Morgunblaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 16
LANDIÐ
16 ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ÁRSREIKNINGUR Sveitarfé-
lagsins Árborgar fyrir árið 2001 var
samþykktur á fundi bæjarstjórnar
nýverið. Á samstæðureikningi kem-
ur fram að skatttekjur Árborgar
námu 1.288 milljónum króna á árinu
og aðrar tekjur stofnana 798 millj-
ónum, samtals voru tekjur 2.013
milljónir. Rekstrarútgjöld námu
1.775 milljónum brúttó. Afgangur
til að standa undir fjármagnskostn-
aði, afborgunum lána og fram-
kvæmdum nam kr. 312 milljónum
króna. Að teknu tilliti til greiðslu-
byrði lána og nettóvaxta af veltufé
var afgangur til fjárfestinga og
framkvæmda 149 milljónir. Saman-
lögð nettófjárfesting nam 394 millj-
ónum.
Nettóskuldir jukust úr kr. 1.216
millj. árið 2000 í kr. 1.329 millj. án
lífeyrisskuldbindinga. Þessar líf-
eyrisskuldbindingar nema nú um
kr. 503 millj. þannig að samtals
námu nettóskuldir samstæðunnar
kr. 1.832 millj. við árslok 2001.
Milli áranna 2000 og 2001 jukust
skatttekjur úr 1.095 milljónum í
1.288 milljónir og rekstrarútgjöld
jukust úr 963 milljónum í 1.096
milljónir. Skatttekjur á hvern íbúa
hækkuðu úr 187 þúsundum árið
2000 í 213 þúsund árið 2001 eða um
13,8%. Nettórekstrarútgjöld án
fjármagnsliða hækkuðu á hvern
íbúa úr 164 þúsundum í 181 þúsund
eða um 10,2%. Hlutfall rekstrarút-
gjalda af tekjum lækkaði úr 87,9% í
85,1%. Rekstrarafgangur hækkaði
úr 12,1% í 14,9%. Árið 1999 nam
sambærilegur afgangur 8,6%.
Brúttófjárfesting
fyrir 348 milljónir
Á árinu 2001 nam brúttófjárfest-
ing 348 milljónum króna. Frá árinu
1998 hefur verið fjárfest úr bæjar-
sjóði fyrir 1.050 milljónir króna.
Meginþungi framkvæmda hefur
verið á sviði gatnagerðar, holræsa,
vatnsveitu, umhverfismála og bygg-
ingar leikskóla á Eyrarbakka og á
Selfossi. Stærslu liðirnir 2001 eru
vegna gatna- og holræsagerðar og
vatnsveituframkvæmda fyrir alls
136 milljónir. Á móti komu tekjur
gatnagerðar- og stofngjalda kr. 76
milljónir. Aðrir stórir fjárfestinga-
liðir eru vegna fræðslumála, 90
milljónir, 30 milljónir vegna nýs
leikskóla, breytingar við Sólvalla-
skóla 24 milljónir, framlag til Fjöl-
brautaskóla Suðurlands 22 milljón-
ir. Fjárfest var í fasteignum fyrir 84
milljónir, lokið við Ráðhúsið fyrir 48
milljónir, keypt húsnæði félagsmið-
stöðvar fyrir 29 milljónir og 7 millj-
ónir vegna stækkunar slökkvistöðv-
ar.
Nettóskuldir 52,1%
af skatttekjum
Í greinargerð frá bæjarstjóra og
fjármálastjóra segir m.a.: „Á árinu
1998 námu nettóskuldir bæjarsjóðs
án lífeyrisskuldbindinga á hvern
íbúa 44,7% af skatttekjum. Þær
hækkuðu í 58,6% árið 1999 en lækk-
uðu í 48,6% árið 2000. Við árslok
2001 var hlutfallið komið í 52,1% af
skatttekjum á hvern íbúa eða um
kr. 111 þús. Miðað við flest sveit-
arfélög að svipaðri stærð og Árborg
telst skuldastaða sveitarfélagsins
mjög vel viðunandi.“
Ársreikningur Árborgar afgreiddur
Skuldir á hvern íbúa
nema 111 þúsund kr.
Selfoss
HÓPUR Frakka frá Bretagne er
kominn til landsins undir forustu
Jean Paul Dumont. Verða þeir á
sjómannadaginn á Patreksfirði,
þar sem afhent verður minnis-
merki um samskipti frönsku
skútusjómannanna við Patreks-
firðinga, en þekktur franskur
myndhöggvari, André Munier, er
þegar kominn þangað, og er að
vinna minnismerkið.
Í dag þriðjudag mun Jean Paul
Dumont afhenda bæjarstjóra í
Grundarfirði mynd af tveimur
skútum útgerðarmannsins Al-
lenous, sem reyndi að koma þar
upp franskri þurrkstöð 1858, sem
sögur fara af, en nýlega hafa af-
komendur Allenous efnt til ætt-
armóts í Paimpol, þar sem Björgu
Ágústsdóttur bæjarstjóra var
boðið til samkomu í Ráðhúsinu,
sem Allenou þessi byggði upphaf-
lega.
Á fimmtudag mun allur hópur-
inn, alls 18 manns, verða kominn
til Patreksfjarðar, sem bæirnir
Binic og Dahouet höfðu á tímum
Fransmanna einkum mikil sam-
skipti við og hafa þeir tekið upp
vinabæjarsamskipti nú á seinni
árum. Í hópnum eru 10 hljóðfæra-
leikarar frá Bretagne, Les Cap-
ars, sem munu leika á sjómanna-
daginn og e.t.v. víðar á eftir.
