Morgunblaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 22
ERLENT 22 ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ BJÖRGUNARSTÖRF hófust í gær að nýju í Arkansas-fljótinu í aust- urhluta Oklahoma í Bandaríkj- unum en óttast er að 15–20 manns hafi farist þegar brú yfir fljótið brotnaði í tvennt og nokk- ur fjöldi bifreiða hrapaði í ána. Slysið varð þegar vöruflutn- ingaprammi sigldi á brúna, sem var í 180 metra hæð og hluti þjóðvegakerfisins í Oklahoma. Búið var að finna lík þriggja þeg- ar hafist var handa við að slæða fljótið í gær. Fimm manns var hins vegar bjargað á sunnudag og þau flutt á sjúkrahús. Talið er ólíklegt að nokkur finnist á lífi í bílunum, sem lentu í fljótinu en alls er talið að á bilinu tíu til tuttugu manns hafi farist. Brad Carson, þingmaður Oklahoma, á Bandaríkjaþingi sagði líklegt að það tæki um sex mánuði að gera við brúna. AP Prammi olli mannskæðu slysi ÍSRAELSHER réðst á ný inn í Betlehem í gærmorgun og handtók tugi manna sem grunaðir eru um að hafa tengsl við hryðjuverkahópa. Þetta var í annað skipti á sólarhring sem Ísraelsher fór inn í Betlehem. Herinn hefur enn bæinn Qalqilya í norðurhluta Vesturbakkans á valdi sínu og leitar þar að meintum hryðjuverkamönnum og umkringir einnig borgina Tulkarem. Herflokkar lokuðu svæðum í Betlehem, m.a. í nágrenni Fæðing- arkirkjunnar, og gengu hús úr húsi í bænum og nálægum flóttamanna- búðum. Margir þeirra sem hand- teknir voru í flóttamannabúðunum eru félagar í al-Aqsa frelsissamtök- unum, sem tengjast Fatah-samtök- um Yassers Arafats en al-Aqsa hef- ur oft staðið fyrir sjálfsmorðsárás- um gegn ísraelskum borgurum. Palestínumenn sögðu að Ísraelar hefðu handtekið Ahmed Moghrabi, leiðtoga al-Aqsa herdeildanna í Betlehem, en al-Aqsa hefur tengsl við Fatah-hreyfingu Arafats. Þá handtóku Ísraelar systur manns, sem myrti tvo Ísraela í sjálfsmorðs- árás í Jerúsalem 29. mars sl. Talsmenn Ísraelshers sögðu jafn- framt að bróðir Moghrabis, Ali Yo- ussef Ahmed Moghrabi, hefði verið handtekinn, sem og Mahmud Salem Salman Sarahna en mennirnir tveir eru sakaðir um að hafa skipulagt sjálfsmorðsárás sextán ára palest- ínskrar stúlku í Tel Aviv fyrir tæpri viku, en tveir Ísraelar biðu bana í árásinni. Koma í veg fyrir tvær sjálfs- morðsárásir á degi hverjum Aðgerðir Ísraela komu í kjölfar yfirlýsingar Shaul Mofaz, yfirmaður ísraelska heraflans, þess efnis að Ísraelar myndu hiklaust ráðast inn í byggðir Palestínumanna til að fyr- irbyggja sjálfsmorðsárásir. „Það er hugsanlegt að herinn neyðist til að fara dýpra [inn í byggðir Palest- ínumanna] ef núverandi viðbúnaður okkar nægir ekki til,“ sagði Mofaz á sunnudag. Sagði Binyamin Ben Eliezer, varnarmálaráðherra Ísraels, að ör- yggissveitum Ísraela tækist að koma í veg fyrir um 90% þeirra árása, sem skipulagðar væru. Á hverjum degi væru handteknir tveir Palestínumenn sem haft hefðu uppi áform um að efna til sjálfsmorðs- árásar. „Við vonumst til að þessar aðgerðir núna nái utan um tíu pró- sentin sem eftir standa,“ sagði hann. Ísraelsher aftur inn í Betlehem Leiðtogi al-Aqsa í Betlehem handtekinn Betlehem. AFP. SJÚKRAHÚSIÐ í Pyoksong í Norð- ur-Kóreu er aðeins sjúkrahús að nafninu til, því það getur ekki talist stofnun þar sem sjúkir menn fá læknismeðferð og hjúkrun. Á skurð- stofunni