Morgunblaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2002 39 Guðrún Lilja Gísladóttir fæddist á Hellissandi á Snæfellsnesi hinn 23. júlí 1909. Foreldrar hennar voru Kristjánsína Bjarnadóttir og Gísli Árnasons skútusjómaður. Systkini Guðrúnar, sem nú eru öll látin, voru Björn, Árni og Kristín. Guðrún flutist með foreldrum sín- um til Reykjavíkur fimm ára að aldri. Foreldrar hennar skildu. Þröngt var búið hjá Kristjánsínu og börnum hennar á ýmsum stöðum í Reykja- vík, oft aðeins eitt herbergi og eld- hús. Samt var pláss fyrir Guðrúnu Gísladóttur eldri, móður Kristjáns- ínu. Guðrún Lilja var í Landakots- skólanum í nokkur ár. Síðan tók vinnan við. Hún hjálpaði móður sinni við þvotta í Þvottalaugunum, oft þurfti að bera þvottinn vestan úr bæ. Einnig var hún í fiskvinnu, breiddi saltfisk og saltaði síld. Ung stúlka komst hún í vist hjá sómahjónunum Jóni Magnússyni, er bjó í Lindar- brekku við Bræðraborgarstíg, og konu hans, Ingibjörgu. Var hún hjá þeim í nokkur ár, þar til hún gekk í hjónaband. Hélst ætíð vinasamband milli Guðrúnar og hjónanna í Lind- arbrekku og barna þeirra. Guðrún lærði matreiðslu og fleira er að gagni mátti koma í vistinni hjá Ingibjörgu. Árið 1933 gekk hún að eiga Ásgeir Ragnar Þorsteinsson. Hann var sjó- maður á ýmsum skipum. Þau hófu búskap í vesturbænum, bjuggu á ýmsum stöðum þar til þau gátu fest kaup á nýrri íbúð við Kaplaskjólsveg 3. Bróðir Guðrúnar, Björn og kona hans Laufey bjuggu á efri hæðinni. Stríð var hafið úti í heimi, en íslensk- ir sjómenn lögðu sig í hættu við að flytja fisk til Bretlands á þessum ár- um. Ragnar var einn þeirra. Börnin voru orðin þrjú, Reynir, Þorsteinn og Valdís. 1943 ákvað Ragnar að hætta sjómennsku og hefja búskap. Þótti mörgum það vera djörf ákvörð- un. 1943 fluttu þau hjónin að Höfða- brekku í Mýrdal. Höfðabrekkan er landnámsjörð, stór og möguleikar til ræktunar. Þaðan var víðsýnt, sást langt út á hafið, má vera að það hafi átt sinn þátt í því að kaupin voru gerð. Jörðin hafði þá verið í leigu í nokkur ár og húsakosti illa viðhaldið. Það voru mikil viðbrigði fyrir Guð- rúnu að fara úr nýju íbúðinni á Kaplaskjólsveginum í nánast óupp- hitað hús, rafmagn frá einkarafstöð háð duttlungum veðurguðanna. Kolaeldavél og hreinlætisaðstaða nánast engin og var það með þeirra fyrstu verkum að bæta úr hreinlæt- isaðstöðu. Börnunum fjölgaði, 1944 fæddist Björk, 1945 Salome og Ína Sóley 1947. Guðrún sá um sitt stóra heimili af einstakri alúð, aldrei féll henni verk úr hendi. Í blíðu sem stríðu stóð hún við hlið föður okkar, við börnin henn- ar munum hana sem sáttasemjar- ann, mömmu sem gerði gott úr öllu. Það þurfti að sauma flíkur á börn- in, oft úr litlu efni, stundum voru not- aðir hveitipokar, en úr þeim gerði hún fallega kjóla, bryddaða með ýmsum litum og af einstakri smekk- vísi, hún mátaði og sneið, þar til að hún var viss um að flíkin færi vel og GUÐRÚN LILJA GÍSLADÓTTIR ✝ Guðrún LiljaGísladóttir var fædd á Hellissandi á Snæfellsnesi 23. júlí 1909. Hún lést á líkn- ardeild Landakots- spítala 20. maí síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Krist- jánsína Bjarnadóttir verkakona og Gísli Árnason