í garðinum. „Það voru nokkrir kostir í stöðunni, annars vegar að hafa óbreytt tækjaval eða reyna að auka tækjaúrvalið sem rekstrarstjórnin ákvað að gera og fjármagna það m.a. með þessum hætti. Ann- ar möguleiki hefði verið að hækka grunngjaldið og láta þá alla borga brúsann.“ Rukkað í tvö ný tæki til viðbótar síðar í sumar Hann segir aukin fjár- framlög frá borginni ekki hafa komið til greina. „Rekstrarstjórn garðsins gerir þjónustusamning við Reykjavíkurborg og þessi þjónustusamningur gildir í fimm ár. Samkvæmt honum fær garðurinn í rauninni aukið sjálfstæði og á móti leggur borgin til fimm pró- sent minna fjármagn á hverju ári á samningstíman- um. Þannig að þegar við er- um að fá nýjungar inn eða eitthvað slíkt verðum við að standa straum af kostnaði við það sjálf.“ Tækin sem nú þarf að borga sérstaklega fyrir að fara í eru rafmagnslest og klessubátar sem eru ný af nálinni. Sömuleiðis er rukkað í torfærubrautina en að sögn Tómasar var einnig rukkað í hana í fyrra eftir fyrstu ferð- ina. Nú eru allar ferðir í hana hins vegar gjaldskyld- ar. Þá mun síðar í sumar kosta í tvö tæki til viðbótar sem bæði eru ný en það eru hringekja og fallturn. Tómas segir skiptið kosta á bilinu 80–130 krónur, allt eftir því hversu marga miða fólk kaupir. „Auðvitað er það peningur, það er ekkert ver- ið að fela það. Þetta er í rauninni ákveðin stefnu- breyting sem kemur óþægi- lega við marga. Það leggst aldrei vel í fólk að þurfa að opna pyngjuna þannig að það var eitthvað sem við áttum von á,“ segir hann. Aðgangs- verðið í garðinn er hins veg- ar óbreytt eða 350 krónur fyrir börn 6–12 ára en 450 krónur fyrir fullorðna sé um stakt gjald að ræða. Auk þessa er hægt að kaupa árs- kort. Gjald tekið í nokkur tæki í Fjölskyldu- garðinum Laugardalur ÞAÐ vantaði ekki bygging- arefni né ímyndunarafl á Yl- ströndinni í Nauthólsvík á laugardag þar sem keppt var í sandkastalagerð. Öttu þar kappi sjö hópar sem voru hver öðrum frumlegri í vinnu sinni. Keppnin var á vegum Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur og Dagskrár- nefndar Arkitektafélags Ís- lands og var dómnefnd skip- uð fagfólki úr öllum áttum, myndlistarmanni, arkitekt og fulltrúa frá ÍTR. Tók hún keppnina föstum tökum og rökstuddi úrskurð sinn á hinn faglegasta hátt. Verðlaun fyrir bestu eft- irlíkinguna hlaut verkið „Nauthólsvík“ og segir í um- sögn dómnefndar að um hafi verið að ræða góða heild- arlausn á afstöðumynd Yl- strandarinnar og skemmti- lega framtíðarsýn á mótun höfuðborgarsvæðsins. Í baráttu við náttúruöflin Verkið „Í sól og sumaryl“ fékk verðlaun fyrir frumlega tillögu en þar höfðu kepp- endur mótað konu í fullri stærð sem lá í sólbaði og voru bikiní hennar gerð úr skeljum. Enda sagði dóm- nefndin að verðlaunin hafi ekki síður verið veitt fyrir mikla natni við mótun verks- ins. Verðlaun í flokki 12 ára og yngri hlaut „Vinakastalinn“ og segir í umsögn dómnefnd- ar að um hafi verið að ræða kærleiksríka umhverf- ismótun og sterka heildar- hugmynd. Loks hlaut verkið „Sökkv- andi heimur“ aukaverðlaun fyrir „þróttmikla massa- myndun í baráttu við nátt- úruöflin.“ Er víst óhætt að segja að þar hafi dómnefnd- inni ratast satt orð á munn því sjávarföllin yfirtóku verkið og sökktu því áður en keppnin var úti og mátti hið sama segja um fleiri verk keppenda. Sandkastalar og sjávarföll Nauthólsvík Fríður hópur verðlaunahafa sem þóttu skara framúr við sandkastalagerðina á laugardag. Morgunblaðið/Árni Sæberg Margir áttu í harðri baráttu við náttúruöflin sem kepptust við að drekkja listaverkunum jafnóðum og þau urðu til. ÁSLANDSSKÓLI í Hafn- arfirði hefur ráðið Skarp- héðin Gunnarsson sem skólastjóra skólans og Árna Steinsson sem rekstrar- stjóra. Áslaug Brynjólfs- dóttir, sem gegndi starfi skólastjóra síðasta skólaár, mun setjast í helgan stein að því er fram kemur í tilkynn- ingu frá skólanum. Áslandsskóli er byggður og rekinn í einkafram- kvæmd en það