Morgunblaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 34
UMRÆÐAN 34 ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Þ að er enn bjart þegar ég hrekk upp. Eða farið að birta aftur. Fannst í draumnum sem ég væri um borð í bát sem siglir inn sundin blá, ljóshærð kona stendur sigri hrós- andi í stafni, rauðklæddar flug- freyjur syngja sigursöngva á er- lendu tungumáli á þilfarinu; ég skil ekki orð. Sé mann á rauðum búningi sem situr við tölvuborð uppi á hamrinum, einn síns liðs, og rek síðan augun í stóran mann á bláum fötum sem leiðir lítinn mann í grænu dressi neðst í voginum, um leið og við hverf- um inn í Geldinganesið, grjót- námsmegin. Það er hljóðbært þarna inni. Fótboltasöngvar óma; hlýtur að vera leikur í Mos- fellsbænum. Sé ekki betur en blár maður og annar grænn norðan úr landi sitji á skrafi. Heyrist Oddur kalla á þá; reiður. Þá fer að líða að lokum þessar útsendingar, segir þreytulegur þulur. Ég hlýt að hafa sofnað góða stund. Hver skyldu úrslitin hafa orðið? Man síðast eftir mér er Lettland hafði naumt forskot á Frakkland. Dreymdi svo að Zidane tognaði í læri þegar hann söng viðlagið í síðasta skipti. Þetta var æsispennandi, því getur enginn neitað. Örfá lokaorð frá hverju og einu, herrar mínir og frú. Frá vinstri til hægri, segir sá þreytu- legi. Bergur, gjörðu svo vel. „Ég vil byrja á því að þakka þeim fjölmörgu sem unnu að framboði okkar með einum eða öðrum hætti. Við höfðum ekki mikinn tíma og litla peninga, auglýstum lítið sem ekkert og var yfirleitt mein- aður aðgangur að fjölmiðlum, en strax eftir að við ákváðum að bjóða fram fundum við fyrir miklum stuðningi hvarvetna. Og þó svo útkoman væri ekki fyllilega í samræmi við vænt- ingar okkar get ég engan veginn fallist á það, sem hér var sagt, að kjósendur hafi hafnað okkur. Ég neita að játa mig sigraðan. Á því leikur nefnilega enginn vafi að við erum hinir raunverulegu sig- urvegarar þessara kosninga. Það sem mestu máli skiptir er að baráttumál okkar, sem lítinn hljómgrunn höfðu fengið þar til við kynntum okkar stefnuskrá, rötuðu meira og minna inn í kosningaloforð hinna framboð- anna og það er vitaskuld fyrir mestu að málefnin komist á dag- skrá.“ Þá ert það þú, Emilio. „Ég vil byrja á því að þakka þeim fjölmörgu sem unnu að framboði okkar með einum eða öðrum hætti. Við höfðum ekki mikinn tíma og litla peninga, auglýstum lítið sem ekkert og var yfirleitt mein- aður aðgangur að fjölmiðlum, en strax eftir að við ákváðum að bjóða fram fundum við fyrir miklum stuðningi hvarvetna. Og þó svo útkoman væri ekki fyllilega í samræmi við vænt- ingar okkar get ég engan veginn fallist á það, sem hér var sagt, að kjósendur hafi hafnað okkur. Ég neita að játa mig sigraðan. Á því leikur nefnilega enginn vafi að við erum hinir raunverulegu sig- urvegarar þessara kosninga. Það sem mestu máli skiptir er að baráttumál okkar, sem lítinn hljómgrunn höfðu fengið þar til við kynntum okkar stefnuskrá, rötuðu meira og minna inn í kosningaloforð hinna framboð- anna og það er vitaskuld fyrir mestu að málefnin komist á dag- skrá, ekki hver vinnur að þeim. Við erum jú öll að berjast af hug- sjón fyrir bættu samfélagi.