skútusjó- maður. Systkini Guð- rúnar voru Björn Wernharð, Árni Breiðfjörð og Krist- ín. Þau eru nú öll lát- in. Guðrún Lilja giftist Ásgeiri Ragnari Þorsteinssyni, f. 5. sept- ember 1908, d. 7. september 1998. Útför Guðrúnar Lilju verður gerð frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. væri klæðileg. Prjónað- ar voru peysur og sokk- ar, stoppað í göt og flík- ur bættar, allt listilega gert. En það þurfti líka að fæða allan mann- skapinn, ekki bara heimilisfólkið, einnig sumarbörnin sem sjaldan voru færri en þrjú. Það var ekki lítið sem þurfti af smurðu brauði í kaffitímunum á Höfðabrekku þegar mannskapurinn kom svangur inn úr hey- skapnum, við gleymum seint heimabakaða heilhveitibrauð- inu, rúsínubollum, heitu rúgbrauði sem bakað var í stórum stampi í vatnsbaði, vínarbrauð og smjörkök- ur, allt var fljótt að hverfa. Á sumr- um dvöldust líka Kristjánsína og Re- bekka tengdamóðir Guðrúnar í nokkrar vikur. Þá var glatt á hjalla og mikið kaffi drukkið. Hún mat þær mikils, gömlu konurnar, þær gerðu við fötin okkar og voru liðtækar með hrífuna, það er gott að minnast þeirra að snúa töðunni, hvítar svunt- urnar flaxandi í golunni. Börnin voru fermd og skírð, boðið til veislu, og borð svignuðu undan gómsætum mat og kökum, ættingjar komu að sunnan, þá var gaman, þröngt á þingi og krakkarnir sváfu í hlöðunni. Þar sem samgöngur voru erfiðar á vetrum sökum ófærðar, var ekki gerlegt að senda okkur í barnaskól- ann í Vík. Var faðir okkar, skipstjór- inn, fenginn til að kenna börnunum „austan heiðar“ sem svo var kallað, þ.e. af bæjunum fyrir austan Vík. Það var því oft kátt á hjalla í „heima- skólanum“ eins og við kölluðum hann og alltaf var mamma til staðar ef á þurfti að halda. Leituðum við þá gjarnan aðstoðar hennar við heima- námið þegar pabbi sat þungbúinn við skriftir. 1962 hófu þau hjón byggingu á nýju húsi á þeim stað er Höfða- brekkubærinn stendur nú. Var það mikið átak, en margra naut við, ekki síst bræðranna Reynis og Þorsteins svo og bræðra Ragnars sem komu og lögðu hönd á plóg. Léttist þá bú- skapurinn til muna fyrir mömmu sem nú naut þess að hafa nóg raf- magn og fyllstu þægindi sem því fylgir. Hafði hún unun af að búa þeim fallegt heimili og þar nutu sín loksins fallegu húsgögnin sem pabbi hafði keypt í útlöndum á siglingum sínum. Á þessum tíma teljum við að mamma hafi notið sín best, stutt var að fara til Víkur þar sem hún sótti kvenfélagsfundi og auðveldara var fyrir hana að hitta sínar góðu vin- konur, enda félagslynd og glaðsinna. Eftir að hún var flutt, kom hún ekki svo til Víkur að ekki væri litið inn hjá fyrrum nágrannakonum, þeim Þóru frá Bólstað, Sigrúnu frá Fagradal og fleirum. Ömmubörnin sín Þóri og Lísu hafði hún hjá sér um tíma á Höfða- brekku, og nutu þau umhyggju ömmu og afa eins og börn Reynis sem bjuggu nærri. 