Morgunblaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 15
SUÐURNES
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2002 15
Diplómanám fyrir verslunarstjóra
SVÞ-Samtök verslunar og þjónustu boða til kynningarfundar
um nýja námsbraut fyrir verslunarstjóra
fimmtudaginn 30. maí kl. 8.30-10.00 í Efstaleiti 5, í húsi Logos lögmannsþjónustu*
Dagskrá:
Vinsamlega tilkynnið þátttöku í síma 511 3000 eða með t-pósti til emil@svth.is
*Á milli húss Rauða krossins og Heilsugæslustöðvarinnar í Fossvogi (nálægt útvarpshúsinu)
• Hvers vegna námsbraut fyrir verslunarstjóra?
Emil B. Karlsson, SVÞ-Samtökum verslunar og þjónustu
• Skipulag námsbrautarinnar
Teitur Lárusson, starfsmannastjóri Kaupáss hf.
• Fjarnám með vinnu
Helgi Baldursson, forstöðumaður fjarnámsdeildar Viðskiptaháskólans á Bifröst
Stjórnendur verslana
ÁRNI Sigfússon, sem verður næsti
bæjarstjóri Reykjanesbæjar eftir
að Sjálfstæðisflokkurinn vann
hreinan meirihluta í kosningunum
um helgina vill virkja alla bæjarfull-
trúa til vinnu fyrir íbúana. Því fagn-
ar Jóhann Geirdal, efsti maður
Samfylkingarinnar. Telur Árni
koma til greina að fela bæjarfulltrú-
um hinna flokkanna ábyrgðarstörf í
nefndum og verkefnum.
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks
og Framsóknarflokks hafa myndað
meirihluta um stjórnun bæjarmála í
Reykjanesbæ. Sjálfstæðisflokkur-
inn vann nú hreinan meirihluta,
fékk tæp 53% atkvæða á móti tæp-
um 45% fyrir fjórum árum. Flokk-
urinn bætti við sig sjötta bæjar-
fulltrúanum af þeim ellefu sem í
boði voru. Samfylkingin fékk heldur
minna fylgi hlutfallslega en síðast
en hélt sínum fjórum fulltrúum en
Framsóknarflokkurinn tapaði aftur
á móti fjóru og hálfu prósentustigi
og öðrum bæjarfulltrúa sínum.
Tveir af helstu forystumönnum
Sjálfstæðisflokksins í bæjarmálum í
Reykjanesbæ, Ellert Eiríksson
bæjarstjóri og Jónína Sanders, for-
maður bæjarráðs, gáfu ekki kosts á
sér til endurkjörs að þessu sinni.
Árni Sigfússon, fyrrverandi borgar-
stjóri í Reykjavík, var fenginn til að
skipa efsta sætið á lista flokksins og
vera bæjarstjóraefni hans.
„Við hófum þessa kosningabar-
áttu með áherslu á að tryggja
fimmta manninn sem flokkurinn
náði í síðustu kosningum. Ég taldi
að það væri raunhæft markmið í því
umróti sem fylgir nýjum forystu-
manni. En þegar nær dró fann ég
fyrir miklum stuðningi og það gaf til
kynna að staðan væri enn öflugri en
ég þorði að vona,“ sagði Árni þegar
hann var spurður að því hvort úrslit-
in hefðu komið honum á óvart.
Spurður um skýringar nefndi
Árni farsælt starf flokksins að bæj-
armálum síðastliðin fjögur ár og öfl-
ugan hóp stuðningsmanna sem
unnu vel fyrir kosningarnar. Flokk-
urinn hefði lagt fram stefnuskrá
með málum sem íbúarnir hefðu
greinilega verið að bíða eftir og lagt
hana fram á jákvæðan hátt. Loks
nefndi hann að flokkurinn hefði
kynnt pólitískan bæjarstjóra sem
öruggt væri að fylgdi eftir þeim
málum sem lögð væru fram í stefnu-
skrá og þyrfti að standa reiknings-
skil þeirra mála eftir fjögur ár. „Það
kom í minn hlut að taka það hlut-
verk að mér og ég fann fyrir miklum
stuðningi við það,“ sagði Árni.
Ný bæjarstjórn tekur væntanlega
við á bæjarstjórnarfundi 18. júní og
þá verður jafnframt gengið frá
ráðningu Árna í starf bæjarstjóra.
