Morgunblaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2002 31 ga pu an m a ið- ra- ra fn- er og er g- ég ndi d- ur ur kk ið. ur- Á ns gt æð- Ég fékk því einn sherpann í hópnum til að skrúfa meira frá súrefninu hjá mér. Fyrir mistök skrúfaði hann hins vegar alveg fyrir súrefnis- flæðið. Ég uppgötvaði hvað gerst hafði þegar ég missti allan kraft og var um megn að taka fleiri en eitt eða tvö skref án hvíldar. Þegar ég hafði leiðrétt vitleysuna hresstist ég allur og komst upp á Suðurtind. Það var mikill léttir að komast þangað og ég fór hratt niður brekkurnar sem eftir voru. Þó kláraðist súrefnið á síð- asta kaflanum og þegar ég komst loksins niður í tjald- ið, var ég orðinn örmagna. Ég gat ekki einu sinni tekið af mér broddana og skóna og þess vegna kom sherpinn Ang Dorje mér til aðstoðar.“ Aðeins klukkustund eftir að Haraldur komst í tjald sitt skall á stormur á fjallinu og ætlaði bók- staflega að rífa upp tjöldin í skarðinu. „Þarna upplifði maður mög sterkt hvað veðrið getur breyst á skömmum tíma. Tjöldin nötruðu og ekki var stætt úti. Þeir sem ekki eru komnir í skjól í svona stormi á fjallinu eru í mjög alvarlegum málum.“ Stormurinn stóð alla nóttina og Haraldur var andvaka þriðju nóttina í röð. Hann reyndi að sofa með súrefn- isgrímuna en átti mjög erfitt með það vegna köfnunartilfinningar sem því fylgdi. „Ég reif af mér grímuna og reyndi að sofna án hennar og þegar það gekk ekki, setti ég hana upp aftur. Á þessu gekk alla nóttina sem ætlaði aldr- ei að líða með öskrandi storminn sem barði tjaldið látlaust. Þetta var því mjög erfið nótt því fyrir utan þetta var ég mjög þyrstur og hafði lítið vatn hjá mér.“ Fyrrnefndur Ang Dorje var á fjallinu óhappavorið mikla 1996 þegar stormur skall á þegar fjöldi manns var á leið niður af fjallinu. Tólf manns dóu, þar af tveir af reyndustu háfjallaklifrurum heimsins. Slysið árið 1996 mönnum enn í fersku minni „Þetta hræðilega slys er mönn- um enn í fersku minni og ég held að menn hafi gert sitt til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig, en eins og leiðangursstjóri míns leiðangurs sagði þá þarf ekki slys til að segja mönnum að Everest sé hættulegt fjall.“ Eftir svefnlausa nótt í Suður- skarði fikraði Haraldur sig niður í grunnbúðir og notaði síðustu kraftana til að koma sér niður af fjallinu. Drjúgan hluta tímans á fjallinu var þurr hósti búinn að kvelja hann og að lokum gekk ástandið svo langt að rifbein brotnaði. Það var strax í aðlög- unarferlinu sem það gerðist og því var Haraldur búinn að vera rifbeinsbrotinn í að minnsta hálf- an mánuð þegar hann loks komst niður í grunnbúðir. Þá var hann orðinn svo þreyttur að hann ork- aði ekki að bera bakpokann sinn síðasta spölinn. En hvað ætlar Haraldur að gera nú að loknu heimsmeti í göngu á hátindana sjö og hæsta tind hverrar heimsálfu á skemmri tíma en áður hefur þekkst? Til gamans má geta að gamla metið mun vera átta ár. „Margir hafa spurt mig hvort ég ætli á tinda yfir 8 þúsund metrum en ég stefni ekki á svo há fjöll í náinni framtíð þótt ég muni halda áfram að klífa fjöll. Hugs- anlega mun ég gera út smærri leiðangra í framtíðinni, fara í leið- angra innanlands eða klífa er- lendis, kannski á Grænlandi. Það er ekkert markmið í sjálfu sér að fara í stóra leiðangra.“ r og pólfari, kominn heim úr Everest-leiðangri með glænýtt heimsmet í farteskinu ninga- und“ Neðarlega á fjallinu í Khumbu-skriðjöklinum er ófært nema með notkun álstiga sem settir eru yfir verstu sprungurnar. Haraldur á tindi Everest við lok sjötindaleiðang- ursins, umfangsmesta ís- lenska fjallgönguleiðang- ursins til þessa. Morgunblaðið/ Haraldur Örn Ólafsson Kilfrarar feta sig upp Hillary-þrepið sem er eina tæknilega fyrirstað- an á leiðinni á tindinn á hefðbundnu leiðinni sunnanmegin. HARALDI Erni Ólafssyni, fjall- göngukappa og pólfara, var geysivel fagnað í Vetrargarð- inum í Smáralind á sunnudag, skömmu eftir heimkomu hans frá Nepal. Í Vetrargarðinum var haldin móttökuathöfn hon- um til heiðurs og bauð Halldór Blöndal, forseti Alþingis, Har- ald velkominn. Halldór færði Haraldi kveðjur frá Alþingi um leið og hann veitti honum rit- safn Jónasar Hallgrímssonar í viðurkenningarskyni. „Við getum ekki átt neinn mælikvarða á afrek þín svona hátt uppi í loftinu,“ sagði Hall- dór um Everestgönguna. Kvennakór Reykjavíkur söng nokkur lög í tilefni dagsins og síðan þakkaði Haraldur fyrir sig. „Þar sem ég stóð á tindi Everest, hæsta tindi í heimi og horfði yfir Himalayafjöllin, þá var mér fyrst og fremst þakk- læti í huga, þakklæti til alls þess fólks sem hefur staðið á bak við mig,“ sagði hann. Haraldur hafði síðan í nógu að snúast við að sinna yngstu kynslóðinni að lokinni athöfn- inni. Bæði vildu börnin, strákar og stelpur, fá eiginhand- aráritun kappans og mömmu sína til að mynda sig með þess- um nýjasta heimsmeistara í leiðangursmennsku. Hefur hann farið á hæsta tind hverr- ar heimsálfu og báða pólana á nýju heimsmeti; hálfu fimmta ári. Gamla metið mun vera átta ár, en fjórir menn í heiminum, auk Haralds hafa þessa staði á afrekaskrá sinni. Heimsmethafa vel fagnað Krakkarnir fengu sinn tíma með vinsælasta Íslendingnum. Morgunblaðið/Sverrir Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, færir Haraldi ham- ingjuóskir fyrir hönd styrktaraðila. ur spölur á tindinn þótt hátt væri komið. orsi@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.