Morgunblaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 16
LANDIÐ 16 ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÁRSREIKNINGUR Sveitarfé- lagsins Árborgar fyrir árið 2001 var samþykktur á fundi bæjarstjórnar nýverið. Á samstæðureikningi kem- ur fram að skatttekjur Árborgar námu 1.288 milljónum króna á árinu og aðrar tekjur stofnana 798 millj- ónum, samtals voru tekjur 2.013 milljónir. Rekstrarútgjöld námu 1.775 milljónum brúttó. Afgangur til að standa undir fjármagnskostn- aði, afborgunum lána og fram- kvæmdum nam kr. 312 milljónum króna. Að teknu tilliti til greiðslu- byrði lána og nettóvaxta af veltufé var afgangur til fjárfestinga og framkvæmda 149 milljónir. Saman- lögð nettófjárfesting nam 394 millj- ónum. Nettóskuldir jukust úr kr. 1.216 millj. árið 2000 í kr. 1.329 millj. án lífeyrisskuldbindinga. Þessar líf- eyrisskuldbindingar nema nú um kr. 503 millj. þannig að samtals námu nettóskuldir samstæðunnar kr. 1.832 millj. við árslok 2001. Milli áranna 2000 og 2001 jukust skatttekjur úr 1.095 milljónum í 1.288 milljónir og rekstrarútgjöld jukust úr 963 milljónum í 1.096 milljónir. Skatttekjur á hvern íbúa hækkuðu úr 187 þúsundum árið 2000 í 213 þúsund árið 2001 eða um 13,8%. Nettórekstrarútgjöld án fjármagnsliða hækkuðu á hvern íbúa úr 164 þúsundum í 181 þúsund eða um 10,2%. Hlutfall rekstrarút- gjalda af tekjum lækkaði úr 87,9% í 85,1%. Rekstrarafgangur hækkaði úr 12,1% í 14,9%. Árið 1999 nam sambærilegur afgangur 8,6%. Brúttófjárfesting fyrir 348 milljónir Á árinu 2001 nam brúttófjárfest- ing 348 milljónum króna. Frá árinu 1998 hefur verið fjárfest úr bæjar- sjóði fyrir 1.050 milljónir króna. Meginþungi framkvæmda hefur verið á sviði gatnagerðar, holræsa, vatnsveitu, umhverfismála og bygg- ingar leikskóla á Eyrarbakka og á Selfossi. Stærslu liðirnir 2001 eru vegna gatna- og holræsagerðar og vatnsveituframkvæmda fyrir alls 136 milljónir. Á móti komu tekjur gatnagerðar- og stofngjalda kr. 76 milljónir. Aðrir stórir fjárfestinga- liðir eru vegna fræðslumála, 90 milljónir, 30 milljónir vegna nýs leikskóla, breytingar við Sólvalla- skóla 24 milljónir, framlag til Fjöl- brautaskóla Suðurlands 22 milljón- ir. Fjárfest var í fasteignum fyrir 84 milljónir, lokið við Ráðhúsið fyrir 48 milljónir, keypt húsnæði félagsmið- stöðvar fyrir 29 milljónir og 7 millj- ónir vegna stækkunar slökkvistöðv- ar. Nettóskuldir 52,1% af skatttekjum Í greinargerð frá bæjarstjóra og fjármálastjóra segir m.a.: „Á árinu 1998 námu nettóskuldir bæjarsjóðs án lífeyrisskuldbindinga á hvern íbúa 44,7% af skatttekjum. Þær hækkuðu í 58,6% árið 1999 en lækk- uðu í 48,6% árið 2000. Við árslok 2001 var hlutfallið komið í 52,1% af skatttekjum á hvern íbúa eða um kr. 111 þús. Miðað við flest sveit- arfélög að svipaðri stærð og Árborg telst skuldastaða sveitarfélagsins mjög vel viðunandi.“ Ársreikningur Árborgar afgreiddur Skuldir á hvern íbúa nema 111 þúsund kr. Selfoss HÓPUR Frakka frá Bretagne er kominn til landsins undir forustu Jean Paul Dumont. Verða þeir á sjómannadaginn á Patreksfirði, þar sem afhent verður minnis- merki um samskipti frönsku skútusjómannanna við Patreks- firðinga, en þekktur franskur myndhöggvari, André Munier, er þegar kominn þangað, og er að vinna minnismerkið. Í dag þriðjudag mun Jean Paul Dumont afhenda bæjarstjóra í Grundarfirði mynd af tveimur skútum útgerðarmannsins Al- lenous, sem reyndi að koma þar upp franskri þurrkstöð 1858, sem sögur fara af, en nýlega hafa af- komendur Allenous efnt til ætt- armóts í Paimpol, þar sem Björgu Ágústsdóttur bæjarstjóra var boðið til samkomu í Ráðhúsinu, sem Allenou þessi byggði upphaf- lega. Á fimmtudag mun allur hópur- inn, alls 18 manns, verða kominn til Patreksfjarðar, sem bæirnir Binic og Dahouet höfðu á tímum Fransmanna einkum mikil sam- skipti við og hafa þeir tekið upp vinabæjarsamskipti nú á seinni árum. Í hópnum eru 10 hljóðfæra- leikarar frá Bretagne, Les Cap- ars, sem munu leika á