Hann segir að tíminn þangað til
verði nýttur til undirbúnings. Þótt
bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins
fái hreinan meirihluta í bæjarstjórn
vill Árni ekki skipta mönnum í
meirihluta og minnihluta, segist
vilja nýta alla ellefu bæjarfulltrúana
til starfa fyrir íbúa Reykjanesbæj-
ar. „Mér finnst að við eigum meiri
samleið,“ segir hann. Nánar spurð-
ur um þetta segir Árni hugsanlegt
að fela fleiri einstaklingum ábyrgð-
arstörf, til dæmis í nefndum eða að
einstökum verkefnum, en tekur
fram að eftir sé að ræða útfærsluna
betur.
Fengu meðbyr með Árna
„Við erum vonsvikin yfir því að
hafa ekki náð betri árangri en vilj-
um óska sjálfstæðismönnum og
Árna Sigfússyni til hamingju með
glæsilega útkomu,“ sagði Kjartan
Már Kjartansson, efsti maður á lista
Framsóknarflokksins. Hann verður
nú í minnihluta en flokkurinn hefur
stjórnað Reykjanesbæ og áður
Keflavík nær óslitið í marga áratugi
í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn.
Kjartan telur að nokkrar skýring-
ar séu á tapi flokksins. Sjálfstæð-
isflokkurinn hafi greinilega fengið
meðbyr með þeirri ákvörðun að fá
Árna Sigfússon í framboð. Þá hafi
Framsóknarflokkurinn ekki notið
umbunar fyrir þau verk sem hann
vann í meirihlutanum og kannski
verið að líða fyrir það að vera minni
aðilinn í samstarfi við Sjálfstæðis-
flokkinn.
Kjartan Már vill þakka þann
stuðning sem flokkurinn fékk og
segir að framsóknarmenn séu ekki
af baki dottnir, tíminn verði notaður
til að vinna vel og búa sig undir
næstu kosningar.
Jóhann Geirdal telur að Samfylk-
ingin geti vel við úrslitin unað.
Flokkurinn hafi haldið sínum
fulltrúum en tilflutningur orðið inn-
an fráfarandi meirihluta. „Við ósk-
um Árna Sigfússyni til hamingju og
erum reiðubúin til samstarfs og
styðjum öll góð mál. En við munum
standa á vaktinni og gagnrýna það
sem við teljum að betur mætti fara
eins og hlutverk okkar í minnihluta
býður,“ segir Jóhann.
Hann fagnar hugmyndum Árna
Sigfússonar um aukið samstarf bæj-
arfulltrúa, hvort sem þeir eru í
meiri- eða minnihluta að loknum
kosningum og bendir í því sambandi
á að hann hafi talað fyrir slíku fyrir
kosningarnar fyrir átta árum og aft-
ur fyrir fjórum árum. Nefnir hann í
þessu sambandi að æskilegt væri að
bæjarráð kæmi aftur að fjárhags-
áætlanagerð, þannig að sjónarmið
allra kæmu fram á því stigi málsins,
í stað þess að bæjarráð standi
frammi fyrir fullbúnum tillögum
meirihlutans eins og verið hafi á því
kjörtímabili sem nú er að ljúka. Þá
nefnir hann að allir flokkar hafi átt
fulltrúa í stýrihóp um endurnýjun
og uppbyggingu grunnskólanna
með þeim árangri að góð sátt hafi
náðst og telur hann að þannig megi
vinna að fleiri verkefnum.
Árni Sigfússon verður bæjarstjóri eftir sigur Sjálfstæðisflokksins
Vill aukið
samstarf
bæjarfulltrúa
Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson
Ellert Eiríksson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, fagnar með Árna Sigfús-
syni, verðandi bæjarstjóra, sigri Sjálfstæðisflokksins.
Reykjanesbær
Starfrækja
myndlist-
arsmiðju
fyrir börn
FÉLAG myndlistarmanna í Reykja-
nesbæ leggur áherslu á að gera
listina sýnilega í bæjarfélaginu. Í
sumar er sumargallerí starfrækt,
haldin námskeið fyrir börn og félagið
hyggst taka virkan þátt í Ljósanótt í
haust.
Félagið stendur fyrir þremur
myndlistarnámskeiðum, svokallaðri
myndlistarsmiðju, fyrir börn í
Svarta pakkhúsinu að Hafnargötu 2 í
Keflavík. Námskeiðin verða dagana
1. til 15. júlí og lýkur með sameig-
inlegri sýningu. Í upplýsingum frá
félaginu kemur fram að áhersla er á
að gera námskeiðin lifandi og
skemmtileg, meðal annars með vett-
vangsferð í tengslum við þau verk-
efni sem hóparnir vinna að. Kenn-
arar verða myndlistarkennararnir
Íris Jónsdóttir og Vignir Jónsson.