eru engin tæki til skurðað- gerða og rafmagnslaust getur orðið hvenær sem er. Sjúkrahúsið á engan sjúkrabíl og þar er hvorki rennandi vatn né upphitun. Ástandið er svo slæmt á sjúkra- húsinu að yfirlæknirinn, Ham Myong Su, hefur gert nokkuð sem harðlínukommúnistar Norður-Kór- eustjórnar hafa talið óhugsandi: beð- ið kapítalistana á Vesturlöndum um hjálp. Læknirinn útskýrði vanda sinn fyrir hópi þýskra þingmanna sem heimsóttu landið. „Mestu vandræðin verða þegar rafmagnið fer af í miðri skurðaðgerð,“ sagði hann. „Þá verð- um við að hætta.“ Vildu vera sjálfum sér nógir Það var aldrei ætlun kommúnista- flokks Norður-Kóreu að svona færi. Hann sagðist vera að byggja upp öfl- ugt ríki, sem væri sjálfu sér nógt um allt og þyrfti ekki aðstoð annarra. Þessi stefna var kölluð „juche“, eða „sjálfsbjörg“. Reist voru „juche“-minnismerki, til að mynda 150 m hár steinturn með rauðan kyndil sem gnæfir yfir mið- borg Pyongyang, höfuðborgar lands- ins. Stjórn Norður-Kóreu hefur neyðst til að endurskoða þessa stefnu vegna hungursneyðar og efnahagshruns. Eftir sjálfskapaða einangrun í mörg ár hefur stjórnin loksins viðurkennt það sem aðrir höfðu vitað lengi: mið- stýringar- og einangrunarstefna hennar hefur brugðist, hún getur ekki brauðfætt þjóðina sem þarf að- stoð erlendra ríkja til að lifa af. Þetta voru skilaboðin frá stjórn Suður-Kóreu þegar hún bauð þýsku þingmönnunum og jafnvel erlendum blaðamönnum – sem er enn óvenju- legra – að skoða niðurnítt sjúkrahús- ið í Pyoksong í héraðinu Suður- Hwanghae. Húsið var reist 1953, árið sem Kór- eustríðinu lauk með vopnahléssamn- ingi sem skipti Kóreuskaganum í tvö ríki, Norður- og Suður-Kóreu. Ríkin hafa ekki enn undirritað formlegan friðarsamning og herir þeirra eru með mikinn viðbúnað við landamær- in. Skortur á nánast öllum tækjum og lyfjum Sjúkrahúsið er með 21 deild, 170 starfsmenn og 220 sjúklinga, sem fá litla sem enga læknismeðferð vegna skorts á tækjum og lyfjum. Starfs- mennirnir segja að sjúkrahúsið skorti nánast allt: skurðlækninga- tæki, hjartarita, hlustunarpípur, blóðþrýstingsmæla, sárabindi, sýkla- lyf, vítamíntöflur, hormónalyf og sjúkrabíl. Rafmagnsskorturinn er brýnasta úrlausnarefnið. Sjúkrahúsið fær að- eins rafmagn í þrjár klukkustundir á dag á veturna og í eina klukkustund á sumrin. Sjúkrahúsið er ekki með nein neyðarrafal. Forseti héraðsstjórnar Suður- Hwanghae sagði að ástandið á öðrum sjúkrahúsum væri svipað. Hættu að dreifa matvælum Vandamál Norður-Kóreu hafa versnað eftir að herferðin gegn hryðjuverkastarfsemi í heiminum hófst í fyrra. Hjálparstofnanir segja að ríki, sem hafa styrkt hjálparstarf- ið í Norður-Kóreu, beini nú athygl- inni og aðstoðinni að Afganistan. Sameinuðu þjóðirnar sögðu í lok apríl að hætt yrði að dreifa matvæl- um til meira en milljónar barna og aldraðra í Norður-Kóreu vegna minni framlaga og óttast er að alvar- legur matvælaskortur verði í land- inu. Stjórnarerindrekar segja að stjórn Norður-Kóreu hafi minnkað hrísgrjónaskammta landsmanna um tæpan þriðjung. Vísbendingar um breytta stefnu Stjórnin í Pyongyang sagði í mars að hún myndi „lagfæra efnahagsleg- ar undirstöður“ landsins með því að heimila samstarf við erlend fyrirtæki og alþjóðlegar stofnanir. Mánuði síð- ar sagði stjórnin að hún myndi fagna heimsókn