1969 seldu þau jörðina og fengu í skiptum íbúð í Hlégerði í Kópavogi. Þótti mörgum sem það væru ójöfn skipti og mikið starf lítils metið. Ekki höfðu þau lengi verið í Kópa- vogi þegar þau slitu samvistum árið 1971. Voru það þungbærir tímar fyr- ir Guðrúnu, og reyndi á hennar ljúfu lund sem ætíð hafði gert gott úr allri misklíð, og ekki hallað orði á neinn mann. Var nærri að þetta áfall rændi hana sálarheill. En tíminn breiðir yf- ir allt, Guðrún fór ráðskona vestur á Ísafjörð og var þar um þriggja ára skeið hjá heiðursmönnunum Ingvari og Halla á Fossi í Engidal. Þar varð hún fyrir því óláni að missa heyrn vegna sjúkdóms. Reyndist erfitt að bæta úr því með heyrnartæki, og var heyrn hennar ætíð mjög skert upp frá því. Fyrir um það bil fimm árum hrakað sjón hennar einnig verulega, þannig að hún átti erfitt með lestur og að horfa á sjónvarp. Naut hún þjónustu Blindravinafélagsins, það- an fékk hún sinn skammt vikulega af hljóðsnældum. Þegar hún kom að vestan var hún enn um skeið í Hlégerðinu. Hún tók þátt í söngstarfi með eldri borgurum í Kópavogi og hafði mikið gaman af því. Fór hún margar söngferðir með kór eldri borgara. Mamma hafði gaman af að ferðast, bæði utanlands og innan. Við sem hér ritum nöfn okkar undir, minnumst ferðar með henni til Ítalíu þegar hún var áttræð. Undraðist fararstjórinn okkar hve dugleg hún var að þramma um rústir Rómaborgar í steikjandi sólskini. Þó ber hæst þá ferð sem við allar syst- urnar fórum með henni fyrir fimm árum til Mallorka. Við nutum sólar um daga, á kvöldin skiptumst við á að lesa upphátt úr spennandi bók sem var meðferðis, skrifuðum dag- bók. Við fengum okkur sérrí fyrir svefninn þegar aðrir hótelgestir voru á leið út að „skemmta“ sér. Við erum vissar um að við skemmtum okkur ekkert síður, og minningarnar eru okkur dýrmætar. Árið 1994 keypti hún ásamt Ínu Sóleyju og Guðmundi, hús í Logafold 76 í Graf- arvogi. Hún hafði þá um árabil verið hjá þeim í íbúð þeirra í Vesturbergi 122. Hjá þeim átti hún sitt heimili. Naut hún umhyggju þeirra og sam- vista við börnin, sérstaklega þau sem enn eru heima, Hólmfríði og Sverri. Hólmfríður var henni einkar hjart- fólgin, enda gekk hún aldrei framhjá ömmu sinni án þess að kyssa hana og sýna henni hlýtt viðmót. Erum við, hin börnin hennar, þeim innilega þakklát fyrir alúð þeirra og umönn- un. Ófáar ferðir fór ók Guðmundur með hana í Kópavoginn þar sem hún spilaði félagsvist og vann til margra verðlauna, hún var einstaklega heppin í spilum. Í byrjun hvers mán- aðar fóru þau saman, hún og Guð- mundur, að sinna bankamálum. Guð- rún Gísla borgaði sína reikninga tímanlega, það var mikið „prinsipp“ mál. Hún fór með þeim í frí og ferða- lög, afmæli og aðrar samkomur, sem hún hafði gaman af. Hún var ætíð tilbúin að bregða sér af bæ, komin í kápuna fyrst allra. Hún fylgdist vel með öllum sínum fjölmörgu afkom- endum og bar hag þeirra fyrir brjósti, spurði frétta. Nú er hún farin til betri heima. Víst er að margir hafa boðið hana velkomna. Við erum þakklát fyrir að hafa átt hana að í öll þessi mörgu ár og biðjum góðan Guð að blessa hana og varðveita í ríki sínu. Valdís, Ína Sóley og fjölskyldur þeirra. Hún móðir okkar er dáin á 93. ald- ursári. Hún var þá búin að missa bæði sjón og heyrn að mestu, en var hraust fram undir það síðasta og lítið farin að tapa minni. Hún upplifði miklar breytingar í þjóðfélaginu á sinni löngu lífsleið, eins og samferða- fólk hennar, sem var að yfirgefa torf- bæina og tileinka sér nýjan lífsmáta 