“ Þú ert næst María, gjössovel: „Ég vil byrja á því að þakka þeim fjölmörgu sem unnu að framboði okkar með einum eða öðrum hætti. Við höfðum ekki mikinn tíma og litla peninga, auglýstum lítið sem ekkert og var yfirleitt mein- aður aðgangur að fjölmiðlum, en strax eftir að við ákváðum að bjóða fram fundum við fyrir miklum stuðningi hvarvetna. Og þó svo útkoman væri ekki fyllilega í samræmi við vænt- ingar okkar get ég engan veginn fallist á það, sem hér var sagt, að kjósendur hafi hafnað okkur. Ég neita að játa mig sigraða. Á því leikur nefnilega enginn vafi að við erum hinir raunverulegu sig- urvegarar þessara kosninga. Það sem mestu máli skiptir er að baráttumál okkar, sem lítinn hljómgrunn höfðu fengið þar til við kynntum okkar stefnuskrá, rötuðu meira og minna inn í kosningaloforð hinna framboð- anna og það er vitaskuld fyrir mestu að málefnin komist á dag- skrá.“ Og þú átt lokaorðin, Samúel: „Ég vil byrja á því að þakka þeim fjölmörgu sem unnu að framboði okkar með einum eða öðrum hætti. Við höfðum ekki mikinn tíma og litla peninga, auglýstum lítið sem ekkert og var yfirleitt mein- aður aðgangur að fjölmiðlum, en strax eftir að við ákváðum að bjóða fram fundum við fyrir miklum stuðningi hvarvetna. Og þó svo útkoman væri ekki fyllilega í samræmi við vænt- ingar okkar get ég engan vegin fallist á það, sem hér var sagt, að kjósendur hafi hafnað okkur. Ég neita að játa mig sigraðan. Á því leikur nefnilega enginn vafi að við erum hinir raunverulegu sig- urvegarar þessara kosninga. Það sem mestu máli skiptir er að baráttumál okkar, sem lítinn hljómgrunn höfðu fengið þar til við kynntum okkar stefnuskrá, rötuðu meira og minna inn í kosningaloforð hinna framboð- anna og það er vitaskuld fyrir mestu að málefnin komist á dag- skrá.“ Ég hlýt að hafa dottað aftur. Eða er mig ekki annars að dreyma? Hví þessi höfuðverkur? Heyri svo í sjálfum mér eins og í fjarska: „Nei, kona góð. Ég neita því að hafa sofnað. Og þessar tómu flöskur eru ekki eftir mig. Ég neita þeim áróðri. En ég neita því ekki að ég er að íhuga framboð í næstu kosningum.“ Neitenda- samtökin Þó svo útkoman væri ekki fyllilega í samræmi við væntingar okkar neita ég því að kjósendur hafi hafnað okkur. Við erum þvert á móti hinir raunverulegu sigurvegarar þessara kosninga… VIÐHORF Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is ENGUM blandast hugur um að heilbrigð- ur munnur skipti miklu máli. Munnurinn er ekki aðeins efsti hluti meltingarvegar- ins heldur fer fjöldi tjáskipta um munninn til dæmis þegar við töl- um, syngjum, kyssum, hlæjum eða grátum. Okkur nægir því ekki að vera laus við sárs- auka og óþægindi frá munninum heldur vilj- um við líka að hann sé aðlaðandi, eða að minnsta kosti ekki frá- hrindandi þegar kem- ur að mannlegum samskiptum. Í umræðum undanfarinna vikna um kostnað og einkarekstur í heilbrigð- isþjónustu hefur þessi mikilvægi lík- amshluti að mestu gleymst. Ástæð- an er líklega sú að meðferð og varnir sjúkdóma í munni tilheyra að mestu sérstökum geira heilbrigðis- þjónustunnar, tannlækningum, sem alla tíð hefur staðið nokkuð til hliðar í hinu almenna heilbrigðiskerfi. Með hverjum deginum verður ljósara að fyrir því eru engin heilsufarsleg rök, einungis fjárhagsleg og pólitísk. Hafa sjúkdómar í munni áhrif á almennt heilsufar? Það hefur verið vitað lengi að ýmsir sjúkdómar hafa áhrif á munn- heilsuna. Sem dæmi um slíka sjúk- dóma má nefna sykursýki og eyðni. Einnig er rétt að benda á að sum al- geng lyf valda munnþurrki sem stuðlar að tannskemmdum, og enn önnur hafa áhrif til hins verra á tannhold og tannholdsbólgu. Lengi var óttast að sýkingar frá munni gætu verið orsök sjúkdóma svo sem liðagigtar, botnlangabólgu og jafn- vel magasárs. Vegna slíkra kenn- inga var oft gripið til heiftarlegra ráða við tannsjúkdómum, svo sem þeim að fjarlægja allar tennur sjúklings- ins í „fyrirbyggjandi“ skini. Eftir