Morgunblaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Óskar GeorgJónsson fæddist í Reykjavík 2. janúar 1951. Hann lést af slysförum 19. maí síðastliðinn. Foreldr- ar hans eru Jón Sig- urður Ólafsson skrif- stofustjóri í félagsmálaráðu- neytinu, f. 7. okt. 1919, d. 5. ágúst 1984, og Guðríður Erna Ottesen Ósk- arsdóttir, f. 10. jan. 1924. Systur Óskars eru: 1) Ólöf Sigríður, f. 1. jan. 1950, gift Kjartani Gísla- syni. Þau eiga þrjú börn. 2) Herdís Þórunn, f. 11. jan 1952, gift Inga Jóni Sverrissyni. Þau eiga þrjú börn. 3) Halla Guðríður, f. 27. feb. 1957. Hún á eina dóttur. Óskar kvæntist Þórunni Hall- dóru Matthíasdóttur, íslensku- kennara í Valhúsaskóla. Foreldr- ar hennar eru Matthías Jónsson múrari og Þórunn Pálsdóttir. Börn þeirra eru: 1) Matthías Þór, cand. oecon., löggiltur endurskoð- andi, f. 7. maí 1975. 2) Jón Arnar háskólanemi, f. 11. maí 1980, unnusta Jóna Guðbjörg Árnadóttir. 3) Guð- rún menntaskóla- nemi, f. 20. nóv. 1984. 4) Þórunn, f. 24. des. 1989. Óskar ólst upp í Vesturbænum í Reykjavík. Hann varð stúdent frá eðl- isfræðideild MR 1971, hóf nám í lyfja- fræði við HÍ 1971 og lauk cand. pharm.- prófi frá DFH í Kaupmannahöfn 1976. Hann var yfirlyfjafræðingur í Apóteki Aust- urbæjar 1976–1989, yfirlyfjafræð- ingur í Borgar apóteki 1989–1999 og lyfsali í Lyfju, Kringlunni frá október 1999. Hann var gjaldkeri LfÍ 1990– 1994, í stjórn Fræðslusjóðs LfÍ 1995–2000, sat í útgáfunefnd nýs lyfjafræðingatals og var mjög virkur í starfi félagsins. Óskar verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Síðdegis á hvítasunnudag 19. maí bárust okkur þau hræðilegu tíðindi að fyrr um daginn hefði orðið um- ferðarslys skammt frá Kirkjubæjar- klaustri þar sem bróðir okkar og mágur, Óskar Georg Jónsson, slas- aðist svo alvarlega að hann lést skömmu síðar. Ferðir um Ísland voru eitt helsta áhugamál Óskars. Þegar slysið varð var Óskar á heimleið eftir að hafa látið gamlan draum sinn rætast, að komast á hæsta tind Íslands, Hvannadalshnjúk. Skömmu áður en hann lagði af stað í hina örlagaríku ferð hafði hann í flimtingum við systur sína og sagðist vilja sjá Hvannadalshnjúk áður en hann sæi hann síðar ofanfrá. Óskar var mikill útivistarmaður og náttúrubarn og ferðaðist víða. Þekking hans á Íslandi var mikil og undruðust margir samferðamenn hans þekkingu hans á örnefnum víða um land. Nöfn fjalla, dala, bæja og fjölmargra kennileita þekkti hann vel og kunni að tengja skemmtilega við menn og málefni. Fékk hann efalaust útivistarbakt- eríuna frá foreldrum sínum sem höfðu mikið yndi af útivist í náttúru Íslands. Minnumst við margra ferða með honum, einkum veiðiferða jafnt að sumri sem vetri, en silungs- og laxveiði voru meðal helstu áhuga- mála Óskars. Þingvallavatn var honum einkar kært en þar veiddi hann ungur sinn fyrsta fisk og er systrunum minn- isstæð gleði hans á þeirri stundu. Minnisstæðar eru einnig fjölmargar ferðir fjölskyldunnar til Þingvalla til dvalar í sumarbústað við vatnið. Oft- ast hafði Óskar veiðistöngina með- ferðis og veiddi gjarnan vel. Fyrir u.