sendimanns Bandaríkja- stjórnar og vildi að því er virtist hefja á ný viðræður við Bandaríkin sem slitið var fyrir einu og hálfu ári. Þetta tilboð kom þrátt fyrir reiði stjórnarinnar í Pyongyang vegna stefnuræðu George W. Bush Banda- ríkjaforseta í janúar þegar hann lýsti því yfir að Norður-Kórea myndaði „öxul hins illa“ í heiminum ásamt Ír- an og Írak og stefndi að því að fram- leiða gereyðingarvopn. Norður-Kóreustjórn efndi einnig til viðræðna við Japani í apríl í fyrsta sinn í tvö ár. Stjórnarerindrekar segja að ýmis- legt fleira bendi til þess að stjórn Norður-Kóreu sé að breyta stefnu sinni og vilji binda enda á einangrun landsins. Í nýlegum sápuóperuþætti í ríkissjónvarpi Norður-Kóreu deildi ungur verkfræðingur við eldri starfs- félaga sinn um hvort fyrirtæki þeirra ætti að flytja inn erlendan vélbúnað. Eldri verkfræðingurinn rak áróður fyrir norður-kóreskum vélakosti en varð að láta undan og ungi verkfræð- ingurinn, sem taldi ekki að Norður- Kóreumenn væru sjálfum sér nógir, fékk vélar frá útlöndum. Bannhelgi rofin með hjálparbeiðni í N-Kóreu Pyoksong. AP. Reuters Skrautsýning í Pyongyang fyrir réttum mánuði. Af henni var ekki að ráða að neitt væri að í landinu. ÝMISLEGT bendir til að spádóm- ar, um að upptaka evrunnar í tólf löndum Evrópusambandsins myndi valda verðhækkunum, hafi ræst. Virðist sem margir eigendur verslana og veitingastaða hafi not- að myntbreytinguna um síðustu áramót sem skálkaskjól til að hækka vöruverð, þrátt fyrir að stjórnmálamenn hafi á sínum tíma heitið því að slíkt yrði ekki raunin. Í nýjasta tölublaði The Econom- ist er sagt frá því að þó að verð- bólga hafi verið nánast engin í Evrópulöndunum undanfarið eitt ár, þá hafa ýmsar vörur hækkað umtalsvert, og þá einkum eftir að evran var tekin í notkun um ára- mótin. Tekur blaðið dæmi um að verð á dagblöðum á Ítalíu hafi hækkað um u.þ.b. 18%, pastarétt- ur á veitingastað í Róm kosti nú 20% meira en hann gerði í fyrra og hið sama megi segja um grænmeti á útimörkuðum í París. Yfirmenn þýska seðlabankans halda því enn staðfastlega fram að upptaka evrunnar hafi, ef eitthvað er, stuðlað að lækkun vöruverðs. Hans Eichel fjármálaráðherra gekkst þó við því nýlega að líklega væri það rétt, að neytendur þyrftu nú að greiða öllu hærra verð fyrir tilteknar vörur og þjónustu. Hafa þýskir neytendur tekið upp á því að kalla evruna „teuro“ í staðinn fyrir „euro“ en orðið „teuro“ er afbökun á orðinu „teuer“ sem þýðir „dýrt“ á ís- lensku. Ekki einhlítt Myndin er þó síður en svo ein- föld, segir The Economist. Ekki sé um það að ræða að verðbólga hafi aukist sem einhverju nemi og í Frakklandi hefur vísitala neyslu- verðs þrátt fyrir allt staðið óhögg- uð frá því í janúar. Raunar er það svo að í Hollandi, Frakklandi og á Ítalíu fengust smásalar til að sam- þykkja að frysta vöruverð fyrstu mánuðina, sem evran væri í notk- un. Þá er hugsanlegt að þær vörur, sem sannarlega hafa hækkað í verði, hafi hækkað vegna árstíða- bundinna breytinga sem tengjast framleiðslu, framboði og eftir- spurn. Segja tölfræðingar að lengri tími þurfi að líða áður en hægt verði að leggja mat á hvaða verðbreytingar eigi sér sannarlega rætur í tækifærismennsku smá- sala. Spádómar um verð- hækkanir að rætast?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.