20. aldarinnar. Þegar hún var fimm ára fluttu foreldrar hennar til Reykjavíkur ásamt börnunum. Þar ólst hún upp og fór snemma að vinna hin ýmsu störf, svo sem við fiskverk- un og að þvo þvotta við Þvottalaug- arnar í Laugardal. Kaupakona var hún í sveit, og síðar nokkur ár vinnu- stúlka hjá hjónunum Ingibjörgu og Jóni í Lindarbrekku. Hélt hún tryggð við þá fjölskyldu síðan. Mamma var glaðlynd, ósérhlífin og eftirsótt í vinnu. Árið 1933 kynn- ist hún föður okkar Ragnari Þor- steinssyni og stofnuðu þau heimili í Reykjavík. Pabbi var til sjós á þess- um árum svo það kom í mömmu hlut að gæta bús og barna, auk þess sem hún var oft með kostgangara til að drýgja tekjur heimilisins. Árið 1943 var faðir okkar orðinn þreyttur á sjómennskunni, sem hann hafði stundað frá barnæsku og til að láta gamlan draum rætast, keypti hann jörð og gerðist bóndi. Þetta var Höfðabrekka í Mýrdal, landmikil jörð en húsakostur afar lélegur. Það hafa því verið mikil viðbrigði hjá mömmu að flytja úr góðri íbúð með öllum þeirra tíma þægindum að Höfðabrekku, þar sem allt var í nið- urníðslu. En skapgerð hennar ein- kenndist af æðruleysi og að taka því sem að höndum bar. Höfðabrekkubærinn stóð þá uppi á fjallinu allt til ársins 1962 er þau byggðu nýjan bæ neðan undir þar sem hann er nú. Það var oft erfitt um aðdrætti og snjóþungt þar á vetrum. Kom sér þá vel nægjusemi og sú list móður okkar að búa til úr litlu. Öll brauð bakaði hún heima og notaði ger sem var ekki almennt notað í þá daga. Þá voru nú ekki frystikisturn- ar en hún sauð niður í krukkur ým- iskonar mat, svo sem kjöt, svið, rabbarbara í eftirrétti og nýja loðnu sem tínd var í flæðarmálinu og okkur fannst mesta lostæti. Allan fatnað saumaði hún og prjónaði á okkur systkinin og hannaði oft sjálf sniðin. Minnisstæðir eru okkur hvítir spari- kjólar með leggingum og pífum, sem hún saumaði á okkur systur úr lér- eftspokum. Hefðum við ekki verið ánægðari með þá, þó þeir hefðu kom- ið frá tískuhúsum í París. Mamma hafði glöggt fegurðarskyn, naut þess að hlusta á góða tónlist og hafði fal- lega söngrödd. Hún las mikið og hafði gaman af handavinnu en tími til slíks var mjög af skornum skammti. Á sumrin var oft ákaflega gestkvæmt á Höfðabrekku og margt í heimili. Mamma var félagslynd og naut þess að fá gesti, Oft var þá galdrað fram, veisluborð með litlum fyrirvara og þá glatt á hjalla. Þegar ég hengi út þvottinn minn úr sjálf- virku vélunum er mér hugsað til drif- hvíta þvottsins á snúrunum hennar mömmu, sem þvoði með gamla lag- inu og þurfti oft að bera þvottinn til skolunar í bæjarlækinn vegna vatns- skorts. Síðustu 14 árin var mamma í heimili hjá Ínu Sóley og Guðmundi manni hennar. Þar leið henni vel enda allt gert fyrir hana þar, til að svo væri. Eiga þau hjón þakkir skilið fyrir það. Við börnin hennar erum rík af góðum minningum um yndis- lega móður sem við biðjum algóðan guð að varðveita. Salóme Ragnarsdóttir. Við viljum minnast móður okkar. Lífsferill hennar á þó sennilega margt líkt með íslenskum konum síðustu aldar. Mamma fæddist á Hellissandi, næst elst fjögura systkina og kveður nú þennan heim síðust þeirra. Faðir hennar varð fyrir því