Í myndlistarsmiðju fyrir 7–8 ára
börn fá þátttakendur meðal annars
að búa til hljóðfæri úr ýmsum efnivið
og spreyta sig á munsturgerð. Næsti
aldursflokkur, 9–10 ára, fær að
kynnast grímugerð fyrr og nú og búa
til grímur. Í myndlistarmiðju fyrir
11–14 ára læra börnin ýmsar aðferð-
ir við þrykkmyndagerð og að prenta
eigin myndir.
Allir félagsmenn geta verið verk
til sölu í sumargalleríinu sem opið er
alla daga í sumar í Svarta pakkhús-
inu,
Á aðalfundi Félags myndlistar-
manna var Hjördís Árnadóttir end-
urkjörin formaður og með henni í
stjórn eru Hermann Árnason, Ingi-
berg Jóhannsson, Þóra Jónsdóttir og
Jóhann Ingi Grétarsson.
Reykjanesbær
Rými með út-
gáfutónleika
HLJÓMSVEITIN Rými úr
Keflavík mun halda útgáfutón-
leika á Gauki á Stöng í kvöld,
þriðjudagskvöld, klukkan 21.
Enginn aðgangseyrir er að tón-
leikunum. Hljómsveitin, ásamt
öllum gestahljóðfæraleikurun-
um sem við sögu komu, mun
leika öll lögin af nýútkominni
plötu sinni, Unity, for the first
time.
Keflavík
RÆÐA fulltrúa nýstúdenta við
skólaslit Fjölbrautaskóla Suð-
urnesja síðastliðinn laugardag
vakti mikla kátínu við athöfnina,
ekki einungis meðal samnemenda
hennar, heldur allra viðstaddra og
verður eflaust lengi í minnum höfð.
Unnur Svava Sverrisdóttir flutti
meðal annars eftirfarandi ljóða-
brot við þetta tækifæri og kennir
við Suðurnes:
Nú hugsum við tærar
okkar máttur er mennt
allar leiðir færar
því nú erum við stúdent.
En eins og við vitum
sem hér fremst sitjum
þá stöndum við á krossgötum
í splunkunýjum fötum.
Höfum samt engar áhyggjur
vindurinn er hlýr
við stefnum öll í rétta átt
því við erum öll svo skýr.
(Unnur Svava Sverrisdóttir:
Heibabalúlasísmæbeibe.)
Unnur Svava átti lengi sæti í
nemendafélagi skólans og fékk við-
urkenningu fyrir störf sín í þágu
nemenda, ásamt Ellerti Hlöðvers-
syni og Bjarneyju Leu Guðmunds-
dóttur.
Dúx skólans að þessu sinni var
Einar Freyr Sigurðsson, nemandi á
eðlis- og náttúrufræðibraut, en
aðrir nemendur sem verðlaunaðir
voru fyrir góðan námsárangur eru
Hjördís Birna Hjartardóttir, Ellert
Hlöðversson, Andrea Mekkín Júl-
íusdóttir, Halla Tómasdóttir,
Harpa Flóventsdóttir, Linda Guð-
mundsdóttir, Ólöf Daðey Péturs-
dóttir, Sigrún Pétursdóttir, Sævar
Garðarsson og Haraldur Arnarson.
Þá fengu skiptinemarnir Roger Al-
berto Gonzalez Rueda og Timothy
Kinoch gjöf frá skólanum til minn-
ingar um dvöl sína á Íslandi.
Skólanum bárust góðar gjafir
Alls 74 nemendur voru útskrif-
aðir úr FS á laugardaginn, 54 stúd-
entar, 16 iðnnemar, einn vélstjóri,
einn af starfsnámsbraut og tveir
skiptinemar og komu þau frá öll-
um sveitarfélögunum á Suð-
urnesjum.
Að lokinni hefðbundinni útskrift-
arathöfn steig á svið fulltrúi frá 20
ára stúdentum og færði skólanum
peningagjöf til kaupa á búnaði fyr-
ir nýtt upplýsingakerfi í skólanum.
Einnig færðu nemendur í öld-
ungadeild skólanum sjónvarpstæki
til að tengja við tölvur.
Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir
Dúx Fjölbrautaskóla Suðurnesja bíður eftir því að Elísabet Karlsdóttir,
sviðsstjóri samfélagssviðs, afhendi honum verðlaun og viðurkenningar.
Eftirminnileg kveðju-
ræða nýstúdents
Keflavík