eru Íslensku menntasamtökin sem reka skólann en auk þess reka þau leikskóla í tengslum við skólann. Áslandsskóli hóf göngu sína síðastliðið haust en talsverð blaðaskrif urðu þegar nýráðinn skólastjóri, Kristrún Lind Birgisdóttir, lét af störfum skömmu eftir skólabyrjun. Kemur fram í bréfi sem nýlega var sent til foreldra barna í skólanum að Skarp- héðinn og Árni muni báðir hefja undirbúning fyrir næsta skólaár í júní en Ás- laug muni gegna störfum skólastjóra til loka skólaárs- ins. Alls bárust 11 umsóknir um skólastjórastöðuna og var rætt við þá alla að því er kemur fram í bréfinu. Hins vegar sóttu 117 um stöðu rekstrarstjóra og var rætt við 8 þeirra. Skólastjóri og rekstrarstjóri ráðnir til Áslandsskóla Hafnarfjörður TÓNAR og taktur var í fyrirrúmi á tónlistarhátíð leikskólanna Foldakots og Foldaborgar á föstudag en leikskólarnir eru báðir í Grafarvogi. Hafa skólarnir boðið upp á sérstakt tón- listarverkefni í vetur þar sem nemendur og kennarar hafa sótt tónstundir einu sinni í viku. Ekki vantar heldur hljóð- færin því að undanförnu hafa krakkarnir og kenn- ararnir búið til eigin hljóð- gjafa sem notaðir voru óspart á hátíðinni og er óhætt að segja að leik- gleðin hafi verið þar í fyr- irrúmi. Hljóðfærasmiðir og tónlistarmenn Grafarvogur Morgunblaðið/Ásdís HLUTI af skólahandbók Fellaskóla hefur nú verið gef- inn út á erlendum tungumál- um; ensku, taílensku, serbó- króatísku og filippseysku. Handbókin er hluti af skóla- námskrá Fellaskóla og þar er að finna almennar upplýsing- ar um skólastarfið og áherslur skólans. Í þýddu handbókunum eru grunnupplýsingar sem teknar eru úr Handbók Fellaskóla 2001–2002 og ýmsar hagnýtar upplýsingar fyrir foreldra og forráðamenn barna sem hafa annað tungumál en íslensku að móðurmáli. Í frétt frá Fræðslumiðstöð Reykjavíkur segir að upplýsingarnar séu óháðar tíma að því marki sem mögulegt er og þannig verður hægt að nota bækurnar til lengri tíma. Handbækurnar verða afhentar foreldrum auk þess sem þær verða aðgengi- legar á heimasíðu skólans þar sem upplýsingar verða upp- færðar reglulega. Um 40 innflytjenda- börn í skólanum Í frétt Fræðslumiðstöðvar- innar segir að markmið verk- efnisins sé að stuðla að árang- ursríkum samskiptum við fjölskyldur sem hafa annað móðurmál en íslensku með aðgengilegum upplýsingum um skólann og skólastarfið á móðurmáli innflytjenda. „Það eykur líkur á farsælli sam- vinnu við heimilin. Um 40 inn- flytjendabörn stunda nám við Fellaskóla þetta skólaár og líklegt er að þeim muni fjölga á næstu árum. Í skólanum er litið þannig á að fjölbreyti- leiki auðgi skólastarfið og all- ir nemendur eigi jafnan rétt á námi. Foreldrar og forráða- menn innflytjendabarnanna sem stunda nám við skólann eiga því, líkt og aðrir foreldr- ar, rétt á upplýsingum um skólastarfið óháð tungumála- kunnáttu.“ Þýðing og útgáfa hluta handbókar Fellaskóla fékk styrk frá þróunarsjóði grunn- skóla Reykjavíkur. Þau fjög- ur tungumál sem þýtt var yfir á eru enska, taílenska, serbó- króatíska og filippseyska. Umsjónarmenn verkefnisins eru Sigurlaug Hrund Svav- arsdóttir, deildarstjóri ný- búafræðslu, og Hrönn Bald- ursdóttir námsráðgjafi. Kristinn Svavarsson bjó bæk- urnar til prentunar. Túlkar frá túlkaþjónustu Alþjóða- húss sáu um þýðingar á taí- lensku, ensku og serbó-króat- ísku. Margrét Andrelin Axelsson, nýbúakennari í Fellaskóla, þýddi á filipp- seysku. Skólahandbók á fjórum tungumálum Breiðholt ÁRSKÝRSLA Hafnarfjarð- arbæjar fyrir árið 2001 er nú komin út og er hún borin út á hvert heimili í bænum og til allra fyrirtækja. Í skýrslunni er yfirlit framkvæmda, rekstrar og annarra viðfangs- efna á vegum bæjarsjóðs í fyrra og þar er einnig að finna ársreikning og lista yfir starf- andi nefndir. Skýrslan er einnig aðgengileg í rafrænu formi á heimasíðu bæjarins, www.hafnarfjordur.is. Ársskýrsla á hvert heimili Hafnarfjörður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.