sjómanna- daginn og e.t.v. víðar á eftir. Jean Pol Dumont le Douacek er forseti félagsskaparins Les Goal- ettes Blanches, Association des Ouvres de la Mer (Hvítu gólett- urnar) í Binic og París. Hann er afkomandi Maríu Carfantan Verry í Binic, sem kölluð var Þruman og sagt er frá í bókinni Fransí Biskví. Hann kom til Ís- lands 1982 ásamt konu sinni í leit að sögu ættar sinnar og fann þá tengslin og gögn á Patreksfirði. Skrifaði þá bók um ættina, La Saga des Verry Carfantan, og setti upp safn um tíma skútuút- gerðarinnar í Binic í húsi sínu þar. Minnismerki franskra sæfarenda Listamaðurinn André Meunier er á Patreksfirði, þar sem hann er að höggva tveggja metra hátt minnismerki til heiðurs frönskum sæfarendum við Patreksfjörð. Minnismerkið á að tákna stefni á skipi sem brunar á öldum, en stefnið endar í kvenímynd og þar aftan við eiga að breiðast út þanin seglin. Steinninn er úr basalti og mastrið úr ryðfríum málmi. Myndhöggvarinn Patrick Henry Stein hefur hlotið alþjóðlega við- urkenningu í ýmsum löndum. Ný- lega afhenti tískukóngurinn Pierre Cardin honum verðlaun úr Charles-Oumont sjóðnum, sem eru mjög virt listaverðlaun. Minn- ismerkið verður afhjúpað á sjó- mannadaginn á Patreksfirði. Franskra Ís- landssjómanna verður minnst Patreksfjörður VERKMENNTASKÓLA Austur- lands í Neskaupstað var slitið við hátíðlega athöfn í Egilsbúð föstu- daginn 24. maí. Að þessu sinni út- skrifuðust 46 nemendur frá skól- anum, þrettán af stúdentsbraut, sex af iðnbraut, tveir af sjúkraliða- braut, einn af starfsbraut, átján af skrifstofubraut og 6 luku iðn- meistaranámi. Um 200 nemendur stunduðu nám á hvorri önn við skólann í vetur. Skólameistari þetta skólaár var Jóhann G. Stephensen en Helgi Steinson skólameistari Verk- menntaskólans er í ársleyfi. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Útskriftarnemendur Verkmenntaskóla Austurlands ásamt skólameistara. Skólaslit Verkmennta- skóla Austurlands Neskaupstaður FYRIR skömmu vígði Valur Valsson bankastjóri Íslandsbanka nýtt mynd- listarverk í Hvalasafninu á Húsavík. Listaverkið er eftir Sigurð Hallmars- son og er 20 metrar að lengd, það sýnir fjallasýn við Skjálfanda og er bakgrunnur í skemmtilegri uppsetn- ingu sýningargripa, þar sem fjaran er í forgrunni með tilheyrandi reka og í loftinu hanga beinagrindur hinna ýmsu hvalategunda. Ásbjörn Björgvinsson forstöðu- maður Hvalamiðstöðvarinnar flutti stutta ræðu við þetta tækifæri að við- stöddu fjölmenni og þakkaði hann listamanninum fyrir verkið sem tók hann um tvo mánuði að vinna og Fræðslunefnd Húsavíkur og Íslands- banka fyrir þann stuðning sem veitt- ur var til að þetta listaverk yrði að veruleika. Sigurður Hallmarsson hefur senni- lega málað Kinnarfjöllin oftar en nokkur annar listmálari. Þessi mynd er þó langstærst í þeirra hópi. Mynd- in sýnir eins og áður segir fjallasýn við Skjálfanda með flóann í forgrunni. „Þetta er sá sjóndeildarhringur sem ég hafði í uppvexti mínum á Stang- arbakkanum. Þarna sjást fjöllin alveg frá Þóroddstaðarfjalli í Köldukinn og út á Flateyjardal,“ sagði Sigurður. Fyrirhugað er að opna Hvalamið- stöðina formlega 15. júní nk. í þessu nýja húsnæði sem á árum áður hýsti slátur- og frystihús Kaupfélags Þing- eyinga. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Listaverkið er bakgrunnur í skemmtilegri uppsetningu sýningargripa í safninu. 20 metra listaverk vígt Húsavík NEMENDUR 1. bekkjar grunn- skóla Ólafsvíkur brugðu undir sig betri fætinum og fóru í kynning- arferð á fiskmarkað Breiðafjarðar í Ólafsvík ásamt kennara sínum, Rán Kristinsdóttur. Nemendur voru yfir sig hrifnir að sjá alla fiskana sem þar voru á boðstólum. Fannar Baldursson, starfs- maður á fiskmarkaðnum, lýsti fyrir þeim lfnaðarháttum fiskanna. Börnin voru vel að sér um nöfn fiskanna, enda alin upp í sjávarplássi. Morgunblaðið/Alfons Fannar Baldursson sýnir krökkunum fisk. Börnin skoðuðu fiskmarkaðinn Ólafsvík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.