þ.b. tveimur árum veiddi Óskar einn stærsta fisk sem veiðst hefur í Þingvallavatni hin síðari ár, 18 punda urriða. Óskar var mikill fjölskyldumaður í hinni víðustu merkingu. Gott var að leita hjá honum ráða varðandi hin ólíkustu málefni. Honum var mjög umhugað um velferð og hag sinna nánustu og fylgdist grannt með þeim. Óskar byrjaði ungur að vinna, var fyrst sendill hjá versluninni Herjólfi og fór um vesturbæinn á hjóli með vörur til viðskiptavina. Síðar varð Óskar messagutti á Tungufossi og fór þá í sína fyrstu siglingu til út- landa. Óskar hóf ungur sjálfstæðan at- vinnurekstur í því skyni að afla sér vasapeninga. Á unglingsárunum rak hann um skeið sjoppu í kjallaranum heima á Hávallagötu þar sem selt var kók og prins. Viðskiptavinir hans voru systurnar og frænkur ásamt nokkrum nágrönnum. Vör- urnar voru geymdar í læstum skáp og voru seldar á sjoppuverði með dá- lítilli álagningu. Óskar var sín fyrstu skólaár í Vesturbæjarskólanum, fór síðan í Melaskóla og Hagaskóla. Þaðan lá leiðin í Menntaskólann í Reykjavík þar sem Óskar kynntist Dóru kon- unni sinni. Þaðan útskrifuðust þau stúdentar árið 1971. Að stúdetnts- prófi loknu hóf Óskar nám í lyfja- fræði, fyrst í Reykjavík en síðar í Kaupmannahöfn og lauk því námi árið 1976. Með sáran söknuð í hjarta viljum við að leiðarlokum þakka fyrir allar góðu stundirnar með Óskari og fyrir að hafa átt hann að bróður og vin. Við biðjum guð að styrkja Ernu móður okkar, Dóru og börnin í þeirra miklu sorg. Minningin um Óskar mun ætíð lifa og veita okkur öllum huggun. Ólöf, Kjartan, Herdís, Ingi, Halla. Góður vinur er gulli betri. Þetta sannaðist þegar ég kynntist svila mínum og nafna fyrir 30 árum. Við nafnarnir vorum svo lánsamir að ná vel saman og skapaðist vinátta milli okkar sem óx og dafnaði eftir því sem árin liðu. Óskar var sérlega vandaður mað- ur. Aðalsmerki hans voru hógværð og tryggð og hann var alltaf boðinn og búinn til að rétta öðrum hjálp- arhönd. Óskar var mikill fjölskyldu- maður og velferð hennar skipti hann öllu. Dóra og börnin þeirra fjögur viku aldrei úr huga hans og oft talaði hann um hve lánsamur hann væri. Okkur Óskari auðnaðist að fara í nokkrar lengri gönguferðir auk allra veiðitúranna og við upplifðum saman ýmsa fegurstu staði Íslands á ferð- um okkar. Í ferðum mínum í fram- tíðinni mun Óskar ávallt vera í huga mér því betri ferðafélaga er ekki hægt að hugsa sér, alltaf jákvæður og glaður. Við gengum þó ekki eingöngu saman um náttúruna heldur áttum við nána samleið í hinu daglega lífi þar sem daglegt samband var á milli systranna og við tengdaforeldra okkar. Börnin okkar beggja hafa al- ist upp í þessu nána sambandi, þar sem mæður þeirra hafa verið vak- andi og sofandi yfir velferð systur- barnanna sex. Það er því mikil sorg sem hvílir yfir heimilum okkar. Söknuðurinn er svo ólýsanlega sár, en það er bjart yfir minningunni og við Gunna og strákarnir eigum enga ósk heitari en að sú birta muni lýsa Dóru og börnunum þeirra um alla framtíð. Blessuð sé minning einstaks manns. Óskar H. Ingvarsson. Vorjafndægur heyrir sögunni til þetta árið, farfuglarnir komnir og farið að hlýna, einmitt þá færist auk- inn kraftur í sum okkar. Í ár er eng- in undantekning, Óskar frændi stefndi á hæsta tind landsins og fór létt með. Á hvítasunnudag gerðist hið óvænta, í huga okkar hefur sem dregið fyrir sólu og fuglarnir þagnað um stund, hann er dáinn. Óskar frændi var mikill náttúruunnandi, veiðimaður og göngugarpur. Í huga okkar gat ekkert óvænt hent þennan ljúfa, hógværa og elskulega dreng. Hann hlaut að verða manna elstur og sprækastur. Ár hvert, í kjölfar komu vorsins, bættist frændi okkar við systkina- hópinn í Króksfjarðarnesi. Óskar var aðeins níu ára þegar hann kom til okkar í Nesi og í mörg ár þar á eftir kom