Morgunblaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 1
123. TBL. 90. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 28. MAÍ 2002 BÚIST er við að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins birti í dag til- lögur sínar um breytingar á sameig- inlegri sjávarútvegsstefnu ESB og hún áætlar að allt að 11% sjómanna í aðildarríkjunum, eða 28.000, missi atvinnuna á árunum 2003–2006. Gert er ráð fyrir því að fiskiskipaflotinn minnki um allt að 40%. Herve Gaymard, landbúnaðarráð- herra Frakklands, kvaðst í gær vera andvígur tillögunum. „Sjómenn eru ekki peð sem hægt er að fórna,“ sagði hann og bætti við að spænsk stjórnvöld væru sömu skoðunar. Samkvæmt tillögunum verða rík- isstyrkir vegna smíði fiskiskipa lagð- ir niður en greiðslur vegna úrelding- ar skipa verða hækkaðar, auk þess sem auknu fé verður varið til að hjálpa sjómönnum að finna nýja at- vinnu. Gert er ráð fyrir því að kostn- aðurinn verði tæpar 820 milljónir evra, andvirði 70 milljarða króna. Tillögurnar voru kynntar á fundi landbúnaðar- og sjávarútvegsráð- herra ESB-ríkja í Brussel í gær og verða líklega birtar formlega í dag. Endurskoðuð sjávarútvegsstefna sambandsins á að taka gildi í byrjun næsta árs. Suður-Evrópuríki leggjast gegn tillögunum Markmiðið er að vernda nokkra fiskstofna, sem eru í hættu vegna of- veiði, en tillögurnar hafa mætt and- stöðu í nokkrum ríkjum, sem þær koma harðast niður á, og búist er við að þau beiti sér gegn breytingunum á næstu mánuðum. Andstaðan er mest meðal helstu fiskveiðiþjóða Suður-Evrópu – Spánverja, Ítala, Portúgala og Grikkja – og á Írlandi. Fiskveiði- þjóðir í Norður-Evrópu eru hins vegar sagðar hafa meiri áhyggjur af ofveiði en auknu atvinnuleysi og minni tekjum. „Gagngerar umbætur bráðnauðsynlegar“ „Gagngerar umbætur eru bráð- nauðsynlegar,“ sagði Franz Fischl- er, sem fer með sjávarútvegsmál í framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins. „Sameiginlega sjávarút- vegsstefnan hefur ekki haft tilætluð áhrif. Of margir sjómenn eru um of fáa fiska.“ Fischler bætti við að ef fiskiskipa- flotinn væri fullnýttur yrði veiðin 30– 60% umfram það sem nokkrir fisk- stofnar þyldu. Framkvæmdastjórnin benti á að um 66.000 sjómenn í ESB-ríkjunum, eða um 22%, misstu vinnuna á ár- unum 1990–98. Samþykkt var á leiðtogafundi Evrópusambandsins í Gautaborg fyrir tæpu ári að nauðsynlegt væri að endurskoða sjávarútvegsstefn- una. Tillögur um breytingar á sjávarútvegsstefnu ESB Sjómönnum fækkar um allt að 28.000 Brussel. AFP. Frakkar leggjast gegn tillögum framkvæmda- stjórnarinnar PERVEZ Musharraf, forseti Pakist- ans, sagði í gær að Pakistanar myndu ekki hefja stríð við Indverja en kvaðst ætla að halda áfram að styðja „frelsis- baráttu“ múslíma í indverska hluta Kasmír. Hann varaði við því að enn væri hætta á styrjöld milli ríkjanna. Musharraf sagði í sjónvarps- ávarpi til þjóðarinnar að Pakistanar hefðu gert „djarfmannlegar ráðstaf- anir“ til að binda enda á árásir her- skárra múslíma í indverska hluta Kasmír frá Pakistan. Hann kvaðst meðal annars hafa bannað fimm ísl- amskar hreyfingar sem hafa staðið fyrir árásum í Kasmír. „En eitt vil ég taka skýrt fram,“ bætti Musharraf við. „Frelsisbarátt- an í hernumda hluta Kasmír heldur áfram og ekki er hægt að draga Pak- istana til ábyrgðar fyrir aðgerðir gegn harðstjórn og kúgun Indverja.