tilkomu sýklalyfjanna hvarf þessi ótti að mestu enda tókst ekki að finna sannanir fyrir þessum kenningum, nema að því er varðar vissar sýkingar sem tengjast hjartasjúk- dómum. Upp á síðkast- ið hafa hins vegar birst í fræðiritum, bæði austan hafs og vestan, niðurstöður rannsókna þar sem bent er á mikilvægi góðrar munn- heilsu fyrir almennt heilsufar. Þann- ig benda nú sterkar líkur til að kenningar forfeðra okkar, sem lítill gaumur hefur verið gefinn í marga áratugi, eigi við nokkur rök að styðjast. Sýnt hefur verið fram á tengsl tannholdsbólgu við ákveðna hjartasjúkdóma svo sem kransæða- stíflu. Einnig hefur komið í ljós að meiri líkur virðast á fyrirburafæð- ingum, að minnsta kosti í sumum þjóðfélögum, hjá mæðrum sem hafa tannholdsbólgu heldur en hinum sem hafa heilbrigt tannhold. Þessi upptalning getur orðið mun lengri en ekki ástæða til á þessum vett- vangi. Munnsjúkdómar í heilbrigðiskerfinu Um það er samstaða í þjóðfélag- inu að sameiginlegir sjóðir okkar standi að verulegu leyti straum af kostnaði við heilbrigðiskerfið. Við státum af því að bjóða þegnunum bestu lækningu sem völ er á þegar sjúkdóma ber að höndum. Þegar kemur að munnsjúkdómum er þessu á annan veg farið, því að fjöldi fólks hefur ekki fjárhagslegt bolmagn til þess að halda tönnum og tannholdi í lagi þar sem einungis lítill hluti tannlæknakostnaðar er greiddur af tryggingakerfinu. Enn verra er, að á síðasta áratug hafa framlög hins opinbera til tannlækninga barna, ellilífeyrisþega og öryrkja stöðugt dregist saman. Nú er svo komið að endurgreiðsla sjúkratrygginga vegna tannlækninga barna og ung- linga er með þeim hætti að efna- minni fjölskyldur hafa vart ráð á því að börnin þeirra fái ásættanlega tannlæknisþjónustu. Þetta er í and- stöðu við réttlætiskennd okkar og hugmyndir um heilbrigði. Í ljósi ný- legra vísinda um tengsl munnsjúk- dóma við alvarlega lífshótandi sjúk- dóma er málið enn alvarlegra. Það er því tímabært að endurskoða frá grunni þátttöku hins opinbera í kostnaði vegna tannlækninga. Það er óásættanlegt í velferðarþjóð- félagi okkar að meðferð sjúkdóma í mikilvægum líkamshluta eins og munninum sé að verulegu leyti und- anþegin samfélagslegri ábyrgð. Munnheilsa Þórarinn J. Sigurðsson Höfundur er tannlæknir og deildarforseti heilbrigðisdeildar Háskólans á Akureyri. Tannvernd Endurgreiðsla sjúkra- trygginga vegna tann- lækninga barna og ung- linga er með þeim hætti, segir Þórarinn J. Sig- urðsson, að efnaminni fjölskyldur hafa vart ráð á því að börnin þeirra fái viðunandi tannlæknis- þjónustu. SÍÐUSTU daga hefur farið fram mikill fréttaflutningur hér í Moggan- um af framkvæmdum við uppbygg- ingu heilsumiðstöðvar í Laugardal. Frétta- flutningur allur er með þvílíkum ólíkindum að ekki er hægt að láta því ósvarað. Fyrirtæki mitt World Class hefur þurft að sitja undir ómerkilegum árásum á síðum blaðsins án þess að blaðamenn hafi haft fyrir því að leita eftir mínu áliti. Forsagan Það var árið 1986 sem ég kom fyrst fram með þá hugmynd að byggja heilsumiðstöð í tengslum við Laugardalslaug og kynnti þau áform þáverandi borgar- stjóra sem leist vel á hugmyndina. Þegar núverandi meirihluti tók við árið 1994 fór ég á fund Ingibjargar Sólrúnar og kynnti henni hugmynd- ina, ég hitti einnig fleiri borgarfull- trúa bæði úr meiri og minnihluta vegna málsins. Ég hef því allan þenn- an tíma borið hitann og þungann af þessu máli, útfært hugmyndir og unnið áætlun um uppbyggingu. Mér finnst eðlilegt að menn fái að njóta frumkvæðis síns í svona málum og vitna m.a. í