vorið með honum. Það var jafnan mikið tilhlökkunarefni okkar systkinanna þegar Jón og Erna komu með hann í sveitina. Óskar var sérlega glettinn og gamansamur drengur, þótti okkur systkinunum ákaflega gaman að athugasemdum hans um sveitalífið og ekki síður glettnar og spaugilegar hliðar sem hann sá við suma sveitungana. Ósk- ar var fljótur að aðlagast sveitalífinu og varð fljótt sem einn af systkina- hópnum. Ekki skipti máli hvort hann gekk í verk kúasmalans, bensínafgreiðslu- mannsins eða sinnti tiltekt og snún- ingum í kaupfélaginu hjá föður okk- ar, borgarbarninu fórst þetta allt jafnvel úr hendi. Hann hafði greini- lega gaman af því að stússast við verslunina og stundum var sagt að hann yrði efnilegur kaupsýslumaður þegar hann yrði eldri, eins og móð- urafi hans. Af samtölum hans við pabba, þegar semja skyldi um kaup og kjör, hvort heldur fyrir að raða gosflöskum eða sendast í sláturhús- ið, komu viðskiptahæfileikar og glöggt peningavit Óskars snemma í ljós. Samningahæfileikar hans voru þess eðlis að hann sá um þessa hlið fyrir okkur eldri systkinin. Árin liðu og hlutskiptin snerust við, við urðum æ oftar gestkomandi hjá frændsystkinum okkar á Há- vallagötunni. Þá kom það í hlut Ósk- ars að sýna okkur sveitabörnunum höfuðborgina og kynna lystisemdir hennar. Þetta var Óskar ólatur við að gera og alltaf var sama tilhlökk- unin að fá að vera með honum og njóta hans einstöku umhyggju og háttprýði. Óskar varð einnig eins- konar fulltrúi okkar í menningar- málum, hann sá um að útvega fyrstu Bítlaplötuna og hjálpaði okkur því að vera í nánu sambandi við nýjustu menningarstrauma og tísku. Bítl- arnir liðu undir lok, en samband okkar frændsystkinanna styrktist. Óskar átti mikinn þátt í að samband okkar héldist og efldist, ekki síst eft- ir fráfall pabba hans. Feður okkar voru ekki einungis bræður, heldur líka nánir vinir. Eftir fráfall Jóns má segja að Óskar hafi ekki aðeins verið frændi pabba heldur var hann einnig sem bróðir. Nú eru þeir allir horfnir á bak móðunnar miklu. Við sem eftir lifum og syrgjum alla þessa heiðurs- menn búum vel að því sem þeir sáðu. Það er augljóst hlutverk afkomenda þeirra að auðga og efla í þeirra anda. Við þökkum Óskari frænda ljúf- mennsku hans og tryggð og allar ánægjulegar stundir sem við fengum að njóta með honum á hans allt of stuttu ævi. Við geymum minningar um góðan dreng sem ætíð birtist okkur að vori en er nú horfinn. Megi almáttugur Guð styrkja Dóru, börn- in og aðra í fjölskyldunni á þessari sorgarstundu. Börn Ólafs og Friðrikku frá Króksfjarðarnesi. Það er mikill heiður fyrir mig að hafa átt frænda og vin eins og Óskar var og fá að skrifa nokkur orð. Ég veit ekki hvaða önnur orð ég get notað til að lýsa Óskari en að hann var sérstakur persónuleiki, yf- irvegaður og vandvirkur og hlýja og gleði streymdi frá honum. Öllum leið vel í návist hans. Erna, móðir hans, og Hamelý, móðir mín, eru systur, fjölskyldurn- ar eru mjög nánar, bæði Erna og Jón og Hamelý og Kojis (eins og pabbi minn var alltaf kallaður) bjuggu lengi við sömu götu, Hávalla- götu, og voru alltaf mikið saman. Frá þeim tíma þegar ég var telpa man ég eftir svo mörgu, því ég leit svo upp til hans frænda míns sem var eldri en ég. Mér fannst allt svo flott í fari Óskars, hann átti flottar græjur og hlustaði á Bítlana, man ég, þegar hann var í MR, þegar hann byrjaði í lyfjafræði og þegar hann kynntist konunni sinni