“ Musharraf kenndi Indverjum um átökin sem geisað hafa við landa- mæri ríkjanna síðustu daga og sagði þá hafa magnað spennuna með því að saka Pakistana um að bera ábyrgð á hryðjuverkum á Indlandi. Þeir sem gerðu tvær af mannskæð- ustu árásunum á Indlandi hefðu einnig framið hryðjuverk í Pakistan, vildu grafa undan þarlendum stjórn- völdum og „magna spennuna eins og mögulegt er“. Musharraf sagði að Pakistanar myndu ekki hefja allsherjarstríð við Indverja. „En ef við drögumst inn í styrjöld mun sérhver múslími berj- ast til síðasta blóðdropa.“ Indverjar „bálreiðir“ Indverska stjórnin kvaðst ætla að svara ræðu Musharrafs í dag. Að- stoðarutanríkisráðherra hennar, Omar Abdullah, sagði að Indverjar væru „bálreiðir“ vegna ræðunnar, einkum vegna ummæla Musharrafs um að ríki heims þyrftu að „taka eft- ir grimmdarverkum öfgamanna og hryðjuverkamanna úr röðum hindúa í Kasmír“. Abdullah sagði að hindúar hefðu ekki framið nein hryðjuverk í Kasmír. Pakistanar hafa samþykkt tillögu Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta um að Musharraf og Atal Bihari Vajpayee, forsætisráðherra Ind- lands, efni til friðarviðræðna í Kas- akstan í byrjun júní þegar þeir sitja þar ráðstefnu samstarfsráðs Asíu- ríkja. Indverjar segjast ekki ljá máls á slíkum fundi fyrr en árásunum yfir landamærin linni. Pervez Musharraf Musharraf ávarpar þjóð sína Segir Pakistan ekki ætla að hefja styrjöld Íslamabad. AP, AFP. TVEIR Ísraelar, eins og hálfs árs barn og 38 ára kona, biðu bana í sjálfsmorðsárás Palestínumanns í verslanamiðstöð í bænum Petah Tiqvah, nálægt Tel Aviv, í gær. Meira en 20 aðrir særðust, nokkrir alvarlega. Palestínumaðurinn kom frá bænum Qalqilya á Vesturbakkan- um, 10 km frá Petah Tiqvah. Nokkrum klukkustundum fyrir sprengjuárásina hafði Ísraelsher hætt sólarhrings leit að hryðju- verkamönnum í Qalqilya. Talið er að palestínskir tilræðismenn hafi oft farið um bæinn til að gera árásir í Ísrael. Al-Aqsa herdeildirnar, sem tengjast Fatah-hreyfingu Arafats, lýstu tilræðinu á hendur sér. Reuters Björgunarmenn færa Ísraela, sem var í mikilli geðshræringu, út úr verslanamiðstöð nálægt Tel Aviv eftir sprengjutilræði í gær. Tilræði kostar tvo Ísraela lífið Petah Tiqvah. AFP.  Ísraelsher/22 GEORGE W. Bush Bandaríkja- forseti tengdi saman herförina gegn hryðjuverkamönnum og bar- áttuna við þýska nasista í síðari heimsstyrjöldinni í ræðu sem hann flutti á strönd Normandí þar sem bandarískir hermenn gengu á land í innrásinni í Frakkland í júní 1944. Íbúar Sainte-Mere-Eglise, fyrsta bæjarins sem bandarískir hermenn frelsuðu, fagna hér Bush áður en hann sótti messu í bæn- um. „Hér stöndum við í dag á staðn- um þar sem Nýi heimurinn kom aftur til að frelsa Gamla heiminn,“ sagði Bush í bandarískum kirkju- garði í Colleville-sur-Mer þar sem um 9.400 Bandaríkjamenn, sem biðu bana í síðari heimsstyrjöld- inni, voru grafnir. „Öryggishags- munir okkar tengjast enn í banda- lagi yfir Atlantshafið, með hermenn sem verja nú heiminn gegn hryðjuverkamönnum.“ Bush hélt síðar um daginn til Rómar þar sem hann situr leið- togafund Atlantshafsbandalagsins og Rússlands í dag. Hann hyggst einnig heimsækja Jóhannes Pál páfa í Páfagarði. Reuters Bush fagnað í Normandí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.