ummæli borgarstjóra varðandi úthlutun lóðar til íslenskrar erfðagreiningar sem leitaði eftir til- tekinni lóð í Vatnsmýri og fékk þá lóð. ÍE þurfti meira að segja að greiða minna fyrir þá lóð en ég greiddi fyrir lóðina í Laugardal, án þess að það sé aðalatriði málsins. Fréttaflutningurinn af mínu máli hef- ur þó verið þannig að ætla mætti að ég hafi fengið lóðina á silfurfati og að brotinn hafi verið réttur á samkeppn- isaðilum mínum í málinu. Hið rétta er að borgaryfirvöld ákváðu að fara í könnunarviðræður við aðra aðila, en það má skilja frétta- flutning þannig að gróf- lega hafi verið brotið á rétti annarra til að koma að málinu. Hinn aðilinn sem leitað var til var varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins Ágústa Johnson, sem þá nýlega hafði samein- að sína stöð Mætti og hét á þeim tíma Hreyf- ing. Einnig er það und- arlegt sem Ágústa Johnson segir í morg- unblaðinu 15. maí síð- astliðinn að það hafi komið sér mjög á óvart þegar hún las það í fjöl- miðlum haustið 1999 að Reykjavík- urborg væri búin að skrifa undir viljayfirlýsingu um samstarf við mig þar sem hún var varaborgarfulltrúi og hafði þar af leiðandi aðgang að öll- um samþykktum borgarráðs á þeim tíma. Mér er ekki kunnugt um að Ágústa Johnson hafi haft sérstakar hug- myndir eða útfærslur, hvað þá fjár- hagslega burði til að takast á við verkefnið í Laugardal. Ómaklega vegið að Steinunni Í leiðara á fimmtudaginn gerir Morgunblaðið ummæli Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, borgarfull- trúa og formanns ÍTR, að umtalsefni. Reynt hefur verið að gera hennar málflutning tortryggilegan og talað um misvísandi orðalag. Steinunn tal- ar að sjálfsögðu fyrir sig sjálf og hef ég ekki getað lesið annað út úr henn- ar ummælum en að fullkomlega eðli- lega hafi verið að málum staðið. Mér finnst ómaklegt hvernig Morgun- blaðið hefur reynt að gera Steinunni að blóraböggli í málinu því satt best að segja kemur Steinunn málinu ekk- ert við. Fyrirtæki mitt hefur hins vegar mátt sæta afar neikvæðri umræðu á síðum Morgunblaðsins og undir því er ekki hægt að sitja. Ég hef fullan hug á því að byggja upp afar glæsi- lega heilsumiðstöð í Laugardal og hef metnað til að gera það vel. Ég vonast til að geta hér eftir sem hingað til haft gott samstarf við borgaryfirvöld um málið og innan fárra ára verði risin heilsumiðstöð í tengslum við nýja 50 metra yfirbyggða sundlaug sem Reykjavíkurborg hefur ákveðið að byggja. Aths. ritstj. Allar fréttir nema ein, sem Morg- unblaðið hefur birt um samninga um líkamsræktarstöð í Laugardal und- anfarna daga, hafa snúizt um máls- meðferðina í borgarkerfinu en ekki um fyrirtæki Björns Leifssonar, World Class, sem slíkt. Í einu tilviki var birt frétt af fyrirspurnum í borg- arstjórn um málefni annars fyrirtæk- is í eigu Björns, Lauga ehf., sem eru samningsaðili Reykjavíkurborgar vegna líkamsræktarstöðvarinnar. Í því tilfelli var leitað umsagnar Björns Leifssonar eins og vera bar og birtust ummæli hans í fréttinni. Að öðru leyti hafa fyrirspurnir blaðsins um þetta mál beinzt að stjórnsýslu borgarinn- ar og umræddur leiðari blaðsins snerist jafnframt um þann þátt máls- ins. Það hefur því ekki verið tilefni til að leita frekar álits Björns Leifsson- ar en gert var. Ekki fréttir Morgunblaðsins Björn Leifsson Fréttaflutningur Fréttaflutningur allur er með þvílíkum ólík- indum, segir Björn Leifsson, að ekki er hægt að láta því ósvarað. Höfundur er eigandi World Class heilsuræktar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.