henni Dóru, þegar hann trúlofaðist henni, var hann alltaf ánægður með það sem hann tók sér fyrir hendur, það var aldrei gerð nein vitleysa. Þegar Jón, faðir hans, féll frá árið 1984 og Kojis árið 1990 var mikil sorg, en núna; hvernig er hægt að kveðja mann á besta aldri, í blóma lífsins, föður fjögurra barna? Þau missa svo mikið. Hvernig er hægt að sætta sig við að hann sé farinn? Veg- ir Guðs eru órannsakanlegir. Móður hans, Ernu, Dóru, konu hans, börnunum Matta Þór, Jóni Arnari, Þórunni og Guðrúnu, og systrum hans Ólöfu, Herdísi og Höllu og öllum sem eiga um sárt að binda votta ég mína dýpstu samúð. Helena Dóra. Síminn hringir og hugur hrýs. Óskar fórst í slysi. Klukkustundir líða og minningarnar koma æðandi. Ævilangar minningar um samtvinn- aðar fjölskyldur tveggja systra sem báðar bjuggu á Hávallagötunni. Þrátt fyrir að gatan virtist óralöng var aldrei of langt að hlaupa yfir, yfir á hitt heimilið. Hjá Ernu, Jóni, Ósk- ari og systrum var alltaf gott að vera. Árin liðu og Óskar og Dóra stofnuðu sitt fallega heimili og fjöl- skyldu. Traust og gott heimili, líkt og var. Fjölskylda sem reyndist ómetanleg þegar okkar raun bar að okkar garði, þegar okkar pabbi dó og reyndar allar götur síðan. Traust er það sem einkenndi Ósk- ar alla tíð. Maður sem aldrei skipti skapi, stóð sem klettur sama hvað á dundi. Á Óskar var alltaf treyst til að fylgja öllum gestum um landið, land sem hann þekkti betur en nokkur annar sem við þekktum. Land sem hann kannaði og gerði gestum ógleymanlegt. Svo vill til, að hann kveður þennan heim eftir leiðangur um öræfin sem honum þótti svo vænt um. Okkur systrum eru minn- ingarnar ómetanlegar og missirinn ólýsanlegur. Elsku besta Erna frænka, okkar hugur er stöðugt hjá þér, sem og fjölskyldum Ólafar, Herdísar og Höllu. Elsku Dóra, Matti Þór, Jón Arnar, Guðrún og Þórunn, megi Guð gefa ykkur öllum styrk til að stand- ast þessa raun. Aleksandra og Milunka, Bandaríkjunum. Fáar eru fregnir dapurlegri en þær sem greina frá slysum þar sem um mannslíf er að tefla. Ein slík harmafregn barst mér á nýliðinni hvítasunnu þegar mér var tjáð að bróðursonur minn, Óskar Georg Jónsson, hefði farist í bílslysi þá um daginn. Á snöggu augabragði afskorið verður fljótt, lit og blöð niður lagði, líf mannlegt endar skjótt, segir í sálmi séra Hallgríms Pét- urssonar. Hvílík harmafregn, hvílík ósköp. Maður á besta aldri, fullur starfsorku, hrifinn á brott í einu vet- fangi frá fjölskyldu og vinum. Að loknu námi í Menntaskólanum í Reykjavík hélt Óskar ásamt konu sinni, Þórunni Halldóru Matthías- dóttur, til Danmerkur og nam þar lyfjafræði. Að því námi loknu starf- aði hann sem lyfjafræðingur í Reykjavík. Óskar var einstaklega ljúfur maður og þægilegur í viðmóti, maður kurteis í hvívetna og góðum gáfum gæddur. Allir báru honum gott orð og mátu hæfileika hans og viðleitni til að láta gott af sér leiða. Það var þægilegt og ánægjulegt að vera samvistum við hann og skiptast á skoðunum. Nú er þessi frændi minn á braut genginn. Söknuður eftirlifenda er djúpstæður og sár. Eftir stendur í huga okkar mynd tengd fjölmörg- um, góðum minningum og mun svo lengi verða. Við vottum eiginkonu Óskars, börnum þeirra, móður, systrum og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Guðmundur, Hrefna og fjölskylda. Kveðja frá Lyfjafræðinga- félagi Íslands Óskar G. Jónsson lyfjafræðingur lést í bílslysi á hvítasunnudag. Óskar lauk