Jean Pol Dumont le Douacek er
forseti félagsskaparins Les Goal-
ettes Blanches, Association des
Ouvres de la Mer (Hvítu gólett-
urnar) í Binic og París. Hann er
afkomandi Maríu Carfantan
Verry í Binic, sem kölluð var
Þruman og sagt er frá í bókinni
Fransí Biskví. Hann kom til Ís-
lands 1982 ásamt konu sinni í leit
að sögu ættar sinnar og fann þá
tengslin og gögn á Patreksfirði.
Skrifaði þá bók um ættina, La
Saga des Verry Carfantan, og
setti upp safn um tíma skútuút-
gerðarinnar í Binic í húsi sínu þar.
Minnismerki franskra
sæfarenda
Listamaðurinn André Meunier
er á Patreksfirði, þar sem hann er
að höggva tveggja metra hátt
minnismerki til heiðurs frönskum
sæfarendum við Patreksfjörð.
Minnismerkið á að tákna stefni á
skipi sem brunar á öldum, en
stefnið endar í kvenímynd og þar
aftan við eiga að breiðast út þanin
seglin. Steinninn er úr basalti og
mastrið úr ryðfríum málmi.
Myndhöggvarinn Patrick Henry
Stein hefur hlotið alþjóðlega við-
urkenningu í ýmsum löndum. Ný-
lega afhenti tískukóngurinn
Pierre Cardin honum verðlaun úr
Charles-Oumont sjóðnum, sem
eru mjög virt listaverðlaun. Minn-
ismerkið verður afhjúpað á sjó-
mannadaginn á Patreksfirði.
Franskra Ís-
landssjómanna
verður minnst
Patreksfjörður
VERKMENNTASKÓLA Austur-
lands í Neskaupstað var slitið við
hátíðlega athöfn í Egilsbúð föstu-
daginn 24. maí. Að þessu sinni út-
skrifuðust 46 nemendur frá skól-
anum, þrettán af stúdentsbraut,
sex af iðnbraut, tveir af sjúkraliða-
braut, einn af starfsbraut, átján af
skrifstofubraut og 6 luku iðn-
meistaranámi. Um 200 nemendur
stunduðu nám á hvorri önn við
skólann í vetur.
Skólameistari þetta skólaár var
Jóhann G. Stephensen en Helgi
Steinson skólameistari Verk-
menntaskólans er í ársleyfi.
Morgunblaðið/Ágúst Blöndal
Útskriftarnemendur Verkmenntaskóla Austurlands ásamt skólameistara.
Skólaslit Verkmennta-
skóla Austurlands
Neskaupstaður
FYRIR skömmu vígði Valur Valsson
bankastjóri Íslandsbanka nýtt mynd-
listarverk í Hvalasafninu á Húsavík.
Listaverkið er eftir Sigurð Hallmars-
son og er 20 metrar að lengd, það
sýnir fjallasýn við Skjálfanda og er
bakgrunnur í skemmtilegri uppsetn-
ingu sýningargripa, þar sem fjaran er
í forgrunni með tilheyrandi reka og í
loftinu hanga beinagrindur hinna
ýmsu hvalategunda.
Ásbjörn Björgvinsson forstöðu-
maður Hvalamiðstöðvarinnar flutti
stutta ræðu við þetta tækifæri að við-
stöddu fjölmenni og þakkaði hann
listamanninum fyrir verkið sem tók
hann um tvo mánuði að vinna og
Fræðslunefnd Húsavíkur og Íslands-
banka fyrir þann stuðning sem veitt-
ur var til að þetta listaverk yrði að
veruleika.
Sigurður Hallmarsson hefur senni-
lega málað Kinnarfjöllin oftar en
nokkur annar listmálari. Þessi mynd
er þó langstærst í þeirra hópi. Mynd-
in sýnir eins og áður segir fjallasýn
við Skjálfanda með flóann í forgrunni.
„Þetta er sá sjóndeildarhringur sem
ég hafði í uppvexti mínum á Stang-
arbakkanum. Þarna sjást fjöllin alveg
frá Þóroddstaðarfjalli í Köldukinn og
út á Flateyjardal,“ sagði Sigurður.
Fyrirhugað er að opna Hvalamið-
stöðina formlega 15. júní nk. í þessu
nýja húsnæði sem á árum áður hýsti
slátur- og frystihús Kaupfélags Þing-
eyinga.
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Listaverkið er bakgrunnur í skemmtilegri uppsetningu sýningargripa í safninu.
20 metra listaverk vígt
Húsavík
NEMENDUR 1. bekkjar grunn-
skóla Ólafsvíkur brugðu undir sig
betri fætinum og fóru í kynning-
arferð á fiskmarkað Breiðafjarðar
í Ólafsvík ásamt kennara sínum,
Rán Kristinsdóttur. Nemendur
voru yfir sig hrifnir að sjá alla
fiskana sem þar voru á boðstólum.
Fannar Baldursson, starfs-
maður á fiskmarkaðnum, lýsti
fyrir þeim lfnaðarháttum
fiskanna. Börnin voru vel að sér
um nöfn fiskanna, enda alin upp í
sjávarplássi.
Morgunblaðið/Alfons
Fannar Baldursson sýnir krökkunum fisk.
Börnin skoðuðu
fiskmarkaðinn
Ólafsvík