óláni, þegar hún var barn að aldri að fá blóðeitr- un í hendi og varð að taka handlegg- inn af um olnboga. Foreldrar hennar fluttu skömmu síðar til Reykjavíkur, en lífsbaráttan var hörð og litla vinnu að hafa, ekki hvað síst fyrir einhentan verkamann, föður hennar. Amma og afi skildu þegar mamma var 14 ára gömul og upp frá því var amma eina fyrirvinnan. Mamma giftist föður okkar Ragnari Þor- steinssyni og hófu þau búskap á kreppuárunum upp úr 1930. Fyrstu árin voru erfið og litla vinnu að hafa í landi. Pabbi þá nýlega útskrifaður úr Stýrimannaskólanum og starfaði sem stýrimaður á ýmsum fiskibát- um. Hann var því sjaldnast heima. Um 1939 í byrjun stríðsins breyttist fjárhagurinn til hins betra. Móðir okkar orðin skipstjórafrú og síðar komin með húshjálp við þvotta, en þá vorum við börnin orðin þrjú. Þetta stóð þó ekki lengi því að faðir okkar hafði lengi gengið með þann draum, eins og margir sjómenn á stríðsárun- um, að gerast bóndi á eigin jörð. Árið 1943 keypti hann jörðina Höfða- brekku í Mýrdal, en mamma var ekkert höfð með í ráðum og sá hún ekki húsakostinn fyrr en þau fluttu þangað á fardögum 1943 með okkur þrjú börnin sem þá voru fædd. Okk- ur krökkunum fannst þetta ævintýri en ég man ennþá svipinn á mömmu þegar hún skoðaði híbýlin, komin úr öllum þægindum í Reykjavík, Hluti af húsinu grottafúinn og notaður sem fóðurbætisgeymsla, engin upp- hitun og rafmagnið mjög lítið og stopult frá lítilli vatnsrafstöð. Mamma var þó ekkert á því að gefast upp og með sínu meðfædda glaðlyndi og æðruleysi gerði hún gott úr öllum hlutum. Á næstu 5 árum bættust þrjú börn í barnahópinn. Þá voru á hverju sumri tveir til þrír unglingar í sveit á heimilinu. Það gefur því auga- leið að það hefur ekki verið erfiðis- laust að fæða og klæða níu börn á aldrinum 1–14 ára með þeirri að- stöðu sem þarna var. Við bræðurnir, sem vorum elstir, vorum ekki mikið gefnir fyrir innistörf. Vinnudagurinn varð því oft langur hjá mömmu og hvíldin stutt. Afraksturs búsins lítill og svo kom að faðir okkar þurfti að fara til sjós til að endar næðu saman, og lenti þá bústjórnin á mömmu og okkur hálfstálpuðum krökkunum. Eftir að við börnin vorum upp- komin skildi faðir okkar við mömmu og varð það henni mjög erfitt og var hún þá næst því að bugast, en náði sér þó upp úr því áfalli. Bjó hún ein í nokkur ár í Kópavogi en flutti síðan til dóttur sinnar Sóleyjar og hennar fjölskyldu og bjó í sambýli með henni síðustu 15 árin. Sennilega hafa það verið þægilegustu árin í lífi mömmu að geta verið samvistum við Sóleyju og barnabörnin sem reyndust henni einstaklega vel og verður það seint fullþakkað. Mamma hélt andlegri heilsu fram undir það síðasta þó þrekið væri farið að minnka og þegar hún loks kvartaði og sagði að sér fyndist hún eitthvað slöpp þá greind- ist hún með krabbamein á háu stigi og átti aðeins 2 vikur ólifaðar. Við bræðurnir kveðjum góða móður eftir langa og giftudrjúga samfylgd og þökkum henni innilega umönnun og glatt viðmót, sem eins og kærleik- urinn, gerði gott úr öllu, umbar allt og trúði á það góða í lífinu. Reynir og Þorsteinn og fjölskyldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.