lyfjafræðingsnámi frá danska Lyfjafræðiháskólanum vorið 1976. Hann hóf störf þá um sumarið sem yfirlyfjafræðingur í Apóteki Austurbæjar. Frá 1989 til 1999 starfaði hann sem yfirlyfjafræðingur í Borgar apóteki en þá tók hann við lyfsöluleyfi í nýstofnuðu Apótekinu Kringlunni, sem nú heitir Lyfja, þar sem hann starfaði þegar hann lést. Óskar var prýddur flestum þeim kostum sem góður lyfjafræðingur þarf að hafa. Hann var manna ná- kvæmastur, samviskusamur, hjálp- samur og einstakt ljúfmenni. Óskar var gjaldkeri Lyfjafræð- ingafélags Íslands 1990-1994. Hann sat í stjórn fræðslusjóðs LFÍ frá stofnun hans 1995 til 2000, lengst af sem formaður. Auk þessara starfa sat hann í ýmsum nefndum fyrir fé- lagið. Þar fyrir utan var hann alltaf boðinn og búinn að starfa fyrir félag- ið ef einhversstaðar þurfti að leggja hönd á plóg. Þau eru orðin ófá hand- tökin sem hann á í uppbyggingu Lyfjafræðisafnsins og er hans minnst með söknuði á þeim vett- vangi. Þegar Óskar lést átti hann sæti í ritnefnd Lyfjafræðingatalsins sem ætlað er að komi út á 70 ára af- mæli LFÍ í desember komandi. Óskar var hæglátur maður sem vann sín félagsstörf án þess að trana sér fram. Það var fjarri því að hugs- un um persónulegan frama hefði nein áhrif á áhuga hans á félagsmál- um lyfjafræðinga. Þar kom til ein- lægur vilji hans til að láta gott af sér leiða. Lyfjafræðingum sem leituðu ráða eða aðstoðar hjá Óskari var alltaf vel tekið, sama hvort málefnið tengdist félaginu, faginu eða ein- hverju alls óskildu. Hann gaf sér alltaf tíma til þess að hlusta og gefa góð ráð. Lyfjafræðingafélag Íslands þakk- ar Óskari G. Jónssyni að leiðarlok- um fyrir öll þau mikilvægu störf sem hann vann fyrir félagið. Við undirrit- aðar erum þakklátar fyrir að hafa fengið að kynnast honum og starfa með honum. Dóru eiginkonu Óskars og börn- unum fjórum sendum við innilegar samúðarkveðjur. F.h. Lyfjafræðingafélags Íslands Sigríður Pálína Arnardóttir formaður, Ingunn Björnsdóttir framkvæmdastjóri. Það er vorilmur í lofti og gróð- urinn er óðum að taka við sér. Í lofti er fuglasöngur og við fögnum komu vorsins. Sá tími sem nú fer í hönd er kjörinn til útivista og gönguferða. Og lífið gengur sinn gang, það kvikn- ar og hverfur og ekki er spurt hver árstíminn er. Leið Óskars lá austur um land til þess að ganga á Hvanna- dalshnjúk. Eftirvænting hans vegna þessarar ferðar var mikil. Hann hafði haft á orði við starfsfélagana að nú næði hann því markmiði að klífa hæsta tind Íslands að minnsta kosti einu sinni í þessu lífi. En engan gat órað fyrir því að það yrði hans hinsta ferð. Dauðinn er þungbær og þegar hann kveður dyra með ótímabærum og sviplegum hætti verður höggið enn þyngra en ella. Við erum öll harmi slegin, minningarnar streyma að og efst í huga er þakklæti fyrir að hafa kynnst Óskari og fengið að starfa með honum. Þegar ég velti fyrir mér hvað ein- kenndi Óskar helst kemur fyrst í hugann ríkt trygglyndi og mikil þol- inmæði sem hann bjó yfir. Hann var framúrskarandi lyfjafræðingur og fagmaður fram í fingurgóma. Hann hlúði vel að skjólstæðingum sínum og vandfundinn er sá sem veitti ráð- gjöf af slíkri natni sem hann gerði. Óskar var mikill mannkostamaður, hafði ljúfa og þægilega lund og hár- fína kímnigáfu sem lífgaði upp á til- veruna en særði aldrei. Í vetur sem leið var stofnaður veiðiklúbbur Lyfju. Auðvitað var ÓSKAR G. JÓNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.